Morgunblaðið - 25.04.1992, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 25.04.1992, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1992 Minning: Sigmjón Fæddur 25. apríl 1912 Dáinn 10. maí 1961 Faðir minn, Siguijón Gestsson bílstjóri og bóndi í Kópavogi, og síðar á Hurðarbaki í Kjós, hefði orðið áttræður í dag hefðu forlögin ætlað honum langlífí. Hann var fæddur á Staðarbakka í Helgafells- sveit á Snæfellsnesi, fjórði í röð sex alsystkina. Móðir hans var Helga Loftsdóttir, f. 1889 d. 1934, ættuð úr Dalasýslu og af Snæfells- nesi. Bæði móðir hennar og faðir voru af svokallaðri Hjarðarfellsætt en sú ætt er rakin til Þórðar Jóns- sonar og Ingibjargar Sigurðardótt- ur sem fluttust að Hjarðarfelli í Helgafellssveit árið 1805 og bjuggu þar til æviloka. (Sjá Hjarð- arfellsætt eftir Þórð Kárason.) Faðir Siguijóns var Gestur Guðmundsson, f. 1884 d. 1952. Foreldrar hans voru Þóra Sæmundsdóttir og Guðmundur Jónsson, bæði ættuð úr Borgar- firði. Þau Helga og Gestur giftust árið 1907 og bjuggu á Staðarbakka í Helgafellssveit í 10 ár. Þar fædd- ust 4 elstu böm þeirra, þau Hulda eldri 1907 en hún dó misserisgöm- ul, Hulda yngri 1909, Hörður 1910 og Siguijón 1912. Þá fluttust þau til Stykkishólms og þar fæddust Loftur 1917 og Gunnar 1921. Skömmu síðar fluttust þau til Gestsson Reykjavíkur og bjuggu þar til æviloka. Þar bættist Svavar í hóp- inn árið 1926. Nú era aðeins Hulda og Svavar á lífi. Hjónaband Helgu og Gests varð ekki farsælt til lengdar. Þau skildu um það bil sem yngsta bamið var nýfætt en þá hafði Gestur eignast jjögur böm með annarri konu. Hún hét Sigríður Bjarnadóttir, ættuð úr Önundarfírði. Einstæðar mæður áttu ekki margra kosta völ á þess- um áram en hún átti góða fjöl- skyldu sem ól upp tvö elstu böm- in, Geir og Rafn. Þriðja bamið, Ósk, hafði hún hjá sér alla tíð en Hlöðver, það yngsta; var alið upp hjá vándalausum. Þijú þessara hálfsystkina föður míns eru á lífí, Geir, Rafn og Ósk, en Hlöðver fórst ungur í bílslysi. Nú hefði mátt ætla að Gestur og Sigríður giftust er hann var laus úr hjónabandinu en það gerðu þau ekki. Hvers vegna veit enginn utan þau tvö. Hins vegar mun Helga hafa ætlað sér að halda heimili fyrir börnin sín fímm og ala þau upp eftir að hún var orðin einstæð móðir. En þá tóku örlögin í taumana. Hún veiktist af alvarlegum hjartasjúk- dómi og lést nokkram áram síðar aðeins 45 ára að aldri. Gunnar og Svavar fóra í fóstur en þá hafði hún komið yngstu bömunum fyrir í fóstur til góðs fólks en Hulda, Hörður og Siguijón voru að verða uppkomin og sjálfbjarga. Á unglingsáranum var Siguijón sendur í sveit eins og þá tíðkaðist. Hann kom sér alls staðar vel enda duglegur verkmaður og fylginn sér þó að smávaxinn væri. Fjölskyldan á Núpum í Ölfusi tók sérstöku ástfóstri við hann og systumar Jóhanna og Sigríður sem ráku búið ásamt bömum Jóhönnu sem var ekkja kölluðu hann alltaf „Nonna sinn“ og litu á hann sem eitt bamið í hópnum. En lengst og mest erindi átti hann að Vatns- holti í Flóa. Þar hitti hann stóra ástina í lífi sínu og jafnframt konu- efnið. Hún hét Herdís Jónsdóttir og var 12 áram eldri en hann. Hún var glæsileg stúlka, ljóshærð, há og grönn. Líklega hafði henni ver- ið farið líkt og þeim prinsessum í ævintýram sem höfnuðu hveijum biðlinum á fætur öðram og biðu hins eina rétta. Og þama var hann fundinn, laglegi Reykjavíkurpiltur- inn með svörtu augun og engan auð annan en sjálfan sig. Herdís var fædd 8. júní aldamótaárið í Kampholti í Flóa og lést í Kópa- vogi 1989. Foreldrar hennar voru Guðrún Ámadóttir frá Brekku í Biskupstungum og Jón Brynjólfs- son frá Sóleyjarbakka í Hrana- mannahreppi. Þau bjuggu nær all- an sinn búskap í Flóanum, lengst á tveimur bæjum í Villingaholts- hreppi, Irpuholti sem nú er komið í eyði, og Vatnsholti. Siguijón og Herdís byijuðu bú- skap sinn í Vatnsholti og þar fædd- ust öll börnin þeirra fjögur, Guðrún Berglind 1932, Helga 1936, Guð- Gunnar Jónsson, Húsavík — Minning Fæddur 27. júlí 1919 Dáinn 18. apríl 1992 Mig langar til að minnast frænda míns Gunnars Jónssonar. Gunni frændi, eins og við systkinin kölluðum hann alltaf, var okkur kær og sérstakur frændi, eins kon- ar annar afí. Ein af mínum fyrstu bemskuminningum, er einmitt tengd honum, en þá bjuggu for- eldrar mínir, ásamt þeim systkinin- um Gunna og Nunnu, í Bjarma- landi á Húsavík. Hafði ég það fyr- ir vana, að stökkva í fangið á frænda mínum, er hann kom úr vinnu sinni. Oft rifjuðum við þessa tíma upp, og var þá glatt á hjalla. Gunni var af gamla skólanum, þ.e. þeirri kynslóð, er man tímana tvenna. Hann var þrælduglegur til vinnu, nægjusamur, ósérhlífinn, snyrtimenni mikið, og reglumaður í hvívetna. Hann fæddist á Húsa- vík og bjó þar alla tíð, og vora heimaslóðirnar honum einkar kær- ar. Er foreldrar mínir fluttu til Reykjavíkur, var það næstum regla, að Gunni dveldi hjá fjöl- skyldu minni yfir jólahátíðina. Var þá gjaman gripið í spilin og spilað langt fram á nætur. Þá var og mikið spjallað og fannst Gunna gaman að ræða um gamla tíma og fræddi hann okkur krakkana um foma búskaparhætti, verbúðir, drauma og horfna fjölskyldumeð- limi. Hann var ákaflega fróður um allar ættir, og sótti íjölskyldan hafsjó af upplýsingum í smiðju hans. Síðustu árin bjó Gunni á elli- heimilinu og undi sér afar vel, stundaði göngutúra og fylgdist vel með bæjarlífinu, sérstaklega þó knattspymunni en hann stundaði sjálfur knattspymu í fjölda ára með Völsungi. Aldrei var svo, að ég heimsækti ekki Gunna minn þegar ég kom til Húsavíkur, þá sótti hann gömlu myndaalbúmin og bauð uppá rommí. Kom mér það oft á óvart hversu vel hann fylgdist með frænku sinni. Ég veit að elsku frændi minn hefur hitt sitt fólk í nýjum heim- kynnum og hefur eflaust um margt að spjalla. Eftir- standa ljúfar minn- ingar um góðan mann, minningar er ég ber í hjarta mínu, þar til við hittumst að nýju. Hvíli hann í friði. Sigurbjörg Sigþórsdóttir. rún Jóna 1938 og Hermann Pálmi 1941. Þá var orðið of þröngt um fjölskylduna og mál að fínna sér annan samastað. Stórt erfðafestu- land í Kópavogi, Fossvegsblettur 36-38, síðar Nýbýlavegur 12, varð að lokum fyrir valinu og þangað fluttust foreldrar mínir með börn sín ung og smá í apríl 1942. Hvemig var umhorfs í Kópavogi fyrir hálfri öld? Það er fljótsagt. íbúar vora fáein hundrað talsins, dreifðir um Kársnes, Digranesháls og Fossvogsdal. Hvorki var þar rafmagn né vatnsveita. Sumir komu sér upp vindmyllum, grófu eigin brunna og lögðu vatn í húsin sín. Aðrir höfðu vetursetu í Reykja- vík en vora í Kópavogi á sumrin. Þetta var dásamlegur staður þar sem gott var að alast upp, mátuleg blanda af sveit og kaupstað. Mörg okkar, sem nú eram miðaldra, könnumst ekki við þá mynd sem einatt er dregin upp í ræðu og riti af Kópavogi frambýlingsáranna. Helst er svo að skilja að þetta hafí verið hálfgert eymdarpláss og fátæktarbæli þar sem flestir áttu ósköp bágt þar til framsýn og stór- huga yfirvöld byggðu bæ og komu sæmilegu skipulagi á mannlífið. Ekkert er fjær sanni. Þama bjó ósköp venjulegt fólk, flestir við góðan efnahag á þeirrar tíðar mælikvarða. Menn hjálpuðust að við að reisa sér hús, grafa eftir vatni og koma sér upp .matjurta- görðum. Þeir sem áttu bíla tóku aðra með sér í vinnuna og sóttu nauðsynjavörur til Reykjavíkur meðan búðir vora fáar og ferðir strætisvagna stijálar. Þannig mynduðust Iitlar einingar innan byggðarinnar þar sem 6-8 íjöl- skyldur héldu hópinn. Okkar hópur var fólkið sem bjó við neðanverðan Nýbýlaveg, frá bænum Neðri-Dal (húsið var rifíð 1989) og innundir Bröttubrekku. Þarna bjuggu ná- grannarnir Þorkell og María og Sigurgeir og Arndís fyrir vestan t Ástkaer eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, INGIBERG BRYNJÓLFUR ÞORVALDSSON, andaðist á heimili sínu að morgni miðvikudagsins 22. april. Inga Valdís Pálsdóttir, Jakobína Ingibergsdóttir, Magnús Axelsson, Ásta Brynja Ingibergsdóttir, Guðjón Örn Benediktsson, Kolbrún Ingibergsdóttir og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför, BALDVINS BJÖRGVINSSONAR, Aðalbraut 31, Raufarhöfn. Ragnheiður Ingvarsdóttir, Erna Baldvinsdóttir, Vilhjálmur Vilhjálmsson, Dýrfinna Baldvinsdóttir, Guðfinnur Jóhnsen, barnabörn og tengdabörn. t Faöir okkar, PÁLMI SIGURÐSSON frá Steiná iSvartárdal, Grettisgötu 77, Reykjavík, lést af slysförum þriðjudaginn 21. þessa mánaðar. Útförin auglýst síðar. Börnin. t Faðir minn, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR JÓNSSON, Stórholti 25, Reykjavík, lést á Droplaugarstöðum 20. apríl. Jarðarförin fer fram frá Foss- vogskirkju miðvikudaginn 29. apríl kl. 13.30. Fyrir hönd ættingja, Haukur Guðmundsson, Erna Sampsted og börn. okkur og Sveinn og Elna, Ásta og Pétur, Reinhard og Ólöf og Guðmundur og Arndís fyrir aust- an. Þetta var góður félagsskapur og oft glatt á hjalla hjá krakk- askaranum í leikjum þar sem nóg var plássið. Og þama vildu menn fá að vera í friði og rækta garðinn sinn. Siguijón og Herdís bættu húsa- kostinn smám saman, ræktuðu móa og breyttu í tún og matjurta- garða. Siguijón vann fyrst í stað verkamannavinnu í Reykjavík en keypti sér síðan vörabfl og vann á Þrótti um skeið. Þá hóf hann leigu- bílaakstur og var einn af stofnend- um Hreyfíls. Jafnframt þessu ráku þau hjónin talsverðan búskap í Kópavogi og höfðu kindur, kýr og hænsni. Raunar var húsfreyjan drýgst við búskapinn enda jafnvíg á svokölluð kvenna- og karlastörf, sló með orfí og ljá og bakaði brauð jöfnum höndum. En brátt tóku ágeng yfírvöld að ásælast lönd og lóðir þessa nægju- sama fólks og þótti þá mörgum gerast þröngt fyrir sínum dyrum. Ásóknin í ókeypis byggingarlóðir jókst hröðum skrefum og blessuð yfírvöldin studdu ekki landnem- ana, handhafa lóða og landa, svo sem vert hefði verið. I skjóli þeirra komst margur lukkuriddarinn í feitt á kostnað frambyggjanna. Sumir máttu hypja sig í gráa steinkumbalda í miðbæ Kópavogs og sjá hús sín og heimili jöfnuð við jörðu. Sárast þótti þó mörgum að kveðja blómin sín og trén. Fyr- ir þeim vora þetta tímar niðurrifs en ekki uppbyggingar. Og því mið- ur var oft gengið fram af óþarflega mikilli hörku og tillitsleysi og mörgum manninum sýnt meira virðingarleysi en álfum og huldu- fólki sem stundum biður sér griða á Islandi þegar nútími og uppbygg- ing kalla. Það gerðu einmitt álfarn- ir í Álfhól og fóra ekki bónleiðir frá búð bæjaryfírvalda. Ur því að svona var komið og foreldrar mínir vildu halda áfram búskap var ekki um annað að ræða en koma sér í burtu. Þau keyptu Hurðarbak í Kjós og fluttu þangað vorið 1958 með kýr sínar og kind- ur. En heilsu Siguijóns hafði þá tekið að hraka, hann var með al- varlegan hjartasjúkdóm sem læknavísindin stóðu þá ráðþrota gagnvart. Hann átti einungis þijú ár eftir ólifuð og lést 10. maí 1961, aðeins 49 ára að aldri. Herdís hélt búskap áfram enn um sinn en flutt- ist í Kópavog aftur árið 1972. Þetta var ramminn um líf föður míns og segir ekki mikið um mann- inn sjálfan. Hann var greindur og vel lesinn alþýðumaður, áhuga- samur um menntun barna sinna, höfðingjadjarfur og ófeiminn og sagði yfírleitt það sem honum bjó í bijósti við hvern sem var. Hann hafði ríka réttlætiskennd og varði málstað lítilmagnans þó að það kostaði hann stundum óþægindi. Hann var líka kvenréttindamaður sem mat konu sína mikils og skildi vel nauðsyn þess að stúlkur mennt- uðust ekki síður en piltar. En hann var fyrst og fremst góður og skilningsríkur faðir sem sinnti börnum sínum meira en tíðkaðist á þessum árum. Yngsta barnið, eini drengurinn, var „hans barn“ sem hann hugsaði um frá fæðingu. Hann var heldur ekki í vandræðum með að elda mat og þrífa ef því var að skipta. Og þegar barnabörn- in komu til sögunnar áttu þau hauk í horni þar sem var barna- karlinn afi í sveitinni, afi sem var svo skemmtilegur og góður og fór með þeim í „lambaleik". Það var toppurinn á tilverunni. Þetta er minningar- og afmælis- grein um góðan föður og góðan afa. Ég þakka honum líf hans og störf og fyrir lífið sem hann gaf mér. Blessuð sé minning hans. Helga Siguijónsdóttir. ERFIDRYKKJUR Perlan á Öskjuhlíð fTÍTrs sími 620200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.