Morgunblaðið - 12.10.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.10.1991, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1991 Morgunblaðið/Björn Blöndal Þekktur leikstjóri á kvikmyndahátíð Keflavík. Margarethe von Trotta, hinn kunni þýski kvikmyndaleikstjóri, kom til landsins í gærkvöidi. Kom hún gagngert til að vera viðstödd frumsýningu á nýjustu mynd sinni, Heimkomunni, sem sýnd verður á kvikmyndahátíð- inni í Regnboganum í dag kl. 17 og verður þetta jafnframt eina sýningin á myndinni. Margarethe von Trotta kom til íslands árið 1985 í tengslum við kvikmyndahátíð kvenna sem þá var haldin og sagðist hún við kom- una til landsins í gær vel muna eftir þeirri ferð, sem hefði verið einstak- lega ánægjuleg. Nefndi hún heimsókn til forseta íslands, Vigdísar Finn- bogadóttur, sem hefði verið ákaflega skemmtileg og einnig hefði landslag- ið heillað sig. Margarethe von Trotta hefur fengið fjölda viðurkenninga fýrir leikstjórn og af myndum hennar má nefna Systumar og Rósu Lux- embourg, sem hér hafa verið sýndar við góða aðsókn. Landbúnaðarmál: Afnám sérstakra sölusvæða og frjálsari verðlagning í STEFNUÁÆTLUN ríkisstjórnarinnar í landbúnaðarmálum segir að í athugun sé að gefa heildsöluverð á kindakjöti frjálst haustið 1992, en verðlagning til bænda verði endurskoðuð 1993 í samræmi við búvöru- samninginn. „Þá verður ávallt tryggt að bændur eigi val um slátrun eins og heilbrigðiskröfur leyfa. Opinbpr stuðningur við mjólkurfram- leiðslu verður einskorðaður við innanlandsmarkað. Ríkisstjórnin leggur áherslu á meira frelsi í greininni, endurskoðun verðmiðlunar, afnám sérstakra sölusvæða og fijálsari verðlagningu en nú tíðkast,” segir í textanum. í stefnuáætluninni segir að vegna kaupa á framleiðslurétti og skörunar beinna greiðslna og niðurgreiðslna skv. búvörusamningnum sé óhjá- kvæmilegt að útgjöld ríkissjóðs vaxi á næsta ári en sparnaður muni koma fram þaðan í frá. „Endurskoðun búvörulaga er hafín með það að markmiði að hagræða í framleiðslu, vinnslu og sölu búvara. Reiknað er með að endurskoðuninni ljúki fyrir haustþing 1992. Stefnt er að því að draga úr sjáifvirkni í út- gjöldum ríkissjóðs. í tengslum við upptöku beinna greiðslna til bænda mun ríkisstjómin endurskoða fram- kvæmd niðurgreiðslna á búvöru- verði, m.a. vegna vaxta, geymslu- VEÐUR ÍDAGkt. 12.00 V Heimifd: Veöurstofa ísfands (Byöðt á veöurspá kl. 16.15 (gær) VEÐURHORFUR I DAG, 12. OKTOBER YFIRLIT: Um 500 km suðsuðvestur af Reykjanesi er 997 mb lægð sem hreyfist austnorðaustur. Yfir Grænlandi er 1.015 mb hæð. Skammt austur af Hornafirði er 1.003 mb lægð sem hreyfist norð- austur. Hiti breytist fremur lítið. SPÁ: Vestan- og norðvestanátt, fremur hæg með skúrum sunnan- og vestanlands og einnig á sunnanverðu Austurlandi en annars staðar að mestu úrkomulaust. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG: Fremur hæg austan- og norðaustanátt, lítilsháttar súld eða slydda austan til á landinu en annars staðar að mestu úrkomulaust. Hiti 2-4 stig. HORFUR Á MÁNUDAG: Allhvöss norðan- og norðaustanátt, eink- um vestantil á landinu. Norðan- og vestanlands verða él eða slyddu- él en úrkomulaust í öðrum landshlutum. Hiti 1-2 stig. Svarsfmi Veðurstofu íslands - Veðurfregnir: 980600. x Norðan, 4 vindstig: * Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * r * r * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma 10 Hitastig: 10 gráður á Celslus ý Skúrir * v El = Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —j- Skafrenningur Þrumuveður r VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að fsl. tíma hlti veður Akureyri 12 skýjað Reykjavik 6 súld Bergen vantar Helsinki 13 þokumóða Kaupmannahöfn 15 þokumóða Narssarssuaq 2 léttskýjað Nuuk 0 siydduél Ósló 12 alskýjað Stokkhólmur 11 þokumóða Þórshöfn 9 skýjað Algarve 18 skýjað Amsterdam 18 mistur Barcelona 25 mistur Berlín 21 mistur Chicago 6 léttskýjað Feneyjar 18 þokumóða Frankfurt 14 þokumóða Glasgow 13 mistur Hamborg 20 heiðskírt London 18 mistur LosAngeles 23 heiðskírt Lúxemborg 18 skýjað Madríd 12 rigning Malaga 18 rigning Mallorca 26 léttskýjað Montreal 10 skýjað NewYork 14 skýjað Orlando 21 alskýjað Paris 23 skýjað Madeira 19 skúr Róm 25 léttskýjað Vín 15 mistur Washington 13 þokumóða Winnipeg 6 alskýjað gjalda og niðurgreiðslna á ull og þurrmjólk,” segir í stefnuáætluninni. Fram kemur að lög um sjóði land- búnaðarins varða endurskoðuð, m.a. í því skyni að þeir verði framvegis látnir standa straum af kostnaði við stofnanir hans í vaxandi mæli. Lög um Framleiðnisjóð verða endurskoð- uð og hlutverk hans tengt rannsókn- um og þróunarstarfi. „Aburðarverk- smiðju ríkisins verður breytt í hluta- félag og er undirbúningur hafínn. Endurskoðun á starfí stofnana og laga um þær mun miða að því að draga úr sjálfvirkni opinberra út- gjalda í landbúnaði,” segir í textan- um. „Gildandi lög um jarðir og ábúð eru við það miðuð að hefðbundinn búskapur sé stundaður á sem flestum jörðum. Lögin verða endurskoðuð vegna breyttra aðstæðna í þjóðfélag- inu og frumvörp lögð frá á Alþingi 1991-1992,” segir í kafla um endur- skoðun jarða- og ábúðarlaga. í kafla um landgræðslu og skóg- rækt segir að ríkisstjórnin hyggist fela bændum fieiri verkefni en nú á því sviði. Verði unnið sérstaklega að áætlunum um nytja- og landgræðslu- skóga. Lagt til að miðhálend- ið verði þjóðgarður Á ráðstefnu Ferðamálaráðs, sem haldin var í Hveragerði í gær og fyrradag, var meðal annars samþykkt ályktun frá starfshópi um „ferða- þjónustu og umhverfismál” þar sem lagt er til að miðhálendi landsins verði gert að þjóðgarði. Aftur á móti fengu hugmyndir um hraðbraut- ir um hálendið ekki hljómgrunn á ráðstefnunni. Eiður Guðnason umhverfísráð- herra sagði í framsöguerindi að sér fyndist sú hugmynd „aðlaðandi” að miðhálendið yrði gert að þjóðgarði. Til þess að svo gæti orðið þyrfti eign- arhald ríkisins að vera ótvírætt en svo væri ekki nú. „Þetta ætti samt að vera markmið okkar til lengri tíma litið,” sagði umhverfísráðherra. Allmiklar umræður urðu um þjóð- garðshugmyndina en hún var sam- þykkt að lokum, sem fýrr segir. Höskuldur Jónsson fundarstjóri sagði að þetta hefði verið á sveimi í æði marga mánuði en Eiður hefði tekið þjóðgarðshugmyndina upp á sína arma. „Ég lagðist að nokkru leyti gegn þessu,” sagði Höskuldur, „og það gerðu fleiri, meðal annars vegna þess að það hefur ekki verið gerð grein fyrir því hvemig á að skil- greina hvað er hálendi íslands. Er það Vatnajökull eða nær hálendið út á Snæfellsnes?” Morgunblaðið selt í 52.259 eintökum á dag MORGUNBLAÐIÐ seldist í 52.259 eintökum á dag að jafnaði I maí, júní og júlí sl., samkvæmt skoðun trúnaðarmanns Verslunarráðs fs- lands við upplagseftirlit dagblaða. í sömu mánuðum á síðasta ári var dagssalan 50.767 eintök. Söluaukning á milli þessara tímabila er því 1.492 eintök að jafnaði á dag, eða 2,9%, samkvæmt fréttatilkynningu Verslunarráðsins. 1 fréttatilkynningu ráðsins segir einnig: „Morgunblaðið er eina ís- lenska dagblaðið, sem nýtir sér upp- lagseftirlit Verslunaráðsins og hefur raunar notað sér þá þjónustu síðan hún var tekin upp árið 1985. Fram- kvæmd eftirlitsins er í höndum lögg- ilts endurskoðanda, sem hefur að- gang að bókhaldi og prentsmiðju við- komandi blaða hverju sinni. Staðfesting upplags prentmiðla af óháðum aðila hefur annars vegar þann tilgang að vera grunnur að greiningu á markaðsstöðu þeirrafyrir þá sjálfa, en hins vegar og sér í lagi fyrir auglýsendur, sem nýta sér prentmiðla til þess að kynna sig og sitt. Á grunni staðfestra upplags- talna eru síðan framkvæmdarles- endkannanir, sem ætlað er að greina notendur prentmiðlanna, hvers fyrir sig. Verslunarráðið hefur síðustu sex ár boðið prentmiðlum óháð upplags- eftirlit. Það hefur verið lagað að þeim aðstæðum, sem íslenskir prentmiðlar búa við, án þess að slak- að hafí verið á kröfum um aðgang að upplýsingum. Eftirlitinu hefur verið skipt í tvennt. Annars vegar gagnvart dagblöðum. Hins vegar gagnvart tímaritum, fréttablöðum og kynningarritum. Niðurstöðum hveiju sinni er dreift til fjölda útgáfu- og hagsmunaaðila.” Morgunblaðið/S verrir Sinfónían leikur í skólum Sinfóníuhljómsveit íslands hefur undanfarið leikið í nokkrum grunn- skólum á Reykjavíkursvæðinu. Myndin er tekin í gær í Selásskóla og virðist stjórnandinn ungi skemmta sér hið bezta með Símoni Kuran fiðluleikara. í dag leikur Sinfóníuhljómsveitin fyrir gesti og gangandi í Kringlunni og kemur fram kl. 12.30 og 13.30. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.