Morgunblaðið - 14.06.1992, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.06.1992, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAPUR14. JÚNÍ 1992 11 HEIMIR PÁLSSON Þurfiim að koma upp íðorða- banka HEIMIR Pálsson, framkvæmdastjóri Fé- lags íslenskra bókaútgefenda, segir að afar mikilvægt sé fyrir þýðendur nytja- texta að hafa aðgang að íðorða- og ný- yrðabanka. Hann segir að til að koma slíkum orðabanka á fót geti verið þörf fyrir sjóð á borð við Málræktarsjóð, en í skipulagsskrá hans er gert ráð fyrir að hann muni styrkja verkefni af þessu tagi. Heimir Pálsson skrifaði í vetur skýrslu fyrir menntamálaráðuneytið um stöðu þýðingarmála ásamt Jónínu Margréti Guðna- dóttur. Hann segir að niðurstaða þeirra hafi verið á þá leið, að það mikilvægasta sem hægt væri að gera fyrir þá sem stundi skyndi- þýðingar, til dæmis fyrir fjölmiðla, og þýðing- ar á nytjatextum, sé að komið verði á fót íðorða- og nýyrðabanka. Jafnframt að stuðl- að yrði að bættri kennslu og leiðbeiningar- starfi fyrir þennan hóp. Eðlilegast væri að Háskóli íslands og endurmenntunarstofnanir önnuðust hið síðarnefnda að mestu, en þörf væri á stuðningi sjóðs á borð við Málræktar- sjóð til að koma orðabankanum á fót. Heimir segir að í skýrslunni komi fram, að umfang þýðinga á nytjatextum sé geysi- lega mikið í þjóðfélaginu. Þær snerti daglegt líf miklu meira en fólk geri sér grein fyrir. Mikill hluti þessa þýðingarstarfs sé óskipu- legur og þar sé nokkurs konar einyrkjabú- skapur víða ríkjandi. Fyrir þá fjölmörgu að- ila, sem við þetta starfi, hljóti að vera brýnt hagsmunamál að hafa aðgang að orðasafni, bæði með nýyrðum og íslenskum heitum yfir hin fjölbreytilegu hugtök einstakra atvinnu- og fræðigreina. JÓNAS KRISTJÁNSSON Yeitum öðrum hlut- deild í arímum JÓNAS Kristjánsson, forstöðumaður Stofnunar Arna Magnússonar, varpaði þeirri hugmynd fram í grein í tímaritinu Málfregnum í vor, að eitt af verkefnum Málræktarsjóðs gæti verið að glæða og efla þekkingu á íslenskri tungu meðal annarra þjóða. Jónas segir að Islendingar eigi dýrmæta eign í fornbókmenntunum og eigi að veita öðrum þjóðum hlutdeild í henni. Jónas segir, að stuðla megi að kynningu á tungunni erlendis með ýmsum hætti. Til dæmis sé hægt að gera það með íslensku- kénnslu fyrir útlendinga, bæði við erlenda skóla og Háskóla íslands, þýðingum úr ís- lensku, gerð kennsluefnis og jafnvel með kvikmyndagerð. íslenskukennsla við nokkra háskóla sé nú styrkt af ríkinu en vel megi hugsa sér að Málræktarsjóður geti þar einn- ig hlaupið undir bagga. Einnig megi hugsa sér að hægt verði að leita til hans vegna þýðinga, til dæmis á fornbókmenntunum. „Ég lít svo á,“ segir Jónas, „að við eigum mikla auðlegð fólgna í fornbókmenntunum. Við eigum ekki að liggja á henni eins og ormur á gulli, heldur veita öðrum þjóðum hlutdeild í henni. Einnig getur íslensk tunga nýst við rannsóknir á skyldum tungumálum og til skilnings á þeim. Hann segir að þótt Málræktarsjóður geti á þennan hátt stutt kynningu á landi og þjóð erlendis, verði mikilvægasta hlutverk hans að stuðla að málrækt innanlands. „Af þeim sökum er gott til þess að vita, hve málræktar- starf hefur mikinn byr meðal þjóðarinnar. Hvað það varðar stöndum við mun betur að verki en nágrannar okkar.“ GUÐMUNDUR B. KRISTMUNDSSON Starfið verður að halda áfram GUÐMUNDUR B. Kristmundsson, náms- stjóri í íslensku við Kennaraháskóla ís- lands, var framkvæmdastjóri málræktar- átaks, sem efnt var til árið 1989. Hann segir að átak af þessu tagi geti hjálpað til við að vekja menn til umhugsunar um málrækt, en það komi ekki í stað stöðugrar viðleitni til að bæta málfar og málnotkun. Guðmundur segir, að markmiðið með mál- ræktarátakinu 1989 hafi verið að vekja almenning til umhugsunar um málvöndun og málrækt með nútímalegum aðferðum. Þannig hafi fjölmiðlar og auglýsingar verið notaðar til að koma á framfæri athugasemdum og ábendingum um málnotkun. Einnig hafi ýmis verkefni verið styrkt sérstaklega, til dæmis útgáfa orðsifjabókar. Hann segir að erfítt sé að meta árangur af starfi sem þessu, en þó sé ljóst að það hafi vakið mikla athygli. Að sögn Guðmundar var áhersla lögð á það í átakinu, að málræktarstarf væri ekki verk, sem hægt væri að ljúka í eitt skipti fyrir öll. „Þetta starf verður að halda áfram,“ segir hann. „Málið er áhald hugsunarinnar og ef það brotnar niður eða dagar uppi á einhvern hátt er hætta á að það hafi áhrif á hugsun- ina. Erlend mál geta ekki komið í staðinn fyr- ir það, því við notum móðurmálið til að koma hugsunum okkar í orð. Við erum þannig að gæta töluverðra verðmæta þegar við beitum okkur fyrir varðveislu málsins." Guðmundur segir að Málræktarsjóður geti komið að góðu gagni á ýmsum sviðum. „Sem skólamaður vérð ég var við að okkur skortir sárlega ýmis stuðningsrit í móðurmálskennsl- unni, svo sem orðabækur fyrir börn. Einnig mætti nefna málræktarefni á myndböndum, sem gætu verið mjög gagnleg. Sjóðurinn gæti að mínu mati gert stórátak í þessum efnum.“ ÓLAFUR B. THORS Breytt viðhorf varðandi málrækt ÓLAFUR B. Thors, forstjóri tryggingafé- lagsins Sjóvár-AImennra, segist hafa orð- ið var við mikla viðhorfsbreytingu varð- andi málnotkun í viðskiptalífinu frá því hann hóf störf á þeim vettvangi fyrir um 30 árum. Þá hafi jafnvel þótt fínt að sletta en nú leggi menn sig frekar fram við að vanda mál sitt. lafur kom nokkuð við sögu þegar Mál- ræktarsjóður var stofnaður og átti þátt í undirbúningi að stofnun hans. Hann segir að þegar leitað hafi verið til hans vegna málsins hafi honum strax þótt það vera allt annars eðlis en fiest önnur góð mál, sem verið sé að vinna að í þjóðfélaginu. „Málrækt snertir með beinum hætti tilveru okkar sem íslendinga," segir hann. „Það verða menn að hafa í huga, meðal annars í ljósi þess að fjölþjóðlegt samstarf og _sam- skipti ólíkra þjóða fara mjög vaxandi. í fjöl- þjóðasamfélagi er ekki sjálfgefið að mál eins og íslenska haldi velli og ef menn vilja varð- veita tungumálið, sem ég geri ráð fyrir, verða þeir að leggja eitthvað af mörkum.“ Hann segist hafa orðið var við mikla við- horfsbreytingu meðal manna í viðskiptaheim- inum á undanförnum 30 árum. „Þegar ég var að hefja störf á þessum vettvangi þótti sjálfsagt og jafnvel fínt að nota erlendar slett- ur. Þetta hefur breyst og ég er ekki í vafa um að þar hefur starf málnefnda og fleiri aðila haft veruleg áhrif. Breytingin hefur ekki orðið vegna skipana að ofan heldur hefur hugarfar fólks breyst. Menn vilja nota íslensku,“ segir hann að lokum. Stórborgastiklurnar bjóða þér iðandi líf og fjör. Leikhús, ópera, fótbolti, verslanir, veitingahús, jass, rokk, málverkasýningar, götukaffihúsin og framandi mannlífið - allt bíður þetta utan veggja þægilegra og vel staðsettra hótela í hverri borg. Kynntu þér verðið á þessum upplögðu helgarferðum - og skelltu þér með! Þessi verðdæmi miðast við einn fullorðinn. I verðinu felast flug og þriggja nótta gisting í tvíbýli með morgunverði. Verð á mann miðað við 4 í bíl í A flokki Reykjavík: Austurstræti 12 • S. 91 - 69 10 10 • Innanlandsferðir S. 91 - 6910 70 Símbréf 91 - 2 77 96 / 69 10 95 • Telex 2241 • Hótel Sögu við Hagatorg • S. 91 - 62 22 77 • Símbréf 91 - 62 24 60 Akureyri: Skipagötu 14 • S. 96 - 27 200 • Símbréf 96 - 2 40 87 FLUOLEIÐIR fró 26.200 kr '■HFAHKORTfip Á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.