Morgunblaðið - 24.10.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.10.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 1991 19 Heimtaugar í sumarhúsahverfum Hlutfall heimtaugagjalda af raunkostnaöi 1988 -1991 Heimtaugagjöld í sumarhúsahverfum Verðþróun 1988-1991 þkr mv. byggingarvísitölu 00% 75% 50% 25% 1988 1990 I Tekjur (heimt.gjöld) l. I Framlag RARIK Allar tölur án VSK Mynd 2 I Tekjur (heimt.gjöld) ! ! Viröisaukaskattur Mynd 3 (mynd 1) en meðalnotkun er um 50.000 kWs á sveitabýli. Eins og fram hefur komið, leggja Rafmagnsveiturnar stofnkerfj í sumarhúsahverfi, líkt og gert er í þéttbýli. Munurinn er hinsvegar sá, að öll hús í þéttbýlinu þurfa og taka rafmagn strax og eru í reglu- legum viðskiptum, en aðeins hluti sumarhúsa, a.m.k. enn. Þá má einn- ig benda á að lóðir í þéttbýli eru 500-1.000 fermetrar, en í sumar- húsalöndum 2.500-10.000 fermetr- ar, og vegalengdir og kostnaður því miklu meiri en í þéttbýlinu. Raf- magnsveiturnar hafa reynt að ná niður kostnaði við þessar fram- kvæmdir, og hafa m.a. nýtt til þess ýmsa verktaka með útboðum. Heimtaugargjöld nægja ekki fyrir kostnaði Ef skoðaðar eru tölur um heim- taugakostnað í skipulögðum sumar- húsahverfum frá árinu 1988 fram til síðustu mánaðamóta, kemur í ljós að töluvert vantar upp á að heimtaugargjöld hafi greitt bók- færðan kostnað. Þegar heimtaugar í þeim hverfum sem rafvæðing er hafin í, ná settu marki hvað fjölda varðar, er þó gert ráð fyrir að jöfn- uður verði þar á. Hins vegar mun langur tími enn líða þar til því marki verður náð og þangað til bera Rafmagnsveiturnar mismun- inn og vaxtakostnað vegna hans. Það er því staðreynd að heimtaug- argjöld eru undir raunverulegum kostnaði. Það er því að mati Raf- magnsveitnanna rangt að tala um „óheyrilega há gjöld”. (mynd 2) Niðurstaðan er sú, að í fæstum tilfellum duga heimtaugargjöld fyr- ir framkvæmdakostnaði, og í mörg- um tilfellum vantar mikið upp á. Litið er svo á að mismunurinn skili sér í orkuviðskiptum í framtíðinni. Sumarhúsin hafa til þessa ekki ver- ið talin skila orkusölutekjum á sama hátt og notendur með fasta búsetu, þótt þar kunni að verða breytingar á. Framkvæmdakostnaður skilar sér á löngum tíma og veldur þar af leiðandi miklum vaxtakostnaði. Þrátt fyrir það, og vegna vaxandi viðskipta þessara aðila, ákváðu Rafmagnsveitur ríkisins að draga úr mismun heimtaugargjalda með því að hækka ekki heimtaugargjöld til sumarbústaða um tvenn síðustu áramót eins og önnur slík gjöld. Þannig er stefnt að því að heim- taugargjöld í dreifbýli verði jöfnuð á næstu 3-4 árum. Verðið lækkar - nýtt greiðslufyrirkomulag Hinn 1. maí 1988 tók gildi sér- stakt heimtaugargjald fyrir sumar- hús og var það 150 þúsund krónur. Hefur gjaldtaka RARIK aðeins hækkað um 8% síðan eða í 162 þúsund, en 1. janúar 1990 bættist virðisaukaskattur við heimtaugar- gjöld, þannig að útgjöld umsækj- enda eru nú tæplega 202 þúsund krónur og hafa aukist um tæp 35% á þessum 3 árum. Á sama tíma hefur byggingarvísitala hækkað um tvöfalt meira, þannig útgjöld not- enda hafa lækkað þrátt fyrir virðis- aukaskattinn og gjaldtaka RARIK hefur lækkað um 30-40% að raun- gildi á tímabilinu (mynd 3). Það er í samræmi við þau fyrirheit sem gefin hafa verið um að heimtaugar- gjöld skuli jöfnuð í áföngum. Þá er rétt að geta þess að almennt raforkuverð hefur lækkað verulega að raungildi undanfarin ár, eða í kringum 40% frá ársbyijun 1984. Jafnramt hafa Rafmagnsveiturn- ar tekið upp þá þjónustu að bjóða viðskiptavinum sínum upp á betri greiðslukjör en tíðkast hefur til þessa, með því að skipta greiðslum niður á allt að 10-11 mánuði, sam- kvæmt þeim kjörum sem greiðslu- kortafyrirtækin bjóða, eða eftir nánara samkomulagi hverju sinni. Sumarhúsahverfum fjölgar Á allra síðustu árum hefur svo- kölluðum sumarhúsahverfum fjölg- að mjög, en uppbygging þeirra flestra skammt á veg komin. Af þeim sökum hafa Rafmagnsveiturn- ar þurft að leggja fram töluvert fjármagn til að hefja rafvæðingu í hveiju hverfi, án þess að fá á móti nægilegar tekjur enn sem komið er. Nú eru um 2.000 sumarhús tengd veitukerfi Rafmagnsveitn- anna. Flest sumarhúsanna eru á Suðurlandi og Vesturlandi (mynd 4). Endurskoðun í gangi Sérstakur vinnuhópur hefur nú til meðferðar verðlagningu heim- taugargjalda og mun leggja fram sínar tillögur fyrir næstu áramót. Undanfarin tvö ár hefur verið gerð sérstök athugun á notkunarmynstri ýmissa notendahópa, þ. á m. sumar- húsa, og munu niðurstöður hennar ásamt breyttum forsendum með nýrri gjaldskrá Landsvirkjunar frá 1. janúar 1991, verða lagðar til grundvallar verðlagningar heim- taugargjalda frá og með næstu ára- mótum. Höfundur er deildarstjóri viðskiptadeildar Rafmagnsveitna ríkisins 1000 800 600 400 200 Fjöldi rafvæddra sumarhúsa - á orkuveitusvæfti RARIK Vesturland Suöurland Aörir landshl. ■H I einkaeigu BH Fyrirt.og félög (ca' Mynd 4 •* ?vorÆrr/ hás+ efþú áttmiða! wktxh SPEHNANW!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.