Morgunblaðið - 21.06.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.06.1992, Blaðsíða 1
104 SIÐUR B/C 138. tbl. 80. árg. Elsta golfkylfa heims á uppboði BÚIST er við að 300 ára gömul golf- kylfa, sem hugsanlega er sú elsta í heimi, gefi eiganda sínum yfir 4 millj- ónir ÍSK í aðra hönd á uppboði Sothe- by’s i næsta mánuði. Kylfan fannst grafin í garði í Edinborg fyrir nokkr- um áratugum og lenti í höndum manns sem sankaði að sér alls kyns gömlu járnadrasli. Hún lá svo í kjall- ara sonar mannsins áður en hann fór um daginn og lét meta verðmæti hennar, sem kom gjörsamlega flatt upp á hann. Hann sagði matsmönnum uppboðsstofnunarinnar að börnin hans hefðu leikið sér með kylfusafnið í kjallaranum og meðal annars sagað nokkrar þeirra í sundur og það væri einskær tilvijjun að kylfan forna hefði fengið að vera í friði. Kuldínn kenndí manninum akuryrkjuna NEYÐIN kennir naktri konu að spinna og nú segja bandarískir vís- indamenn að kuldakast fyrir 10.000 árum hafi kennt mannkyninu að taka upp skipulagða akuryrkju. Fram að þeim tíma er talið að menn hafi ein- ungis sáð lítils háttar villihveiti og rúgi við búðir sínar ef hlé var á flakki þeirra. Þá kom 700 ára kuldakippur, sem minnkaði uppskeru á villtu korni og frá þeim tíma eru líka fyrstu merki um akuryrkjusamfélög í Jórdandal og í Sýrlandi. Teþ'a vísindamennirnir einsýnt að menn hafi neyðst til að hefja kornrækt i stórum stíl til að aðlagast breyttum aðstæðum. Haile Selassie jarðsettur á ný við reggí-tónlist HAILE Selassie, hinn látni keisari Eþíópíu, verður jarðsettur á ný í næsta mánuði, á aldarafmæli hans hinn 23. júlí. Þann dag ætlar trúar- hópur rastafara — sem telur hinn látna keisara vera holdtekju guðs og einkum þá fylgismenn í Jamaica — að gangast fyrir hátíðahöldum í höf- uðborginni Addis Ababa, með fyrir- bænum, dansi og reggí-tónlist. Jarð- arförin er hins vegar skipulögð af fylgismönnum endurreisnar keisara- dæmisins og hafa yfirvöld leyft syni Selassies, Asfawosse prinsi, að vera viðstaddur. STOFNAÐ 1913 SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1992 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Morgunblaðið/Ámi Sæberg Björt nótt og fullt tungl í dag, 21. júní, eru sólstöður og lengstur dagur á norðurhveli jarðar. Þessa mynd tók ljósmyndari Morgunblaðsins klukkan tvö á bjartri Reykjavíkurnóttu fyrir skömmu, en hún er tekin með aðdráttarlinsu ofan af Kjalamesi svo að karlinn í tunglinu virðist held- ur stærri en menn eiga að venjast. Samið um skiptingu Tékkó- slóvakíu í tvö sjálfstæð ríki Bratislava. Reuter, Daily Telegraph. LEIÐTOGAR tveggja stærstu stjórnmálaflokkanna í Tékkóslóvakíu náðu i gær samkomulagi um að skipta landinu upp í tvö sjálfstæð riki en sambúð Tékka og Slóvaka hefur varað í 74 ár. Á næstu mánuðum verður unnið að því að skipta upp eignum sambandsríkisins en stefnt er að fullum aðskilnaði í september. Vladimir Meciar, leiðtogi Hreyfingar fyrir lýðræðislegri Slóvakíu, HZDS, stærsta flokks- ins í austurhlutanum, las upp samkomulagið á fundi með fréttamönnum í Bratislava í gær og undir það hafði einnig ritað Vaclav Klaus, formaður Lýðræðisflokksins, ODS, og líklegur forsætisráðherra í vesturhlutanum. Þar kem- ur fram, að ODS hafi viljað sambandsríki, sem væri eitt samkvæmt alþjóðalögum, en HZDS vildi sambandsríki þar sem bæði ríkin yrðu sjálfstæð með tilliti til alþjóðalaga. Á það vildu Tékkar ekki fallast og því var ákveð- ið, að til fulls aðskilnaðar kæmi. Klaus sagði í gær, að hann hefði skrifað undir skilnaðarskjölin með sorg í hjarta en Meciar hélt því fram, að þrátt fyrir allt væri sambandsríkið ekki endilega úr sögunni. Ljóst er hins vegar, að Tékkar sneru kröfum Sló- vaka upp á þá sjálfa og kröfðust þess, að ríkinu yrði skipt. I næstu viku verður skipuð bráðabirgðastjórn fyrir sambandsríkið og sit- ur hún fram í september. í deilum Tékka og Slóvaka börðust þeir fyrrnefndu lengi fyrir áframhaldandi tilveru sambandsríkisins en á því hefur orðið mikil breyting meðal tékknesks almennings. Hafa tugir þúsunda manna skrifað undir áskorun um skiptingu ríkisins og síðustu daga hafa tékkneskir fjölmiðlar hvatt til tafarlausrar skiptingar gjaldmiðilsins til að stórkostleg útgjaldaáform Slóvaka valdi ekki efnahags- legri kollsteypu í vesturhlutanum. Slóvakar ætla að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu síðar á árinu um stofnun nýs ríkis en haft er eftir heimildum, að Tékkar vilji fá þá ofan af því. Eru þeir sagðir óttast, að slóvakískur almenn- ingur komist að „rangri niðurstöðu", það er að segja, að meirihlutinn vilji þrátt fyrir allt viðhalda sambandsríkinu. Ýmsir frammámenn í Evrópubandalaginu, EB, hörmuðu í gær væntanlega skiptingu Tékkóslóvakíu og kváðust vissir um, að lands- menn ættu eftir að iðrast hennar. Frans Andriessen, sem fer með utanríkismál í EB, sagði, að nú yrði meðal annars að taka til endurskoðunar samkomulagið frá í fyrra um aukaaðild landsins að EB. Á FLÓTTA UNDAN MECIAR Leonard Cimo óttast um lífsitt og vonast til að fápólitískt hceli t Sviss. 18 Gaf 14 grunnskóla til Afríku Við þurfum að líta hálfa öld aftur í tímann til að finna sambærilegan þorskafla og tillögur Hafrannsóknarstofnunar ganga út á. Margrét Hjálmtýsdóttir kostaöi byggingu skólans ÞRIGGJA , JÖKLA Síðáttur hálendisins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.