Morgunblaðið - 07.04.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.04.1992, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C 82. tbl. 80. árg. ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Forseti Perú sviptir þingið völdum: Bush endurskoð- ar efnahagsaðstoð Washington, Líma. Reuter. STJORN George Bush Bandaríkjaforseta harmaði í gær þá ákvörðun Albertos Fujimori Perúforseta á sunnudagskvöld að svipta þingið völd- um, grípa til ritskoðunar og setja stjórnarandstæðinga í stofufangelsi. I yfirlýsingu frá Hvíta húsinu sagði áð með þessu hefði lýðræðið sett niður og ráðgerð 320 milljóna efnahags- og hernaðaraðstoð við Perú yrði endurskoðuð. Fujimori sagði í sjónvarpsræðu í fyrrakvöld að nauðsynlegt væri að hrinda umbótum á stjórnkerfinu í framkvæmd og því væri óhjákvæmi- legt að svipta þingið völdum og hneppa pólitíska andstæðinga í stofufangelsi. Fujimori sagðist myndu nema stjórnarskrána að hluta til úr gildi Jeltsín verst vantrausti svo hann gæti stjórnað með neyðar- lögum og tilskipunum. Yfirmenn hersins lýstu í gær stuðningi við aðgerðir forsetans og strax eftir að hann tilkynnti um ákvörðun sína í sjónvarpi umkringdu skriðdrekar þinghúsið og hermenn tóku sér stöðu á hveiju götuhomi í Líma. Samtök Ameríkuríkja voru kölluð saman til neyðarfundar í Washington í gærkvöldi til að fjalla um atburðina í Perú og hvernig brugðist skyldi við þeim. Líklegt var talið að samtökin gripu til refsiaðgerða. Reuter Algeng sjón í Líma, höfuðborg Perú, í gær þar sem hermenn og brynvagnar eru á nær hverju götu- horni. Myndin var tekin við þinghúsið. I i Stjóm Andreottis heldur naumum þingmeirihluta línniíihnrfr. Rpiiter. Rómaborg. Reuter. TOLVUSPÁR sem byggðu á talningu atkvæða í ítölsku þingkosning- unum bentu í gærkvöldi til þess að stjórn Giulios Andreottis forsæt- isráðherra héldi naumum þingmeirihluta í fulltrúadeildinni þrátt fyrir að stjórnarflokkarnir fjórir hlytu innan við helming atkvæða. Fyrstu tölvuspár bentu til þess að stjórnin hefði tapað meirihluta og höfðu leiðtogar stjórnarflokkanna viðurkennt ósigur áður en tölur tóku að birtast er bent til þess að hún héldi velli. Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, varðist vantrausti á' rússneska fulltrúaþinginu í gær. Tillagan var felld naumlega með 447 at- kvæðum gegn 412. Samþykkti þingið að forsetinn myndi, þrátt fyrir mótmæli af hans hálfu, gera því persónulega grein fyrir stefnu sinni. Jeltsín hafði áformað að láta Jegor Gaidar að- stoðarforsætisráðherra flytja skýrsl- una um efnahagsmál en verður nú að flytja hana sjálfur. Rússlandi er stjórnað samkvæmt stjórnarskrá sem samin var á þeim tíma er lýðveldið var enn hluti af Sovétríkjunum. Stendur til að full- trúaþingið samþykki nýja stjórnar- skrá á þessum fundi sínum og vill Jeltsín að hún veiti honum aukin völd til að leysa þau pólitísku og efnahagslegu vandamál sem Rúss- land á nú við að stríða. Þegar 56% atkvæða höfðu verið talin höfðu stjórnarflokkrnair hlotið 48,5% atkvæða miðað við 53,7% fylgi í kosningunum 1987. Höfðu þeir þá hlotið 329- þingmenn en hlutu 356 í síðustu kosningum. Ekki var búist við að endanlegar niðurstöður lægju fyrir þar til í dag en kosningarnar eru þær tvísýnustu eftir stríð. Stjórnarflokkarnir töp- uðu talsverðu fylgi. Kristilegir dem- ókratar, flokkur forsætisráðherr- ans, sýnu mestu, eða 4,3% atkvæða og 32 af 234 þingmönnum. Fylgi jafnaðarmannaflokks Bettinos Craxi fyrrum forsætisráðherra hafði lækkað úr 14,3 í 13,1% og virtist flokkurinn ætla að tapa þremur þingsætum. Fijálslyndir bættu við sig fylgi, úr 2,1% í 2,8 og stefndi allt í að þeir fegju 18 þingmenn í stað 11 eð sama fjölda og sósíaldemókratar sem bættu við sig manni. I gærkvöldi bentu tölur til þess að stjórnin héldi 13 sæta meirihluta á þingi miðað við 82 sæta meiri- hluta áður. Einnig var sýnt að stjórnin héldi meirihluta í öldungá- deildinni. Fari úrslitin á þann veg ríkir mikil óvissa um framhaldið og óvíst hvort sömu flokkar verði áfram í stjórn. Að óbreyttu yrði stjórn þeirra afar veik á þingi með aðeins 13 sæta meirihluta. Sigurvegarar kosninganna er Bandalag norðanmanna sem berst fyrir því að Lombardía, iðnaðarhér- uðin miklu á norðurhluta Ítalíu, verði sérstakt ríki. Stefndi í að flokkurinn fengi 9,1% atkvæða og 56 þingmenn en fylgi hans í síðustu kosningum var 0,5% og fékk hann þá aðeins einn mann kjörinn. Miðað við tölvuspárnar bendir flest til þess að fylgi vinstriflokka fari þverrandi á Italíu. Sömuleiðis vakti frammistaða Stalínistaflokksins athygli en hann hlaut 33 þingmenn kjörna. Hann stofnuðu fyrrum harðlínukommún- istar sem ekki vildu segja skilið við kommúnismann eftir hrun hans í Austur-Evrópu. í síðustu kosning- um hlutu kommúnistar 177 þing- sæti en mun færri nú því Stalínist- ar og nýr flokkur sem stofnaður var á rústum gamla kommúnista- flokksins hlutu samtals 136 þing- menn að þessu sinni, samkvæmt úrslitum sem lágu fyrir í gærkvöldi. Þegar talning atkvæða var hafin og útlit þótti fyrir að stjórnin hefði misst meirihluta gekk Andreotti forsætisráðherra á fund Francesco Cossiga forseta. Samkvæmt stjórn- skipaninni þarf forsætisráðherra ekki að biðjast lausnar fyrr en nýtt þing hefur komið saman 23. apríl. Neil Kinnock um stjórn breskra íhaldsmanna: Frj álshyggj an hefur getið af sér fátækt Lundúnum. Frá Ásgeiri Sverrissyni, blaúamanni Morgunbladsins. JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands, sagði á blaðamannafundi í gær að raun- veruleg liætta væri á því að Bretland Iiðað- ist í sundur fengju ihaidsmenn ekki umboð kjósenda til að sljórna landinu næstu árin í þingkosningum sem fram fara á fimmtu- dag. Skoðanakannanir gefa flestar hverjar til kynna að enginn einn flokkur nái hrein- um meirihluta á þingi en samkvæmt könn- un sem dagblaðið Financial Times birti í gær verður Verkamannaflokkurinn stærsti flokkur Bretlands eftir kosningarnar. John Major ítrekaði á blaðamannafundi í gærmorgun að stefna Verkamannaflokksins gæti orðið til þess að Bretland klofnaði. Vis- aði Major til þess að Verkamannaflokkurinn væri hlynntur því að komið yrði á fót sérstöku þingi Skotlands. Major sagði á sunnudag að þessi afstaða Verkamannaflokksins væri til marks um pólitíska hentistefnu, flokkurinn treysti sér til að takast á við óæskilegar hlið- ar þjóðernishyggju. Major varaði í gær við því að hugsanlegt væri að Verkamannaflokk- urinn og frjálslyndir demókratar gengju til samstarfs eftir kosningar og lýsti yfir því að íhaldsflokkurinn myndi aldrei leita eftir slíkri samvinnu. Hún gæti af sér veika og ósannfær- andi stjórn. Neil Kinnock, leiðtogi Verkamannaflokks- ins, lagði hins vegar áherslu á að efnahags- stjórn íhaldsmanna hefði gjörsamlega brugð- ist. Fijálshyggjan hefði getið af sér fátækt og rofið þá einingu sem ríkt hefði í Bretlandi um nauðsyn þess að halda uppi velferðar- kerfi. Hann kvað Breta vilja styrka stjóm og sagðist sannfærður um að hún yrði tryggð eftir kosningar með sigri Verkamannaflokks- ins. Nú þegar aðeins tveir dagar eru þar til Bretar ganga að kjörborðinu gefa kannanir flestar til kynna að enginn einn flokkur fái hreinan meirihluta á þingi. Þótt menn vari við því að skoðanakannanir séu teknar bókstaf- lega bendir þó margt til þess að íhaldsmenn eigi undir högg að sækja í kosningabarátt- unni. Ef marka má könnun sem breska útvarp- John Major hlaut fleidur í andliti er eggi var kastað í hann á kosningafundi í gær. ið BBC gerði á viðhorfi óákveðinna kjósenda hefur John Major ekki tekist að höfða til þessa hóps. Hins vegar hefur það ítrekað komið fram að í hugum kjósenda er Major almennt talin hæfasti maðurinn til að gegna embætti forsæt- isráðherra og vonast íhaldsmenn til þess að þetta viðhorf hafi úrslitaáhrif á kjördag. Sjá „Bretland í hættu, vaknið, vaknið“ á bls. 28.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.