Morgunblaðið - 29.09.1991, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.09.1991, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR/INIMLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1991 Heimsbikarmótið; Ivantsjúk vaknaði á síðustu stundu. Skák Margeir Pétursson FJÓRÐA umferð heimsbikar- mótsins á föstudagskvöldið var æsispennandi allt þar til siðasta skákin fór í bið. Hinn 22 ára gamli Vasílí Ivantsjúk komst loks í sinn rétta ham er hann náði að leggja Chandler að velli eftir mikinn darraðardans í tímahraki. Lajos Portisch varð fyrstur til að sigra, hann þurfti aðeins 26 leiki og þijár klukku- stundir til að gjörsigra Boris Gúlko, sem virðist fjarri sínu bezta. Eftir alvarleg mistök Jóhanns Hjartarsonar í 11. leik gegn Nikolic urðu margir til afskrifa hann, en Júgóslavinn tefldi framhaldið afar veikt og Jóhann bjargaði sér aftur fyrir horn. Jan Timman sem er sá vest- ræni skákmaður sem lengst hefur náð á undanförnum árum í heims- meistarakeppninni hefur valdið vonbrigðum. í gær tapaði hann mjög illa fyrir Yasser Seirawan frá Bandaríkjunum og vermir neðsta sætið ásamt Gúlko. Jan Ehlvest frá Eistlandi virtist langt kominn með að knésetja Ulf And- ersson, en með undraverðri vöm tókst Svíanum að tryggja sér sitt fjórða jafntefli. Júgóslavinn Ljubojevic er mjög mistækur en á þessu móti virðist hann til alls líklegur. Hann tefldi byijunina gegn Speelman afar frumlega og jafnvel glæfralega, em hélt samt auðveldlega jöfnu. Daufasta skákin í gær var við- ureign Salovs og Khalifmans sem endaði með jafntefli eftir aðeins 22 leiki. Það var greinilegt að tapið fyrir Karpov í langri og er- fiðri skák hefur haft slæm áhrif á baráttugleði Salovs. Eins og spáð var hér í Mbl. á föstudaginn var Beljavskíj ekki á því að sleppa Karpov með ódýrt jafntefli. Að vísu var byijunin helst til róleg, en Beljavskíj hétí, þó nokkrum þiýstingi sem knúði Karpov að láta peð af hendi. Fyrir það fékk hann biskupaparið og jafnte- flislíkur hans voru ávallt mjög góðar. Beljavskíj var samt stað- ráðinn í að láta hann hafa fyrir hálfa vinningnum og þegar skákin fór í bið í gær var Karpov ennþá peði undir, þótt fremur ólíklegt sé að það dugi Beljavskíj til vinn- ings. Biðstaðan er þannig: Svart: Anatólí Karpov Hvítt: Alexander Beljavskíj Svartur lék biðleik. Biðskákin verður tefld áfram á mánudaginn. Staðan eftir 4 umferðir: 1. Karpov 2lh v. 2. -6. Salov, Ljubojevic, Port- isch, ívantsjúk og Seirawan 2'h v. 7.-11. Andersson, Ehlvest, Nik- olic, Khalifman og Chandler 2 v. Anatólí Karpov. 12.-13. Jóhann Hjartarson og Speelman ÍVi v. 14. Beljavsky 1 v. og biðskák. 15. -16: Gúlko og Timman 1 v. Karpov og Jóhann mæt- ast í fimmtu umferð Fimmtu umferðina átti að tefla á laugardagskvöldið kl. 17.10 á Hótel Loftleiðum og hafði þá Karpov hvítt gegn Jóhanni. Aðrar skákir fímmtu umferðar: Gúlko- Salov, Khalifman-Beljavskíj, Ljubojevic-Portisch, ívantsjúk- Speelman, Andersson-Chandler, Seirawan-Ehlvest og Nikolic- Timman. Sjötta umferðin verður síðan tefld í dag kl. 17.10 og tefla þá Jóhann-Timman, Karpov-Khalif- man, Portisch-Ivantsjúk, Speel- man-Andersson, Beljavskíj- Gúlko, Salov-Ljubojevic, Ehlvest- Nikolic og Chandler-Seirawan. Er ívantsjúk kominn á sigurbraut? Um helgina verður sérlega fróðlegt að sjá hvernig ívantsjúk nær að fylgja eftir hinum æsilega sigri yfir Chandler. í þeirri skák notaði hann nær allan sinn tíma á byijunina, átti aðeins þijár mínútur eftir þegar aðeins 17 leikjum hafði verið leikið. Áhorf- endur héldu að ívantsjúk hefði hreinlega sofnað við borðið, en þá vaknaði hann til lífsins og eft- ir mistök Englendingsins, sem lenti líka í heiftarlegu tímahraki, stóð ívantsjúk uppi með vænlegt hróksendatafl. Þá var komið að Chandler að fijósa, í 45. leik not- aði hann obbann af tíma sínum á lélegan leik sem veitti ekkért viðn- ám og ívantsjúk vann örugglega: Hvítt: Murray Chandler Svart: Vasílí ívantsjúk Pirc-vörn 1. e4 - d6 2. d4 - Rf6 3. Rc3 - g6 4. f4 - Bg7 5. Rf3 - 0-0 6. Be2 - c5 7. dxc5 - Da5 8. 0-0 - Dxc5+ 9. Khl - Rc6 10. Bd3 - Bg4 11. Del - Hfc8 í einvígi við Short árið 1988 lék Speelman hér 11. — Bxf3 12. Bxf3 — Rb4, en fékk verri stöðu. 12. Be3 - Da5 13. Rd2 - Bd7 14. Rc4?! Þennan riddara skortir fótfestu á c4, 14. Rb3 er mun traustara. 14. - Dd8 15. Dh4 - Rb4 16. Ra3 - Da5 17. Bd2 - Rxd3 Leikir svarts í byijuninni hafa allir verið fremur eðlilegir og það er því með ólíkindum að ívantsjúk átti nú aðeins þijár mínútur á 23 leiki. Chandler átti hins vegar tæpan hálftíma. Það bjargar hon- um að hann hefur betri stöðu, riddaratilfærsla Chandlers frá f3 til a3 er jafnléleg og hún lítur út fyrir að vera. 18. cxd3 - b5 19. e5 - b4! 20. Rc4 - Dd8 21. Re2 - Rd5 22. Rg3 - Rb6 23. f5! - Rxc4 24. dxc4 — dxe5 25. fxg6 — hxg6 26. Re4 - f6 27. Bxb4 - De8 28. Rc3 - Be6 29. Rd5 - Bxd5 30. cxd5 — Hab8 31. a3? Chandler hefur náð að rugla andstæðinginn talsvert í ríminu én nú voru báðir alveg búnir með tímann. Hér hefði hvítur átt sízt lakari stöðu eftir 31. Hacl!, því það var auðvitað alger óþarfí að valda biskupinn á b4, sem er þeg- ar í valdi drottningarinnar á h4. 31. - a5! 32. Bc3 - Hc5 33. Hadl - Hd8 34. De4 - Df7 35. Bxe5 - Hcxd5 36. Hxd5 - Dxd5 37. Dxd5+ - Hxd5 38. Bc3 - f5 39. Bxg7 - Kxg7 40. b4 — axb4 Þótt tímamörkunum væri náð vissi hvorugur keppandinn það og þeir héldu áfram að tefla hratt fram að 46. leik hvíts. Hér hefði 40. — a4! tryggt svarti nokkuð öruggan sigur, því 41. Hbl — Hd3 42. b5 er svarað með 42. — Hb3! 41. axb4 - Hb5 42. Hbl - e5 43. Kgl - Kf6 44. Kf2 - e4 45. Ke3 - Ke5 46. h4? Chandler eyddi obbanum af klukkustundar umhugsunartíma sínum á þennan leik, en hefur samt ekki reiknað rétt. Bezta vörnin virðist 46. h3 og bíða síðan átekta. Hvíta staðan er að vísu erfíð en jafnteflismöguleikarnir ættu þó að vera góðir. 46. - f4+ 47. Kf2 - Kf5 48. g3 - f3 49. h5 Þetta er alger örvænting, en 49. Ke3 — Kg4 50. Kxe4 — Kxg3 51. Hgl+ - Kf2 52. Hxg6 - Hxb4+ 53. Kd3 — Hxh4 var einn- ig alveg vonlaust. 49. - gxh5 50. Hhl - Kg5 51. Hh4 - Hxb4 52. Ke3 - Kf5! 53. Hxh5+ - Kg4 54. Hh8 - Hb3+ 55. Kxe4 — f2 og í þessari von- lausu stöðu féll Chandler á tíma. Nær Portisch aftur fyrri sessi? Allt frá því að stigaútreikning- ar alþjóðaskáksambandsins hó- fust um 1970 hefur hinn 54 ára gamli Ungveiji Lajos Portisch aldrei verið jafnstigalágur og nú með sín 2.570 stig. Reyndar hefur Portisch mælst með yfír 2.600 stig lengst allra skákmanna eða í u.þ.b. 20 ár. Hann hefur fengið fá boð á mót upp á síðkastið og virðist hafa notað frítímann vel því hann hefur teflt frísklega í upphafí heimsbikarmótsins. í fjórðu umferðinni afgreiddi hann Boris Gúlko fyrirhafnarlaust, en Gúlko er sá meistaranna 16 sem veikastur hefur komið út úr upp- hafínu: Hvítt: Lajos Portisch Svart: Boris Gúlko Drottningarindversk vörn 1. d4 - Rf6 2. c4 - e6 3. Rf3 - b6 4. a3 - Ba6 5. Dc2 - Bb7 6. Rc3 — c5 7. dxc5 — bxc5 8. Bf4 - d6 9. Hdl - Db6 10. e3 - Be7 11. Be2 - 0-0 12. 0-0 - Rbd7 13. Hd2 - Hfd8 14. Hfdl - Rf8 15. Rg5! Þetta virðist öflug endurbót á 15; b4?! sem Lobron lék gegn Polugajevskí í Biel 1986. 15 - Rg6 16. Bg3 - d5? Algerlega ótímabær framrás eins og Portisch sýnir strax fram á. 17. cxd5 - exd5 18. Bf3 - Bc6 19. h4! Þar sem riddarinn á g5 er nú valdaður hótar hvítur að drepa á d5 og mikill hluti svarta liðsins er bundinn við að valda þann veik- leika.. 19. - Db7 20. Df5 - h6? Afleikur í mjög erfiðri stöðu. 20. — Bd7? svarað með 21. Rxd5! 21. Rxf7 - Kxf7 22. Rxd5! E.t.v. hefur Gúlko aðeins búist við 22. Bh5 — d4, en eftir það á hann færi á gagnsókn. 22. - Rf8 23. Rxf6 - g6 Eða 23. - gxf6 24. Bh5+ - Kg7 25. Dg4+ - Kh7 26. Bf7! og svartur er varnarlaus. 24. Df4 - Re6 25. Bxc6 - Dxc6 26. De4 og svartur gafst upp, því hann hefur tapað tveimur peðum alveg bótalaust. ___ ______ 750. ártíð Snorra Sturlusonar; Hátíðar- dagskráí Háskóla- bíói í dag HÁTÍÐARDAGSKRÁ í minningu 750. ártíðar Snorra Sturlusonar verður á vegum menntamála- ráðuneytisins í dag. Hátíðin verð- ur í sal 2 í Háskólabíói og hefst klukkan 15. Dagskráin hefst með ávarpi Ól- afs G. Einarssonar, menntamála- ráðherra, en að því loknu munu Silja Aðalsteinsdóttir og Þorleifur Hauksson lesa upp úr Snorra Eddu. Þá flytur Vilborg Dagbjartsdóttir, sk'áld, ljóð en þar á eftir fer fyrir- lestur Gunnars Karlssonar, sagn- fræðings, um sagnfræðinginn Snor- ra. Matthías Jóhannessen, skáld, flytur ljóð og lesið verður uppúr Heimskringlu. Næst flytur Ingi- björg Haraldsdóttir, skáld, ljóð og Vésteinn Ólason bókmenntafræð- ingur, flytur fyrirlestur sem hann nefnir „Áf sjónarhóli Snorra“. Dag- skránni lýkur með því að Þorsteinn frá Hamri flytur ljóð. Inn á milli dagskráratriða verður fléttað söng- lögum í flutningi Átta fóstbræðara undir stjórn Arna Harðarssonar. Dagskrárflutningur er undir stjórn Ingunnar Ásdísardóttir. Dagskráin er öllum fijáls. Að- gangur er ókeypis. Yaxtalækkun sparisjóðanna: Utlánsvextir lækka um 3% - Islandsbanki lækkar útláns- vexti um 1,5% SPARISJÓÐIRNIR munu lækka útlánsvexti sína um 3% um mán- aðamótin en vaxtalækkun inn- lánsvaxta verður á bilinu 1,5 til 2,25%. íslandsbanki hefur einnig tekið ákvörðun um vaxtalækkanir um mánaðamótin. Útlánsvextir þeirra lækka um 1,5% og innláns- vexti lækka á bilinu 1% til rúm- Iega 2%. Hallgrímur G. Jónsson sparisjóðs- stjóri Sparisjóðs vélstjóra segir að vonandi séu þessar vaxtalækkanir einungis fyrsta skrefið í átt að frek- ari lækkunum á vöxtum í vetur. „Þessar ákvarðanir um vaxtalækk- anir eru bein afleiðing af hjaðnandi verðbólgu og er ætlað að ná jafn- vægi milli óverðtryggðra og verð- tryggðra vaxtakjara," segir Hallg- rímur. Leiðrétting Ein setning féll niður við vinnslu greinar Halldórs Blöndals sam- gönguráðherra en greinin birtist á miðopnu í gær. Þessvegna er við- komandi málsgsrein endurbirt hér og er setningin sem féll niður feit- letruð: „Endurmat á starfsemi Skipaútgerðarinnar og þær aðgerð- ir sem ákveðnar verða í framhaldi af því byggjast á tveimur grundvall- arforsendum. í fyrsta lagi full- nægjandi flutningaþjónustu til þeirra staða sem nú treysta á þjónustu Skipaútgerðarinnar. í öðru lagi að létt verði af skattgreið- endum þeim bagga sem rekstur Skipaútgerðarinnar er.“ Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.