Morgunblaðið - 08.05.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.05.1993, Blaðsíða 1
MENNING USTIR PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1993 BLAÐ Steina Vasulka Finnbogi Pétursson Finn Naur Petersen ORKfl 06 VIBDIR í SÝHIHGUNHi BORERLIS 6 I LISTflSflFNI ISLftHDS FRUMKRAFTAR Náttúran í öllu. Innri og ytri, sýnileg og ósýnileg, kyrrlát og ofstopafull. Huglæg og hlutlæg, við- kvæm og óhagganleg, nú og alltaf. Hreyfing, kyrr- staða og spenna. Ur þessum efnivið hafa átta Iista- menn frá Norðurlöndum, Ítalíu og Sviss unnið ólík verk fyrir Listasafn Islands. Þar opnar í dag sýningin Borealis 6, norrænn tvíæringur sem að þessu sinni hefur einkunnarorðin Orka og víddir. Listaverk hvers höfundar er samofið safninu og umhverfi þess, saman mynda þau heild sem ólgar af innri andstæðum og ber grósku í umhverfislist samtímans glöggt vitni. ekktastur þeirra sem nú sýna á Borealis er efalaust ítalinn Gio- vanni Anselmo. Hann er í hópi brautryðjenda ítalskrar listar eftir stríð og verk hans prýða helstu nútímalistasöfn veraldar. Hann er fæddur í Piedmont á Ítalíu 1934 og nú búsettur í Torínó. Þegar á fyrstu einkasýningu sinni, í Mílanó 1968, hafði hann horfið frá hefðbundnum myndfleti og leitað beinni tengsla við sýnileg- an og ósýnilegan veruleika. Hann fæst við grundvallaratriði í um- hverfi manna eins og þyngdarafl og hreyfingu, áttir og segulsvið jarðar, smæð og ijarlægð. Verk Anselmos eru brot af því sem aug- að greinir ekki og tekur engan endi. Steinn eða steinar heldur verkum Anselmos við jörðina. Hann segist í aldarijórðung hafa notað áttavita í þeim og myndvarpi er annað tæki sem hann hefur dálæti á. „Ég vinn úr orku,“ segir hann. „Hún er alls staðar og ekki alltaf sýnileg, í jörð- inni og loftinu, inni við og fyrir utan. Ofl draga hvort annað að sér og varpa frá sér. Við erum einung- is brot eins og það sem við skynj- um, endimörkin eru ef til vill hvergi og að minnsta kosti langt utan seil- ingar okkar.“ Einungis brot Ljósgeisli skín úr lítilli vél uppá vegg í sal Anselmos í listasafninu. Á gólfinu, frá suðri til norðurs, stendur basaltsteinn sem áttaviti er greyptur í og á veggjunum eru fjórir sterkbláir fletir. Anselmo seg- ir að þetta séu brot eða smáatriði. „Blái liturinn liggur yfir í önnur lönd,“ útskýrir Anselmo, „heiti hans, oltremare, þýðir líka handan hafsins." Sennilega þykir sýningar- gesti þessi litur djúpur og sterkur og hafa í sér ijarlægð. Ef til vill kemur gesturinn jafnframt auga á hvað felst í ljósgeisla Anselmos og vel má vera að hann skynji í þessum sal hvað stærð og nánd er afstæð. Augnablik fangað Finnbogi Pétursson hefur þá sérstöðu á sýningunni að tefla fram hljóðskúlptúr. Þrír stórir pendúlar hanga í lofti listasafnsins og sveifl- ast stöðugt fram og til baka, úr takti hver við annan. Hljóðnemi i gólfinu undir hverjum þeirra grípur augnablikið þegar pendúllinn er fullkomlega lóðréttur og gefur frá sér tón. Finnbogi segir að þetta sé óður til tímans, um augnablik og óendanleik í ljölbreytni og framrás. Hvert hljóð er endurvarp frá magn- ara úti í horni, eins konar spegil- mynd andartaks, og ósýnilegur kraftur, aðdráttaraflið, veldur sí- byljunni. Þannig virðist hið ómögu- lega hafa gerst með einfaldri að- ferð; tíminn fangaður og augnablik einangrað. Eldsófi Svíans Ulf Rollof, smíðaður í Mexíkó 1992. Finnbogi er fæddur í Reykjavík 1954 og starfar þar. Hann segist til skamms tíma hafa þurft að vinna fyrir sér með öðru en eigin list, en hefur nú listamannalaun. Hann vann áður mikið að vídeóverkum, en hefur um skeið einbeitt sér að hljóðskúlptúr. Höggmyndir hans hafa vakið mikla athygli á fjölmörg- um alþjóðlegum listsýningum. Háspenna lífshætta Pendúlar Finnboga sveiflast í sleitulausum takti en hinum megin í sama sal ríkir alger kyrrstaða. Raunar svo mikil að ljóst er að hvenær sem er getur myndverkið sprungið. Þetta er einmitt einkenni verka Svisslendingsins Romans Signer. Hann skapar aðstæður sem búa yfir spennu, hættan vofir yfir verkum hans. Háskinn felst í frumkröftum náttúrunnar og þekk- ingu manna á aðferðum til að eyða henni og sjálfum sér. Signer er fæddur 1938 og starfar í heimalandi sínu. Hann er óvenju- legur listamaður og áræðinn, fjallar með ýmsu móti um orku sem þá og þegar gæti losnað úr læðingi með ófyrirsjánlegum afleiðingum. Náttúran er yfirleitt bakgrunnur verka hans og Signer notar sprengi- efni í auknum mæli til að kalla fram tilætluð áhrif. Þannig verða verk hans til með nákvæmum undirbún- ingi og uppstillingu, standa uns hann kýs að grípa inn í, og enda í niðurstöðu sem er utan valdsviðs listamannsins. -Á Borealis 6 tengir grannur þráð- ur íjórar olíutunnur. Þær eru bundnar efst á hallandi bretti, hver í sínu horni fernings, og við blasir árekstur ef kveikt er á rafgeymi í salnum. Orka og tími í vatnsiðu Niður berst úr myrku herbergi í kjallara listasafnsins. Þar hefur Steina Vasulka komið fyrir fjórum tjöldum úti á gólfi og á þeim ólgar og skellur vatn og straumar. Steina er fædd á íslandi 1940 en hefur lengst af búið í Bandaríkjunum. Hún hefur undanfarna áratugi ver- ið í fremstu röð vídeólistamanna í heiminum og gefur nú eigin mynd af íslenskri náttúru. Steina myndaði vatnselg í Krísu'- vík, Hverfísá, Kolgrímu og við Dyr- hólaey. Myndirnar eru fallegar og Sjá bls. 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.