Morgunblaðið - 14.06.1992, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.06.1992, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ ATViNfUA/RAÐ/SMÁ SUNNUDAGUR 14. JUNI 1992 Draumastarfið Óskum eftir fólki til að aðstoða við undirbún- ing Táknmálsfrétta. Vinnutími er frá kl. 17.30-19.00. Táknmálskunnátta er skilyrði. Helst er leitað eftir fólki með mikinn áhuga og skilning á fréttum og fjölmiðlum. Æskilegt er að viðkomandi geti byrjað fljótlega. Upplýsingar hjá Félagi heyrnarlausra, Klapp- arstíg 28, 3. hæð. Leikskólar Reykjavíkurborgar Leikskólastjóri Hlíðaborg Staða leikskólastjóra við leikskólann Hlíða- borg er laus til umsókn^r. Umsóknarfrestur er til 30. júní nk. Fóstrumenntun er áskilin. Nánari upplýsingar gefur Bergur Felixson, framkvæmdastjóri, og Margrét Vallý Jó- hannsdóttir, deildarstjóri, í síma 27277. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277. (J TRNTIÓNSSON RÁÐCJÖF & RÁÐN l NCARhjÓN U5TA TIARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22 Leikskólar Reykjavíkurborgar Stuðningsstarf Fóstrur, þroskaþjálfar eða starfsmaður með uppeldismenntun óskast í stuðningsstarf á leikskólann Brekkuborg við Hlíðarhús. Um er að ræða 4 klst. starf. Upplýsingar gefur leikskólastjóri í síma 679380. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími27277. Bakarasveinn Rótgróið handverksbakarí staðsett mið- svæðis í Reykjavík vill rgða til starfa hörku- duglegan bakara. Bakarfið hefur fjölmarga útsölustaði þar á meðal einn af stærstu stór- mörkuðunum í Reykjavík Leitað er að einstaklingi sem er góður fag- maður, hugmyndaríkur og reglusamur, getur unnið sjálfstætt og skipulega. í boði er góður og traustur vinnustaður sem útbúinn er góðum tækjum, góður vinnutími og ágæt laun fyrir réttan aðila. Umsóknir um starf þetta skulu berast auglýs- ingadeild Mbl. merktar: „Bakari - 14387" fyrir 23. júní nk. IÐUNN • VANDAÐAR BÆKUR í 45 ÁR • Vantar þig vinnu? Aukastarf eða aðalastarf Þurfum að bæta við nokkrum sölumönnum í sumar. Spennandi verkefni, reynsla af sölu- mennsku ekki skilyrði, mikil sala, góð laun. Upplýsingar gefur Daníel í síma 626317 á milli kl. 12.00 og 14.00 í dag, sunnudag, og 17.00 til 19.00 mánudag. Sölumenn! Viljið þið ekki vera með fallega og auðseljan- lega vöru? íslandshandbókin er fjölþætt yfirlitsverk um landið okkar, þjóð og sögu, sem nýtist vel á ferðalögum og til fróðleiks heima í stofu. Við getum bætt við okkur þremur góðum sölumönnum. Upplýsingar gefur Guðfinna Þorvaldsdóttir sölustjóri í síma 684866, kl 9-12 næstu daga. ^ÁÚTG^C 9T ^ ORN OG ORLYGUR Síðumúla 11. Verslunarmaður - Habitat Viljum ráða starfsmann við verslunarstörf í verslunina á Laugavegi 13 hið fyrsta. Nauðsynlegt að viðkomandi hafi áhuga á þjónustu við viðskiptamenn og sölumennslu. Reglusemi áskilin. Eiginhandarumsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 20. júní með nauðsynlegum persónu- legum upplýsingum merktar: „Habitat-9698". Grunnskóli Flateyrar Kennarar! Kennara vantar að Grunnskólanum Flateyri næsta skólaár. Kennslugreinar: íþróttir og almenn bekkjarkennsla. Ath.: Nýleg sundlaug er á staðnum og nýtt íþróttahús verðurtekið í notkun á skólaárinu. Flutningsstyrkur og ódýr húsaleiga. Umsóknarfrestur er til 25. júní. Nánari upplýsingar veita skólastjóri í s. 94-7814 (h) eða 94-7660 (v) og formaður skólanefndar í s. 94-7828 (h) eða 94-7728 (h). Leikskólar Reykjavíkurborgar Fóstrur, þroskaþjálfar og fólk með uppeld- ismenntun óskast til starfa á neðangreinda leikskóla: Lækjarborg v/Leirulæk, s. 686351. Bakkaborg v/Blöndubakka, s. 71240. Vesturborg v/Hagamel, s. 22438. Nánari upplýsingar gefa viðkomandi leikskólastjórar. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími27277. Verkfræðingur - tæknifræðingur Viljum ráða mann til starfa við að gera kostn- aðaráætlanir, magnskrár og verklýsingar. Mikilvægt er að viðkomandi hafi góða kunnáttu á tölvu. Umsækjendur skulu skila skriflegum umsókn- um, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf, til skrifstofu embættisins fyrir 22. júní nk. Húsameistari ríkisins Borgartún 7 - 105 Reykjavlk-s(mi 27177 I ORKUSTOFNUN GRENSÁSVEGI 9 ■ 108 REYKjAVÍK Tölvumaður Orkustofnun óskar að ráða starfsmann tíma- bundið til 15. janúar 1993 í stað starfsmanns sem er í launalausu leyfi. Áframhaldandi ráðning hugsanleg, ef endur- komu þess starfsmanns seinkar. Starfið felst einkum í rekstri á nettengdum tölv- um stofnunarinnar og þjónustu við notendur. Starfsmaðurinn þarf að hafa góða þekkingu á Unix-kerfum. Umsóknir skulu sendar Viðári Á. Olsen, starfs- mannastjóra, eigi síðar en 26. þ.m. Sveitastarf 17 ára piltur óskar eftir starfi í sveit. Upplýsingar í síma 98-21706. Laus staða aðstoðarmatreiðslumanns. Vinnutími eftir samkomulagi. Umsókn skilist til auglýsingadeildar Mbl. merkt: „G - 7987“ fyrir 20. júní. Heilsuhúsið í Kringlunni óskar eftir tveim reyklausum hálfsdags starfskröftum (f.h. og e.h.) til fram- tíðarstarfa. Umsóknir með upplýsingum um aldur og fyrri störf sendist til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 19. júní merktar: „Á besta aldri - 7988“. Verslunarstjóri óskast Við leitum að einstaklingi til að sjá um dag- legan rekstur á þremur sérverslunum í versl- unarmiðstöð í Reykjavík. Hér er um að ræða skemmtilegt og krefjandi starf. Helstu verksvið: Innkaup og samskipti við erlenda birgja Verðútreikningar og söluuppgjör Kynningarmál Starfsmannahald Afgreiðslustörf á annatíma Starfið hentar einstaklingi með góða reynslu af verslunarstörfum eða t.d. viðskiptafræð- ingi með reynslu af sölustörfum. Góð enskukunnátta æskileg. Vinsamlega sendið skriflega umsókn, sem tilgreinir m.a. aldur, menntun, fyrri störf og meðmælendur merkta: „Verslun - 337“ til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 19. júní nk. Hjúkrunarfræðingar Sjúkrahús Akraness vantar hjúkrunarfræðinga frá 1. september á lyfjadeild og hjúkrunar- og endurhæfingadeild. Starfsandi og vinnuaðstaða góð. Skemmtileg- ur starfsmannabústaður og barnaheimili. Stutt til Reykjavíkur og samgöngur góðar. Nánari upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 93-12311.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.