Morgunblaðið - 06.06.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.06.1992, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/LESBOK 127. tbl. 80. árg. LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1992 Prentsraiðja Morgunblaðsins Reuter Ólympíueldurinn tendraður Ólympíueldurinn var kveiktur í gær við hátíðlega athöfn í Ólympíu í Grikklandi. Leikkona í hlutverki hofgyðju lagði þá ólympíukyndilinn á kúptan spegil og eldurinn var þannig kveiktur með geislum sólar. Athöfnin fór fram við altari Seifs, æðsta Ólymps- guðsins í forngrískri goðafræði. „Guð sólar og ljóss, sendu geisla þína til að tendra hinn helga eld. Láttu vinaborgina Barcelona endurkasta ljósi friðarins um gjörvalla heimsbyggðina," sagði hofgyðjan er hún lagði kyndilinn að speglinum. Hún fór síðan með eldinn að ólympíuleikvanginum foma, þar sem fyrstu ólympíuleikarnir voru haldnir árið 776 fyrir Krist. Þar tók grískur sleggjukastari við eldinum, fyrstur 367 íþróttamanna sem skiptast á um að hlaupa með eldinn til Akrópólis í Aþenu. Þangað kemur eldurinn á sunnudag og þá verður hann fluttur með spænsku freigátunni Cataluna til forngríska hafnarbæjarins Empurias, norðan við Barcelona. Um 9.000 manns halda síðan á ólympíueldinum um Spán og leiðin sem verður farin er um 5.940 km. Ólympíuleikarnir hefj- ast 25. júlí. Fundur Helmuts Kohls og Johns Majors: Vilja flýta viðræðum um aðild EFTA-ríkja að EB Bonn, Kaupmannahöfn, Lissabon. Reuter. Refsiaðgerðir SÞ hafa æ meiri áhrif í Serbíu: Líkur á efnahags- hruni eftir mánuð Belgrad. Reuter. SIÐUSTU, júgóslavnesku sambandshermennirnir fóru í gær frá búðum sínum í Sarajevo, höfuðborg Bosníu-Herzegovínu, undir eftir- liti Sameinuðu þjóðanna. Árásir bosnískra Serba á borgina eru samt jafn miklar og áður og virðist friður hvergi vera í augsýn. Refsiað- gerðir Sameinuðu þjóðanna leggjast æ þyngra á daglegt líf í Serbíu og Svartfjallalandi og kröfur um afsögn Slobodans Milosevics, for- seta Serbíu, verða háværari. Bensín er víða þrotið og yfirvofandi er skortur á pappir í verðbólgna peningaseðlana. JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands, og Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, hvöttu í gær Evrópubandalagið (EB) til að flýta samningaviðræðum við þau aðildarríki Fríverslunar- bandalags Evrópu (EFTA) sem hafa óskað eftir aðild að EB. Þeir sögðu að viðræðurnar þyrftu að hefjást í byijun næsta árs. Major og Kohl ræddust við í þijár klukkustundir í Bonn í gær. í yfir- lýsingu leiðtoganna að fundinum loknum fögnuðu þeir niðurstöðu fundar utanríkisráðherra EB í Ósló á miðvikudag um framtíð banda- lagsins. Utanríkisráðherrar 11 að- ildarríkja af 12 ákváðu þá að beita sér fyrir því að þjóðþing landanna staðfestu Maastricht-samkomulag- ið um aukna samvinnu bandalags- ríkjanna fyrir árslok þótt Danir hefðu hafnað því í þjóðaratkvæða- greiðslu á þriðjudag. Fjögur EFTA-ríki, Austurríki, Finnland, Svíþjóð og Sviss, hafa þegar sótt um aðild að EB og líkur eru á að. Noregur geri það einnig í haust. Major og Kohl ákváðu að beita sér fyrir því á leiðtogafundi EB í Lissabon 26.-27. júní, að hraða viðræðum við þessi ríki. Leiðtogam- ir voru ennfremur sammála um að engin þörf væri á sérstökum leið- togafundi EB vegna úrslita þjóðar- atkvæðagreiðslunnar í Danmörku. Poul Schlúter, forsætisráðherra Danmerkur, kvaðst í gær vona að hægt yrði að finna lausn, sem gerði Dönum kleift að vera áfram í Evr- ópubandalaginu þótt þeir hefðu hafnað Maastricht-samkomulaginu. Samkvæmt áætlunum nefndar- innar er stærð árganga þorsks eldri en þriggja ára 520-640.000 tonn. Þar af er hrygningarstofninn áætl- aður á bilinu 72-110.000 tonn. Leyfilegur hámarksafli kanad- íska flotans í ár er 120 þúsund tonn, þar af er gert ráð fyrir að strand- „Við verðum að finna lausn sem er í samræmi við úrslit þjóðaratkvæða- greiðslunnar og tryggir einnig að við höldum eins miklu og mögulegt er af samvinnu EB-ríkjanna,“ sagði hann. „Þetta er erfítt verkefni, en vonandi ekki ómögulegt." Sjá „Kjósendur gleymdust...“ á bls. 20. veiðimenn geti veitt allt að 115 þúsund tonnum. í fyrra var heildar- afli sem landað var í fískiþorpum 67 þúsund tonn. Frá því í febrúar hafa allar togaraveiðar verið bann- aðar innan kanadískrar lögsögu og allt bendir til að því banni verði haldið a.m.k. til loka þessa árs. Samkomulag tókst um brott- flutning síðustu 800 sambandsher- mannanna og fjölskyldna þeirra frá Tito-búðunum í Sarajevo en herinn hefur heitið að hverfa alveg frá Bosníu. Ekki er samt líklegt, að það Pólverjar fá nýjan forsætis- ráðherra Varsjá. Reuter. WALDEMAR Pawlak, leiðtogi Pólska bændaflokksins, var kjörinn forsætisráðherra Pól- lands á þingi landsins í gær eft- ir að það hafði vikið stjórn Jans Olszewskis frá. Lech Walesa forseti nefndi Pawlak til embættisins og tilnefn- ingin var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða, 261 gegn 149. Pawlak fær nú það erfiða verkefni að mynda lífvænlega stjórn og tryggja henni stuðning sem flestra flokkanna 29 sem eiga sæti á pólska þinginu. Pawlak er aðeins 32 ára að aldri og lítt hefur borið á honum í pólsk- um stjórnmálum til þessa. Hann er fyrsti pólski forsætisráðherrann sem aldrei hefur verið félagi í Sam- stöðu frá því kommúnistar tnisstu völdin í Póllandi árið 1989. Flokkur hans, Pólski bændaflokkurinn, hafði samstarf við kommúnista á fjögurra áratuga valdatíma þeirra en myndaði stjórn með Samstöðu árið 1989. Sjá „Walesa sakaður um ...“ á bls. 20. Samkvæmt áætlunum í Kanada er veiðanlegur hluti þorskstofnsins á norðanverðum Miklabanka á bil- inu 250-450.000 tonn sem þýðir samkvæmt heimildum í Ottawa að hæfilegt aflamark teljist 50-90.000 tonn. Hins vegar segja heimildar- menn Morgunblaðsins að hrygningarstofn upp á 72-110.000 tonn gefi ekki tilefni til neinna veiða. verði til að draga úr átökum í land- inu því að Bosníu-Serbar eru vel vopnum búnir og virðast ákveðnir í að kljúfa það í sundur ogjgerast jafnvel hluti af Stór-Serbíu. I fyrri- nótt var sprengjuhríðin á hverfi múslima í Sarajevo meiri en nokkru sinni og hefur harðnað með degi hverjum. Refsiaðgerðirnar hafa æ meiri áhrif í Serbíu og Svartfjallalandi og er hafl eftir sérfræðingum, að standi þær lengur en í mánuð muni efnahagslífið hrynja. Flestar bens- ínstöðvar í Belgrad og öðrum borg- um voru lokaðar í gær, ýmist vegna þess, að eldsneytið var uppurið eða þeim hafði verið lokað til að koma í veg fyrir mikið hamstur. Ferðum strætisvagna hefur verið fækkað og eiga því margir í erfíðleikum með að komast leiðar sinnar, til vinnu eða annarra erinda. Verð- bólgan æðir áfram og er ekki talið, að yfírvofandi skortur á pappír í nýja peningaseðla muni breyta neinu um það. Erlendir stjórnarerindrekar í Belgrad segja, að andrúmsloftið sé farið að minna á umsátursástand og óttist margir, að til beinnar hern- aðaríhlutunar vestrænna ríkja komi fyrr eða síðar. Af þeim sökum reyni fólk að birgja sig upp af vistum og vegna verðleysis dinarsins fjárfesti þeir, sem það geta, í gulli og gim- steinum. Reuter Kosið í Tékkó- slóvakíu Þingkosningamar í Tékkóslóv- akíu hófust í gær og þeim lýk- ur á hádegi í dag. Mikil kjör- sókn var í gær enda eru kosn- ingarnar mikilvægar þar sem þær kunna að ráða úrslitum um hvort Slóvakía segir skilið við ríkið. Myndin var tekin er Vaclav Havel, forseti Tékkó- slóvakíu, greiddi atkvæði. Sjá „Með fyrstu verk- um ...“ á bls. 21. Austurströnd Kanada: Helmings samdráttur í þorsk- veiðum talinn óhjákvæmilegur Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. NIÐURSTÖÐUR sameiginlegs fundar vísindamanna frá aðildarríkj- um Norðvestur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NAFO) staðfesta hrun þorskstofnsins á norðanverðum Miklabanka undan Kanada.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.