Morgunblaðið - 14.06.1992, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 14.06.1992, Blaðsíða 40
Bögglapóstur iim flllt Iflnd X MORGUNBLADIÐ, AÐALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK StMl 691100, SIMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85 SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1992 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Fólksbíll út af í Óshlíð og hrapaði um 20 metra Siglt í Kópavogi MorgunDlaoiö/övernr Krakkarnir í Kópavogi gerðu sér glaðan dag í vikunni er leikskóla- hátíð var haldin í Hlíðargarði og var eldri borgurum í bænum boðið á samkomuna. Á myndinni eru nokkur ungmennanna um borð í bát í garðinum og eftirvæntingin leynir sér ekki í svipnum. Guðni Þórðarson: Engin von um að fólk fái bætur skili fyrirtækið inn gjald- þrotabeiðni, segir forstjóri Flugferða-Sólarflugs GUÐNI Þórðarson, forstjóri Flugferða-Sólarflugs, segir að ein af ástæðunum fyrir því hvers vegna ferðaskrifstofan hætti starfsemi sé vegna harðrar sam- keppni við Flugleiðir. Guðni seg- ir að reynt verði að bæta fólki það fjárhagslega tjón sem það hefur orðið og kemur til með að verða fyrir. „Ef Flugferðir- Sólarflug skilar inn gjaldþrota- beiðni er engin von um það að menn fái bætur þar sem fyrir- tækið er eignalítið." sérstöðu og áður. Þau fargjöld hjá Flugleiðum hafa síðan aftur hækk- að,“ sagði Guðni. „Flugferðir-Sólarflug átti ógreitt frá farþegum í sumaráætl- uninni meiri fjármuni en þurfti til þess að allir fengju sínar ferðir þegar upp er staðið. Hins vegar FÓLKSBÍLL fór út af Óshlíðar- vegi við Hvanngjá um miðnætti í fyrrakvöld og hrapaði niður um 20 metra. Fimm ungmenni frá ísafírði og Bolungarvík voru í bflnum. Þau sluppu öll nær ómeidd og fengu að fara heim eftir skoð- un á sjúkrahúsinu á ísafirði. Bílnum var ekið frá Bolungarvík eftir Óshlíðarvegi þegar ökumaður missti stjórn á honum með þeim af- leiðingum að bíllinn endastakkst út af veginum. Einn farþeginn í bílnum sagði í samtali við Morgunblaðið í gærmorg- un að ökumaður bflsins hafi verið í öryggisbelti en farþegamir ekki. „Afturrúðan brotnaði en við héldum okkur í framsætin á meðan bíllin endastakkst niður hlíðina," segir hann. Hann segir það kraftverki líkast að þau skyldu sleppa svo lítið meidd þar sem mjög stórgrýtt sé í hlíðinni, bíllinn hafi lent á stórum steini og vísað upp þegar hann stoppaði. „Við skriðum í snarhasti út úr bílnum og fundum ekkert til fyrr en við vorum búin að skríða aftur upp á veginn,“ sagði farþeginn. Fargjaldalækkun Flugleiða mimikíiði sérstöðu Sólarflugs vantaði okkur rekstrarfé til að halda fyrirtækinu gangandi. Okkur tókst það m.a. ekki vegna þess að rekstraraðilar gefa ferðaskrifstof- um ekki gjaldfrest,“ sagði Guðni Þórðarson forstjóri Flugferða-Sól- arflugs. Sjá ennfremur bls. 6. Ólympíuskákmótið: Islendingar í 4.-5. sæti ÍSLENDINGAR unnu Sviss- lendinga með 3 vinningum gegn 1 í 5. umferð Ólympíu- skákmótsins á Filippseyjum í gær. íslendingar eru nú komn- ir í hóp efstu á mótinu, með 14 vinninga. Ekki er öllum skákum lokið í umferðinni en íslendingar voru í 4.-5. sæti. í viðureign_ íslands og Sviss vann Helgi Ólafsson Brunner, Jóhann Hjartarson gerði jafntefli við Zuger, Hannes Hlífar Stef- ánsson vann Franzoni, og Þröst- ur Þórhallsson og Landerbergue skildu jafnir. Viðureignin á toppnum er á milli Rússlands og Lettlands, þar sem Kasparov verst með verra tafl gegn Sírov. Aflakvóti geymdur í ráðuneyt- inu meðan deilt er um eignarhald Riftunarmál vegna sölu Guöfinnu Steinsdóttur ÁR komiö til Hæstaréttar DEILUR um kaupsamning á bátnum Steindóri GK, sem fórst við Krísuvíkurberg í febrúar í fyrra, hafa nú valdið þvi að sjávarútvegs- ráðuneytið hefur skorizt í leikinn og bannað nýtingu kvóta bátsins. Kvóti hans var nýttur af kaupendum á síðasta ári, en nú er hann í vörzlu ráðuneytisins. Deilumálið er hins vegar fyrir Hæstarétti, en því var áfrýjað af seljanda bátsins eftir að dæmt hafði verið í vil kaupanda í undirrétti. Mun þetta vera einsdæmi, að kvóti skuli „tek- inn úr urnferð" vegna deilna um eignarrétt á honum. Guðni segir tiltölulega lítinn hóp viðskiptavina Flugferða-Sólarflugs verða fyrir tjóni vegna starfsloka ferðaskrifstofunnar. „Það voru ekki nema liðlega 1.400 farþegar sem áttu hjá okkur staðfestar og innborgaðar pantanir það sem af er sumri en ekki 2.200 farþegar líkt og haldið hefur verið fram í fjölmiðlum." Flestir þessara far- þega staðfestu pantanir sínar með innborgunum upp á 3.000-8.000 krónur á sæti. „Ástæðan fyrir því að leiguflug- ið gekk ekki eins vel og í fyrra var sú, að Flugleiðir settu í vetur og vor á markaðinn lág fargjöld í sam- keppni við okkur á svipuðu verði. Við höfðum því ekki jafn mikla Málið snýst um það að Elliði hf. í Þorlákshöfn seldi Njáli hf. í Garði bátinn Guðfinnu Steinsdóttur ÁR um áramótin 1990/91 og afhenti kaupendum 19. janúar 1991. Skip- inu var þá gefíð nafnið Steindór GK og fórst það við Krísuvíkurberg 20. febrúar 1991. Skömmu síðar fór Hafsteinn Ásgeirsson, fyrir hönd Elliða hf., í riftunarmál, þar sem hann taldi vanefndir á kaup- samningi af hálfu kaupanda. Málið var tekið fyrir í undirrétti á Sel- fossi og niðurstaða þar var sú að vanskil hefðu ekki verið nægileg til að taka til greina kröfu um riftun á kaupsamningi. Hafsteinn áfrýjaði málinu þá til Hæstaréttar. Hafsteinn sagði í samtali við Morgunblaðið að kaupandinn hefði ekki staðið í skilum. Nánast ekkert hefði verið komið af því sem greiða átti fyrir afhendingu, þegar skipið fórst. Svo mikið fé hefði verið úti- standandi án trygginga að eina Ieið- in til að leita réttar síns hefði verið áð fara í riftunarmál. „Þetta hefur svo orðið afar einkennilegt mál,“ sagði Hafsteinn. „Það hefur aldrei verið gefið út afsal fyrir sölu báts- ins og var Elliði því þinglýstur eig- andi hans. Þrátt fyrir það var Njáli hf. heimilað að færa kvóta bátsins yfir á aðra báta í eigu sinni. Trygg- ingamar greiddu veðhöfum í bátn- um út það sem þeir áttu áhvflandi á bátnum en Njáli hf. það sem eft- ir stóð af tryggingarfénu, þrátt fyr- ir að hann væri ekki þinglýstur eig- andi hans. Þetta er erfitt mál, og ég tel rétt að ráðuneytið geymi kvótann, en það hefði átt að gerast strax í fyrra,“ sagði Hafsteinn. Baldvin Njálsson, framkvæmda- stjóri Njáls hf., sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki vilja tjá sig um málið að þessu sinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.