Morgunblaðið - 27.10.1991, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.10.1991, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1991 5 Landgræðsla á Hólsfjöllum: Bændur skera niður fé en girðingin er ekki tilbúin OLÍKLEGT er talið að Landgræðsla ríkisins ljúki við að girða á Hólsfjöllum fyrir vorið og þá mun fé bænda úr Öxarfirði og víð- ar ganga um Iandið á sama tíma og bændur á Fjöllum skera nið- ur allt fé. Skiptar skoðanir eru um ágæti aðgerða Landgræðslunn- ar og telja margir að byrjað hafi verið á vitlausum enda á verk- efninu. Landgræðsla ríkisins hefur gert tillögai um hvernig girða eigi Hóls- fjöllin af og varna því að sauðfé sé beitt þar, en eftir á að ganga Akureyri: Stúlka henti sér í sjóinn UNG stúlka kastaði sér í sjóinn á Akureyri aðfaranótt laugardags- ins. Mikið annríki var hjá lögregl- unni á Akureyri vegna ölvunar í bænum og bar mikið á rúðubrot- um og akstri án réttinda. Það var um kiukkan 4.30 aðfara- nótt laugardagsins sem stúlka á tví- tugsaldri henti sér í sjóinn af uppfyll- ingu á móts við Strandgötu. Lofthiti var undir frostmarki þegar atvikið átti sér stað. Lögreglumenn sem voru nærstaddir sáu til stúlkunnar og fór einn þeirra á eftir henni og bjargaði henni á þurrt land. Hún var síðan flutt á slysadeild. Stúlkan mun hafa verið ölvuð. endanlega frá því hvar girt verð- ur, þó svo að byrjað sé að girða. Tillagan gerir ráð fyrir að girðing- in liggi um land tveggja bænda á Fjöllum og því þarf að semja við þá áður en hægt verður að halda áfram. Það er hins vegar búið að skera niður fé bændanna fjögurra á Hólsfjöllum samkvæmt tillögu nefndar sem íjallaði um málið. „Það má eiginlega segja að það hafi verið byijað á vitlausum enda á þessu rnáli. Auðvitað hefði verið réttara að ganga frá samningum um hvar ætti að girða áður en ráðist var í að skera fé bænda á Pjöllum,” sagði Jón Halldór Guð- mundsson, bóndi á Ærlæk í Öxar- firði, en væntanleg girðing snertir hann og fleiri bændur í Öxarfirði. Ragnar Guðmundsson bóndi á Nýhóli á Fjöllum er einn þeirra sem hefur skorið niður fé. Hann tók í sama streng. „Það eru stór- kostleg svik við okkur ef fé verður hleypt á Hólsfjöll næsta sumar. Ef Fjöllin eiga að vera fjárlaus þá hlýtur það að eiga við allt fé, ekki bara okkar,” sagði hann. „Það verður að girða svæðið- eins snemma og kostur er á næsta ári. Það ræðst reyndar af tíðinni hvenær gerlegt er að girða. Það má hins vegar ekki eiga sér stað eftir að búið er að skera fé bænda af Fjöllum að ailt fyllist svo af fé úr Óxarfirði,” sagði Andrés Arn- alds hjá Landgræðslu ríkisins. Hann sagði ástæður þess að Landgræðslan réðist í þetta fyrst og fremst tvær. í fyrsta lagi yrði að stöðva jarðvegseyðingu þarna en hún er óvíða meiri og þar sem ætlunin væri að sá melgresi væri friðun forsenda þess að það tækist því annars væri ekki hægt að koma melnum til. Aiidrés sagði að upphaflega hafi verið hugmyndin að aðstoða bændur á Fjöllum við að koma fénu fyrir í girðingum á því landi sem talið var að þyldi beitina. Síð- ar kom í ljós að það var bæði erf- itt í framkvæmd og yfirvöld fjár- mála töldu ekki rétt að nota mikið fé í girðingar á sama tíma og ver- ið væri að fækka fé í landinu. Samkvæmt hugmyndum Land- græðslunnar mun tölvert af beiti- landi Öxfirðinga lenda innan girð- ingarinnar og því mun þrengja talsvert að þeirra fé. Landgræðsl- an hefur lýst sig tilbúna til sam- vinnu við bændur um að auka við beit í hólfi þeirra. „Það er fyrst og fremst reynslan og tíminn sem verða að skera úr um hvernig þetta Litlu punktalínurnar út frá skyggða svæðinu sýna hvar byrj- að er að girða. Eftir á að girða frá Þrístikluvatni austur að Laufskálafjallgarði sem er í Sval- barðshreppi. kemur út,” sagði Jón Halldór á Ærlæk. „Eins og er óttast ég að það verði of mikið álag á vissum landssvæðum. Það má hins vegar bæta því við að við búumst við skerðingu á fjárstofninum næsta haust og þá er ekki víst að þetta verði neitt vandamál,” sagði hann. Jón Halldór og Ragnar á Ný- hóli efuðust um að Landgræðslan næði þeim árangri sem að væri stefnt á Fjöllum. „Ég hef nú oft sagt í gamni að það yrði gaman fyrir fólk að ganga hér um þegar allt verður orðið skógi vaxið,” sagði Ragnar. Bændurnir þrír sem skáru niður hjá sér höfðu tæplega eitt þúsund ærgildi og fengu fyrir þau um 16 milljónir. Ef þeir hefðu beðið með niðurskurð þar til á næsta ári hefðu þeir hins vegar fengið um 11 milljónir. llppboð á eignum Fjöreggs: Islandsbanki og eiginkona fyrri eiganda buðu til skiptis ANNÝ Larsdóttur var slegin eignin Sveinbjarnargerði II, en þar er um að ræða íbúðarhús og jörð, á uppboði á föstudag. Anný er eiginkona Jónasar Halldórssonar fyrrum eiganda eignarinnar. Þá var Mjólkurfé- lagi Reykjavíkur slegið alifu- glasláturhús sem þarna var á uppboðinu. Alifuglabúið Fjör- egg varð gjaldþrota 6. júní síðastliðinn, en Kaupfélag Ey- firðinga hefur leigt rekstur búsins. Kaupfélag Eyfírðinga gerði fyr- ir skömmu tilboð í eignir þrotabús- ins upp á tæpar 44 milljónir króna, en Islandsbanki sem er einn af kröfuhöfum í búið vildi ekki ganga að því. Uppboð á eignum búsins, sláturhúsi annars vegar og íbúðar- húsi og jörð hins vegar fór fram á föstudag. Berglind Svavarsdótt- ii*, fulltrúi sýslumanns á Húsavík, stjórnaði uppboðinu. Stofnlánadeild landbúnaðarins bauð 16 milljónir króna í slátur- húsið, en Mjólkurfélag Reykjavík- ur 16,1 milljón króna og var félag- inu slegin eignin. Fyrsta boð í Sveinbjarnagerði 11 var frá stofnlánadeildinni upp á 12 milljónir króna, íslandsbanki bauð 25 milljónir _og Anný Lars- dóttir 51 milljón. íslandsbanki og Anný skiptust síðan á að bjóða og var eignin að lokum slegin Anný sem bauð 65,1 milljón króna. Síðasta aukaferðin fyrir áramót til 1.-4. desember, fjögurra daga ferð, kr. 23.900,- stgr.* Gist á glæsihótelinu Burlington, skammt frá verslunarmiðstöðvum og veitingastöðum í Dublin, „Menningarborg Evrópu 1991“. Vetrarferðir Samvinnuferða-Landsýnar til Dublin hafa rækilega slegið í gegn,- ánægðir farþegar okkar eru sannindamerkið. Dublin hefur allt að bjóða, leiksýningar, tónleika, stórkostleg söfn og síðast en ekki síst úrval stórverslana, með mikið vöruval á ákaflega hagstæðu verði. Skemmtilegar skoðunarferðir eru í boði, ferð um Dublin og heimsókn í Viskíhornið, þar sem gestir fá að smakka og bera saman margar tegundir irskra og skoskra guðaveiga. 'Verð miðað við staðgreiðslu, án flugvallarskatts og forfallatryggingar. Flogið til Dublin snemma að morgni og til baka seint að kveldi sama dag. Saniviimiilepúip Lanúsj/n Reykjavöc Auslurstfxti 12«S. 91 - 69 10 10 • InnantandS’erðu S 91 • 69 10 70 • Simbtéf 91 - 2 77 96 • Telex 2241 • Hötet SOflu vð Hagalorg • S. 91 62 22 77 • Símbfét 91 - 62 39 80 Akurtyri: Sktpagólu 14 • S 96 - 27 200 • Simbicl 96 • 2 75 «8 • Telex 2195

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.