Morgunblaðið - 27.09.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.09.1991, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/C/D 219. tbl. 79. árg. FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins Svíþjóð: Hægriflokkurinn fær níu ráðuneyti Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins. Stjórnarmyndunarviðræðurn- ar í Svíþjóð héldu áfram í gær og nú er ljóst að Hægriflokkur Carls Bildts fær níu ráðuneyti af tuttugu ef samkoniulag næst um nýja stjórn borgaralegu Afleiðing yfirbókana: SAS verður að borga leiguflugið Kaupmannahöfn. Frá N.J. Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. SAS-flugfélagið hefur hætt við að skjóta til hæstaréttar skaðabótamáli sem félagið tapaði í undirrétti. Þar var SAS dæmt til að borga leigu- flugvél sem kaupsýslumaður tók sér far með þegar SAS- vél sem liann hafði keypt miða með reyndist full vegna yfir- bókana. Danskur kaupsýslumaður hafði keypt sér farmiða með SAS frá Álaborg til Kaup- mannahafnar en þegar hann mætti til flugs var ekkert sæti lengur laust þó svo að hann hefði fullgildan miða. Þar sem hann varð að komast til Kaup- mannahafnar leigði hann sér flugvél þangað og lét senda SAS reikninginn, 5.390 danskar krónur, eða 49.600 ÍSK. Situr félagið því uppi með reikninginn fyrir leiguflugvélinni sem hefur nær þrefaldast vegna þriggja ára dráttaivaxta og sakarkostn- aðar. flokkanna fjögurra. Þjóðarflokk- urinn og Miðflokkurinn fá fjögur ráðuneyti hvor og kristilegir deinókratar þijú. Vitað er að eftirfarandi menn verða ráðherrar í stjórninni auk Bildts ef af stjórn flokkanna verð- ur: Bengt Westerberg, Olof Johans- son, Alf Svensson, Anders Björck, Gunnar Björck, Ann Wibble, Mats Odell, Lars Tobisson og Jan-Erik Wikström. Hins vegar er enn óljóst hvaða ráðuneyti koma í hlut þeirra. Helsti ásteytingarsteinninn í við- ræðunum er skilyrði sem Miðflokk- urinn hefur sett varðandi kjarn- orkuver, Eyrarsundsbrúna og önnur umhverfismál, auk fj'ölskyldu- og skattamála. Olof Johansson, for- maður Miðflokksins, segir að tryggja verði flokknum áhrif í þess- um málaflokkum, annars geti hann ekki fallist á aðild að stjórn Carls Bildts. Reuter Þúsundir kolanámamanna og borgarbúa sátu um þinghúsið í Búkarest í gær vopnaðar bareflum. Harðir bardagar geisuðu á milli mannfjöldans og öryggissveita við sjónvarpsbygginguna í borginni langt fram á nótt. Fjórir menn hafa fallið í átökum við lögregluna undanfarna daga og um 300 særst. Rúmenía: Námamenn ráðast inn í þinghúsið í Búkarest Búkarest. Reuter. ÞÚSUNDIR vígmóðra kolanáma- manna þröngvuðu stjórn Petre Romans, forsætisráðherra Rúm- eníu, til að segja af sér í gær eftir að mannskæðar óeirðir höfðu brotist út í Búkarest. Eftir að Roman tilkynnti afsögn sína kröfðust námamennirnir þess að Króatía: Friðvænlegar horfir eft- ir brottflutning hermanna Zagreb, Sameinuðu þjóðunum. Reuter. FRIÐVÆNLEGAR horfði í Króatíu í gær er her Júgóslavíu ákvað að flytja hersveitir sínar frá mesta átakasvæðinu í lýðveldinu. Hann féllst einnig á brottflutning nokkurra sveita frá nágrannalýðveldinu Bosníu- Herzegovínu. Ráðstefnan um frið í Júgóslavíu hófst á ný í Haag í gær og öryggisráð Sameinuðu þjóðanna (SÞ) setti bann við sölu á vopnum til landsins. Hersveitir fóru frá bænum Vinkovci í Krótaíu en þar höfðu þær átt í hörðum bardögum við króatíska þjóðvarðliða undanfarnar vikur. Þá bjó herinn sig undir að flytja á brott hermenn frá fjallahéraðinu Mostar í Bosníu-Herzegóvínu eftir að varað hafði verið við því að vera þeirra þar kynni að koma af stað átökum milli Serba, Króata og múslima, sem eru í meirihluta í héraðinu. Stjórn- völd í lýðveldinu féllust á að leysa upp sveitir þjóðvarðliða í héraðinu gegn því að hermennirnir færu það- an. Til bardaga kom við og við í aust- urhluta Króatíu en talið er að brott- flutningur hermanna frá Vinkovci og samkomulagið í Bosníu-Herzego- vínu treysti mjög vopnahléssamning- inn, sem gerður var um helgina. Brottflutningurinn er liður i sam- komulagi sem náðist á fundi varnar- málaráðherra Júgóslavíu, Veljkos Kadijevics, með forsetum Króatíu og Serbíu í gærmorgun. Oryggisráð SÞ hvatti til þess að deilurnar í Júgóslavíu yrðu leystar með friðsamlegum hætti en minntist ekki á möguleikann á því að friðar- gæslusveitir á vegum SÞ yrðu sendar til landsins. Sjá viðtal við varnarmálaráð- herra Slóveníu á bls. 20. Reuter Júgóslavneskur hermaður hvílir lúin bein og les blað skammt frá bænum Vukovar í austurhluta Króatíu í gær. forseti landsins, Ion Ilieseu, segði einnig af sér og réðust inn í þing- húsið í borginni. Þúsundir manna sátu um bygginguna og köstuðu gijóti á hana meðan námamenn eyðilögðu húsgögn í þingsölun- um og köstuðu þeim út. Hópar manna umkringdu einnig sjón- varpsbyggingu í borginni og vörpuðu bensínsprengjum á hana. Roman lét svo um mælt í gærkvöldi að „kommúnistabylt- ing að neðan“ væri í uppsiglingu. I sjónvarpstilkynningu frá ríkis- stjórninni í.gærkvöldi sagði að hersveitir varnarmálaráðuneyt- isins yrðu sendar víðsvegar um landið til verja hernaðarlega mikilvæga staði ef þörf krefur. Margir borgarbúar gengu til liðs við námamennina og hrópuð voru vígoi'ð gegn Ion Iliescu, sem var áður einn af leiðtogum kommún- ista. „Við viljum ekki bolsévika fyr- ir forseta,“ hrópaði fólkið. Hersveitir, vopnaðar vélbyssum, héldu vörð um stjórnarráðið í mið- borg Búkarest. Litlir hópar reyndu að ráðast inn í bygginguna en án árangurs. Oryggissveitum tókst hins vegar ekki að hafa hemil á fólkinu annars staðar í borginni og talið er að það hafi verið ein af ástæðum þess að stjórnin sagði af sér. Hún fer þó með völdin þar til ný stjórn verður mynduð. Iliescu kvaðst hafa hafið viðræður um myndun þjóðstjórnar. Leiðtogi námamannanna, Miron Cosma, reyndi að telja þá á að halda heimleiðis en margir þeirra sögðu að fyrst þyrfti að steypa Iliescu af stóli. Eldmóður fólksins minnti mjög á lýðræðisbyltinguna um jólin 1989, er Nicolae Ceausescu var tek- inn af lífi og Endurreisnarráð Iliesc- us og Romans tók við völdunum. Iliescu forseti beitti námamönnum til að beija á stjómarandstæðing- um, sem efndu til mótmæla í júní í fyrra, og þýskur fjármálamaður í Búkarest sagði að það virtist nú vera að koma honum í koil. „Iliescu getur ekki kveðið niður drauginn sem hann vakti upp í fyrra. Hann hefur sjálfur afsiðað fólkið, “ sagði hann. Um 52.000 námamenn í kola- námum Jiu-dals hafa verið í verk- falli frá því á þriðjudag til að krefj- ast verðstöðvunar og launahækk- ana. Samtök námamanna ákváðu síðan í gær að efna til verkfalls í öllum námum landsins. Vestrænir stjórnarerindrekar í Búkarest sögðu að óeirðirnar væru að hluta til stjórninni að kenna þar sem hún hefði látið hjá líða að út- skýra nægilega fyrir almenningi hversu erfiðir tímar færu í hönd á meðan verið væri að koma á fijáls- um markaðsbúskap eftir fjögurra áratuga miðstýringu. Verðlag hefur verið gefið frjálst og það hefur leitt til 130% verðbólgu, auk þess sem framleiðslan hefur minnkað um 17%. Ekki er talið að efnahagurinn rétti úr kútnum fyrr en árið 1993.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.