Morgunblaðið - 23.04.1992, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 23.04.1992, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRIL 1992 SUMARKOMA Gúrkur og tómatar Skyldi sumarið vera komið? Þulur tilkynnti eins stigs frost kl. 6 að morgni 14. apríl. En hvað skyldi skordýrinu, sem stakk mig í legginn á göngu minni áðan, finnast eða var það bara reiði yfir kuldanum, sem réð þessari vonsku þess. En fallegt er veðrið og sumarið hlýtur að vera á næsta leiti — bara rúm vika í sumardag- inn fyrsta. Ég vakna á hvetjum morgni við þrastarsöng, þeir ætla að byrja snemma á hreiðurgerðinni núna, ætla líklega að koma sér upp tveimur ungahópum þetta sumarið. Jörð er líka löngu orðin frostlaus og nóg um ánamaðka og flugur og köngulær komnar á kreik. í gær, pálmasunnudag, heyrði ég í lóunni niðri á Garðatúni um það leyti, sem seinni ferming dagsins fór fram og lét sá söngur blítt í eyrum. Öðru vísi er gargið í hett- umávunum, sem farið er að heyrast í á Garðaholti, en á þeim fugli hefí ég illar bifur eftir að hafa iðulega í fyrrasumar horft á hann laumast í kríuvarpið og grípa kríuunga í gogginn. Krían er væntanlega lögð af stað yfir hafið. í stórmarkaðinum glömpuðu fallega rauðir íslenskir tómatar og þarna voru grænar íslenskar gúrkur við hlið þeirra. En þessar tvær grænmetistegundir eru líka sumarboðar í mínum huga. Ég las í Morgganum áðan að íslensk papríka væri að koma. Ég skellti nokkrum tómötum í poka og byrjaði strax að bíta í einn á leiðinni heim. Og nú verður grænmet- isdiskur fullur af vítamíni á borðum hjá mér á hverjum degi. Meðan ég gæði mér á þessu holla ljúfmeti horfi ég á Snæfellsjökul snjóhvítan gegnum ólaufgað birkið. — Gleðilegt Einn fagran tnorgun vors það vat ég vatt mér upp í hlíð. 0g sá í blíðu sólskins þar, hvað sveit var orðin frið. Stg,r. Th. Tómat/gúrkusalat 'h meðalstór gúrka 8 litlir tómatar 1 dós sýrður ijómi 3 msk. hrein jógúrt 1 msk. sítrónusafi salt milli fingurgómanna nýmalaður pipar 1 msk. klipptur graslaukur 1. Skerið gúrkuna í sneiðar með osta- skera, skerið tómatana í báta. Setjið í ískál. 2. Setjið sýrðan ijóma, jógúrt og sítr- ónusafa í aðra skál. Setjið salt og pipar útí. Hrærið saman. Blandið lauslega sam- an við grænmetið. 3. Klippið graslauk og stráið yfir. Athugið: Graslaukur er kominn vel á kreik, en hann fæst líka í smápottum í verslunum. Þeir sem vilja geta notað aðra tegund af jógúrt í stað hreinnar. Þá verður sós- an sætari. Tómatar með mozzarella-osti 5 stórir tómatar 150 g mozzarelle-ostur 1 lítill salatlaukur (hvítur mildur) ‘A dl matarolía nýmalaður pipar 12 græn eða blá vínber 1. Skerið tómatana í sneiðar, skerið ostinn í þunnar sneiðar. Afhýðið laukinn og skerið í sneiðar, takið síðan sundur í hringi. 2. Raðið tómötum og osti á víxl á fat, raðið laukhringjum yfir. Hellið matarolíu yfír. Malið síðan pipar yfir. 3. Skerið vínberin í tvennt, takið úr þeim steinana. Stráið síðan yfir. Gúrkusalat 1 meðalstór gúrka ‘A dl matarolía safi úr 'h sítrónu 2 tsk. hunang 2 msk. shoya-sósa 1 msk. rósapipar (rauður pipar) 1. Afhýðið gúrkuna, skerið hana síðan í stafi. Setjið í skál. 2. Setjið matarolíu, sítrónusafa, hun- ang og shoya-sósu í hristiglas. Hristið saman, hellið síðan yfir. 3. Stráið rósapipar yfir. Athugið: Ef hunangið er mjög þykkt er betra að hita það áður en það er hrist saman við. Það má setja í örbylgjuofn. ÚTBOÐ Útboð Þrastarskógur og nágrenni Vil kaupa gott sumarbústaðaland. Upplýsingar í síma 671171 Tilboð óskast Óskum eftir tilboðum í málun utanhúss á húseigninni Framnesvegi 62,101 Reykjavík. a) Allir húsveggir að utan b) Þrjár útihurðir og bílskýlishurð Ps. Ekki þarf að rhála gluggakarma. Upplýsingar á staðnum í íbúðum nr. 201, 304, 404. Húsfélagið Framnesvegi 62. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Hitaveitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum í verkið „Stýrihús á Hafnarfjarðar- og Kópa- vogsæð". Verkið felst í að byggja tvö hús úr stein- steypu annarsvegar á Hafnarfjarðaræð í Fífu- hvammi og hinsvegar við Kópavogsæð við Skemmuveg. Húsin eru 52 og 42 fm. í húsun- um skal setja upp pípulögn, stjórnloka o.fl. og tengja Hafnarfjarðar- og Kópavogsæð. Verkinu skal lokið 15. október 1992. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 20.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudag- inn 12. maí 1992, kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJ AVI KURBORGAR Frikirkjuvegi 3 Simi 25800 Félagsstofnun stúdenta óskar eftir tilboðum í byggingu fyrsta húss af ellefu sem ráðgert er að byggja á lóð Háskóla íslands við Eggertsgötu í Reykjavík. Um er að ræða 3ja hæða hús, liðlega 500 m2 að grunnfleti auk kjallara. Á 1. hæð verður leikskóli, en leiguíbúðir á 2. og 3. hæð. Húsinu skal skila tilbúnu undir tréverk og frágengnu að utan. Verki skal vera lokið eigi síðar en 1. nóvember 1992. Útboðsgögn verða afhent miðvikudaginn 22. apríl 1992 á skrifstofu Félagsstofnunar stúd- enta við Hringbraut, 2. hæð, gegn 8.000,- kr. óafturkræfu skilagjaldi. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 5. maí 1992 kl. 11.00. Bygginganefnd Féiagsstofnunar stúdenta. I.O.O.F. 1 = 1734248'/2 = 9.0.* I.O.O.F. 12 = 173424872 = Er- Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Fjölskylduskemmtun kl. 18.00. Allir hjartanlega velkomnir. Orð lífsins, Grensásvegi8 Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnirl Gleðilegt sumar. I kvöld kl. 20.30 hefjast fimmtu- dagssamkomur að nýju i Þríbúð- um, félagsmiðstöð Samhjálpar, Hverfisgötu 42. Mikill almennur söngur. Vitnis- burðir. Orð hefur Óli Ágústsson. Allir velkomnir. Samhjálp. §Hjálpræðis- herinn y Kirkjustræti 2 Sumarfagnaður í kvöld kl. 20.30. Veitingar og happdrætti. Ágóðinn rennur til trúboðs Mir- iams í Panama. Anna og Daníel Óskarsson stjórna og tala. Allir velkomnir. Góðtemplarahúsið, Hafnarfirði Félagsvistin í kvöld, fimmtu- dagskvöldið 23. apríl. Byrjunn að spila kl. 20.30 (stundvíslega). Veriö öll velkomin og fjölmennið. Samvera fyrir fólk á öllum aldri annað kvöld í Suðurhólum 35. Bænastund kl. 20.05. Samveran hefst kl. 20.30. Séra Guðni Gunnarsson annast efni sam- verunnar. Eftir kaffihlé verður opinn deildarráðsfundur. Fólk er hvatt til að mæta. Allir velkomnir. Frá Guðspeki- félaginu Ingólfsstrntl 22. Áskrfftarsfml Ganglers er 39573. Annað kvöld, föstudaginn 24. april, kl. 21.00 flytur Einar Aðal- steinsson erindi: „Hverersinnar gæfu smiður" í húsi félagsins, Ingólfsstræti 22. Á laugardag er opið hús frá kl. 15.00 til kl. 17.00 með stuttri fræðslu og umræöum kl. 15.30 í umsjón Einars. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis. Stefánsmót í karla- og kvennaflokki verður haldið í Skálafelli sunnudaginn 26. apríl. Brautarskoðun hefst kl. 10.00. Fararstjórafundur verður föstudagskvöld kl. 20.30 í KR-heimilinu, Frostaskjóli. Stjórnin. Kaffisala Skógarmanna er í dag kl. 14.00-18.00 á Háa- leitisbraut 58-60. Skógarmanna- kvöldvaka kl. 20.30 á sama stað. Allir velkomnir. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLOUGÖTU 3S11798 19533 Árbók 1992 er komin út! Árbók Ferðafélagsins 1992 er komin út. Aðalefni árbókarinnar er að vanda land- og leiðalýsing. Að þessu sinni er farið f eyði- byggðir norður í Suður-Þing- eyjarsýslu (sjá grein í Lesbók Mbl.) Félagar geta náð í bókina á skrifstofu FÍ. Árgjaldiö er kr. 3.000,- (bókin innifalin). Gerist félagar - árbækurnar eru ein besta islandslýsing sem völ er á. Ferðafélag Islands. 0 ÚTIVIST Hallveigarstíg 1, sími 14606 Dagsferð sumardaginn fyrsta, 23. aprfl Kl. 13.00: Eldvörp. Gangan hefst við Eldvörp, síðan gengið að útilegumannakofunum í Eld- varpahrauni, þaðan niður í Stað- arhverfi. Skemmtileg ganga um fjölbreytt hraun. Verð kr. 1.100/1.200,-. Sunnudaginn 26. apríl Kl. 10.30: Deildarháls-Selvogur. Kl. 13.00: Herdísarvík-Selvogur. Helgarferðir 1.-3. maf Öræfajökull. Skaftafell-Öræfa- sveit. Fimmvörðuhálsfrá Básum. Sjáumst! Útivist. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 & 11798 19533 Dagsferðir Ferðafélagsins: 23. aprfl - kl. 13. Sumri fagnað á Keili Keilir er eitt mest áberandi fjall á Reykjanesskaga 379 m y.s., auðvelt uppgöngu og góður út- sýnisstaður. Verð kr. 1.100,-. 26. aprfl - kl. 13. Esja-vest- urbrúnir/R-1a og Kjalar- nestangar-Saurbær/R-1 b Fyrstu áfangar í raðgöngu til Borgarness og sú nýjung er tek- in upp að nú getur fólk valið um tvo kosti: a) fjallahring Hvalfjarð- ar og b) strönd og láglendi Hval- fjarðar. Gengið verður í 10 áföngum til Borgarness og þar lýkur göngunni 19. sept. Helgarferð til Þórsmerkur 1 .-3. mai. Brottför kl. 8.00 Gist í Skagfjörösskála og farnar gönguferðir með fararstjóra. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofunni, Öldugötu 3. Ferðafélag íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.