Morgunblaðið - 29.10.1991, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 29.10.1991, Blaðsíða 56
I ffgtnittUKfeife ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 1991 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Morgunblaðið/RAX Flak Mímis RE veltur um í brimgarðinum við Austurfjörutanga þangað sem það rak frá slysstaðnum. Björgunarsveitarmaður fylgist með í flæðarmálinu. Reyndum hvað við gátum en það var nokkrum sekúndum of seint - segir Vigfús Vigfússon stýrimaður á Steinunni SE STEINUNN SE 10 kom að Mími RE 3 skömmu eftir að bátnum hvolfdi. Skipveijar á Steinunni sáu annan skipveijann af Mími í sjón- um og reyndu að bjarga honum. En maðurinn var orðinn of mátt- vana til að ná taki á björgunarbelti og brimið bar hann I burtu. 92 kíló af dínamíti í jfjölbýlishúsi LÖGREGLAN fann á föstudags- kvöld um 92 kíló af dínamíti í geymslu í kjallara fjölbýlishúss í Fellahverfi. Þrír piltar hafa gengist við að hafa stolið sprengi- efninu í innbroti í sprengiefna- geymslur Reykjavíkurborgar ofan við Rauðavatn á þriðjudag í síðustu viku. Þessir sömu piltar, sem eru á aldrinum 17-21 árs, hafa ásamt hinum fjórða játað að hafa kveikt í húsi Nordmansla- get í Heiðmörk sem brann til kaldra kola í síðustu viku. Þrír piltanna eru nú lausir úr haldi rannsóknarlögreglunnar. Dínamítinu, sem var í sex köss- um, höfðu piltarnir, samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins, staflað í geymslu sem tilheyrir heimili eins þeirra og munu kassarnir hafa legið upp við heitavatnsinntak fjölbýlis- hússins en samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er talið rétt að geyma sprengiefni við lágt hitastig. Ef dínamít er geymt lengi við háan hita er hætta á að efnið skilji sig og springi við hnjask. í þessu tilviki G^un slíkt ekki hafa verið raunin, "^po svo að sést hafi á sprengiefninu að það hafi ekki verið geymt við réttar aðstæður. Jón Snorrason deildarstjóri hjá RLR sagði við Morgunblaðið að hann teldi ekki að hægt væri að segja að um verulega hættu hafi verið að ræða á sprengingu, þar sem hvellhettur og annan búnað til að koma af stað sprengingu hafi vant- að, en hann vildi ekki staðfesta það sem áður er sagt um geymslustað efnisins. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins tók það vörslumenn sprengiefnisins nokkurn tíma að átta sig eftir innbrotið á því hve miklu hefði verið stolið, þar sem fWtki hafði verið haldið nákvæmt bókhald um hve mikið sprengiefni var í geymslunni. Varðandi íkveikjuna í Heiðmörk játuðu piltar þessir að hafa skotið ijölmörgum skotum á húsið úr riffli og síðan lagt eld að olíu sem lak úr lampa sem brotnaði við eitt skot- ið. Að sögn Jóns Snorrasonar er það mat rannsóknarlögreglunnar að brot piltanna varði við 2. mgr. 164. greinar almennra hegningarlaga en þar er lagt að minnsta kosti 2 ára fangelsi við því valda eldsvoða sem bersýnilegt sé að hafi í för með sér augljósa hættu á yfirgripsmikilli eyðingu á eignum annarra manna. „Við sáum ekki þegar Mími hvolfdi, en þegar við komum að var vélin í gangi og báturinn á hvolfi. Við sáum einn mann, sem við reyndum hvað við gátum að bjarga. Við hentum til hans bjarg- hring og Björgvinsbelti og einn okkar stökk í sjóinn, en það var nokkrum sekúndum of seint. Mað urinn var orðinn of þrekaður þann- ig að hann náði ekki taki, auk þess sem það var vont í sjóinn, og við misstum hann frá okkur,” sagði Vigfús Vigfússon, stýrimaður á Steinunni, í samtali við Morgun- blaðið í gærkvöldi. Hann sagði að samkvæmt lýsingu að dæma hefði þetta verið maðurinn sem enn er leitað. Lík hins skipveijans fannst rekið á land síðdegis í gær. Vigfús sagði að þeir skipveijarnir hefðu séð til unglinganna, þar sem þeim skolaði upp í ijöru á gúmbjörgunar- báti. „Það var merkilegt að þeir skyldu bjargast með þessum hætti; þetta var þannig brot,” sagði Vig- fús. Steinunn SF leitaði á svæðinu fram í myrkur að manninum sem saknað er, en hélt síðan á veiðar í gærkvöldi. Fleiri skip og bátar tóku þátt í leitinni, auk flugvélar og þyrlu Landhelgisgæslunnar. Leit verður haldið áfram í dag. Mímir RE 3 er 15 lesta plastbát- ur, smíðaður í Stykkishólmi 1985. Báturinn er í eigu sjávarútvegs- ráðuneytisins og hefur verið notað- ur sem skólaskip við sjóvinnu- kennslu víðs vegar við landið. Almenningsvagnar hf.: Maður fannst látinn með höfuðáverka í Njarðvík: Gæsluvarðhalds krafist yfír 26 ára gömlum manni 254 milljóna samning- ur um fólksflutninga FYRIRTÆKIÐ Almenningsvagnar hf. hefur ákveðið að taka tilboðum Hagvirkis-Kletts hf. og Allrahanda hf. í fólksflutninga á höfuðborgar- svæðinu á grundvelli tilboða. Tilboð Hagvirkis-KIetts hljóðaði upp á 216 milljónir kr. á ári, sem er 2-3% yfir kostnaðaráætlun, og tilboð - Aljrahanda var um 38 milljónir á ári. Tilboð AUrahanda var 14% und- ir kostnaðaráætlun. Þetta voru lægstu gildu tilboðin, að sögn Arnar Karlssonar, framkvæmdastjóra Almenningsvagna hf. Samið verður við Hagvirki-Klett um verkeiningar 1-4, sem er innan- bæjarakstur í Hafnarfirði, Kópavogi, Garðabæ og Bessastaðahreppi og hraðleið milli þessara sveitarfélaga .og Reykjavíkur. Þá verður samið við Allrahanda um Mosfellsbæ og leiðina milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur. Hagvirki-Klettur mun kaupa 18-20 nýja vagna af Volvo-gerð, sam- kvæmt tilboðinu, sem kosta á bilinu 280-340 milljónir kr. Allrahanda hyggst kaupa einn nýjan vagn og 3-4 notaða, hugsanlega af Strætis- vögnum Kópavogs. Rannsóknarlögregla ríkisins hefur gert kröfu fyrir Sakadómi Reykja- víkur um að 26 ára gamall maður verði úrskurðaður í gæsluvarð- hald vegna rannsóknar á því livernig dauða 36 ára gamals skips- félaga hans bar að höndum. Sá fannst látinn með höfuðáverka á heimili sínu í Njarðvíkum á sunnudag. Lögreglan í Keflavík var kvödd á staðinn um klukkan 15.30 á sunnudag og var þar húsráðandinn látinn og maður sá sem nú er í haldi og kallað hafði eftir aðstoð. Hinn látni var með höfuðáverka en þar sem réttarkrufningu er ekki lokið er ekki ljóst hvernig dauða hans bar að höndum. Að sögn lög- reglu er framburður þess sem handtekinn hefur verið óljós en hann mun ekki hafa gengist við að hafa lent í átökum við manninn. Þriðji maðurinn, skipsfélagi hinna, var í haldi í um 18 klukku- stundir en var látinn laus síðdegis í gær og er talið að hann tengist ekki málinu og hafi verið farinn áður en atburðurinn varð. Mennirnir voru saman á báti sem gerður er út frá Sandgerði og komu í land á laugardagskvöld. Ásamt skipsfélögum sínum fóru þeir að skemmta sér og um nóttina fóru þeir við þriðja mann að húsi þess látna við Hólsgötu í Njarðvík. Milli klukkan 6 og 7 um morgun- inn yfirgaf þriðji maðurinn sam- kvæmið og er enginn til frásagnar um hvað gerðist þar til sá sem nú er í haldi hringdi á heilsugæslustöð Suðurnesja um klukkan 15.30 á í þessu húsi í Njarðvíkum fannst inaðurinn látinn á sunnudag. sunnudag og óskaði eftir aðstoð. í framhaldi af því samtali var lög- regla send á staðinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.