Morgunblaðið - 29.09.1991, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.09.1991, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1991 23 I s I e n s k t s j ó n v a r p 2 5 á r a eftir Gylfa Þ. Gíslason AÐ ÞAÐ skuli vera aldarfjórðung- ur síðan íslenzkt sjónvarp tók til starfa! I augum þess, sem þetta ritar, er þó auðvitað ekkert undar- legt í því sambandi nema það, að hann man það, sem þá gerðist og allan aðdraganda þess, eins og það hefði gerzt í gær. Stofnun ísienzka sjónvarpsins er án efa einn merk- asti atburður í nútíma menningar- sögu íslendinga. Sjónvarpið hefur hafg gagnger áhrif á heimilislíf svo að segja hverrar einustu fjöl- skyldu á Islandi og þá um leið á þjóðlífið allt. Það er eitt af tækni- undrum síðari hluta þessarar ald- ar. Þessi fjölmiðill, sem valdið hefur menningarbyltingu um víða veröld, er þó ekki hálfrar aldar gamall. Þess vegna er það í raun og veru furðulegt, að það skuli hafa tekizt fyrir tuttugu og fimm árum að hagnýta þessa flóknu tækni hjá fámennri þjóð út við yztu höf og að sjónvarpstæki skuli á örfáum árum hafa komizt inn á nær öll heimili landsins. Það mun hafa verið Vil- hjálmur Þ. Gíslason út- varpsstjóri, sem fyrstur setti fram hugmynd um sjónvarp á íslandi. Það var á árunum 1953-54, og gerði hann það í samráði við Gunnlaug Briem póst- og símamálastjóra. Hugmyndin var að koma á fót tilraunasjónvarpi, er sýna mætti þjóðinni á 25 ára af- mæli Ríkisútvarpsins 1955. Þetta þóttu róttækar hugmyndir og fengu ekki hljómgrunn. Eftir stjórnarskipti 1956, er Her- mann Jónasson myndaði stjóm og ég tók við starfi menntamálaráð- herra, kaus Alþingi nýtt útvarpsráð. Varð Benedikt Gröndal formaður þess. í ársbyijun 1957 samþykkti ráðið að beina þeirri spurningu til menntamálaráðherra, hvort sjónvarp væri í verkahring Rikisútvarpsins eða ekki. Svarið var jákvætt. Til út- varps skyldi teljast hvort tveggja: hljóðvarp og sjónvarp. I þessu sam- bandi mun orðið hljóðvarp hafa orðið til, en orðin útvarp og sjónvarp voru eldri. Þegar Viðtækjaverzlun ríkisins var komið á fót samtímis Ríkisút- varpinu 1930 og veitt einkasala á útvarpstækjum, var Ríkisútvarpinu ætlað að hafa af henni tekjur. Síðar ráðstafaði Alþingi þeim til þess að greiða byggingarskuldir Þjóðleik- hússins. Þegar framlenging þeirra lagaákvæða var til umræðu á Al- þingi haustið 1957, flutti Benedikt Gröndal tillögu þess efnis, að hefjist innflutningur sjónvarpstækja á næstu fjórum árum, skuli allur ágóði af sölu þeirra renna til undirbúnings og reksturs sjónvarps á íslandi. Til- lagan hlaut ekki samþykki. 1962 var sama mál aftur til afgreiðslu á Al- þingi. Þá flutti Benedikt Gröndal enn þá tillögu, að hagnaður af innflutn- ingi sjónvarpstækja skyldu renna til Ríkisútvarpsins til undirbúnings og reksturs sjónvarps. Nú þurfti ekki að tengja hugmyndina því, að inn- flutningur sjónvarpstækja hæflst. Árið áður hafði sjónvarpsstöð Banda- ríkjanna á Keflavíkurflugvelli, sem stofnuð hafði verið 1955, verið stækkuð úr 50 vöttum í 250. Sáust sendingar stöðvarinnar vel í Reykja- vík, og streymdu sjónvarpstæki til landsins. Nu var tillaga Benedikts Gröndal samþykkt. Var með því lagð- ur fyrsti fjárhagsgrundvöllur að stofnun sjónvarps á Islandi. En árið áður eða 1961 hafði ríkis- útvarpið fengið erlendan sérfræðing, Georg Hanse, tækniforstjóra Evróp- usambands út- varpsstöðva, EBU, hingað til þess að kanna aðstæður og gera framkvæmdaá- ætlun. Á grund- velli álitsgerðar hans gerðu út- varpsstjóri og formaður út- varpsráðs tillögur um íslenzkt sjón- varp og sendu þær menntamála- ráðuneytinu 31. júlí 1961. Ágætt samstarf við stjórnarand- stöðuna í framhaldi af þessu var málið athugað vand- lega í mennta- málaráðuneytinu. Það var sérstak- lega vorið 1963, að haldnir voru margir fundir í ráðuneytinu um leið til þess að þoka málinu áfram. Þessa fundi sátu auk mín Birgir Thorlacius ráðu- neytisstjóri, út- varpsstjóri, form- aður útvarpsráðs og fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins í útvarpsráði, þeir Sigurður Bjarna- son og Þorvaldur Garðar Kristjáns- son. Niðurstaðan varð sú, að 22. nóvember 1963 sam- þykkti ríkisstjórnin að hrinda af stað undirbúningi, að íslenzku sjónvarpi. Bjami Benediktsson var þá orðinn forsætisráðherra. Ég velti því mikið fyrir mér, hvemig skynsamlegast væri að haga undirbúningnum til þess að tryggja sem breiðasta sam- stöðu um málið. Niðurstaða mín varð sú, að farsælast væri að fela út- varpsráði og útvarpsstjóra undirbún- ing málsins. Formaður svokallaðrar sjónvarpsnefndar varð Benedikt Gröndal, en aðrir í henni Vilhjálmur Þ. Gíslason, Sigurður Bjarnason, Þorvaldur Garðar Kristjánsson, Þór- arinn Þórarinsson og Björn Th. Björnsson. Síðar bættist í nefndina Þorsteinn Hannesson, er hann var kosinn í útvarpsráð. Tæknilegir ráðu- nautar voru Gunnlaugur Briem póst- og símamálastjóri, Sigurður Þorkels- son forstjóri og Sæmundur Óskars- son deildarverkfræðingur, báðir starfsmenn Landsíma íslands. Sjónvarpsnefndin skilaði vandaðri skýrslu í mars 1964. En fjárhags- grundvöllur var enn ótryggur. Eitt af síðustu málum, sem Alþingi fjall- aði um þetta vor, var frumvarp að nýrri tollskrá. Benedikt Gröndal ræddi þá hugmynd við okkur Gunnar Thoroddsen fjármálaráðherra að flytja breytingartillögu við fmmvarp- ið, þar sem ríkisstjórninni væri heim- ilað að ákveða, að aðflutningsgjöld- um af sjónvarpstækjum og hlutum í þau mætti veija til stofnkostnaðar sjónvarps. Féllst ríkisstjórnin í heild sjónvarpssendingar væm ekki æski- legar, auk þess sem ég þóttist sjá fram á, að þær væm að stofna vin- samlegum samskiptum íslendinga og Bandaríkjanna í hættu. En þetta mál heyrði ekki undir menntamálaráðu- neytið, heldur utanríkisráðuneytið. Endalok þessa viðkvæma deilumáls urðu þau, að at- hugun leiddi í ljós, að sjón- varpsstöðvar Bandaríkjahers fengu efni til sýn- ingar með sér- stökum kjörum með því skilyrði, að því yrði aðeins sjónvarpað til hermanna, en ekki almennra borgara. Þegar þetta varð ljóst, ákváðu Banda- ríkjamenn sjálfir að takmarka sjónvarpssendin- gamar við Kefla- víkurflugvöll ein- an. En segja má, að Keflavíkur- sjónvarpið hafi flýtt því, að ís- lenzkt sjónvarp komst á laggim- ar, bæði vegna þeirra tekna, sem Ríkisútvarpið hafði af innflutn- ingi sjónvarps- tækja, er ætluð vom til móttöku efnis frá Kefla- vík, og vegna þeirra kynna, sem þjóðin hafði hlotið af sjón- varpi, áður en ís- Ienzkt sjónvarp kom til skjal- anna. Stórviðburður Gylfi Þ. Gíslason. Morgunblaðið/Sverrir á það. Tillagan var samþykkt. Með þessari ráðstöfun var endanlega lagður traustur fjárhagsgrundvöllur að íslenzku sjónvarpi. Ríkisstjómin lét ekki á sér standa að hagnýta heimildina. Hún ákvað, að þegar frá 1. júlí skyldu aðflutn- ingsgjöld af sjónvarpstækjum renna til stofnkostnaðar íslenzks sjónvarps. Samtímis fól menntamálaráðuneytið Ríkisútvarpinu að hefja þegar undir- búning að því að koma sem fyrst á laggimar íslenzku sjónvarpi. í sama bréfi var veitt heimild ti! ráðningar fyrsta starfsmanns sjónvarpsins. Nokkmm vikum síðar var ráðinn í það embætti Pétur Guðfinnsson, sem þá var starfsmaður Evrópuráðsins í Strassborg. Er hann enn fram- kvæmdastjóri sjónvarpsins. Ágætt samstarf var við stjórnar- andstöðuna um allan undirbúning málsins. Voru þó miklar umræður og deilur um sjónvarpsmál bæð| á Alþingi og utan þess í tengslum við sjónvarpssendingar Bandaríkjahers frá Keflavíkurflugvelli. Voru skoðán- ir mjög skiptar um þær sjónvarps- sendingar, með þjóðinni, á Alþingi og í ríkisstjórninni. Ég var persónu- lega þeirrar skoðunar, að þessar bóta. Þegar sjón- varpið hóf send- ingar hinn 30. september fyrir 25 ámm, var það stórviðburður. Til dagskrárgerðarinnar hafði og verið vandað sérstaklega. Og hún hefur reynzt upphaf að glæsilegu starfí. íslenzka sjónvarpið stenzt fyllilega samanburð við sjónvarp í nálægum löndum, bæði hvað snertir efnisval og tækni. Það er auðvitað ósann- gjarnt að bera íslenzka sjónvarpið saman við sjónvarp stórþjóðanna í Evrópu, svo sem Bretlands, Þýzka- lands og Frakklands. En að mínum dómi stenzt það fyllilega samanburð við sjónvarp á hinum Norðurlöndun- Auðvitað em aðstæður nú orðnar ólíkar því, sem var fyrir aldarfjórð- ungi. Nú starfar hér einkasjónvarp við hlið ríkissjónvarpsins. Og aðstæð- ur í málefnum hljóðvarps hafa ger- breyzt. Hið sama á raunar við um blaðaútgáfu. Öll starfsemi fjölmiðla yfirleitt er orðin allt önnur og ann- ars konar en hún var á bernskuámm íslenzka sjónvarpsins. Kannski er rétt að ljúka þessum orðum með örlít- illi hugleiðingu um, hvort allar þær breytingar, sem orðið hafa, séu til Öflugur og vinsæll miðill Það er kunnara en frá þurfi að segja, hversu aðsópsmiklir allir fjöl- miðlar hafa orðið á síðari ámm í hvers konar fréttamennsku, frétta- flutningi og fréttatúlkun, og á það ekki hvað sízt við um sjónvarp vegna þess, hversu öflugur og vinsæll sá miðill er. Hér er auðvitað ekki um sérízlenskt fyribæri að ræða, heldur alþjóðlegt. En óhætt mun að segja, að íslenzkt sjónvarp, hvorki ríkissjón- varp né einkasjónvarp, gefi í engu eftir erlendu sjónvarpi í þessum efn- um, heldur gangi jafnvel lengra á sumum sviðum t.d. að því er snertir samskipti við stjórnmálamenn. Frét- amenn sjónvarpsstöðva em á sífelld- um þönum eftir stjórnmálamönnum og spyija þá um allt mögulegt, sumt merkilegt, sumt ómerkilegt, stundum hógværir, stundum nærgöngulir. Og stjórnmálamenn tíðka það mjög að boða sjónvarp á sinn fund. Sagt er, að stjómmálamenn séu líka stundum á hælunum á fréttamönnum varð- andi upplýsingar, sem þeir vilja ekki láta sín getið i sambandi við. Ég er í hópi þeirra, sem álíta, að hér þurfi að staldra við og gæta aukins hófs. I því sambandi langar mig til þess að segja örlitla sögu frá fyrsta ári sjónvarpsins. Dag nokkurn komu tveir af frétta- mönnum sjónvarpsins til mín í ráðu- neytið. Allir voru hinir nýju frétta- menn ágætum hæfileikum búnir og urðu fljótt mjög vinsælir. Ég fann strax, að þeim lá viðkvæmt mál á hjarta. Þeir sögðu, að þeim geðjaðist mjög vel að starfi sínu og hefðu ágætt samband við forystumenn í þjóðlífinu. Þeir hefðu einnig náin tengsl við ráðherrana, nema hvað þeir væru ekki ánægðir með sam- band sitt við forsætisráðherrann, Bjama Benediktsson. Þeir kváðust bera mikla virðingu fyrir honum, en hefðu áhyggjur af, hversu tregur hann væri til þess að veita þeim viðt- öl. Þeir lögðu áherzlu á, að þeir segðu þetta vegna þess, að þeir teldu þetta skaða hann, og að því vildu þeir með engu móti stuðla. Ég spurði þá, hvort ég mætti segja forsætisráðherra frá samtalinu. Þeir töldu það sjálfsagt. Síðar um daginn fór ég til Bjarna Benediktssonar og sagði honum frá þessu. Svar hans var stutt og lagg- ott: „Segðu þessum ungu mönnum, að ég ætli sjálfur að ákveða, hvort ég sé ástæðu til þess að koma í sjón- varpið og hvenær, og þá sömuleiðis um hvað ég tala.“ Nokkru síðar kallaði ég í frétta- mennina og sagði þeim frá svari for- sætisráðherrans. Við ræddum málið um stund og skildum í mikilli vin- semd. Þegar ég sagði Bjarna, að ég hefði skilað svari hans til frétta- mannanna, sagði hann brosandi, að auðvitað gerði hann sér ljóst mikil- vægi sjónvarps og kynni vel að meta áhuga fréttamanna og velvild þeirra. En hann bætti við, eitthvað á þá lund, að þeir ættu ekki að móta þá mynd, sem þjóðin fengi af viðfangs- efnum sínum. Um leið og ég sendi sjónvarpinu hugheilar hamingjuóskir á aldar- fjórðungsafmælinu langar mig til þess að taka undir þau sjónarmið, sem Bjarni Benediktsson lét í ljós í þeim ummælum, er frá segir að framan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.