Morgunblaðið - 13.06.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.06.1993, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 1993 Ihaldsflokkurinn í Kanada kýs þjoðinni nyjan leiðtoga KIM Campbell hefur verið líkt við járnfrúna Margaret Thatc- her og líka poppgoðið Ma- donnu, og margt bendir til að hún verði næsti forsætisráð- herra Kanada. Félagar í íhalds- flokknum hafa þingað í Ottawa undanfarið, og í dag kjósa þeir sér nýjan leiðtoga í stað Brians Mulroney, sem lætur af emb- ætti eftir níu ára setu. En Campbell á sigurinn ekki vísan. Helsti keppinautur hennar, Je- an Charest, hefur saxað mjög á forskot sem var með eindæm- um. Skömmu áður en Brian Mulr- oney fráfarandi forsætisráð- herra tilkynnti í febrúar síð- astliðnum að hann ætlaði að láta af embætti formanns íhaldsflokksins, tóku kanadískir fjölmiðlar miklu ástfóstri við Camp- bell. Bæði var það að hún virtist lang líklegasti arftaki forsætisráð- herrans, og svo líka hitt, að hún virtist hafa svo gaman að því að vera í sjónvarpi; orðhvöt og fannst ekkert vera sér óviðkomandi. Viðtal við Campbell varð aldrei dauflegt. En í fyrstu brá svo við að hún þvert- ók fyrir að segja nokkuð um hvort hún hefði áhuga á að verða forsæt- isráðherra og þar með fyrsta konan til að gegna því embætti í þessu næst stærsta landi í heimi. Ekki er gott að segja hvort það var af klók- indum eða hvort hún átti bara erf- itt með að gera upp hug sinn. Allt um það, íjölmiðlar urðu enn að- gangsharðari og frægðarsól Camp- bell skein sífellt skærar. Svo gerði Mulroney það sem hann hafði lengi neitað að til stæði, tilkynnti að hann hygðist láta af embætti. Þá loksins gekkst Campbell við því að hún hefði áhuga á starfinu hans. Það leit lengi vel út fyrir að í flokknum ríkti fulikomin eindrægni um nýjan leiðtoga og forsætisráð- herra. En svo fóru eldri flokksmenn að hafa áhyggjur. Það væri ekki Járnmadonnan Kim Campbell átti sjálf hugmyndina að þessari ögrandi uppstillingu sem ávann henni titilinn „Madonna kanadískra stjórnmála“. það hana tæplega eitt og hálft ár að fá frumvarp um herta byssulög- gjöf samþykkt í þinginu, og ekki fyrr en hún hafði endurskoðað það ótal sinnum að það fékkst sam- þykkt. Taka þurfti tillit til mjög ólíkra viðhorfa þéttbýlisþingmanna, sem vildu sem strangastar reglur, og dreifbýlisþingmanna sem sáu fyrir sér skelfilegan reglugerða- frumskóg. Það er rétt að hafa í huga, að reglur um byssueign al- mennings eru mun strangari í Kanada en Bandaríkjunum, og það er ákaflega mikilvægt atriði fyrir marga Kanadamenn. Það er að segja, byssulöggjöfin er eitt af því sem greinir Kanada frá risastóra grannanum í suðri, og Kanadabúar nefna það gjarnan sem sláandi dæmi um þann mun sem sé raunverulega á þeim og Bandaríkjunum. Þeir segja - allt að því stoltir - að þeir hafi reglur um byssueign, enda sé glæpatíðni mun minni hjá þeim en sunnan við landamærin. Tölfræðin staðfesta þann vitnisburð. Þetta, ásamt fleiru, kostaði nýbakaða dómsmálaráðherrann auðvitað gíf- urlega vinnu, og eiginmaðurinn fékk nóg og sagði skilið við hana. ímyndin og einlægnin Það var líka þá sem myndin var tekin. Dularfull og dálítið ögrandi svart/hvít mynd af dómsmálaráð- herranum beraxlaðri á bak við lög- fræðiskikkjuna, birtist í ljósmynda- bók um kanadískar konur. Kim átti hugmyndina sjálf, og mun hafa sagt við Ijósmyndarann að stellingin myndi ekki virka nema axlirnar væru berar. Þannig skiptir ímyndin hana miklu. Eins og áður sagði hefur hún látið skína í tungumálakunnáttuna, og eins hefur hún svo sem ekkert verið að ieiðrétta það þótt einhver haldi því fram að hún hafi próf í stjórnmálafræði. En á hinn bóginn dregur hún ekki fjöður yfir það sem er óþægilegt, og hefur viðurkennt að lífíð sé „ólýsanlega einmanalegt“ í Ottawa fyrir tvískilda konu í póli- JARNMADONNAN F JQLSK YLDUM AÐIIRIN N eftir Kristjón G. Arngrímsson hollt, hvorki fyrir flokkinn né þjóð- ina, að Campell fengi embættið á silfurfati og það væri nauðsynlegt að binda endi á þetta „Campell- æði.“ Spumingin var bara sú, hver gæti hugsanlega att kappi við þessa metnaðarfullu og kraftmiklu konu sem þótti helst minna á þá bresku járnfrú Thatcher, _ og poppgoðið Madonnu um leið. Ýmsir voru kall- aðir en það var ekki fyrr en ungur maður frá Quebec, umhverfisráð- herrann Jean Charest, fór að láta í sér heyra og sagðist viss um að hann myndi verða næsti forsætis- ráðherra Kanada, að Campbell hafði fengið keppinaut sem virtist geta saxað á þetta afgerandi forskot hennar. Og það hefur hann svo sannarlega gert. Þegar íhaldsmenn söfnuðust til flokksþings í Ottawa síðastliðinn miðvikudag var forskot Campbell á Charest orðið minna en tíu prósent. Hann hefur, allt frá því hann fyrst tilkynnti að hann hygðist bjóða sig fram, lagt mikla áherslu á að hann sé fjölskyldumaður; konan og börnin þijú era gjaman með á myndum. Þannig hefur hann óbeint undirstrikað muninn á sér og keppi- nautnum Campbell, sem er tvískilin og barnlaus. Og einn stuðnings- manna hans sagði blátt áfram: „Sá sem á fjölskyldu sem hann þarf að sjá farborða, er skuldbundinn öðru fj ölskyldufólki. “ Hraðferð til Ottawa Avril Phaedra Campbell ólst upp í Vancouver. Foreldrar hennar skildu þegar hún var 12 ára, og nokkru síðar tók hún þá ákvörðun að framvegis myndi hún heita Kim. Campbell. Snemma fór að bera á því að stúlkan væri metnaðargjöm og óhrædd við að fara sínar eigin leiðir. Efst í áttundabekk og á greindarprófi svaraði hún hverri ein- ustu spumingu rétt. Forseti nem- endaráðs í menntaskóla, skipulagði fundi, samdi lög á píanó og gítar, birti ljóð í skólablaðinu. Tvítug tók hún upp fast samband við 42 ára gamlan stærðfræðiprófessor, og um svipað leyti lagði hún út á mennta- braut sem varð dálítið hnúskótt. Til að byija með las hún stjórnmála- fræði við British Columbia háskóla, en ekkert varð úr að hún lyki prófi. Þá fékk hún styrk til doktorsnáms og við London School of Economics las hún um stjómskipulag Sovétríkj- anna. Upp úr því hafði hún helst óbeit á vinstristefnu í stjórnmálum, því aftur varð ekki úr því að hún lyki prófi. Og svo lærði hún líka svolítið í rússnesku, og hefur ekkert verið að fela það í kosningaslagnum. Þijátíu og tveggja ára breytti hún enn um stefnu og hóf laganám. Því lauk hún þrem árum síðar, og um það leyti hófst stjórnmálaferillinn. Hún náði ekki kjöri í fylkiskosning- unum í British Columbia, en áhug- inn á pólitík hafði ekki dalað. Árið 1986 fann hún sér nýjan eiginmann og bauð sig fram til embættis fylkis- stjóra. Frambjóðendurnir vora alls tólf, og Campbell vakti athygli fyrir frumlega kosningabaráttu, og einn dálkahöfundur sagði að hún hefði stolið senunni. En samt fékk hún langfæst atkvæði í fyrstu umferð, fjórtán af tæplega 13 hundruð. Otrauð hélt hún áfram og komst inn á fylkisþingið skömmu síðar. Hún hafði vakið athygli, og innan skamms lá leiðin til Ottawa. Mulr- oney efndi til kosninga í nóvember 1988, og Campbell lagði út í kosn- ingabaráttu og hafði sigur. Eindreg- inn stuðningur hennar við hug- myndir um efnahagsbandalag Kanada og Bandaríkjanna vakti at- hygli Mulroneys, sem þóttist sjá í henni stjörnuþingmann. Og frami hennar á þinginu í Ottawa varð skjótur. Tveim árum eftir að hún tók þar sæti varð hún dómsmálaráð- herra. En framinn var fráleitt auðsótt- ur. Með sínar eindregnu skoðanir átti Campbell erfitt með að sætta sig við málamiðlanir. Til dæmis tók tík. Og hún segist vilja breyta stjórnmálunum. „Ég held að Kanadabúar vilji heyra stjómmála- menn tala heiðarlega," sagði hún nýverið á kosningaferðalagi í Hali- fax. „Fólk vill fá að vita hver við erum.“ Margir flokksmenn, orðnir þreyttir á miðjumoði Mulroneys, heyra í henni tón sem boðar breytta tíma. „Hún er okkar Thatcher. Þess vegna styðjum við hana,“ sagði 23 ára gamall landsþingsfulltrúi. „Hún segir okkur að þetta sé ekki lengur gamli forpokaði íhaldsflokkurinn. Hún þorir að segja eitthvað. Gera eitthvað." Hún hefur hafnað þeirri hugmynd að hallinn á ríkissjóði verði réttur af-án þess að það kosti niður- skurð í heilbrigðiskerfinu (sem hefur svipaða þýðingu fyrir marga Kanadamenn og byssulöggjöfin - eitt af þessu sem greinir Kanada frá Bandaríkjunum), samdrátt í rík- isútgjöldum og mikinn niðurskurð á skrifstofubákninu í Ottawa. í stað-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.