Morgunblaðið - 03.06.1993, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 03.06.1993, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1993 37 k HELGARTILBODIN MATVÆLI eru fyrirferðarmest í helgartilboðum stórmarkaðanna þessa vikuna, nema í Miklagarði þar sem rýmingarsala í sérvöru- deildum er ennþá. Hægt er að fá telpukjóla á tæpar 2.000 krónur nú í stað tæplega 5.000 kr. áður og 30% afsláttur er veittur af öllum geisladiskum. í Kjöti og fisk hefur verið opnuð búsáhaldaverslun, en engin tilboðsverð eru á vörum þaðan. I Fjarðarkaupum verður lögð áhersla á að kynna vörur frá Heinz og í Nóatúni eru nýir ís- lenskir tómatar komnir niður í 189 kr. kg. 300 g af Nóa súkkulaði-rúsínum kosta 159 kr. í Bónus og 3 bréf af Hos örbylgjupoppi kosta 82 kr. Athyglisvert tilboð er á kjötvörum i Fjarðarkaupum, bæði á nauta-og lambakjöti. Einnig er athyglisvert tilboð á grillkjöti í Kjöti og fiski. BÓNUS Tilboðin gilda frá fimmtudegi til laugardags. Hos Micro Popp 3 bréf.....82 kr. D. Pasta skrúfur 500 g....43 kr. Bónus WÚ pappír (íslenskur) 12 rúllur....... 229 kr. Cornfleaks 1 kg .. 199 kr. Nóa rúsínur 300 g 159 kr. 4 stórborgarar með sósu og brauði 298 kr. MIKLIGARÐUR Engin sérstök tilboð á mat- vöru en rýmingarsalan er í fullum gangi. Herraúlpur.... Herraskyrtur .... Bamaflauelsbuxur 500 kr. Telpukjólar............1.995 kr. Dömupeysur.............1.495 kr. Geisladiskar.......30% afsláttur Sportskór nr. 35 - 46 ...995 kr. Herraskór..............1.995 kr. KJÖT OG FISKUR í versluninni er tilboðsveggur með 30 mismunandi tilboðum. Á fimmtudögum eru 10-15 tegundir af grænmeti og ávextir á tilboðs- verði, á mánudögum er tilboðsverð 395 kr. kg. á ýsuflökum, á þriðju- dögum á lcjötfarsi 295 kr. kg, á miðvikudögum á saltkjöti 449 kr. kg, en helgartilboðin eru eftirfar- andi: Nautahakk................598 kr. kg Lambagrillsneiðar.....720 kr. kg Svínagrilisneiðar.....590 kr. kg Orwille Mikropopp.....99 kr. pk. Toffypopskex..............89 kr. pk. 21 kók 2x6 ....799 kr. kippan. FJARÐARKAUP Tilboðin gilda miðvikudag, fimmtu- dag og föstudag. Ananas kurl ‘Adós..........25 kr. Aspas hvítur‘/2............59 kr. Macvites súkkulaðikex 400 g.....................105 kr. Snap Jacks kex fruit ogcountry..................95 kr. Niðurskorin 3ja koma ogPálmabrauð...............98 kr. Pampers bleijur...........897 kr. Tómatsósa Hunts 680 g......98 kr. Nautaframhryggsfile...998 kr. kg Grilllærissneiðar......929 kr. kg Nautagrillsneiðar......998 kr. kg Kindabjúgu.............429 kr. kg NÓATÚN Þessi tilboð standa til miðvikudags íslenskirtómatar.......189 kr. kg Appelsínur l.flokkur.......69 kr. 2 stk. hvítlauksbrauð Myllan....................139 kr. Lambagrillsneiðar......599 kr. kg Svínabógsneiðar........699 kr. kg E1 Marino kaffi 454 g.....179 kr. Maryland kex blátt 150 g...69 kr. Hraunbitar stór pakki.....159 kr. Vatnsmelónur............98 kr. kg Hollenskar bökunar- kartöflur...............59 kr. kg 2 stk. Kappahl sokkabuxur samanípakka...............299 kr. ■ Hreinsun á rimlagluggatjöldum RIMLAGLUGGATJÖLD hafa um árabil notið mikilla vinsælda jafnt á heimilum sem og á skrifstofum. Oft vefst fyrir fólki hvemig best sé að þrífa þau. Þótt tjöldin séu tekin niður og þvegin vandlega i baðkari er oft ill- mögulegt að ná óhreinindum af böndunum. Séu tjöldin ekki þurrkuð nægilega vel er líka hætta á að ryðrákir myndist á rimla og uppistöð- ur. Til þess að fyrirbyggja óhöpp af þessu tagi þykir mörgum þægilegt að setja tjöldin ein- faldlega í hreinsun. Nokkrir aðilar, t.d. Stjömuþvottur, Tæknihreinsun og Álnabær, taka að sér þrif og viðgerðir á rimla-, strimla- og plíseruðum gluggatjöldum. Venjuleg hreinsun á rimlatjöldum í Stjömuþvotti kostar 435 kr. en séu tjöldin jafnframt afraf- mögnuð og teflonhúðuð kostar hreinsunin 495 kr. Hreinsun og afrafmögnun í Tæknihreins- un kostar 450 kr. Starfsmenn beggja fyrirtækjanna koma heim, taka tjöldin niður og hengja þau upp að hreinsun lokinni, samdægurs eða daginn eftir án aukaþóknunar. Með því að strjúka af tjöld- unum með þurrum klút eða ryksuga þau annað slagið ætti að nægja að setja þau í hreins- un á eins eða eins og hálfs árs fresti. Rimlatjöld fyrir eldhús- glugga safna í sig meiri fitu og óhreinindum og væri æski- legt að hreinsa þau á hálfs árs fresti. ■ Þeir sem vilja „andabrauó" geta sparað allt að 50% íbrauðkaupum DAGSGÖMUL brauð eru sums staðar seld með verulegum af- slætti, allt að 50% samkvæmt lauslegri athugun Daglegs lífs. Stundum er einnig hægt að kaupa rjóma sem kominn er á síðasta söludag, með 50% afslætti, en hann er til dæmis upp- lagður í ís, sósur og súpur. Samsölubrauð hf og Myllan selja brauð sem hafa 4 „lífdaga". Á umbúðirnar er stimplaður síðasti söludagur, sem er 4. dagur frá bakstri. Á 5. degi taka fyrirtækin óseld brauð aftur og selja til svína- fóðurgerðar. Kolbeinn Kristinsson framkvæmdastjóri Myllunar sagðist reikna með að um 7-10% framleiðsl- unnar seldist ekki fersk. Aðrir við- mælendur Daglegs lífs töldu rýrn- unina svipaða. Kolbeinn sagði að hjá Mylluni væri svolítið af 5 daga gömlu brauði þurrkað og notað í rasp, en afgangurinn seldur til svínafóðurgerðar. Erlendur Magnússon yfirmaður Samsölubrauða tjáði okkur að verð á gömlum brauðum væri reiknað út frá næringargildi og allt af- gangsbrauð selt í svínafóður. Kvað hann þann kost mun hagkvæmari en að henda brauðunum. Gunnar Jóhannesson eigandi Brauðbergs selur allar brauðvörur með 50% afslætti daginn eftir bakstur. „Sumir kaupa alltaf dagsgömul brauð og eru mjög ánægðir með að geta sparað þann- ig, til dæmis stórar fjölskyldur eða þeir sem hafa úr litlu að spila.“ Sagðist Gunnar yfirleitt ekki henda miklu úr bakaríinu, enda væri prýði- leg sala á dagsgömlum brauðum, snúðum og vínarbrauðum. í Björnsbakarfi varð Árni Krist- inn Magnússon, eigandi, fyrir svör- um og sagðist hann veita 20% af- slátt af dagsgömlum brauðum. Hluti af þeim væri þurrkaður og notaður í rasp, og alltaf væru ein- hveijir sem bæðu um anda-hesta-og kindabrauð, en þau fengjust ókeyp- is. Sagðist hann ekki verða var við mikinn áhuga fólks á að kaupa dagsgömul brauð til manneldis. „Þeir sem versla í bakaraíium vilja fyrst og fremst fersk brauð.“ Einstaka sinnum er hægt að fá ijóma með 50% afslætti í verslun- um, þegar komið er fram á síðasta söludag. Hjá Mjólkursamsölunni fengum við þær upplýsingar að 6 daga stimpill væri á ijóma, en þar til fyrir tveimur árum hefði hann verið 3 dagar. „Þá var algengara að kaupmenn sætu uppi með rjóma á síðasta söludegi, en núorðið ger- ist það sárasjaldan,“ segir Eiríkur Þorkelsson stöðvarstjóri. Þórhalla Þórhallsdóttir verslunarstjóri í einni af verslunum Hagkaups, sagði að rjómi væri eina mjólkurafurðin sem seld væri með afslætti á síðasta söludegi og það kæmi fyrir um það bil þrisvar til fjórum sinnum á ári. TILBOÐ BOLANDS ftgrolls HAGKAUP - allt i einni ferö
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.