Morgunblaðið - 07.11.1992, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.11.1992, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1992 11 Nýjar bækur Skáldsaga eftir Olaf Gunnarsson komin út SKÁLDSAGAN Tröllakirkja eftir Ólaf Gunnarsson er komin út á veguin Forlagsins. Þetta er sjötta skáldsaga Ólafs, sem einnig hefur sent frá sér smásögur, ljóð, þýðingar og leikrit fyrir börn, auk fjölda greina í dagblöð og tímarit. Olíumálverkin hafa þetta rými til að bera í ríkum mæli, eins og vænta má með myndir sem eru um þrír metrar á lengd. Hin lárétta áhersla er er síðan styrkt enn frekar með beitingu pensiis og sköfu, sem fylgir þessum línum, þannig að það hrein- lega geislar af landinu, t.d. í nr. 2, 7 og 16. Listakonan notar einnig matta og glansandi áferð yfirborðsins á hnitmiðaðan hátt í litasamsetning- um sínum til frekari áréttingar, eink- um hvað varðar skil himins og jarð- ar, eins og í nr. 10 og 13. Myndirnar eru því ekki af örsnauðum eyðimörk- um, heldur bera þær í litavalinu með sér gróðursöguna, sem og blámann, myrkrið og jökulbirtuna, hver í sínu lagi. Stálverkin, sem eiga að sýna línur landsins eins og þær ber við himin, eru athyglisverð tilraun til að færa þessa sýn á landið yfir í annan mið- il. En það verður strax ljóst við stutta skoðun að meginhluta þeirra vantar undirstöðuna, hina láréttu grunnlínu; án hennar eru verkin aðeins fábrotið línuspil, án virkra tengsla við landið. Guðrún Kristjánsdóttir er þroskuð listakona, sem hefur góð tök á mál- verkinu sem listmiðli og því mynd- efni, sem hún hefur valið sér að tak- ast á við, eins og kemur berlega fram á þessum ágætu sýningum hennar að þessu sinni. Undanfarin ár hefur hún sýnt nokkuð erlendis, og í ljósi þess má vænta þess að hún eigi eftir að láta meira að sér kveða á þeim vettvangi í framtíðinni. Sýningum Guðrúnar Kristjánsdótt- ur í Norræna húsinu og FÍM-salnum við Garðastræti lýkur sunnudaginn 15. nóvember. Tónlistarráð í stað Tónlist- arbandalags Aðalfundur Tónlistarbandalags íslands var haldinn 31. október á íslenskum tónlistardegi. A fundinum lagði stjórnin tilað gerðar yrðu grundvallarbreyt- ingar á skipulagi Bandalagsins, þannig að formenn og forsvars- menn aðildarfélaga sætu í stjórn þess. Akveðið var að stofna Tónlistarráð og leggja Tónlistarbandalagið niður. Aðalfundurinn var vel sóttur af helstu forsvarsmönnum tónlistar- samtaka, félaga og einstaklinga. Hann var haldinn í framhaldi af tónlistarráðstefnu sem Bandalagið skipulagði og gerður var góður rómur að. í skýrslu formanns Tónlistar- bandalagsins, Símonar H. ívars- sonar kom fram að starfsemin hafi aldrei verið jafn mikil og far- ið vaxandi frá ári til árs. Meðal helstu verkefna. Bandalagsins voru: Ar söngsins, íslenskur tón- listardagur, stofnun tónlistarfé- laga á landsbyggðinni, könnun á tónlistariðkun á Islandi, upptökur sjónvarpsins með leik tónlistar- manna til styrktar byggingu tón- listarhúss, útgáfa á mánaðarriti um menningar- og listviðburði og ótal margt fleira. í fréttatilkynningu segir að í skýrslu formanns komi eftirfar- andi fram: Með tilliti til að starf- semi Tónlistarbandalagsins hefur aldrei verið blómlegri, kann ákvörðun um stofnun Tónlistarr- áðs að koma mörgum spánskt fyr- ir sjónir. En með stofnun þess hefst nýtt upphaf á nýju sam- starfi, þar sem formenn og for- svarsmenn ólíkra félaga eru til- búnir til að starfa saman. Það eitt sér er næg ástæða til að gleðjast." í lok aðalfundarins var sam- þykkt tillaga stjómar um að Tón- listarbandalaginu yrði ekki slitið fyrr en reikningsári þess lýkur, þar sem frágangi á ýmsum störf- um þess væri ekki lokið. Tillagan var einróma samþykkt. Og for- maður lagði til stofnun Tónlistarr- áðs íslands um leið og hann sleit aðalfundi. í kynningu Forlagsins segir: „Tröllakirkja gerist í Reykjavík á sjötta áratug aldarinnar og fjallar um Sigurbjörn arkitekt og fjöl- skyldu hans. Sigurbjörn hefur ýmis stórbrotin áform á prjónun- um og vor eitt lætur hann til skar- ar skríða og ákveður að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd. Það á eftir að draga dilk á eftir sér og kalla á voveiflega atburði. Tröllakirkja er efnismikil og dramatísk skáldasaga þar sem spurt er um sektina og fyrirgefn- inguna, manninn og Guð. Margar ljóslifandi og eftirminnilegar per- sónur koma við sögu og frásögnin er víða lituð þeirri sérstæðu sagna- gleði sem lesendur Ólafs Gunnars- sonar þekkja en um leið er leikið á fleiri strengi; stíllinn er fjöl- breytilegur, fáorður og knappur, en jafnframt litríkur og ljóðrænn." Útgefandi er Forlagið. Grafít hf. hannaði kápu og Prentsmiðj- Ólafur Gunnarsson an Oddi hf. prentaði. Bókin er 279 bls. Verð 2880 krónur. Listasjóður stofnaður í tilefni af 60 ára starfsafmæli Pennans verður sérstakur „Lista- sjóður Pennans" stofnsettur til minningar um hjónin Baldvin Pálsson Dungal og Margréti Dungal. í fréttatilkynningu segir að til- gangur sjóðsins sé að efla menningu og listir, m.a. með styrkveitingu til íslenskra myndlistarmanna. í stjórn hans sitja Anna Líndal myndlista- maður frá SÍM, Bjarni Daníelsson skólastjóri frá MHI og Guhnar B. Dungal af hálfu Pennans sem jafn- framt er stjórnarformaður. Fyrsta úthlutun úr sjóðnum verður 300 þúsund krónur. Auk þess verður listamanni boðin 200 þúsund króna vöruúttekt í skiptum fyrir listaverk. Þurfa umsóknir að berast stjórn sjóðsins fyrir 1. desember 1992. Út- hlutun fer fram í byrjun næsta árs. EKKIOF HORÐ, EKKIOF MJÚK, HELDUR FULLKÖMIN AÐLÖGUN Á haröri dýnu liggur hryggjarsúlan t sveig Þar sem þú eyðir u.þ.b. 8 tím- um á sólar- hring í rúm- inu, eða þriðjungi ævi þinnar, ætti góð dýna að vera eitt af þínum allra mikil- vægustu fjárfestingum. Arum saman hefur því verið haldið fram að stífar dýnur séu betri fyrir bakið. Sérfræðingar okkar hjá Dux x Svíþjóð mfi—iilinii niinnri if Á Dux-dýnu liggnr hryggjarsúlan bein hafa sannað hið gagnstæða. Þeir hafa sannað að stíf dýna hamlar á móti, frekar en að lagast að eðliiegri lögun líkamans, þannig að í hvíld liggur hryggjarsúlan í sveig. Dux-dýnurnar eru hannaðar sérstaklega til þess að gefa eftir á réttum stöðum svo að hryggjarsúlan fær að hvílast í náttúru- legri stöðu. Þær koma í veg fyrir margan bakkvillann og gefa þér nauðsynlegan stuðning til þess að sofa djúpum endur- nærandi svefni. Er ekki kominn tími til að heimsækja Dux verslunina í Faxafeni og líta á okkar fjölbreytta úrval af Dux-rúmum? Faxafeni 7 (Epalhúsinu). Sími 689950 15 ÁRA ÁBYRGÐ Á DUX-DÝNUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.