Morgunblaðið - 27.10.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.10.1991, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1991 f MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1991 21 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Kjarasamningar og ríkisstjórnin T Tndanfarna daga hafa forystu- menn verkalýðshreyfingarinn- arTjallað töluvert um viðhorf í kjara- málum og horfur á nýjum þjóðarsátt- arsamningum. Kjarninn í málflutn- ingi þeirra virðist vera sá, að verka- lýðshreyfingin geti verið tilbúin til skynsamlegra samninga en í þeirra huga sé spurningarmerki við ríkis- stjómina og áform hennar. Þegar Morgunblaðið leitaði um- sagnar Ásmundar Stefánssonar, for- seta ASÍ, um þau ummæli Friðriks Sophussonar fjármálaráðherra í fjár- lagaræðu á Alþingi, að ríkisstjórnin væri tilbúin til viðræðna við aðila vinnumarkaðar um frekari aðgerðir til að lækka útgjöld ríkisins og draga úr lántökum, sagði forseti ASÍ: „Eg skil ekki þessa útréttu hönd, ef vilj- inn snýst um það eitt að gefa okkur kost á að koma að niðurskurði á vettvangi hins opinbera. Ég sé ekki samstarfsflötinn. Það er ekki hægt að flokka það undir samstarf að vilja fá einhveija aðila úti í þjóðfélaginu til að axla það, sem menn sjálfir meta óþægilegt en hafa hvergi vilja til þess að eiga samstarf við hreyfing- una um önnur atriði.” í Tímanum í gær er birt viðtal við Guðmund J. Guðmundsson, formann Verkamannafélagsins Dagsbrúnar. Hann segir m.a.: „Það sem undrar mig er það, að ríkisstjórnin hafí alls ekkert rætt við verkalýðsfélögin - ekkert. Þó eru samningar útrunnir. Það er talað um nýja þjóðarsátt, um hvað? ... Gengið verður að vera fast og ákveðnir hlutir verða að vera ör- uggir í þjóðfélaginu. Síðan verða að koma til kaupmáttarhækkanir til fólks á lægstu og meðaltekjum t.d. í formi verðlækkana á nauðsynjum. Ef það gerist ekki er tómt mál að tala um þjóðarsátt. Eins og nú horf- ir stefnir allt í sprengingu.” Skýrar er varla hægt að tala. Tveir áhrifamestu verkalýðsleiðtogar landsins segja það nánast berum orðum, að þeir séu ekki tilbúnir til að ræða kjarasamninga á svipuðum nótum og gerðir voru veturinn 1990 fyrr en ríkisstjómin hafi haft frum- kvæði að viðræðum við verkalýðs- hreyfinguna. Ef umbúðirnar eru teknar utan af þessum ummælum þýðá þau, að verkalýðsforingjarnir vilja ganga úr skugga um, hvort þeir geti treyst núverandi ríkisstjórn. Það er ekki nýtt fyrirbæri, að traust eða ekki traust á milli ríkis- stjórnar og verkalýðshreyfingar geti ráðið úrslitum um framvindu mála á vinnumarkaðnum. Það hefur oft ver- ið erfiðara viðureignar að skapa slíkt traust á milli þessara aðila, þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í ríkisstjórn einfaldlega vegna þess, að margir verkalýðsforingjanna hafa verið virkir í starfi annarra stjórn- málaflokka, ekki sízt Alþýðubanda- lagsins. Þó er það augljóslega liðin tíð, að þeir taki við fyrirmælum frá forystumönnum Alþýðubandalags. Traust milli verkalýðshreyfingar og ríkisstjórnar var ekki fyrir hendi á fyrsta kjörtímabili hinnar fyrri Við- reisnarstjórnar. Litlu mátti muna, að stórátök yrðu á milli þessara að- ila í byrjun annars kjörtímabils henn- ar. En þá brá svo við, að gerðlr voru tímamótasamningar á vinnumark- aðnum, sem leiddu til þess, að traust og tiltrú skapaðist á milli þessara aðila, sem segja má, að hafi haldizt út Viðreisnartímabilið. Það fer ekkert á milli mála, að það er aðkallandi verkefni fyrir for- ystumenn núverandi ríkisstjómar að eiga frumkvæði að samtölum og við- ræðum, sem geta sannfært forystu- menn verkalýðshreyfingarinnar um það, að til nokkurs sé að vinna að halda frið á vinnumarkaðnum og gera skynsamlega kjarasamninga, sem taki mið af þjóðarsáttarsamn- ingunum. Þótt formaður Vinnuveit- endasambandsins hafi verið mjög virkur undanfarnar vikur við að finna leiðir til nýrra samninga og full ástæða sé til að ætla, að það traust, sem skapaðist á milli vinnuveitenda og verkalýðshreyfingar haustið 1989 og veturinn 1990, sé enn til staðar, komast þessir aðilar líklega lítið áfram með samninga sín í milli fyrr en einhver samtöl hafa farið fram á milli ríkisstjórnar og aðila vinnu- markaðar. Þetta er það verkefni, sem ríkisstjórnin þarf að snúa sér að nú þegar. Búdapest. I Förum á rauðum HELGI spjall og nú eru þær ágengari en vespur við ruslafötu. Hvaivetna verzlanir og verðmiðar frjálsrar samkeppni. alda sækja þær í þessa borg einsog flugur í flysjaðan ávöxt. BMW til Prag, Bratislava og Búdapest, þá verða gömlu kommarnir grænir af öfund. II Á grænu þilfari Mozarts marglitað fólk einsog fuglar, þessi hugsun mín við hljóðláta nærveru tímans. III Tyllir sér við kvöldsvæfa brúna ástfangið fólk og festist í nethugsun mína. IV Við réttum sígaunakonu með sjúkt barn á armi 500 forintur, þá er einsog gata frelsishetjunnar Kossúð kvikni af suðandi sígaunakonum með sjúk börn á armi V Búda merkir ofn, segir Margrét leiðsögukona á sjötugsaldri og einsog nýgengin útúr Verpld sem var, og Pest merkir líka ofn. Við förum yfir Frelsisbrúna, það er heitt í veðri og veraldarvön ungmenni kúra hvert uppað öðru einsog dúfur, einsog hvítar dúfur, Ioksins og við förum með fögnuð og væntingar nýs dags úr einum ofni í annan. Líkt sem útúr ofni æpi stiknað hjarta, segir sr. Matthías, en Nelly Sachs minnir á nýmæli náðarinnar. VI Hugsanir mínar um þessa borg þrátt fyrir allt áleitin minning, hugsanir mínar um sögulegan ávöxt margra VII Kaupum tollfijálsan gaddavír úr járntjaldinu með opinberri viðurkenningu um uppruna hans. Hann hefur nú samt tekið margan tollinn, segir hún og hristir höfuðið. VIII Sólin heldur til vesturs einsog hugsjón þín um frelsið. IX Franz Jósef farinn úr krýningarkirkjunni. Liszt og Beethoven kveða sér enn hljóðs. En Sveik sá eini sem eftir lifir. M. (meira næsta sunnudag.) AFUNDI SEM SJÁLF- stæðismenn efndu til á Hótel Borg í fyrradag, fimmtudag, um samn- ingana um Evrópskt efnahagssvæði, líkti Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra, samningunum við aðild okkar að Atlants- hafsbandalaginu og þeim samningum, sem tiyggðu full yfirráð okkar yfir 200 mílna fiskveiðilögsögu. Þetta eru orð að sönnu. Samningarnir, sem gerðir voru aðfara- nótt sl. þriðjudags um stofnun hins Evr- ópska efnahagssvæðis, eru tvímælalaust mikilvægustu alþjóða- og milliríkjasamn- ingar, sem við íslendingar höfum gert, frá því að við gerðumst aðilar að Atlantshafs- bandalaginu 1949 og gerðum varnarsamn- inginn við Bandaríkin 1951. Þær lykil- ákvarðanir hafa verið hornsteinar utanrík- isstefnu okkar frá þeim tíma og mótað þátttöku okkar í alþjóðasamstarfi. Á einum aldarfjórðungi voru gerðir fjór- ir samningar við Breta og að nokkru leyti Þjóðveija, sem tryggðu að lokum full yfir- ráð okkar yfir 200 mílna fiskveiðilögsögu í kringum ísland. Þessir samningar hafa auðvitað haft grundvallarþýðingu fyrir atvinnulíf og afkomu þjóðarinnar og munu hafa um ókomin ár. Aðild okkar að Evrópska efnahagssvæð- inu er mikilvæg í tvennum skilningi. Ann- ars vegar skipar hún okkur óumdeilanlega sess í hópi Evrópuþjóða. Við höfum alltaf litið svo á, að þar ættum við heima, þótt landið liggi miðja vegu milli Bandaríkjanna og Evrópu og samskipti okkar við Banda- ríkin hafi verið mjög náin allt frá lýðveldis- stofnun. Hins vegar hefur aðildin að EES mikla þýðingu fyrir afkomu okkar og at- vinnulíf og opnar okkur ný tækifæri í þeim efnum. Þorsteinn Pálsson lýsti þessu á eftirfar- andi hátt á fundinum á Hótel Borg: „Við höfum með þessum samningum tryggt okkur stjórnmálalega, efnahagslega og viðskiptalega stöðu í Evrópu. Það er þess vegna, semþessi samningur er mikilvægur fyrir stöðu Islands. Hann veikir ekki sjálf- stæði íslands. Hann treystir og styrkir sjálfstæði og fullveldi íslenzku þjóðarinn- ar. Hann treystir hagsæld og velferð þjóð- arinnar á breytingatímum.” Það er mikilvægt að skoða þessa samn- inga í réttu, sögulegu samhengi og þá ekki síður að draga nokkurn lærdóm af þeim deilum, sem orðið hafa um hina fyrri alþjóða- og milliríkjasamninga, sem hér voru nefndir. Aðild okkar að Atlantshafs- bandalaginu leiddi til hörðustu stjórnmála- deilna, sem hér hafa orðið á þessari öld. Að því er hörkuna varðar má kannski einna helzt líkja þeim við deilurnar um Uppkast- ið, _sem urðu 1908. Átökin um aðildina að Atlantshafs- bandalaginu 1949 og um varnarsamning- inn, sem gerður var við Bandaríkin 1951 leiddu til þess, að þjóðin klofnaði í tvær andstæðar fylkingar. Fylgismenn aðildár og varnarsamningsins voru alltaf margfalt fleiri, en andstæðingarnir voru harðsnúinn hópur, sem hélt uppi baráttunni með hléum í aldaríjórðung a.m.k. og að nafninu til lengur. Síðustu stórátök, sem hér hafa orðið um varnarsamninginn urðu í tíð vinstri stjórnarinnar, sem sat 1971-1974, þó fyrst og fremst frá því í nóvember 1973 til vors 1974. Þótt andstæðingar þessara samninga væru jafnan í miklum minnihluta má segja, að þessar deilur hafi mótað öll stjórnmálaátök í landinu þetta tímabil. Ljóst er, að margir þeirra, sem voru í eldlínu þessara átaka frá æsku til fullorðinsára mega vart til þess hugsa, að nýjar deilur um alþjóðamál kljúfi þjóðina með sama hætti í tvennt og þarna varð. Nú er þetta að mestu liðin tíð. Framvinda heimsmála hefur staðfest afdráttarlaust og óumdeilanlega réttmæti þeirra ákvarð- ana, sem teknar voru 1949 og 1951. Þótt fyrsta landhelgisdeilan við Breta eftir útfærsluna í 4 sjómílur 1952 hefði býsna víðtækar afleiðingar, m.a. þær að binda okkur í viðskiptum við Sovétríkin allt fram á þennan dag, voru það samning- arnir, sem Viðreisnarstjórnin gerði 1961 REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 26. október og tryggðu yfirráð okkar yfir 12 mílna fiskveiðilögsögu, sem mestum deilum hafa valdið af þeim, sem gerðir hafa verið um fiskveiðilögsöguna. Það var fyrst og fremst ákvæðið um málskot til Alþjóðadómstóls- ins í Haag, sem olli þessum deilum, sem stóðu í áratug. Hins vegar hafði vinstri stjómin, sem beitti sér fyrir útfærslunni í 50 sjómílur 1972, þessi ákvæði að engu, þannig að á þau reyndi aldrei svo máli skipti. Samningarnir, sem gerðir vora við Breta í júníbyijun 1976 ogtryggðu okkurendan- leg yfirráð yfir 200 mílna fiskveiðilögsög- unni ollu líka miklum deilum en þær guf- uðu upp á skömmum tíma, enda sigldi síð- asti brezki togarinn af íslandsmiðum 1. desember það ár. Það urðu líka nokkuð harðar deilur um aðild okkar að Fríverzlunarsamtökum Evr- ópu (EFTA) á sínum tíma. Fræg urðu ummæli Ólafs heitins Jóhannessonar í efri deild Alþingis er hann lýsti því yfir, að Framsóknarflokkurinn segði bæði já-já og nei-nei við EFTA-aðild. Kjami málsins er hins vegar sá, þegar litið er yfir farinn veg sl. fjóra áratugi, að allar hrakspár andstæðinga þeirra al- þjóða- og milliríkjasamninga, sem hér hafa verið nefndir, hafa reynzt tómt rugl. Land- ið hefur aldrei verið „selt”, eins og stund- um hefur verið haldið fram og sjálfstæði og fullveldi þjóðarinnar hefur aldrei verið fórnað. Davíð Oddsson, forsætisráðherra, vék að þessu á fundinum á Hótel Borg og sagði m.a.: „Slíkum fullyrðingum hefur verið haldið á lofti, hvenær, sem við höfum haft forystu um það eða tekið dijúgan þátt í að ganga til samninga við erlendar þjóðir. Slíku var ekki sízt haldið á lofti er við gengum í Atlantshafsbandalagið. Þá vorurforystumenn Sjálfstæðisflokksins og reyndar tveggja 'anriarra lýðræðisflokka, kallaðir landsölumenn og svikarar og land- ið mundi verða auðvaldssinnum í Banda- ríkjunum auðveld bráð, ef svo færi fram, sem Sjálfstæðismenn vildu. Þetta hefur ekki gengið eftir.” Um það er heldur ekki að ræða nú. Samningarnir um Evrópska efnahags- svæðið era eiginlega kraftaverk, þegar lit- ið er til hagsmuna okkar og samnings- stöðu. Morgunblaðið hefur jafnan lagt áherzlu á það, að í þessum samningum mætti ekki fórna fiskveiðilögsögunni á nokkurn hátt. Ákvæði samninganna um gagnkvæmar veiðiheimildir snúast urn'svo takmarkaðar veiðar, sem við fáum bættar upp annars staðar, að það er ekki hægt að færa nokkur efnisleg rök fyrir því, að samningarnir eigi að stranda á því ákvæði. Morgunblaðið hefur líka lagt mikla áherzlu á, að ekki mætti hleypa erlendum þjóðum inn í fiskveiðilögsöguna inn um bakdyrnar með því að gera þeim kleift að ijárfesta í íslenzkum sjávarútvegi. Það er algerlega óheimilt samkvæmt þessum samningum. Þar sem þessir hagsmunir hafa ómót- mælanlega verið tryggðir með öruggum hætti og við fáum tollfijálsan aðgang að Evrópumörkuðum fyrir sjávarafurðir okk- ar að langmestu leyti, er ómögulegt ,að finna efnisleg rök gegn þeim. Auðvitað kann einhver áhætta að fylgja þeim að öðru leyti en hún er lítil miðað við þann ávinning, sem við höfum af samningunum. STJÓRNARAND- stöðuflokkarnir hafa ekki tekið end- anlega afstöðu til málsins, enda ekki við því að búast. Eðlilegt er, að þeir vilji skoða samn- ingana nákvæmlega áður en til þess kem- ur. Hins vegar sagði Steingrímur Her- mannsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, í samtali við Morgunblaðið sl. miðvikudag: „Svo lengi, sem full samstaða er um það að fara ekki að gerast aðilar að Evrópubanda- laginu, þá vil ég skoða þá samninga, sem nú hafa tekizt fullkomlega hleypidóma- laust.” Og Steingrímur sagði ennfremur: „Við settum okkur það markmið, að það yrði fullt tollfrelsi fyrir sjávarafurðir okk- Afstaða stjórnar- andstöðunn- ar " ^ ' Í\ „ : Björgunaræfing hjá Landhelgisgæslunni, ar, en þessi árangur er samt sem áður meiri, en menn höfðu búizt við.” Og loks sagði formaður Framsóknarflokksins: „Það er hárrétt hjá forsætisráðherra, að allir flokkarnir á Alþingi að Kvennalistan- um undanskildum hafa komið að þessum samningum og undirbúningi þeirra. Ég snýst ekki gegn þessum samningum nú, bara vegna þess, að ég er kominn í stjóm- arandstöðu.” í samtali við Morgunblaðið í íyrradag, fimmtudag, sagði Halldór Ásgrímsson, varaformaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra m.a.: „Ég tel, að þarna hafi náðst veralegur árangur og ég held, að það sé enginn vafi á því, að það tollfrelsi, sem þarna er í myndinni mun skipta miklu máli fyrir þró- un íslenzks sjávarútvegs á næstu árum og það atriði mun að sjálfsögðu vega af-ar þungt, þegar endanleg afstaða er tekin til málsins.” Og varaformaður Framsóknar- flokksins sagði ennfremur: „En sé miðað við þær undirtektir, sem verið hafa í Evr- ópubandalaginu í sumar, þá varð lokanið- urstaðan að mínu mati líkari því, sem maður gat búizt við síðastliðið haust og síðastliðinn vetur. Ég hef álltaf haft trú á því, að það mundi nást tollfrelsi fyrir meg- -inhlutann af okkar sjávarafurðum og það væri í raun það eina, sem við gætum sætt okkur við. Að því leytinu til má segja, að stórum aðalatriðum í markmiðum íslendinga í þessum viðræðum hafi verið náð í höfn.” Eins og af þessum tilvitnunum í um- mæli tveggja helztu forystumanna Fram- sóknarflokksins má sjá, eru yfirgnæfandi líkur á því, að Framsóknarflokkurinn muni að athuguðu máli styðja aðild okkar að Evrópska efnahagssvæðinu og taka ábyrga málefnalega afstöðu til málsins, þótt flokkurinn sé í stjórnarandstöðu. Ræða sem Halldór Ásgrímsson hélt í þing- inu í gær, föstudag, bendir ótvírætt til hins sama. Þetta hefur auðvitað mjög mikla pólitíska þýðingu. Taki Framsóknar- flokkurinn afstöðu með samningunum myndast um þá sú breiða pólitíska sam- staða, sem er æskileg og nauðsynleg um svo mikilvæga alþjóðasamninga. Og það skal tekið fram, að Morgunblaðið er sam- mála Steingrími Hermannssyni um það, að aðild að Evrópubandalaginu komi ekki til greina. Raunar benti Þorsteinn Pálsson á það á fyrrnefndum fundi á Hótel Borg, að þótt önnur EFTA-ríki gerðust aðilar að Evrópubandalaginu væru hagsmunir íslands tiyggðir með þessum samningurn. Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Al- þýðubandalagsins, hefur ekki snúizt gegn samningunum, þótt hann hafi ásamt tals- mönnum Kvennalistans lagt áherzlu á að finna þeim allt til foráttu. Davíð Oddsson, forsætisráðherra, minnti á það á Hótel Borgar-fundinum, sem fyrr var nefndur, að Ölafur Ragnar hefði lýst því yfir eftir kosningarnar, þegar hann reyndi sem mest að ná samkomulagi við Alþýðuflokk- inn um stjórnarmyndun, að enginn ágrein- ingur væri milli flokkanna tveggja um afstöðuna til Evrópska efnahagssvæðisins. Tilraunir Ólafs Ragnars til þess að draga úr mikilvægi þeirra samninga, sem nú hafa verið gerðir, verða bezt skýrðar með pólitískri tækifærismennsku. Ef Alþýðu- bandalagið væri nú aðili að ríkisstjórn mundi formaður flokksins vera önnum kafinn við að undirbúa flokksmenn sína undir það, að flokkurinn samþykkti samn- ingana. Þar sem AJþýðubandalagið er í stjórnarandstöðu er Ólafur Ragnar að físka í graggugu vatni. Að nokkrum vikum liðnum kemur lands- fundur Alþýðubandalagsins saman til fundar. Þar mun formaður flokksins leita eftir endurkjöri. Margir helztu stuðnings- menn hans hafa yfirgefið flokkinn og hann er á margan hátt pólitískur fangi arftaka gömlu klíkunnar úr Sósíalistaflokknum. Fram yfir landsfund mun Ólafur Ragnar tala eins og þessum mönnum hentar. Hin endanlega afstaða hans til málsins verður svo prófsteinn á það, hvort Ólafi Ragnari er alvara með því að reyna að toga Alþýðu- bandalagið inn í nútímann, þannig að flokkurinn verði hæfur til stjórnarsetu í annars konar ríkisstjórnum en vinstri stjórnum. Það skiptir líka sköpum um það, hvort hann hefur átt eitthvert erindi inn í Alþýðubandalagið annað en að láta arftaka gömlu klíkunnar nota sig eins og aðrir meðreiðarsveinar hafa verið notaðir á undanförnum áratugum. Samningarnir um EES eru prófsteinn bæði á Alþýðu- bandalagið og Ólaf Ragnar Grímsson. I rúm fjörutíu ár hafa Sósíalistaflokkur og Alþýðubandalag alltaf haft rangt fyrir sér í utanríkismálum íslendinga! Sagan hefur sannað þessa staðhæfingu. Jafnvel þegar flokkurinn var í ríkisstjórn haustið 1973 og Ólafur Jóhannesson kom heim frá London með samninga um 50 mílna lög- söguna í vasanum þurfti stuðning Sjálf- stæðisflokksins, sem þá var í stjórnarand- stöðu, til þess að koma í veg fyrir, að Alþýðubandalagið eyðilegði samninga Ólafs og Heaths. Ætlar Ólafur Ragnar að láta söguna endurtaka sig? Dæmir hann Alþýðubandalagið endanlega úr leik með andstöðu við EES? Samtökin gegn EES Á UNDANFÖRN- um mánuðum hafa nokkrir einstakl- ingar tekið höndum saman og stofnað samtök til þess að beijast gegn aðild okk- ar að Evrópska efnahagssvæðinu. Þessi samtök vora að vísu stofnuð áður en ljóst var, hvort af samningum yrði og áður en vitað var hvert efni þeirra yi'ði, ef semdist á annað borð. En látum það vera. Auðvit- að er ekkert við það að athuga, að þeir, sem era andstæðingar þessara samninga bindist samtökum sín í milli. Þannig virkar lýðræðið bezt og út af fyrir sig gott og gagnlegt í lýðræðisþjóðfélagi, að slíkur aðili komi fram á sjónarsviðið til þess að hinn málstaðurinn sé skýrður eins rækilega og kostur er. Það er hins vegar alveg ljóst, að fram til þessa hafa talsmenn þessara samtaka ekki fundið nokkra málefnalega fótfestu í samningunum til þess að byggja and- stöðu sína á. Þetta kom vel fram á fjöl- mennum borgarafundi, sem Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, efndi til á Hótel Sögu sl. miðvikudagskvöld. Aug- ljóst var, að nokkrir fulltrúar þessara sam- taka höfðu undirbúið sig með spurningar og athugasemdir á fundinum. Og þótt þeir kæmu ekki öðru að en fyrirspurnum mátti þó marka af þeim efnislegar athuga- semdir þeirra. Þær athugasemdir voru mjör rýrar og hvorki utanríkisráðherra _né Hannes Hafstein, aðalsamningamaður ís- lands í þessum viðræðum, áttu í nokkrum erfiðleikum með að svara þeim. Ástæðan fyrir því, að samtökin gegn EES eiga svo erfitt með að finna málefna- lega fótfestu er einfaldlega sú, að hana er ekki að finna í þessum samningum. Meginatriði þeirra eru komin fram og þau eru svo ótrúlega hagstæð íslenzkum mál- stað, að við getum ekki annað en fagnað þessari niðurstöðu og þakkað þeim stjórn- málamönnum og embættismönnum, sem hafa leitt samningagerðina af Islands hálfu. Morgunblaðið/KZ „í rúm fjörutíu ár hafa Sósíalista- flokkur og Al- þýðubandalag alltaf haft rangt fyrir sér í utan- ríkismálum Is- lendinga! Sagan hefur sannað þessa staðhæf- ingu. Jafnvel þeg- ar flokkurinn var í ríkisstjórn haustið 1973 og Olafur Jóhannes- son kom heim frá London með samninga um 50 mílna lögsöguna í vasanum þurfti stuðning Sjálf- stæðisflokksins, sem þá var í stj órnarandstöðu, til þess að koma í veg fyrir, að Al- þýðubandalagið eyðilegði samn- inga Ólafs og Heaths. Ætlar Ólafur Ragnar að láta söguna end- urtaka sig? Dæm- ir hann Alþýðu- bandalagið end- anlega úr leik með andstöðu við EES?”

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.