Morgunblaðið - 29.11.1991, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 29.11.1991, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1991 67 KORFUKNATTLEIKUR / ISLANDSMOTIÐ Mikill fögnuður SKALLAGRÍMUR vann lið Grindvíkinga 84:82 eftir mjög jafnan leik og æsispennandi lokamínutur í íþróttahúsinu í Borgarnesi í gærkvöldi. Það voru geysileg vonbrigði að tapa þessum leik. Lið Skalla- gríms lék mjög vel og hafði góðan stuðning áhorfenda TheodórKr. en v'ð klikkuðum í Þórðarson vörninni. Við verð- skrifar um bara að taka okkur á,” sagði Guð- mundur Bragason fyrirliði UMFG eftir leikinn. Leikur liðana var mjög jafn og skemmtilegur. Skallagrímur var þó oftar yfír í fyrri hálfleik en munur- inn var aldrei mikill. Grindvíkingar komust svo yfir fyrir hlé. í seinni hálfleik komst Skalla- grímur aftur yfir á fjórðu mínútu og síðan var jafnt á flestum tölum þar til undir lok leiksins. Er ein mínúta var eftir var staðan 80:82 fyrir Grindvíkinga. Þá var brotið á Maxím og hann fékk tvö vítaskot, skoraði úr þeim báðum og jafnaði þar með leikinn 82:82. Skallagrímur náði síðan boltanum og Þórður Helgason gerði sigurkörfuna á lokasekúndu leiksins og leiknum lauk 84:82 fyrir Skallagrím. „Þetta var langbesti leikur okk- ar,” sagði Birgir Mikaelsson þjálf- ari og leikmaður Skallagríms eftir leikinn. „Þetta var mjög jafn leikur og við spiluðum vel. Það gat allt gerst en við unnum og eigum eftir að gera það aftur.” Bestu leikmenn Skallagríms voru Maxim, Birgir og Elvar, einnig var Þórður Helgason áberandi góður. Bestir hjá Grind- víkingum voru Guðmundur Braga- son og Dan Krebbs. ÚRSLIT KR-ÍBK 74:83 íþróttahúsið á Seltjarnarnesi, íslandsmótið í körfuknattleik, Japisdeildin, fimmtudaginn 28. nóvember 1991. Gangur leiksins: 2:0, 12:4, 22:16, 27:18, 28:29, 82:29, 32:39, 34:42, 41:44, 47:48, 55:54, 61:61, 68:68, 71:70, 71:79, 73:79, 73:83. Stig KR: Guðni Guðnason 27, Hermann Hauksson 16, Óskar Kristjánsson 15, Axel Nikulásson 6, Ólafur Gottskálksson 5, Páll Kolbeinsson 4, Lárus Ámason 1. Stig ÍBK: Jonathan Bow 29, Sigurður Ingi- mundarson 13, Kristinn Friðriksson 12, Nökkvi M. Jónsson 10, Hjörtur Harðarson 9, Jón Kr. Gíslason 6, Albert Óskarsson 2, Albert Óskarsson 2. Áhorfendur: 490. Dómarar: Kristinn Albertsson og Kristján Möller. Þeir komust vel frá erfiðu verkefni. Haukar-UMFN 80:100 íþróttahúsið við Strandgötu, íslandsmótið í körfuknattleik, Japisdeildin, fimmtudaginn 28. nóvember 1991. Gangur leiksins: 0:2, 3:2, 9:10, 13:21, 20:21, 32:32, 41:49, 43:51, 51:59, 60:73, 66:82, 77:94, 80:100. Stig llauka: ívar Ásgrímsson 19, John Rhodes 18, Jón Örn Guðmundsson 16, Jón Arnar Ingvarsson 11, Henning Henningsson 10, Tryggvi Jónsson 6. Stig UMFN: Rondey Robinson 26, Isak Tómasson 22, Jóhannes Kristbjörnsson 16, Teigur Örlygsson 16, Kristinn Einarsson 13, Ástþór Ingason 5, Agnar Ólsen 2. Áhorfendur: 192. Dómarar: Kristinn Óskarsson og Jón Otti Ólafsson og dæmdu þokkalega en hafa sem betur fer báðir dæmt betur. Skallagr. - UMFG 84:82 íþróttahúsið í Borgarnesi, íslandsmótið í körfuknattleik, Japisdeildin, 28. nóvember. Gangur lciksins: 1:0, 1:2, 3:2, 5:5, 7:7, 13:7, 17:13, 21;21, 38:38, 43:45, 53:53, 64:72, 72,74, 77:78, 78:80, 82:82, 84:82. Stig Skallagríms: Maxím Kropatsjev 22, Birgir Mikaelsson 20, Elvar Þórólfsson 20, Þórður Helgason 10, Hafsteinn Þórisson 4, Guðmundur Guðmundsson 4, Þórður Jónsson 2, Jón Bender 2. Stig UMFG: Guðmundur Bragason 35, Dan Krebbs 25, Rúnar Árnason 7, Pálmar Sig- urðsson 5, Marel Guðlaugsson 5, Bergur Hinriksson 3, Hjálmar Hallgrímsson 2. Dómarar: Leifur Garðarsson og Árni Freyr Sigurlaugsson. Þeir höfðu góð tök á leiknum en leyfðu of mikla hörku á köflum. Áhorfendur: 26^ pg voru mjþg yel mcð á nótunum — héldú upþi góðn stémrhingú. „Hæstánægður” Jón Kr. Gíslason, þjálfari og leikmaður ÍBK, hefur nú stýrt liði sínu til átta sigra í jafn mörgum leikjum það sem af er íslandsmótinu, og lið hans er það eina taplausa í deildinni. „Þetta var mikil barátta. KR-ingar eru með sterkt varnarlið og við hittum mjög illa framan af. Þá eru menn hjá þeim meiddir og þeir voru án Bandaríkjamannsins, en við unnum leikinn og það er það sem skiptir máli,” sagði Jón við Morgunblaðið eftir leikinn í gærkvöldi. „Þeir leika hraðan sóknarleik en náðu líka að róa sóknarleik okkai- niður. En við héldum þeim í 74 stigum og það er mjög gott. Og nú er staðan hjá okkur átta - núll [átta leikir og ekkert tap]! Ég er hæstánægður með þetta,” sagði Jón Kr. Morgunblaðið/Júlíus Tveir bestu bakverðir landsins mættust í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesinu I gærkvöldi. Páll Kolbeinsson er hér með knöttinn en Jón Kr. Gíslason sækir að honum — og hann og lærisveinar hans höfðu betur í áttunda deildarleik sínum í röð í vetur. Hafa unnið alla leiki sína. Átta sigrar í röð KEFLVÍKIIMGAR unnu áttunda leikinn í röð á ísiandsmótinu í körfuknattleik, Japís-deildinni, í gærkvöldi er þeir sóttu KR- inga heim á Seitjarnarnesið. Úrslitin urðu 83:74 ífjörugum leik, þar sem bæði lið sýndu góð tilþrif, ekki síst í vörn. Hraðinn var mikill, stundum um of og mistökin voru mörg í sóknaraðgerðum beggja. Heimamenn byrjuðu reyndar mun betur, voru ákveðnari og samstilltari en lítið gekk upp hjá Keflvíkingum. Skapti Hittni var í lágmarki Hallgrímsson á þeim bænum, oft skrífar vildi knötturinn ekki einu sinni ofan í körfuna úr auðveldustu færum. KR náði fljótlega góðri forystu en eftir þá undarlegu ákvörðun KR-inga að skipta úr maður á mann-vörn yfir í svæðisvörn þegar langt var liðið á fyrri hálfleik fengu keflvísku skytturnar betri tíma til að athafna sig, gerðu fjórar 3ja stiga körfur á skömmum tíma og ÍBK var skyndi- lega komið yfir. Þar með var tónn- inn gefinn, Suðurnesjadrengirnir, sem einmitt eru þekktir fyrir góða hittni af löngu færi, voru komnir í stuð. Þrjár 3ja stiga körfur til við- bótar fylgdu í kjölfarið fyrir hlé, og þeir höfðu átta stiga forskot í hléi. Seinni hálfleikurinn var jafn og spennandi, liðin skiptust á að hafa forystu lengst af en slæm mistök KR-inga í sókninni síðustu mínút- urnar gerðu sigurvonir þeirra að engu. Keflvíkingar héldu ró sinni, léku af öryggi og tryggðu sér nokk- uð öruggan sigur. Þess verður þó að geta að Páll Kolbeinsson lék ekkert með síðasta hluta leiksins vegna meiðsla og Axel gekk ekki heill til skógar. Leikurinn var fjörugur, en bæði lið geta leikið betur. Varnimar voru sterkasti hluti þeirra nú. Laglegar sóknaraðgerðir sáust þó, en mistök- in voru einnig mörg. Jonathan Bow var bestur Keflvíkinga — lék sér- lega vel gegn gömlu félögum sínum, bæði í sókn og vörn. Jón Kr. lék vel að vanda en skoraði lítið. Þá gerði Kristinn Friðriksson fjórar 3ja stiga körfur á mikilvægum augna- blikum, en aðrir léku undir getu. Hjá KR var Guðni Guðnason mjög góður; stóð sig vel í vörn og skor- aði mest — lék í heildina vel í sókn þó svo honum hafi verið mislagðar hendur í sókn á köflum. Hermann Hauksson lék einnig vel, Óskar Kristjánsson gerði laglega hluti og Páll var góður meðan hans naut við. fpRömR FOLK ■ STURLA Örlygsson fylgdist með leik Hauka og UMFN í gær. Hann sagðist vera búinn að skipta yfir í Njarðvík og ætlaði sér að leika með þeim í vetur. Gunnar bróðir hans er einnig búinn að skipta og munu þeir bræður örugg- lega styrkja lið UMFN. ■ ÍVAR Webster er hættur að leika með KR. ■ JOHN Baer var i leikbanni gegn ÍBK í gærkvöldi — tók út seinni leikinn eftir að hafa verið dæmdur í tveggja leikja bann fyrir skömmu. ■ VILLUNUM var ekki jafnt skipt í leik Hauka og UMFN. í fyrri hálfleik voru dæmdar 17 villur á Hauka en aðeins 7 á UMFN. Meira jafnræði var í síðari hálfleik. 9 viljur á Hauka og 8 á UMFN. ■ ÖNNUR 30 sekúndna klukkan var biluð í Hafnarfirði og ve^ bnigðið á það ráð að hafa þá heilu við ritaraborðið. Þetta kom ekki að sök því leikurinn var hraður og því hefði eins mátt slökkva á henni. A-RIÐILL Fj. leikja U J T Mörk Stig UMFN 8 7 0 1 720: 618 14 KR 8 6 0 2 778: 683 12 UMFT 8 3 0 5 718: 746 6 SKALLAGR. 8 2 0 6 655: 762 4 SNÆFELL 8 2 0 6 621: 750 4 B-RIÐILL Fj. leikja U J T Mörk Stig ÍBK 8 8 0 0 816: 628 16 UMFG 8 5 0 3 689: 637 10 VALUR 8 3 0 5 728: 729 6 HAUKAR 8 3 0 5 716: 788 6 ÞÓR 8 1 0 7 638: 738 2 í kvöld HANDKNATTLEIKUR 1. deild karla: Digranes UBK-Fram ....kl. 20.00 KA-húsið KA-HK ....kl. 20.30 Kaplakriki FH - Grótta.... ...,kl. 20.30 Selfoss Selfoss-ÍBV ....kl. 20.00 1. deild kvenna: Kaplakriki FH-Valur ....kl. 18.50 Vestm. ÍBV - Stjaman.... ,...kl. 20.00 2. deild karla: Varmá UMFA - Völsungur...kl. 20.00 BLAK 1. deild kvenna: Neskaupst. Þróttur - Víkingur.kl. 20.00 1. deild karla: Neskaupst. Þróttur - Skeiðam..kl. 21.15 Njarðvíkingar á góðri siglingu Njarðvíkingum tókst að leggja Hauka í Hafnarfiði í gær- kvöldi, en í fyrra biðu þeir lægri hlut í báðum leikjun- um sem liðin léku þar. í gærkvöldi unnu þeir örugglega 100:80 og virðistlið- ið á góðri siglingu. Haukarnir þurfa ekki að örvænta því nýi Bandaríkjamaðurinn í leiði þeirra, John Rhodes, á eftir að að- lagast liðinu og þá er ekki nokkur vafi á að hann verður geysilega sterkur. í gær var hann góður, tók 17 fráköst og var fljótur að koma boltanum í leik eftir að hann hafði hirt fráköst í vörninni, nokkuð sem stórir menn gera of lítið af. Njarðvíkingar náðu strax undir- tökunum og þó svo munurinn væri aldei mikill í fyrri hálfleik var takt- urinn hjá þeim greinilega réttur. Allt virtist svo miklu auðveldara hjá þeim en hjá Haukunum. Vörn Hauka var lengst af slök og gerði það gæfumuninn í leiknum. Rhodes var eini maðurinn sem lék vel í vöminni. Leikurinn var hraður og eins og oft vill verða í slíkum leikjum var mikið um mistök, en þess á milli sáust góðir kaflar hjá báðum liðum. Isak Tómasson var hreint frábær hjá Njarðvíkingum í fyrri hálfleik. Hann skoraði giimmt, barðist af krafti í vörninni og gerði Haukun- utn erfitt fyrir auk þess sem hann „fiskaði” margar villur. Hjá Haukum munaði miklu að ungu leikmennirnir náðu sér ekki á strik. ívar var heitur allan tímann og Jón Örn átti góða kafla sem voru þó allt of stuttir, enda fékk hann fjórðu villuna um miðjan fyrri hálfleik. Hjá Njarðvíkingum lék Robinson mjög vel, tók 13 fráköst og var stigahæstur með 26 stig. Jóhannes náði sér vel á strik í síð- ari hálfleik og Kristinn lék ágæt- lega. Það fór óvenju lítið fyrir Teiti en hann skoraði samt 16 stig. Skúli Unnar Sveinsson skrifar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.