Morgunblaðið - 20.06.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.06.1992, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/LESBOK STOFNAÐ 1913 137. tbl. 80. árg. LAUGARDAGUR 20. JUNI 1992 Prentsmiðja Morgunbiaðsins ísrael: Hóta handtökum vegna myndatöku með Arafat Jerúsalem. Reuter, The Daily Telegraph. RONNI Milo, ráðherra í ísraels- stjórn og yfirmaður lögreglunn- ar, sagði í gær að þrír Palestínu- menn, sem létu taka myndir af sér með Yasser Arafat, leiðtoga PLO, Frelsissamtaka Palestínu- manna, í Amman í Jórdaníu á Bandaríkin: Dýru kjarn- orkuævin- týri að ljúka New York. The Daily Telegraph. HAFIST hefur verið handa við að rífa niður Shoreham- kjarnorkuverið, skammt frá New York, sem kostaði 5,5, milljarða dala, 315 milljarða ISK, og var starfrækt í að- eins 30 klukkustundir. Þannig lýkur mesta fjárfest- ingarhneyksli í sögu Banda- ríkjanna. Áætlað er að hreins- un og niðurrif orkuversins, sem tekur tvö ár, kosti 186 milljónir dala, 10,6 milljarða ÍSK, til viðbótar. Orkan sem framleidd var í verinu var að- eins 19 megavött, þannig að heildarkostnaðurinn af hveiju megavatti nam 300 milljónum dala, 17,1 milljarði ÍSK. Þótt eigendur orkuversins hafi fengið leyfi til að reisa það árið 1968 tókst þeim aldr- ei að sannfæra yfirvöld um að hægt yrði að koma fólki í ná- grenninu í burtu ef slys yrði í verinu, sem var reist í grennd við mikið þéttbýli. Fyrirtækið rambaði á barmi gjaldþrots eftir langvinn málaferli þegar það gafst loks upp og féllst á niðurrifið. fimmtudag, yrðu handteknir við komuna til Israels. Er um að ræða þrjá forystumenn í sendi- nefnd Palestínumanna í viðræð- unum um frið í Miðausturlönd- um. Palestínumennimir eru aðal- samningamaðurinn, Haider Abdel- Shafi, talsmaður sendinefndarinn- ar, Hanan Ashrawi, og helsti ráð- gjafi hennar, Faisal al-Husseini. Þau búa á herteknu svæðunum en í ísrael varðar við lög að hafa eitt- hvert samband við PLO. Stjórnin hefur þó látið það óátalið hafi það farið fram í kyrrþey en á mynda- tökuna lítur hún sem beina ögrun. Óttast er að verði Palestínu- mennirnir handteknir geti það stefnt friðarviðræðunum í tvísýnu og hafa margir hófsamir menn hvatt Yitzhak Shamir forsætisráð- herra til að fara varlega í sakirn- ar. Harðlínumenn í ísrael vilja hins vegar handtaka og dæma þá sem hittu „morðingjann Yasser Árafat“ en framhaldið getur ráðist af því hvað Shamir telur rétt með tilliti til þingkosninganna á þriðjudag. I ísrael er litið á Arafat sem per- sónugerving hins illa og leiði Shamir myndatökuna hjá sér á hann á hættu að verða sakaður um að hafa fallist á þátttöku „hermdarverkamanna“ í friðarvið- ræðunum. Hanan Ashrawi sagði að áfram yrði haft samband við PLO enda yrðu Israelar að viðurkenna þá staðreynd, að án samtakanna gæti ekki verið um neinar friðarviðræð- ur að ræða. Hún kvaðst ekki hræð- ast handtökuhótun ísraela og ætla að snúa aftur til ísraels bráðlega. Hanan Ashrawi, talsmaður palestinsku sendinefndarinnar í friðarvið- ræðunum við Israela, með Yasser Arafat, leiðtoga PLO. Eins og sjá má lokaði Ashrawi augunum og lagði höfuðið að öxlum Arafats. ísraelsstjórn lítur á fund þeirra sem ögrun og hótar að handtaka Ashrawi og tvo aðra forystumenn Palestínumanna sem létu taka myndir af sér með Arafat. Leiðtogar EB-ríkja fagna studningi íra við Maastricht Tveir af hverjum þremur greiddu atkvæði með samningnum Dyflinni, Brussel. Reuter, The Daily TelegTaph. MIKILL meirihluti greiddi atkvæði með Maastricht-samningnum um aukinn samruna ríkja Evrópubandalagsins í þjóðaratkvæðagreiðsl- unni á Irlandi á fimmtudag. Um tveir af hverjum þremur, eða 69%, voru fylgjandi samningnum. Leiðtogar annarra aðildarríkja fögnuðu úrslitunum og sögðu þau sýna að hægt yrði að bjarga samningnum þótt Danir hefðu hafnað honum í þjóðaratkvæðagreiðslu 2. júní. Fjórir stærstu stjórnmálaflokkar írlands voru meðmæltir samningn- um, auk helstu forystumanna bænda, verkalýðsfélaga og atvinnu- rekenda. Náttúruverndarsinnar, stuðningsmenn hlutleysis í utanrík- ismálum, andstæðingar fóstureyð- inga og kvennahreyfíngar, sem berjast fyrir fijálsum fóstureyðing- um, sneru hins vegar bökum saman í andstöðunni. Um 2,5 milljónir manna voru á Stofna hersveitir í nafni V -E vr ópusambandsins íslandi boðin aukaaðild að bandalaginu Brussel. Reuter. UTANRIKIS- og varnarmálaráðherrar ríkja Vestur-Evrópusam- bandsins samþykktu á fundi sínum i Bonn i gær að fela sambandinu nýtt hlutverk sem gerir því kleift að senda hersveitir til átakasvæða eins og við Persaflóann og í Júgóslavíu. Verða sérstakar hersveitir stofnaðar í því skyni en ráðherrarnir sögðu að þeim yrði einungis beitt utan aðildarríkjanna til að framfylgja ákvörðunum Ráðstefn- unnar um öryggi og samvinnu í Evrópu (RÖSE) og öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Samþykktu ráðherrarnir meðal annars að bjóða íslendingum aukaaðild að bandalaginu. Með þessari ákvörðun ráðherr- anna er stigið skref nær því að veita Evrópubandalaginu (EB) vamarhlutverk, en ríkin níu sem aðild eiga að Vestur-Evrópusam- bandinu eru öll í EB og einnig í Atlantshafsbandalaginu (NATO). Aðildarríkin eru Bretland, Frakk- land, Þýskaland, ítalía, Spánn, Portúgal, Holland, Belgía og Lúx- emborg. Samþykktu ráðherrarnir ennfremur að bjóða EB-ríkjunum þremur sem hafa staðið utan sam- bandsins - Danmörku, írlandi og Grikklandi - aðild. _ Ennfremur ákváðu þeir að bjóða íslendingum, Norðmönnum og Tyrkjum aukaað- ild en þessar NATO-þjóðir eru allar utan EB. Ráðherrarnir samþykktu stofnun sérstakra loft-, land- og sjóheija á vegum Vestur-Evrópusambandsins sem hægt verður að senda til ríkja utan NATO til að veita neyðarað- stoð, til friðargæslustarfa eða ihlut- unar á borð við það sem átti sér stað í Persaflóastríðinu. Ráðherrarnir lögðu á það áherslu að með því að veita sambandinu aukið varnarhlutverk væri ekki ver- ið að grafa undan NATO', heldur kæmi sambandið og sveitir þess til viðbótar starfsemi Atlantshafs- bandalagsins. Engar hernaðarráð- stafanir yrðu gerðar nema að við- höfðu samráði við NATO. kjörskrá og kjör- sóknin var um 57%. Mest var andstaðan við samninginn í verkamanna- hverfum í Dyflinni. í dreif- býlinu var hins vegar yfírgnæf- andi meirihluti hlynntur samningnum, allt að 80% kjós- enda, og þykir það sýna mikil- vægi landbún- aðarstyrkja EB fyrir Ira. „Ég tel að samningurinn verði staðfestur í öllum hinum lönd- unum tíu þar sem hann fékk svo mikinn stuðning íra,“ sagði David Andrews, utanríkisráðherra Ir- lands, sem bætti við að úrslitin styrktu mjög stöðu landsins innan Evrópubandalagsins. Hann sagði að „Evrópuhugsjónin“ hefði ráðið mestu um úrslitin en ekki fjárhags- legur ávinningur íra af aðildinni að bandalaginu. Irland er eitt af fátæk- ustu ríkjum Evrópubandalagsins og fyrir hvert írskt pund sem Írar greiða í sjóði EB fá þeir sex til baka. „Ég er auðvitað mjög ánægður," sagði Joao de Deus Pinheiro, utan- ríkisráðherra Portúgala, sem eru nú í forsæti í ráðherraráði banda- lagsins. „Ég vona að þetta sé upp- haf þess að hvert ríkið á fætur öðru gjaldi jákvæði við Maastricht- samningnum." Deus Pinheiro sagði Reuter Albert Reynolds, forsætisráðherra írlands, fagnar sigri í gær eftir að ljóst var að mikill meirihluti var fylgjandi Maastricht-samningnum í þjóðarat- kvæðagreiðslu í landinu á finuntudag. að höfnun Dana á samningnum merkti að útskýra þyrfti samning- inn betur fyrir fólki fremur en að semja um breytingar á honum. Auk Danmerkur og Irlands verð- ur samningurinn borinn undir þjóð- aratkvæði í Frakklandi, líklega í september. Neðri deild franska þingsins samþykkti í gær stjómar- skrárbreytingar sem eru nauðsyn- legar til að staðfesta samninginn. Efri deildin hafði áður samþykkt breytingarnar og lokaatkvæða- greiðslan fer fram á sameiginlegum fundi deildanna bráðlega og þurfa þá þrír af hveijum fímm þingmönn- um að leggja blessun sína yfir breytingarnar. I hinum aðildarríkj- unum níu eru það þjóðþingin sem ákveða hvort samningurinn verður staðfestur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.