Morgunblaðið - 24.10.1991, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 24.10.1991, Blaðsíða 41
og eldri kynslóð og jafnvel ætt- menni bjuggu undir sama þaki og börn voru tekin til dvalar. Þegar við vorum að heiman var annríkið aldrei svo mikið, að ástúðleg bréf með fagurri rithendi föður okkar bærust ekki þétt, og við það hafði mamma gjarnan bætt nokkrum orðum. Fað- ir okkar dó um aldur fram, 52 ára, árið 1965. Hann var góður og grandvar maður, og treguðum við mæðgurnar mjög fráfall hans. Faðir okkar vann margvísleg störf fyrir þorpið og vildi fúslega vera til liðs, þar sem um góð mál var að ræða. Hann vár lengi meðhjálpari í Djúpa- vogskirkju, söng alla tíð í kirkju- kórnum og voru foreldrar okkar bæði kirkjunni mjög hlynnt. Þau ráku ennfremur mörg ár gisti- og kostgangaraþjónustu á heimili sínu, en Sjólyst hafði, eins og áður segir, verið athvarf og húsaskjól margra og naut fólk þar góðvildar húsráð- enda. Þetta voru einnig erfið ár og vann móðir okkar ósleitilega og oft meira en heilsa og kraftar þoldu, en hún var með afbrigðum ósérhlíf- in og fórnfús og var raunar með öllu óskiljanlegt hveiju hún gat komið í verk og hún ekki öfunds- verð af hlutskipti sínu í alltof mikl- um önnum hinna oft vanmetnu heimilisstarfa. Ekki fyrr en með aldri og auknum þroska höfðum við skilning á því erfiði sem hún lagði á sig, svo sjálfsagt var, að hún mamma héldi öllu í horfinu. Hún fann sinn innri styrk í trúnni og fannst sem góðar vættir héldu yfir sér verndarhendi alla tíð. Megi al- mættið launa henni ríkulega ogjafn- framt opna augu okkar enn betur, svo virðingin sé meiri fyrir hinum hversdagslegu störfum. Móðir okkar átti einnig í ríkum mæli til að bera létta lund og kímni- gáfu og var hvort tveggja einnig hennar innri styrkur. Hún gat mjög auðveldlega sett sig í annarra spor. Fjölskyldunni fannst á góðum stundum að hún byggi við sitt einka- leikhús, þegar hún fór á kostum og brá upp lifandi myndum af fram- komu, málrómi og persónuleika fólks, sem hún hafði kynnst á langri lífsleið. Litlar sögur voru sem heim- ur í hnotskurn og alltaf hægt að hlæja jafn innilega, hversu oft sem sagðar voru og hugleiða á eftir hin- ar margbreytilegu hliðar lífsins. við Iát föður okkar urðu þátta- skil og var þá flutt búferlum til Reykjavíkur og gamla heimilið tekið upp. Gluggarósirnar, sem höfðu ver- ið við lýði í stofum Sjólystar allt frá aldamótum voru gefnar burt og hurfu sjónum. Um áratuga skeið höfðu þær verið grafnar í jörð að hausti og teknar inn að vori af umhyggju og natni. Engar rósir voru fegurri né ilmuðu betur. Finnast þær aftur eða eru þær best geymdar sem fjársjóður í minning- unni? Sjólyst var seld systkinunum frá Papey, þeim Gústaf og Sigríði. Var það okkur hugarléttir að húsið komst í hendur forns vinafólks. Meðan á búferlaflutningum stóð og beðið var eftir öðru hentugu hús- næði, en við systurnar íjarri, átti móðir okkar mikilli vinsemd að mæta á heimili Bjarna þjóðskjala- varðar, mágs síns og konu háns Kristínar, og dvaldi hún hjá þeim hluta úr vetri. Þar var vissulega heimili þar sem húsráðendur víluðu ekki fyrir sér að hýsa gesti, og óhætt að þakka fyrir sig og sína. — Börn Lovísu, systur hennar, þau Kristján, Karl og Elín, sýndu henni alla tíð mjög mikla ræktarsemi. A þessum tíma var Lovísa einnig orðin ekkja og vantaði húsnæði. Hún hafði um tíma af dyggð sinni og óskiljanleg- um dugnaði gengið til liðs við störf móður okkar á gamla æskuheimil- inu, þrátt fyrir veikindi sín. Nú var aftur í heiðri haft hið gamla, góða fjölskyldumunstur og fest sameiginléga kaup á húsnæði um hríð, þangað til Lovísa fékk sér- hæfða íbúð, en hún var hjartasjúkl- ingur. Hún lést árið 1970 og er minning hennar fögur. Hún var „englanna mynd”, eins og orðað var í brag um hana sem unga hjúkrun- arkonu. Jónatan lést árið 1969. Hann starfaði sem vélsmiður við fyrirtæki frænda síns Jóhanns Hanssonar, á Seyðisfirði. Áður hafði hann byggt hús í gömlu húsi Sjólystar, og voru börn hans, Max og Aðalheiður, rú MofölÍWöliÁEÍlÐ 'FIíitöÍMóíÍWÍ O&óÖÉÍt Í'991 41 kærir leikféiagar bernsku okkar. Max varð síðar vélsmiður og hélst bátasmíði þannig Iengi í ættinni. Dóttir Aðalheiðar, Eydís Erna stundar nám í aiþjóðasamskiptum í Bandaríkjunum, til að verða starfs- maður Sameinuðu þjóðanna, sem kemur í hugann nú á degi S.Þ. 24. október. Árin liðu hratt og við áttum sam- an öryggi og góða daga í borginni. En „aldrei gleymist Austurland” og náttúruperlan Djúpivogur átti sterkt aðdráttarafl. Þegar þar að kom að Gústaf og Sigríður vildu selja Sjó- lyst var einsætt að slíku var ekki hægt að hafna. Já, „þorpið fer með þér alla leið”. Móðir okkar fagnaði að sínu leyti þessari ákvörðun, en þann skugga bar á, að hún var þá orðin hjartasjúklingur. Hafist var handa um gagngerar endurbætur á gömlu húsi, með ölu því raski og róti sem því fylgir, og hægara er um að tala en í að kom- ast. Slíkt veraldarbrölt og mikil veikindi fara ekki alls kostar sam- an. Umönnun móður okkar sat að sjálfsögðu í algjöru fyrirrúmi, en líf hennar hékk á 'bláþræði síðustu ár hennar og var það erfið ganga, en jafnframt tengdumst við henni enn nánari böndum, og það var þrosk- andi og vakti til umhugsunar um lífið og dauðann að fylgja henni. Þá daga, sem hún nauðsynlega þurfti að dvelja fjarri, var hugurinn heima, þótt hú'n nyti góðrar að- hlynningar á fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað, en þar bar sjúkra- húslæknirinn, Magnús Ásmunds- son, fyrir henni sem öðrum sjúkling- um fagra umhyggju. Föðursystur okkar og önnur skyldmenni í Nes- kaupstað sýndu einnig mikla alúð og eru þeim sem öðrum færðar þakkir fyrir tryggð fyrr og síðar. Nöfn þar og annars staðar er of lángt að telja. Trúin átti sífellt ríkari ítök í móð- ur okkar og kærleikur hennar ti! okkar var takmarkalaus. Tveim árum fyrir dauða hennar brast skammtímaminni hennar að mestu, en hún gleymdi þó ekki fögrum text- um og tónum gamla tímans, og það var fagurt að heyra hana, svo veik sem hún var, rifja það upp. Hún sagði, að það síðasta sem hún hefði heyrt föður okar syngja, hefði verið: „Hvert svífið þér svanir, af ströndu?” — og andblær ljóðsins og táknrænar spurningar leita nú á hugann, þegar við horfum á svani haustsins á friðsælu vatni, sem blas- ir við húsi okkar, og hlustum á klið- inn sem frá þeim berst. „í svanalíki lyftist moldin hæst.” Útfarardagur móður okkar var fagur og minnisstæður. Vinir og vandamenn komu um langan veg og sýndu með því einstæða tryggð sína og ræktarsemi. Þessi dagur skar sig úr þeim sem á undan og eftir komu, fyrir sakir veðurblíðu. Milda, austfirska morgunþokan vék fyrir skæru_ sólskini, sem heilsaði gestunum. í gamalkunnu, hlýlegu þorpskirkjunni voru sungnir af ein- lægni eftirlætissálmar móður okkar, sein svo mjög höfðuðu til hennar í veikindum hennar. Gestirnir fylgdu henni allir til síð- asta hvílustaðar í umhverfinu fagra, þar sem kirkjugarður þorpsins er, en henni var valinn staður gegnt leiði foreldra hennar, þar sem tvö tré vaxa þétt og veita fagurt skjól; en þá var liðinmákvæmlega hálf öld frá dauða móður hennar, Maxem- ine. Friðsæld stundar og staðar höldum við, að hafi hrifið alla. Við stíg í garðinum var lítil laut, þar sem stungið hafði verið niður rós. Einhver spurði, hveiju það sætti. Þar hafði lítið barn fengið góðfús- legt leyfi sóknarprestsins til að grafa fuglinn sinn. — Hér var sann- ur andblær friðarins. Einhver lét einnig þau óvanalegu orð falla í kirkjugarðinum, að þaðan væri varla hægt að slíta sig. Ef til vill hefur þá komið í hugann ósk Klettafjalla- skáldsins: — Við verkalok. En þegar hinst er allur dagur úti og upp gerð skil, og hvað sem kaupið verðld kann að virða sem vann eg til, - í slíkri ró eg kysi mér að kveða eins klökkvan brag og rétta heimi að síðstu sátlarhendi um sólarlag. Síðust gekk að gröfinni ung og trygg kona, Eiín Arnardóttir, kona Lúðvíks, nafna langafa síns, Hans- sonar, og móðir Lovísu Lúðvíksdótt- ur yngri, og kvaddi fagurlega með blómum. A kistunni lágu einnig bleikar rósir, sem minntu á gömlu rósirnar í gluggunum forðum. Friður veri með minningu móður okkar og föður og öllum ættmenn- um, vinum og vandamönnum, lífs og liðnum. Ester og Kristín t Systir okkar og föðursystir, GUÐRÚN MAGNÚSDÓTTIR frá Drangshlíð verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 25. október kl. 13.30. Fyrir hönd vandamanna, Kristján Magnússon, Högni Magnússon, Björgúlfur Þorsteinsson, Guðrún Högnadóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT JÓNSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Seifosskirkju laugardaginn 26. október kl. 13.30. Iris Bachmann, Skarphéðinn Sveinsson, Elín Bachmann, Hörður Bergsteinsson, Ólafur Bachmann, Hrafnhildur Jóhannsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Alúðarþakkir færum við öllum þeim fjölmörgu nær og fjær, er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför MARÍU KRISTJÁNSDÓTTUR, Víðivöllum 8, Akureyri. Ingvi Rafn Jóhannsson, Sólveig Jónsdóttir, Þorbjörg Ingvadóttir, Ólafur Tr. Kjartansson, Sólveig Sigurrós Ingvadóttir, Svanfríður Ingvadóttir, María Björk Ingvadóttir, Katrfn Elfa Ingvadóttir, Eyrún Svava Ingvadóttir, Jóhann Ólafur Ingvason, Ingvi Rafna Ingvason, langömmubörn og bræður hinnar látnu. Steinar Þorsteinsson, Ómar Bragi Stefánsson, Hólmar Svansson, Gunnhildur Arnarsdóttir, t Okkar ástækra móðir, tengdamóðir, amma og langamma, SVANHVÍT TRYGGVADÓTTIR, Faxabraut 66, Keflavík, andaðist aðfaranótt 23. október í Landakotsspítala. Guðrún Sveinsdóttir og fjölskylda, Bryndís J. Jóhannesdóttir og fjölskylda. t Móðir okkar og tengdamóðir, JÓRUNN ÓLAFSDÓTTIR, Dvalarheimili aldraðra, Víðihlíð í Grindavík, andaðist 22. október. Halldór Jónsson, Guðmundur Ágúst Jónsson, Regína Gunnarsdóttir, Hanna Zoega Sveinsdóttir, Jóna Lóa Sigþórsdóttir, Jórunn Jóhannesdóttir. t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, bróður, mágs og afa, SVEINS BJÖRNSSONAR. Sérstakar þakkir til ungmenna- og íþróttahreyfingarinnar og starfsfólks Landspítala. Ragnheiður Thorsteinsson, Björn Ingi Sveinsson, Katrín Gísladóttir, Margrét Jóna Sveinsdóttir, Jón Þór Sveinbjörnsson, Geir Sveinsson, Guðrún Arnarsdóttir, Sveinn Sveinsson, Ingigerður Guðmundsdóttir Jón Björnsson, Halla Guðbjörnsdóttir, Guðmundur Björnsson, Þorbjörg Kjartansdóttir, og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu vegna andláts og útfarar ástkærrar eiginkonu minnar, dóttur og systur, RÓSU SVANFRÍÐAR ODDSDÓTTUR, Ljósheimum 18a. Héðinn Svanbergsson, foreldrar og systkini. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur sam- úð og vinarhug við andlát og útför móður okkar og ömmu, GUÐFINNU JÓNSDÓTTUR, frá Syðri-Gróf, til heimilis á Háaleitisbraut 93. Baidur Hjaltason, Fróði Hjaltason, Kristín Linnet Sigurðardóttir og barnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og jarðarfarar SÉRA BJARNA SIGURÐSSONAR frá Mosfelli. Aðalbjörg Sigríður Guðmundsdóttir, Þórunn Bjarnadóttir, ír Þórðardóttir, Bjarki Bjarnason, Þóra Sigurþórsdóttir, Sif Bjarnadóttir, lb Dan Petersen og barnabörn. t Alúðarþakkir til allra er auðsýndu okkur vinarhug og samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, GUÐJONS HALLDÓRSSONAR skipstjóra, Lækjargötu 10, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til lækna, hjúkrunar- og starfsfólks á St. Jósefs- spítala, Hafnarfirði. Karlotta Einarsdóttir, Svanfríður Guðjónsdóttir, Gylfi Guðjónsson, Selma Guðjónsdóttir, Guðbjörg Guðjónsdóttir, Helga Guðjónsdóttir, Halldór Guðjónsson, Reynir G. Karlsson, Elfa Guðmundsdóttir, Vilmar Pedersen, Birgir Jónsson, Sigríður Baldursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.