Morgunblaðið - 27.10.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.10.1991, Blaðsíða 15
icer jraaöTjío ,?s auoAauMHus aiaAuavtuoHOM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1991' Lf 15 íraskar eldflaugar: Saddam ekki af baki dottinn. Sunday Telegraph. Þeir óttast að atvinnulausir vísindamenn frá sovézkum rannsóknarstofum muni leita að nýjum verkefnum og nýjum húsbændum. Löng kjarnorkubiðröð Þrátt fyrir samninginn um bann við útbreiðslu kjarnavopna telja mörg ríki sig hafa fullan rétt til friðsamlegrár hagnýtingar kjam- orkunnar. Frakkar gerðust nýlega aðilar að samningnum, en Kínveijar hafa ekki viljað það. Nokkur ríki hafa ekki undirritað samninginn og eru á mörkum þess að vera kjarn- orkuveldi — ísrael, Indland, Pakist- an, Suður-Afríka, Brazilía og Arg- entína. Indveijar, Suður-Afríkumenn og Israelsmenn eiga kjarnakljúfa eða verksmiðjur, sem gætu framleitt efni í kjarnorkuvopn. Suður-Afríku- menn vinna að flókinni áætlun um beizlun kjarnorku í friðsamlegum tilgangi og hafa lengi verið grunað- ir um vinna að leynilegri sprengju- áætlun, líkt og ísraelsmenn. Norður-Kóreumenn, Suður- Kóreumenn og Tæwanar standa á „kjarnorku-þröskuldinum” og hafa undirritað samninginn um út- beiðslubann eins og írakar, en eru grunaðir um að vinna að leynilegum kjarnorkuvopnaáætlunum eins og þeir. Nýlega sakaði Suður-Kórea stjórn stalínista í Norður-Kóreu um að hafa gert tilraun með langdræga Scud-flaug, sem gæti hæft Japan. Norðanmenn hafa ekki viljað leyfa alþjóðlegt eftirlit með kjarnorku- áætlun sinni fyrr en bandarísk kjarnavopn hafi verið flutt frá Suð- ur-Kóreu. Önnur ríki, sem eiga í eijum við nágranna, telja kjarnorkuvopn nauðsynlega tryggingu fyrir tilveru sinni. ísraelsmenn hafa aldrei viljað viðurkenna að þeir séu kjarnorku- veldi, en eru taldir eiga 100 kjama- odda og hafa komið þeim fyrir í Jerieho-eldflaugum, sem þeir geta notað til að gereyða höfuðborgum allra Arabaríkjanna. Indverjar gerðu tilraun með kjarnorkusprengju fyrir tæpum 20 árum, Pakistönum og Kínveijum til viðvörunar. Indveijar hafa einnig gert tilraun með heimatilbúna Scud-flaug, „Prithvi”. Nýlega sagði Benazis Bhutto fyrrum forseti að Pakistanar gætu komið sér upp kjarnorkuvopnum á skömmum tíma. Grunur leikur á að Argentínu- menn og Brazilíumenn hafi unnið að áætlunum um smíði kjarnorku- vopna á árunum fyrir 1980. Síðan borgaralegar ríkisstjórnir tóku við f löndunum virðast þær hafa verið takmarkaðar. Kjarnorku-hryðjuverk? I svipinn vekja hryðjuverkamenn búnir kjarnorkuvopnum mestan ugg, ekki sízt vegna upplausnarinn- ar í Sovétríkjunum. Eftir valda- ránstilraunina í sumar sögðu leyni- þjónustumenn að eftir nokkra mán- uði yrði alls ekki hægt að tryggja ,öryggi við kjarnorkuvopnabúr í sovézku lýðveldunum. Talið er að uggur um að óánægð- ir hermenn komist yfir þúsundir lí- tilla kjarnorkuvopna hafí átt þátt í ákvörðun Bush forseta um fækkun skammdrægra kjarnorkuvopna að sögn Sunday Telegraph. Þar með fá Sovétmenn ástæðu til að eyði- leggja kjarnorkuvopn, sem annars kynnu að hverfa. Ekkert mundi gleðja hryðjuverk- amenn meir en að komast yfir lítil kjarnorkuvopn, sem þeir þyi-ftu ekki að hafa fyrir að láta smíða og gætu komið fyrir í farangurs- geymslu bifreiðar. Stærsta sprengja Irska lýðveldishersins til þessa var jafnöflug og 3.000 pund af TNT, en 250 punda kjarnorkuvopn jafn- ast að styrkleika á við 22 milljónir punda af TNT. Þrátt fyrir strángt eftirlit telja sérfræðingar vafasamt að með öllu verði hægt að að koma í veg fyrir að kjarnaoddar hverfi. Þar við bæt- ist hætta, sem stafar frá heimatil- búnum sprengjum. Brezki eðlisfræðingurinn dr. Frank Bamaby er ósammála því að fræðilega sé tiltölulega auðvelt að smíða kjarnorkusprengju, en erfitt í reynd. Hryðjuverkamenn þurfi ekki að vanda eins vel til smíðinnar og hernaðarlegir vísinda- menn. Þeir telji kjarnorkuspreng- ingu ekki aðalatriðið — mengun áf völdum plútóníums mundi valda gífurlegu tjóni og kjarnaklofnun yrði eins konar „bónus”. Dr. Barnaby telur að séu hryðju- verkamenn nógu ýtnir geti þeir orð- ið sér úti um allt sem þeir þurfi til að smíða sams konar sprengju og var varpað á Nagasaki 1945. Ymis- legt bendir til þess að smyglað plút- óníum fáist á svörtum markaði í Khartúm, sem súdönsk yfirvöld segja alþjóðamiðstöð kjarnorkuvið- skipta. Barnaby segir að í heimatilbúna sprengju þurfi ekki að nota ýmis- legt sem herir telji ómissandi í full- komnar og flóknar sprengjur, en þó sé margt af því fáanlegt. Þótt tiltölulega frumstæð, heima- tilbúin sprengja væri 100 sinnum kraftminni en hersprengja mundi styrkleiki hennar samsvara einni og hálfri milljón punda af TNT. Þótt heldur meira færi fyrir henni en hersprengju kæmist hún fyrir í sendibíl, sem senda mætti að skot- markinu. Dr. Barnaby er sannfærður um að þess verði ekki langt að bíða að hryðjuverkamenn beiti kjarnorku- vopnum. „Efasemdir um að gífur- legt mannfall þjóni markmiðum þeirra er það eina sem heldur aftur af þeim,” segir hann. „En tilræðið í farþegaþotunni yfir Lockerbie sýndi að harðneskjan eykst stöð- ugt. Hættan á því að hryðjuverka- menn beiti kjarnorlnjsprengju hefur aldrei verið meiri.” t Óstöðugra ástand Endalok kalda stríðsins hafa auk- ið þessa hættu og þá ógn, sem staf- ar frá metnaðargjörnum leiðtogum meðalstórra ríkja á borð við Sadd- am, sem geta komið sér upp kjarn- orkuvopnum og fara eigin leiðir. Minni stöðugleiki ríkir en áður, þótt dregið hafi úr hættu á gereyð- ingarstyijöld. Herfræðingar ræða leiðir til að draga úr hinni nýju hættu að sögn Sunday, Telegraph. Hún sé svo margþætt að hæfni til að beita fjöl- breyttari aðferðum verði nauðsyn- leg svo að auðveldara verði að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða. Fámenn- ari, sérþjálfaðri og sveigjanlegri herir þurfi að taka við af fjöldaheij- um og risaflaugum kalda stríðsins. Áhrifaríkari varnir séu nauðsyn- legar og nýta þurfi hugmyndir úr stjörnustríðsáætluninni, ekki til að hrinda allsheijarárás, heldur til að veita tryggingu gegn kenjóttum valdhöfum á við Saddam. Bandarískar Patriot-flaugar vörðu ísraelskar borgir gegn Scud- flaugum, sem voru búnar hefð- bundnum vopnum. Nú vinna ísra- elsmenn að smíði fullkomnari gagn- flaugar, „Chetz”, með framlögum frá stjörnustríðsáætluninni. Sérfræðingarnir vilja einnig herða hergagnaeftirlit samkvæmt gildandi samningum, þar á meðal samningi um eftirlit með eldflauga- tækni og samningnum um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna. Til þess að efla þetta kerfi verði SÞ að sýna eins mikla festu og í írak og Banda- ríkjamenn geti hótað nýjum loftá- rásum. írakar lofuðu að afsala sér kjarn- orkuvopnum og öðrum gereyðing- arvopnum í apríl, þegar þeir sam- þykktu ályktun SÞ nr. 687 eftir stríðið við Persaflóa, og veittu frek- ari loforð samkvæmt ályktun nr. 707 í ágúst. Bretar hafa sagt valdhafanum í Kúveit að þeir _séu staðráðnir í að afstýra því að írakar „öðlist aftur hæfni til að koma sér upp kjarn- orkuvopnum”. Bush forseti hefur gefið til kynna að hann sé tregur að grípa til hefndarárása gegn írak vegna hættu á að óbreyttir borgar- ar bíði bana. Ekkert bendir til þess að nýjar loftárásir bæru árangur, þar sem upplýsingar skortir um skotmörk til að eyða. Innilegar þakkir fceri ég öllum þeim, nœr og jjœr, sem glöddu mig í tilefni áttrceðisafmœlis míns og gerðu mér daginn ógleymanlegan. Guð blessi ykkur öll. GústafLárusson. Hjartans þakkir til frœndfólks, kunningja og starfsfélaga er glöddu mig með skeytum, blóm- um og öðrum gjöfum á 70 ára afmœli mínu 13. október sl. Símon Maggi Agústsson, Bakkatúni 16, Akranesi. STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN Nýkomnir rúskinnsskór Litir: Svart, brúnt Verð: Lágir kr. 2.995,- Stærðir: Lágir 36-46 Háir kr. 3.495,- Háir 36-41 Póstsendum samdægurs 5% staðgreiðsluafsláttur Toppskórinn Kringlan 8-12 s. 21212 s. 689212

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.