Morgunblaðið - 27.10.1991, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.10.1991, Blaðsíða 7
MORGÚNBUÁÉIÐ SUNNÚDÁGÚRÍ?. ÖKTÖBER 1991 Tl/IÍJWffllXíliTTÉflR ff Félag um grundvöll nýs dagblaðs stofnað NÝMÆLI, sameignarfélag um stofnun nýs dagblaðs, var stofnað á hálfrar klukkustundarlöngum fundi s.I. föstudag. Félaginu er ætlað að kanna til hlýtar rekstrargrundvöll nýs dagblaðs og hefja samtímis nauðsynlegan undirbúning að útgáfu þess og kanna áhuga fleiri aðila á þátttöku í útgáfunni. Á stofnfundinum voru Gunnar Steinn Pálsson frá auglýsingastof- unni Hvíta húsinu, Haraldur Har- aldsson frá íslenska útvarpsfélag- inu, Þorgeir Baldursson frá Prent- smiðjunni Odda, Finnur Ingólfsson frá Tímanum og Helgi Guðmunds- son frá Þjóðviljanum. „Þessir fimm aðilar stofna fé- lagið en út af fyrir sig er gert ráð fyrir fleiri aðilum sem hugsanlega koma til með að stofna hlutafélag um rekstur nýs dagblaðs. „Ýmsir aðrir hafa verið nefndir til sögunn- ar, til dæmis fleiri flölmiðlar. Al- þýðublaðið hefur fylgst með þessu máli. Það er ekki hægt á þessu stigi að segja til um hvað það kostar að hrinda þessu í fram- kvæmd. Menn vilja skoða þessi mál betur og þess vegna er undir- búningsfélagið stofnað. Formlega höfum við komið okkur saman um að spekúlera áfram,” sagði Gunn- ar Steinn Pálsson framkvæmda- stjóri Hvíta hússins. Minní slát- ursala en ífyrra SLÁTURSALA hefur verið mun minni nú í haust en í fyrra, en að sögn Gísla Árnasonar hjá Kjötmarkaði Goða hf. liggja enn ekki fyrir tölur um hve mikil salan hefur verið. Sölu á ófrosn- um slátrum fer senn að Ijúka, en frosin slátur verða áfram á boðstólum. „Salan hjá okkur hefur gengið svona sæmilega, en það er almennt talað um talsvert minni slátursölu heldur en í fyrra. Maður heyrir ýmsar skýringar á þessu, eins og til dæmis þá að fólk eigi ennþá slát- ur frá því í fyrra í frystikistunni hjá sér. Ég held að í fyrra hafi þetta hreinlega verið einhver tísku- bylgja sem gekk yfir, en þá tók áberandi mikið af ungu fólki slátur, en miklu minna hefur verið um það núna,” sagði Gísli. XJöföar til X X fólks 1 öllum starfsgreinum! Hann sagði að greiða yrði inn talsvert hlutafé ef til kæmi og yrði það sett í samhengi við í hvernig útgáfu yrði ráðist. „Menn eru að skoða þetta vegna þess að þeim sýnist góður rekstrargrund- völlur fyrir útgáfunni og slikur grundvöllur er ekki góður nema verið sé að tala um einhveija tugi þúsunda eintaka, mismunandi mikið eftir dögum,” sagði Gunnar Steinn. Hann sagði að ekki hefði verið ieitað til manna ennþá með ráðningu í huga en vissulega kæmu ákveðnir menn til greina í toppstöður. Móri þjarmar að hundinum Kol. Morgunblaðið/Helgi Kristjánsson Heimilis- refir í Mávahlíð Ólafsvík. LEIFUR Ágústsson bóndi og refaskytta í Mávahlíð á Snæ- fellsnesi vann um 50 dýr um grenjatímann sl. vor. Tvo yrð- linga tók hann heim að Máva- hlíð og gaf börnum sínum sem gæludýr. Voru það tveir „refastrákar” annar mórauður úr greni sem _er í svonefndum Einbúa bak við 01- afsvíkurenni og hinn hvftur úr greni í Beruvík. Þetta voru hress- ir peyjar og lífsglaðir. Báðir yrð- lingarnir, Móri og Hvítingur, hafa nú hlýtt kalli móður náttúru og eru horfnir til fjalls. Helgi.- Ólafsvíkurvegur: Lægsta tilboð 66% af áætlun FJÓRTÁN tilboð bárust Vega- gerð ríkisins í lagningu 5,4 km kafla á Ólafsvíkurvegi frá Fífl- holtum að Hítará, og nam lægsta tilboðið 66% af kostnaðaráætl- un. Völur hf. í Reykjavík átti lægsta tilboð og hljóðaði það upp á tæp- lega 28 milljónir króna, en kostn- aðaráætlun Vegagerðarinnar var rúmlega 42 milljónir. Gert er ráð fyrir að lagningu vegarkaflans með bundnu slitlagi verði lokið fyrir 15. september á næsta ári. Viðbotor il Kanaríeyja liníjanúar Jólaferð 19. des.............2 vikur 60 viðbótarsæti 2. janúar.......................3 vikur 38 viðbótarsæti 9. janúar 3 vikur.........uppselt 23. janúar 3 vikur......12 sæti laus Brottfarir ífebrúar og mars.laus sæti *Verð innifelurflug, gistingu, ferðir til og frá flugvelli erlendis og íslenska fararstjórn. Ekki eru innifalin flugvallarskatt- ur á íslandi og á Spáni og forfal- lagjald. FEHflAMIOSTDfllN Verð frá kr. 39.800,- Hjón með 2 börn, 2-11 ára, Playa Flor, 2. janúar. Verð frá kr. 56.900,- Hjón með 2 böm, 2-11 ára. PlayaFlor, 19. desember. Verð frá kr. 72.200,- Tveir í íbúð, 19. desember. r ' AUSTURSTRÆT117,101 REYKJAVÍK, SÍMI: (91) 622011 & 622200 S3SEBS33B

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.