Morgunblaðið - 16.03.1993, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 16.03.1993, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1993 t Eiginmaður minn og faðir okkar, JÓHANN GUÐMUNDSSON fyrrverandi forstjóri, Heigamagrastræti 53, Akureyri, lést 14. mars. Útförin auglýst síðar. Freyja Jónsdóttir og synir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, VETURLIÐI GUNNAR VETURLIÐASON frá Úlfsá, Stórholti 9, (safirði, lést 14. mars. Hulda Guðmundsdóttir, Gunnar Veturliðason, Valdfs Friðriksdóttir, Valdís Veturliðadóttir, Steinþór Steinþórsson, Veturliði G. Veturliðason, Sveinfrfður Hávarðardóttir, Ólöf Veturliðadóttir, Guðmundur Einarsson, Guðmunda Veturliðadóttir, Þórir Sturla Kristjánsson, Stefán Veturliðason, Helga Kristjánsdóttir, Jón Veturliðason, Ásta Svana Ingadóttir, Magni Veturliðason, Harriet Andreassen, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir, KARLÞÓRÐARSON frá Hávarðarkoti, Þykkvabæ, andaðist 14. mars á hjókfbnarheimilinu Skjóli. Svava Guðmundsdóttir, Þórður Kr. Karlsson, Auður Þorsteinsdóttir og barnabörn. t ARNGRÍMUR SIGURJÓNSSON, Hjallavegi 42, Reykjavfk, er látinn. Guðrún Alda Sigmundsdóttir, Sigmundur Örn Arngrfmsson, Vilborg Þórarinsdóttir, Baldur Már Arngrfmsson, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Haraldur Arngrímsson, Dóra Halldórsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Systir okkar, + ARNDÍS ÞORKELSDÓTTIR fyrrum starfskona i Miðbæjarskóla, Fríkirkjuvegi 1, andaðist 13. mars. Halldóra Þorkelsdóttir, Ingunn Þorkelsdóttir. + PÁLL BJÖRNSSON, Fagurhólsmýri, lést á Skjólgarði, Höfn, aðfaranótt 15. mars. Vandamenn. t Eiginmaöur minn, JAKOB ÞORSTEINS JÓHANNSSON, lést á Hrafnistu í Reykjavík 12. mars. Ingibjörg Hjartardóttir. + Elskulegur faðir okkar og fósturfaðir, KRISTVALDUR EIRÍKSSON, andaðist 14. mars. Jarðarförin auglýst síðar. Börn og fósturdóttir. Minning Tryggvi Emilsson Fæddur 20. október 1902 Dáinn 6. mars 1993 Tryggvi Emilsson fluttist til Reykjavíkur 1947. Hann hafði þá um alllangt skeið verið formaður Verkamannafélags Akureyrar og átti langa sögu þar að baki sem burðarás verkalýðsbaráttu norðan heiða. Verkamannafélagið Dags- brún fékk að njóta starfa hans strax frá fyrstu tíð hans hér í Reykjavík, því óðar en Tryggvi hafði komið sér fyrir, þá í Selásnum með fjölskyldu sína, gerði hann sér ferð á skrif- stofu Dagsbrúnar í Alþýðuhúsinu og gekk í félagið. Næsta ár, 1948, var hann kosinn í stjórn félagsins. 1954-1961 var hann varaformaður og ritari frá 1961-64. Tryggvi átti einnig sæti í ráðum og nefndum félagsins um árabil og var fulltrúi félagsins á þingum og ráðstefnum. Lengst af starfaði Tryggvi hjá Hitaveitu Reykjavíkur þar sem hann hafði allra hylli, jafnt sam- starfsmanna sem yfirmanna. Allt í fari hans vakti traust. Hann var einstaklega prúður maður og hátt- vís og stafaði frá sér manngæsku og hlýju. Engu að síður var þessi ljúflyndi fagurkeri, unnandi bók- mennta og lista, með þeim fremstu í flokki í vinnudeilum og átökum um kjör verkafólks í yfir 40 ár. Baráttuþrek hans var glætt af óbil- andi réttlætiskennd og sannfær- ingu. Komin fast að sjötugu veiktist Tryggvi hastarlega og hætti þá störfum hjá Hitaveitunni. Þegar hann hafði náð nokkrum kröftum eftir veikindin tók hann til við rit- störf, sem ávallt höfðu verið honum hugleikin, en tími lítill eða enginn. Bækur Tryggva þekkir alþjóð. Með þeim reisti hann sér og íslenskri alþýðu og verkalýðshreyfingu þann bautastein sem blífur. Tryggvi Emilsson var nefndur til bókmenntaverðlauna Norðurlanda- ráðs og er okkur sagt að einu at- Guðbjartur Benedikts- son - Minning Fæddur 8. ágúst 1938 Dáinn 7. mars 1993 Hann Bjartur afi er dáinn. Aldrei aftur kemur hann til dyra þegar við komum til Stínu ömmu og seg- ir: „Komiði sæl og velkomin." Að vera boðinn og búinn voru - hans kjörorð. Leika við yngstu kyn- slóðina og spjalla við þá eldri, að sækja f Snæfellsnesrútuna eða keyra heim á kvöldin. Hjálpa til við flutninga á nýtt heimili, fegra það og bæta. Ógleymanlegar grillveislur í Garðabæ og jólaheimsóknir vestur. Það er gott að eiga minningar, þær streyma fram í hugann þegar rætt er um þá sáru staðreynd að afi er horfinn okkur. Við biðjum góðan Guð að styrkja elsku Stínu ömmu, dætur Bjarts afa og barnabörnin hans sem hann var svo stoltur af. Særún, Halldór, Sigríður Lára, Kristín, Sindri, Fanney, Heiðrún, Gunnar, Halldór og Olöf Rut. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og mágkona, NANNA SNÆDAL, Álfaskeiði 44, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 17. mars kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélagið. Jakob Bjarnar Grétarsson, Steinunn Ólafsdóttir, Atli Geir Grétarsson, Nanna Elísa Jakobsdóttir, Stefán Snær Grétarsson, Guðlaug Elísa Kristinsdóttir. í þœgilegu umhverfi með góðri þjónustu. GUesilegt kaffihlaðborö á hóflegu verði. Almenna auglýsingastoían hf. Rauöarárstíg 18 ® 62 33 50 .........iiiiiiiii 11 ........... GRÁSTEINN ILÁGRÝTI.LIPARIT GABBRÓ.MARMARI G R A N í T .HELGASON HF STEINSMHMA SKEMMUVEGI 48 KÓPAVOGI SÍMI: 91 76677 kvæði hafi munað að hann fengi. En bókmenntaverðlaun Dagsbrún- ar, þau einu hingað til sem veitt hafa verið, fékk hann og var jafn- framt kjörinn heiðursfélagi Dags- brúnar á fundi í Iðnó 1977 fyrir troðfullu húsi. Með einlægum söknuði og trega kveðjum við félaga okkar og sam- starfsmann. Þakklætisskuld okkar er stærri en svo að hún verði nokk- urn tíma greidd. Dætrum Tryggva Emilssonar og fjölskyldum þeirra vottum við inni- Iega samúð. F.h. stjórnar Dagsbrúnar Hjálmfríður Þórðardóttir. Laugardaginn 6. mars sl. lést Tryggvi Emilsson, verkamaður og rithöfundur, á 91. aldursári. Tryggvi fæddist í Hamarkoti við Akureyri 20. október 1902. Foreldr- ar hans voru Emil Petersen, bóndi og búfræðingur, og kona hans Þur- íður Gísladóttir. Hann var alinn upp í mikilli fátækt og missti móður sína sex ára gamall. Eftir það var hann oft hjá vandalausum tímunum saman, stundum við misjafna að- búð. Uppvaxtarárum sínum lýsir hann meistaralega í fyrstu bók ævisögu sinnar „Fátækt fólk“. Tryggvi hlaut litla skólamenntun í æsku en meðfædd fróðleiksþrá hans og skarpar gáfur bættu þar um, svo að ýmsir meira skólagengn- ir hefðu mátt teljast fullsæmdir af. Ungur að árum réðst hann sem vinnumaður til afa míns Jóns Jó- hannessonar, bónda að Ámesi í Tungusveit í Skagafirði. Sú dvöl varð honum mikið örlagaspor því að þar kynntist hann Steinunni Guðrúnu, dóttur Jóns bónda, sem varð kona hans. Þar kynntist hann einnig föður mínum Jóhannesi Erni Jónssyni, bróður Steinunnar, og tengdamóður sinni Gróu Sveins- dóttur, sem síðar dvaldist hjá þeim hjónum þar til hún lést. Við allt þetta fólk bundust ævilöng vináttu- bönd. Tryggvi og Steinunn munu hafa hafið búskap í Bakkaseli í Öxnadal en fluttu þaðan í Fagranes, nokkru utar í dalnum, og bjuggu þar ásamt foreldrum mínum í eitt ár. Þaðan lá leiðin til Akureyrar, þar sem þau dvöldust á nokkrum stöðum næstu árin en lengst á Flúðum, nýbýli sem ERFIDRYKKJUR Verð frá kr. 850- P E R L A N sími 620200 MUMfl! Minningarkort Styrktarfélags krabbameinssiúkra barna Seld í Garðsapóteki, sími 680990. Upplýsingar einnig veittar í síma 676020.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.