Morgunblaðið - 27.10.1991, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 27.10.1991, Blaðsíða 33
• MOKGUNBLAÐI& ‘ H 91“ * ValgeirH. Arsælsson sendiherra - Minning .Fæddur 12. júlí 1929 Dáinn 21. október 1991 Fregnin um andlát Valgeirs Ár- sælssonar, sendiherra, barst eigin- lega í sömu andrá og þau tíðindi að mikilvægir samningar um við- skipta- og efnahagstengsl væru um garð gengnir í Lúxemborg. Mér varð að orði við boðbera hinna vá- legu tíðinda, að það væri mikill missir að geta ekki einmitt nú spjallað við Valgeir. Hann var reyndur og ráðagóður svo af bar á því sviði, sem hann helgaði einkum krafta sína í starfi. Hér eru honum fluttar hinstu kveðjur starfsbræðra. Eftir nám í Verslunarskólanum og viðskiptadeiid Háskóla íslands starfaði Valgeir um skeið hjá verð- lagsstjóranum í Reykjavík. Hann hafði til að bera kunnáttu á við- skiptum og fyrirtækjum, mönnum og málefnum, sem mér fannst falla einkar vel að störfum í viðskipta- ráðuneytinu og á viðskiptavettvangi utanríkisþjónustunnar, þar sem hann var' stöðugt í fremstu^ sveit í um aldarfjórðung. Valgeir Ársæls- son hafði með höndum margvísleg, reyndar ólík, ábyrgðar- og trúnað- arstörf og má með sanni segja að hann hafi vaxið við hverja raun. Við Valgeir Ársælsson vorum stúdentar sinn úr hvorum skólanum í Reykjavík sama vorið, en kynnt- umst ekki fyrr en einum átján árum síðar. Þá urðum við nánir sam- starfsfélagar við undirbúning að aðild íslands að EFTA. Hér var mikið verk að vinna og fáar hendur til, en það varð fyrsta fastafulltrú- anum til ómetanlegs gagns og stuðnings að hafa síðan Valgeir að baki til daglegrar afgreiðslu mála í viðskiptaráðuneytinu fyrstu árin og setu á fjölmörgum fundum í Genf. Mér verður ævinlega þökk í huga til Valgeirs Ársælssonar fyrir stuðning og sífellda umönnun við fulltrúa íslands hjá EFTA fyrstu fjögur árin, þá er ég sat þar einn á báti, oft nokkuð einmana. Val- geir Ársælsson kunni allra manna best að vera góður liðsmaður og kann það að hafa verið reynsla fengin úr unaðsíþrótt hans, hand- knattleiknum. Síðar lá leið Valgeirs í starfi til Alþjóðabankans í Washington, þar sem varafulltrúi Norðurlandanna, og svo í utanríkisþjónustuna frá árinu 1980. Hann var varafastafull- trúi, fyrst við fastanefndina í Genf og síðan í Brussel árin 1981—1987. Við áttum þá enn á ný samleið í starfi, í rétt ár í Brussel, en mér er minnisstætt hve virtur Valgeir var af erlendum kollegum á báðum aðalstarfssviðunum, þ.e. varðandi tengslin við Evrópubandalagið og starfíð í NATO. Var ekki síður að Valgeir nyti trausts og álits á vett- vangi Atlantshafsbandalagsins, þar sem hann hafði sjálfur haft minni starfsreynslu. Segir það sína sögu um hve vel og traust var tekið á öllum málum. Það var árið 1987 að Valgeir Ársælsson fór frá Brussel, tók við starfi forstöðumanns viðskipta- skrifstofu utanríkisráðuneytisins og var skipaður sendiherra. Á þeim starfsferli, sem hér er stuttlega lýst, var stöðugt sótt á brattann og tek- ist á við ný og erfiðari viðfangs- efni. Þegar Valgeir kom heim í ráðuneytið var honum falið það mikla ábyrgðarhlutverk að taka við stjórn viðskiptaskrifstofu, sem skyldi gegna nýju og mjög auknu hlutverki og vissu allir vel að eng- inn var til þess betur fallinn. Við kollegarnir fögnuðum að sjálfsögðu þessari ráðstöfun og áttum í vænd- um nýjan kafla í farsælu starfi vin- ar okkar. En nú fór á annan veg og alvarleg veikindi bundu fyrst enda á starfsferilinn og síðan lífið sjálft. Lengi var þess vissulega vænst að einhver bati mætti verða en áföll og ólæknandi sjúkdómur fengu loks yfirhönd og lífi er nú Iokið langt fyrir aldur fram. Þessum fáu þakkarorðum fyrir mikla vináttu og samstarf Valgeirs Ársælssonar skal nú lokið með dýpstu samúðarkveðjum til hans góðu eiginkonu, Adeline — Öddu, börn, tengdabörn og barnabörn, sem öll voru Valgeiri Ársælssyni svo hugljúf. Við þökkum góðar samverustundir með þeim heima og erlendis og biðjum ástvinum hans hughreystingar við fráfall mæts manns. Far í friði. Einar Benediktsson Á morgun kveðjum við, starfs- menn utanríkisþjónustunnnar, hinstu kveðju, langt fyrir aldur fram, kæran félaga og samstarfs- mann, Valgeir H. Ársælsson, sendi- herra. Það Var mikill fengur að fá Val- geir til starfa í utanríkisþjónustunni árið 1980. Næstu þijú árin þar á undan hafði hann gegnt miklu ábyrgðarstarfi sem varafulltrúi Norðurlandanna allra í stjórn Al- þjóðabankans í Washington, að loknum mjög farsælum störfum um ellefu ára skeið í viðskiptaráðuneyt- inu, þar sem hann vann einkum að utanríkisviðskiptamálum. Þetta mikilvæga hagsmunasvið íslensku þjóðarinnar þekkti Valgeir betur en flestir og hann naut sín vel í flókn- um og erfiðum samningum við er- lendar þjóðir um viðskiptamál. Val- geir gegndi lykilhlutverki í fámenn- um hópi embættismanna, sem und- ir styrkri stjórn Þórhalls Ásgeirs- sonar, ráðuneytisstjóra viðskipta- ráðuneytisins, báru hita og þunga af samingunum um aðild íslands að EFTA árið 1970. Þeir samningar voru fyrstu stóru skref íslands úr viðjum hafta og einangrunar til frelsis í utanríkisviðskiptum. Þau skref hafa reynst okkur mjög heilla- dtjúg og eru reyndar nú sá grunn- ur, sem samningurinn um aðild okkar að EES byggist á. Ári eftir að Valgeir var skipaður sendifulltrúi, fór hann til starfa til Genfar og gegndi starfí varafasta- fulltrúa íslands hjá EFTA og öðrum alþjóðastofnunum í Genf. Þar starf- aði hann til 1985 að hann fluttist til Brussel þar sem hann var um þriggja ára skeið varafastafulltrúi Fæddur 23. júní 1930 Dáinn 6. október 1991 Okkur langar að kveðja vin okk- ar hjónanna með örfáum orðum. Elfar Skarphéðinsson var fæddur í Reykjavík, sonur hjónanna Önnu Þórunnar Magnúsdóttur og Skarp- héðins Benediktssonar sem bæði eru látin. Þau systkinin voru sjö, Hulda, Bjarni, Elfar, Anna Sigríð- ur, Elín, Magnús sem er látinn og Hilmar. Elfar giftist danskri konu, Ásu Katrínu Jelle 10. október 1959 og eignuðust þau þtjú mannvænleg börn, Ásdísi, fædda 1961, gifta Aðalsteini Loftssyni, þeirra börn eru Ása Fanney og Aðalbjörg Eva; Guðbjörn, fæddan 1964, ógiftur og Kolbrúnu, fædda 1969, gift Indriða Kristjánssyni. Kynni okkar hófust á Suðurlandsbrautinni árið 1964 er við fjölskyldurnar bjuggum þar hlið við hlið. Það mynduðust innileg tengsl milli þessarar Ijölskyldu og okkar, börnin léku sér saman og höfum við átt margar ánægjustund- irnar saman síðan. Elfar var lærður bílaklæðningar- hjá Atlantshafsbandalaginu, en jafnframt hjá Evrópubandalaginu. Það var einmitt á þessu tímabili, sem Hvítbók EB um samræmdan Evrópumarkað var samþykkt og hugmyndin um Evrópskt efnahags- svæði með aðijd EFTA-ríkjanna kom fram. Vorið 1987 var opnað sérstakt sendiráð í Brussel fyrst og fremst til að gegna hagsmunavörslu íslands gagnvart Evrópubandalag- inu, sem áður var gegnt af fasta- nefnd íslands hjá Atlantshafs- bandalaginu. Þá um sumarið fluttist Valgeir til og helgaði sig málefnum EB eingöngu. Við stjórnarskiptin árið 1987 var svo ákveðið að utan- ríkisviðskiptamál flyttu frá við- skiptaráðuneytinu yfir til utanríkis- ráðuneytisins og þar yrði efld sér- stök viðskiptaskrifstofa, sem reynd- ar er nú orðin stærsta eining utan- rikisráðuneytisins. Ekki fór á milli mála hver starfsmaður utanríkis- þjónustunnar hafði reynsluna og hæfnina til að byggja upp í utanrík- isráðuneytinu viðskiptaskrifstofu. Valgeir var valinn til þess ábyrgð- armikla hlutverks. Hann var skip- aður sendiherra 1. október 1987 og falið starf skrifstofustjóra í hinni nýju viðskiptaskrifstofu utanríkis- ráðuneytisins í ársbyijun 1988. Það ábyrgðarmikla staif' hóf hann af mikliun áhuga og hæfni. En enginn má sköpum renna. í miðju kafi við uppbyggingu nýs málaflokks í ráðu- neytinu, dundi áfall yfir og heilsan brast. Síðustu tvö ár höfum við vin- ir og samstarfsmenn Valgeirs fylgst með hetjulegri baráttu, sem við vonuðum að skilaði honum heilum maður og rak sitt eigið verkstæði í rúm 30 ár, fyrst á Suðurlands- brautinni og síðar á Funahöfða 3. Hann var vandvirkur og vandaður maður í alla staði og mjög gott var að leita til hans ef eitthvað vantaði og þá var Elfar alltaf tilbúinn að rétta hjálparhönd. Ása varð mín besta vinkona frá okkar fyrstu kynnum. Við höfum farið margar skemmtiferðirnar saman til útlanda. Mennirnir okkar voru alltaf bundnir sinni vinnu og þeim fannst þeir ekki geta komist frá, svo hlutirnir atvikuðust þannig að við tvær fórum saman. Það leið varla sá dagur að ég kæmi ekki á heimili þeirra Ásu og Elfars á Bú- staðavegi 73, en þangað fluttu þau árið 1969. Elfar hafði alltaf frá ein- hveiju að segja því hann var vel lesinn og fróður. Elfar var veill fyrir hjarta og var búinn að vera það í nokkur ár og andaðist hann á heimili sínu hinn 6. október. Okkur er þakklæti í huga er við hugsum til hans og þökkum honum fyrir samfylgdina og trygga vináttu öll arin. Við vottum elsku Ásu, börnum, ^53 aftur til starfa. Æðrulaus var hann og þegar um stund rofaði til, kom hann til starfa í ráðuneytinu. Allan tímann, sem Valgeir barðist við erfiðan sjúkdóm, sem að lokum varð honum yfirsterkari, var hugur hans við þau miklu og erfiðu störf, sem viðskiptaskrifstofa utanríkis- ráðuneytisins hafði með höndum, að undirbúa og vinna að stærsta samningi sem Island hefur gert á sviði utanríkismála í seinni tíð. Þótt hann gæti ekki tekið virkan þátt í því starfi, miðlaði hann af reynslu sinni. Þegar mikilvæg álitaefni komu upp leituðu starfsmenn ráðu- neytisins til Valgeirs og fengu holl ráð byggð á traustri reynslu. Jafnt yngri, sem eldri samstarfsmenn nutu allt til hins síðasta þess að sækja í þann viskubrunn sem hann var um öll mál, sem utanríkisvið-' skipti vörðuðu. Sjálfur reyndi ég á fyrsta ári mínu í stjórnarráðinu hve hlýtt við- mót Valgeirs var við nýjum og óreyndum samstarfsmönnum. Þannig var reynsla allra samstarfs- manna fram til hins síðasta. Það er sárt að sjá á bak góðum og traustum samstarfsmanni, í blóma lífsins. Utanríkisþjónustunni er mikill missir að reyndum starfs- rnanni. En mestur er missir eigin- konu hans, Öddu, sem í blíðu og stríðu stóð honum við hlið, og fjöl- skyldunnar. Megi minningar um góðan dreng verða þeim huggun harmi gegn. Ég flyt þeim fyrir hönd samstarfsmanna dýpstu samúðar- kveðjur. Þorsteinn Ingólfsson tengdabörnum og barnabörnum okkar dýpstu samúð og megi guð leiða þau í gegnum þeirra erfíðleika. Bænin má aldrei bresta þig búin er freisting ýmisleg þá líf og sál er lúð og þjáð lykill er hún að Drottins náð. (H.P.) Guð blessi ykkur. Sólbjört, Viðar og börn Elfar Skarphéðins- son - Minning London Regency Hotel 6 dagar/5 nætur og 8 dagar/7 nætur. Brottför 29. nóvember frá Keflavíkurflugvelli Verð pr. mann í tvíbýli í fimm nætur 45.500.- , Verð pr. mann í einbýli i fimm nætur 52.400.- kl. 9:05. Komutimi til London kl.12:00. Verö pr. mann í tvíbýli isjö nætur 52.700.- Verð pr. mann í einbýli í sjö nætur 64.600.- Akstur frá flugvelli að hóteli þar sem dvalið verður. Gist er á Regency hótelinu, sem er fjögurra stjörnu hótel í Kensington, skammt frá Kensington High Street. Þar er m.a. að finna hið heimsþekkta vöruhús Harrods, auk fjölda veitingastaða. Flug heim 4. og 6. desember. Innifalið i verði: Flug og gisting með morgunverði, akstur milli flugvallar og hótels erlendis. Ekki innifalið: Flugvallarskattur, kr. 1.250.-, forfallatrygging kr. 1.200.- Verð miðað vlð gengi 10. september og staðgreiðslu. yjr ■yviröi' ■j'j'j.'.p ! Sawvifiniileriirlaiiúsjiii Reykjavik: Austurstræti 12. s 91 -691010. Innanlandsíerðir. s 91 -691070. postfax 91 -27796. telex 2241. Hotel Sogu við Hagatorg. s 91 -622277. postfax 91 -623980 Akureyri: Sk.pagotu 14. s 96-27200. posttax 96-27580. telex 2195

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.