Morgunblaðið - 24.10.1991, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.10.1991, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 1991 9 Þakka öllum þeim sem glöddu mig meö heim- sóknum, gjöfum, blómum og heillaóskum á 90 ára afmœli mínu 26. september sl. Lifið heil. Guðjóit Sigurðsson frá Harastöðum. omRon Sjálfvirknibúnaður Tæknival h.f. hefur tekið að sér umboð á íslandi fyrir sjálf- virknibúnað frá japanska stórfyrirtækinu OMRON, sem er gamalgróið og leiðandi fyrirtæki í hönnun og framleiðslu slíks búnaðar. Úrvalið, sem OMRON býður er geysimikið og spannar yfir 100.000 vörunúmer, þar á meðal: Rofa, liða, nema, tímaliða, teljara, hitaregla og iðntölvur. Við munum kappkosta að eiga jafnan á lager fjölbreytt úrval af vörum frá OMRON, og leggjum metnað okkar í faglega þjónustu, sem veitt er af vel menntuðu starfsfólki með áralanga reynslu. iSTÆKNIVAL SKEIFUNNI 17 • 108 R. • S. 681665 Ekki er allt gull sem glóir Camningar hafe tekist milli Evrópubandalagsins og OEFTA- ríkjanna um Evrópskt efnahaassvæði . .-Evrópskt efnahagssvæöi. Eftiri rr^^^^-gamningalotu á mánudag og aðfaranótt þriðjuj íiMMilie Við unnum taugastríðið inska samninganefndin í Lúxemborg um myndun Evrópska lahagssvæðisins (EES), með Jón Baldvin Hannibalsson utan- isráðherra í broddi fylkingar, vann taugastríðið viö þjóðir Evr .. f '** ■ iúnnm gögiitpga samningi hafa ís Skiptar skoðanir um EES Forystugreinar DV í fyrradag og Alþýðu- blaðsins, Tímans og Þjóðviljans í gær fjalla um evrópska efnahagssvæðið og samning- ana í Lúxemborg. DV og Alþýðublaðið tala um sigur. Stjórnarandstöðublöðin ýja að pólitískum afleik. Vel að verki staðið DV segir í forystu- grein: „Samkomulagið í nótt leiðir af sér, að Island verður hluti hins frjálsa Evrópumarkaðar. Land- ið mun dragast nær Evr- ópu í viðskiptum. Það er fjárhagslega hagkvæmt, því að Evrópa er markað- urinn, sem borgar mest fyrir flestar vörurnar, sem við höfum að bjóða. Samt þurfum við ekki að veita erlendum aðilum meiri aðgang að atvinnu- lífi landsins en lög gera þegar ráð fyrir. Við þurf- um ekki að veita erlend- um aðilum neinar um- talsverðar veiðiheimildir í auðlindalögsögu lands- ins. Við erum eins fijáls og við vorum áður. Þetta er heilbrigður samningur í anda Frí- verzlunarsamtakanna. Hann fjallar um frelsi í viðskiptum en ekki um afsal landsréttinda. Hvað okkur snertir en hann víkkun á hugsuninni, sem felst í viðskiptasamn- ingnum er við höfum áður gert beint við Evr- ópubandalagið.” Ekki er allt gnll sem glóir Leiðari tjóðviljans ber ofanskráða fyrirsögn. Þar segir að „hættumar sem fylgja þessum samn- ingi leynist víða, ekki sízt í tengslum við kaup er- lendra aðila á landi og fjárfestingum almennt í íslenzku atvinnulífi. Enn- fremur er ljóst að dregið verður úr kröfum um þýðingu á fjölmiðlaefni, en það hefur verið aðal okkar Islendinga í menn- ingarmálum að gera strangar kröfur í þeim efnum. Ein alvarlegasta hættan samfara þessum samningi í fyrrinótt teng- izt þó sjálfri málsmeð- ferðinni á næstunni. Hætt er við að nkis- stjórnin muni nota þeim- an árangur i sjávarút- vegsmálum, til að knýja sitt fólk til að samþyklqa pakkann i heild, jafnvel þótt enn sé með öllu óljóst hvert innihald hans er. Hættulegt er það ekki sízt vegna þess augljósa valdaafsals sem felst í samningnum, afsals á löggjafarvaldi, dóms- valdi og framkvæmda- valdi... Stj órnarandstaðan hefur krafizt þess að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um EES-samn- ingiun. Þetta er sjálfsögð krafa því hér er á ferð- inni aðild að „stærsta markaðssvæði heims”, eins og samningamenn sjálfir orða það og trú- lega eitt umfangsmesta vatdaafsal sem um getur í íslenzkri sögu”. Næstum allt fyrir nánast ekki neitt Alþýðublaðið segir: „EES-samningurinn er stærsti millirikjasamn- ingur sem ísland hefur átt aðild að og án efa sá mikilvægasti. Það er ástæða til að þakka ís- lenzku samningamömi- unum fyrir frábæra frammistöðu fyrir hönd þjóðarinnar, ekki sízt Haimesi Hafstein, sendi- herra í Brussel og aðal- samningamanni Islands, og Jóni Baldvini Hannib- alssyni utanríkisráð- herra, sem leitt hefur stærsta verkefni sitt far- sællega til lykta. Og við skulum ekki gleyma að þakka Norðmönnum, sem í raun báru her- kostnað Islendinga að stórum hluta, þegar þeir tóku á sig verulegar ein- hliða veiðiheimildir svo samningurmn yrði sam- þykktur. Meginkjarni samningsins fyrir íslend- higa er sá, að útflutning- ur þjóðarinnar á sjávar- afurðum verður tollfijáls í framtíðinni án þess að Islendingar þurfi að láta af hcndi yfirráð yfír Iög- sögunni eða eignarhald á íslenzkum sjávarútvegs- fyrirtækjum. Það er ekki að ástæðulausu, að vara- forseti EB hefur sagt við íslenzku sendinefndina, að íslendingar hafi feng- ið allt fyrir ekki néitt... Þótt þýðingarmestu ákvæði EES-samningsins fyrir ísland snúi fyrst og fremst að efnahagslífi sjávarútvegsins munu áhrif samningsins engu að síður hafa víðtæk áhrif á íslenzka þjóðlífið. ísland tengist nú sam- runaferlinu í Evrópu og við fáum beinan aðgang að innri markaði Evrópu- bandalagsins ... Þessai' breytingar fela í sér ný tækifæri fyrir íslenzkt atviimulíf og gætu orðið upphafið að þáttaskilum á Islandi, þar sem stöðn- un hefur ríkt í efnahags- lífinu.” Skerðing á pólitískum ákvörðunum Tíminn segir: „Samningurinn er kallaður efnaliagslegur ávinningur og pólitískur sigur áður en efni hans hefur verið kynnt þjóð- inni, raunar áður en Al- þingi og utanríkisnefnd þingsms fær að Iesa samnmginn í heild... Allir, sem fylgst hafa með ferli þessara sanin- inga, vita að íslenzku samningamemiirnir höfðu fyrir löngu (fyrir sitt leyti) samþykkt að gangast undir grundvall- armarkmið „evrópska efnahagssvæðisins” um óhefta kaupsýslu á öllum sviðum, fijálst flæði fjár- magns og vinnuafls og yfirþjóðleg lög og dóma. Það hefur verið stefna stjómvalda og áhrifa- mikilla samtaka, stofn- ana og cinstaklinga að leyna hinum pólitisku cifleiðingiim þess að taka þátt í ríkjabandalagi því sem stofna á samkvæmt sanmingi um „evrópskt efnahagssvæði”. Inn- ganga í slíkt bandalag hefur í för með sér ýmiss konar skerðingu á pólit- ísku ákvörðunarvaldi á Islandi og dregur auk þess úr islenzku dóms- valdi.” SEXFÖLDUN Á síðustu sex árum hafa Einingabréf I sexfaldast að verðgildi. Einingabréf I komu á markað árið 1985 og voru þar með fyrstu hlutdeildarskírteinin á Islandi. Þau voru einnig fyrstu hlutdeildar- skírteinin sem skráð voru á Verðbréfaþingi íslands. Með Einingabréfunum er öllum gefmn kostur á að taka þátt í verðbréfamarkaðnum. Þú ræður upp- hæð bréfanna og þau eru að jafnaði laus til ráð- stöfunar hvenær sem er. Örugg og þægileg leið til sparnaðar er að kaupa Einingabréf I í áskrift. Hafðu samband við ráðgjafa okkar Hafstein G. Einarsson viðskiptafræðing. KAUPÞING HF Löggilt verífréfafyrirtœki Kringtunni 5, sfmi 689080 • • •

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.