Morgunblaðið - 02.12.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.12.1992, Blaðsíða 10
 II ___.________________•___________• 2081 flgatfrA'ki .u ;; í;»/'U i,i; hnu. líin.uti'uomiH 10 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1992 ► f f í i Betri Grímudansleik- ur — án Pavarottis LYRIC-óperan í Chicago frumsýndi Grímudansleik eftir Giuseppe Verdi í Civic-óperuhúsinu á laugardagskvöld. John Conklin gerði leiktjöld, Sonja Frisell leikstýrði, Daniele Gatti stjórnaði hljóm- sveitinni, en Kristján Jóhannsson óperusöngvari söng eitt af aðal- hlutverkunum, Gústaf konung III. Sýningin hefur fengið góðar viðtökur. Gagnrýnandi dagblaðsins Chicago Tribune minnir á, að í tveim fyrri uppfærslum Sonju Frisell hafi Luciano Pavarotti bor- ið ægishjálm yfir aðra flytjendur í hlutverki Gústafs konungs, en að þessu sinni sé dreifingin jafn- ari og óperan því betri en fyrr, full af lystilega spennandi ítölsk- um söng. Þrír af aðalsöngvurun- um, Sharon Swéet frá Bandaríkj- unum í hlutverki Amelíu, Vladim- ir Tsjernov frá Rússlandi í hlut- verki Ancarstroms greifa og Elizabeth Norberg-Schulz í hlut- verki Óskars, hafi öll þreytt frum- raun sína hjá Lyric-óperunni og staðið sig afburðavel. „Árangur- inn var besti Verdi-óperuflutning- ur, sem Lyric-óperan hefur boðið upp á um árabil,“ segir gagnrýn- andinn. Hann segir, að Sweet sé stór kona vexti og leiki takmarkað, en rödd hennar sé einstök, þrótt- mikil, þekkileg og skínandi sópr- an, ástartvísöngur hennar og Kristjáns Jóhannssonar hafi ein- kennst af vaxandi tónstyrk og til- finningaríkri raddbeitingu af hæsta gæðaflokki. „Auðvitað stendur Grímudans- leikur að miklu leyti og fellur með hæfileikum tenórsins: Kristján var í essinu sínu, allt frá því að hann söng upphafsaríu konungsins með kraftmiídum og klingjandi hrein- um ítölskum tóni til næstsíðasta atriðisins og naut þess greinilega að geta fyllt út í hvern krók og kima í húsinu," segir gagnrýnandi Chicago Tribune. Hann segir, að Tsjemov sé full- mótaður Verdi-baritónsöngvari og röddin rétt saman sett úr dimmum þéttleika og ljóðrænu svifi. Um norsku sópransöngkonuna Nor- berg-Schulz segir hann meðal annars, að hún hafi bjarta og kvika rödd og nái vel tökum á drengslegum persónutöfrum Ósk- ars. Gagnrýnandi Chicago Sun- Times segir, að það hafi tekið kór, hljómsveit og söngvara nokk- urn tíma að stilla saman strengi sína, en í öðrum þætti hafí allt verið fallið í ljúfa löð undir röggs- amri stjóm hljómsveitarstjórans. Ljósameistarinn, Duane Schuler, hafí á meistarlegan hátt aukið á ógn andrúmslofts sögunnar, sem bregður upp myndum af íburð- armiklu hirðlífi í Svíþjóð á 18. öld. „Þó að áhorfendur hafí ef til vill kannast við umgerð verksins frá fyrri uppfærslum voru flytj- endurnir flestir nýliðar hjá Lyric- óperunni. Islenski tenórinn Krist- ján Jóhannsson, sem söng Gústaf konung, var þar undantekning, því að hann söng hjá félaginu í „Mephisofele“ og „Turandot" á síðasta söngári og stóð sig af- burðavel,“ segir gagnrýnandinn. Hann hrósar Tsjernov í hástert og segir rödd hans sterka og tján- ingarríka. Hann segir, að Sweet hafí verið verðugur mótsöngvari Kristjáns, sem hafí sýnt það á laugardagskvöldið hve gífurleg- um raddstyrk hann búi yfir. Rödd hennar hafi virst svolítið þurr í þriðja þætti, en í bæninni og ást- artvísöngnum með Kristjáni hafí túlkun hennar verið einkar falleg. Lægstu tónarnir hjá honum hafi stundum verið htjúfir, en í aríun- um hafí ákveðnir og hreinir hátón- arnir flogið upp í rjáfur. Loks segir gagnrýnandinn, að Norberg-Schulz hafí geislað frá sér glaðværð og ungæðislegum lífsþrótti í hlutverki Óskars og rödd hennar hafi verið silfurtær, en þó kraftmikil. Sex sýningar verða á Grímu- dansleik í Civic-óperuhúsinu fram til 19. desember, en þegar sýning- ar hefjast að nýju í febrúar, taka nýir söngvarar við aðalhlutverk- unum. \ Snyrtivöruverslun í hjarta borgarinnar Af sérstökum ástæðum er til sölu rótgróin snyrtivöru- verslun í miðborginni. Góð viðskiptasambönd. Frekari upplýsingar veitir: Fasteignamarkaðurinn hf., Óðinsgötu 4, símar 11540 og 21700. ✓ 511 CA 51 LÁRUS Þ. VALDIMARSSON framkvæmdastjóri L I IQU'LlO/V KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. loggiltur fasteígnasau Nýkomín til sölu: Á besta stað í Árbæjarhverfi nýl. og vandað raðh. m. 7 herb. íb. um 170 fm á tveimur hæðum. Innréttaður kj. um 85 fm m. fráb. fjölsk.aðstöðu. Gufa, heitur pottur. Góður bílsk. Ræktuð lóð. Nánari uppl. á skrifst. Á vinsælum stað f Vogunum vel byggt og vel með farið steinh. ein hæö 165 fm auk bílsk. 5 svefn- herb. m.m. Sólverönd. Glæsil. lóð. Ýmiss konar eignaskipti mögul. í 10 ára fjölbhúsi í vesturbænum 3ja herb. íb. um 80 fm vel skipul. Parket. Sólsv. Ágæt sameign. Þvhús á hæðinni. Góð geymsla í kj. Hentar m.a. eldra fólki. Tilboð óskast. Miðsvæðis í Kópavogi 2ja herb. suðuríb. á 2. hæð í þriggja hæða blokk. Parket. Sólsvalir. Stæði í bi'lg. Góð sameign. Laus strax. Tilboð óskast. Glæsilegt endaraðhús - eignaskipti Nýendurbyggt raðhús um 160 ím að grunnfl. Kj. er u. öllu húsinu. Sérbyggður bílsk. Blóma- og trjágarður. Húsið er í enda í syðstu röð í Fellahverfi. Eignáskipti mögul. • • • Fjöldi fjárst. kaupenda á skrá. Margs konar eignaskipti. Opið á laugardaginn. AIMENNA FASTEIGNASAL AH "^AVEG118 SÍMAR 21150 - 21370 51500 Marfubakki - Rvík Til sölu góð 3ja herb. íb. á 1. hæð. Herb. fylgir í kj. Hafnarfjörður Ölduslóð Til sölu tvær hæðir samtals ca 215 fm auk bíisk. á þessum vin- sæla stað. Fráb. útsýni. Laust strax. Nánari uppl. á skrifst. Hraunbrún Til sölu gamalt timburhús á tveimur hæðum. Þarfn. við- halds. Getur losnað fljótl. Allar nánari uppl. á skrifst. Klettagata Til sölu tvær 4ra-5 herb. íb. í tvíbhúsi auk bílsk. Geta selst í einu lagi eða sér. Allar nánari uppl. á skrifst. Laufvangur Góð 4-5 herb. ca. 115 fm íb. á 2. hæð í sex íbúða stigahúsi. Áhv. ca. 2 millj. Hjallabraut Góð 4-5 herb. íb. á 1. hæð. Trönuhraun Til sölu og/eða leigu gott, rúml. 300 fm skrifsthúsn. Hentar vel fyrir félagasamtök eða sem kennsluaðstaða. Allar nánari uppl. á skrifst. Vantar Vantar gott einb. í Hafnarfirði fyrir fjársterkan aðila, helst í skiptum f. glæsilega hæð og ris í Hafnarf. Milligjöf staðgreidd. Allar nánari uppl. á skrifst. Árni Grétar Finnsson hrl., Stefán Bj. Gunnlaugss. hdl., Linnetsstíg 3,2. hæð, Hfj., símar 51500 og 51601 Kammersveit Reykjavíkur á æfiugu Jólatónleikar Kamm- ersveitar Reykjavíkur Jólatónleikar Kammersveitar Reykjavíkur verða í Áskirkju, sunnudag- inn 6. desember og hefjast klukkan 17.00. Á tónleikunum verða leikin nokkur verk frá barroktímanum; Konsert fyrir trompett í D-dúr, eftir Fasch, Konsert fyrir óbó op. 9. nr. 2. í d- moll, eftir Albinoni, Konsert fyrir fagott í a-moll og Konsert fyrir fiðlu í g-moll, eftir Vivaldi. Að auki verður leikinn Konsert nr. V í B-dúr, fyrir strengjasveit eftir Pergolesi. Tónleik- unum lýkur á hinum þekkta jólakon- sert eftir Corelli. Einleikarar á tónleikunum verða Bijánn Ingason, fagotleikari, Hólm- fríður Þóroddsdóttir, óbóleikari, Ei- ríkur Örn Pálsson, trompetleikari og Rut Ingólfsdóttir, auk þess sem fímmtán hljóðfæraleikarar skipa. Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs Verk Ingibjargar og Guðbergs tilnefnd LJÓÐASAFNIÐ Nú eru aðrir tímar, eftir Ingibjörgu Haralds- dóttur, og skáldsagan Svanurinn, eftir Guðberg Bergsson, hafa verið tilnefnd til bókmenntaverð- launa Norðurlandaráðs 1993 af hálfu Islendinga. Nú eru aðrir tímar er þriðja ljóða- safn Ingibjargar Haraldsdóttur, en hún hefur einnig starfað í leikhúsi og við kvikmyndagerð. Guðbergur Bergsson hefur skrifað meira en tuttugu bækur og hafa verk hans meðal annars verið þýdd á dönsku, þýzku og spænsku. Svanurinn hlaut Islenzku bókmenntaverðlaunin í fyrra. Verk Guðbergs hafa þrisvar sinnum áður verið tilnefnd til bók- menntaverðlauna Norðurlandaráðs. Framlag Dana til verðlaunanna er skáldsagan Byen og verden eftir Peer Hultberg og smásagnasafnið Breve eftir Jens Smærup Sorensen. Finnar tilnefna skáldsöguna Far med dotter eftir Olli Jalonen og ljóðasafnið Parkerna eftir Tua Forsström. Frá Noregi koma ljóða- safnið Nattsol eftir Stein Mehren og skáldsagan Renhetens prise eft- ir Bergljost Hobæk Haff. Svíar leggja fram skáldsögurnar Att lása Ingibjörg Guðbergur Haraldsdóttir. Bergsson. Proust eftir Olof Lagercrantz og Utrota varenda jável eftir Sven Lindquist. Grænlendingar tilnefna ljóða- safnið Den berusede flue og andre digte eftir Marianne Petersen, Sam- ar ljóðasafnið Vindlös sti eftir Synnove Persen og Færeyingar skáldsöguna Stjerner over Andes eftir Gunnar Hoydal. Dómnefnd ákveður 2. febrúar á næsta ári hver hljóti bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs. Fulltrú- ar íslendinga í dómnefndinni eru Dagný Kristjánsdóttir og Sigurður A. Magnússon. Verðlaunaafhend- ingin fer fram 2. marz í tengslum við 42. þing Norðurlandaráðs í Osló. KAUPMIÐLUN LÖGGILD FASTEIGNA-, SKIPA- OG FIRMASALA AUSTURSTRÆTI17-SÍMI 62 17 00 SALA: PETUR H. BJÖRNSSON. LOGMAÐUR: ROBERT ARNI HREIÐARSSON. AUCL ÝSINGATEIKNARAR MARKAÐSMENN Af sérstökum ástæðum er til sölu traust og rótgróin auglýsingastofa í góðum rekstri. Fjöldi verkefna framundan. Góð tæki og áhöld, traust viðskiptasambönd. Tækifæri fyrir 2-3 teiknara og/eða markaðsmenn til að skapa sér sjálfstæðan eigin rekstur. Svona tækifæri býðst ekki á hverjum degi. Upplýsingar aðeins veittar á skrifstofunni. FJÖLDI ANNARRA FYRIRTÆKJA Á SKRÁ!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.