Morgunblaðið - 26.09.1993, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.09.1993, Blaðsíða 22
22 B MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFIMIÐ SUNNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1993 ÆSKUMYNDIN... ER AF PÉTRISVEINSSYNIRANNSÓKNARLÖGRE GL UMANNI Kvöldsvæfur pmkkarí PÉTUR Sveinsson, rannsóknarlögreglumaður í lögreglunni í Breiðholti, fæddist í Svefneyjum á Breiðafirði. Foreldrar hans heita Sveinn Pétursson og Rebekka Guðmundsdóttir. Pétur er elstur í hópi þriggja systkina, yngri eru Ástríður og Brand- ur. Þegar Pétur var á 1. ári flutti fjölskyldan í Hvallátur á Breiðafirði og bjó þar þangað til Pétur var 7 ára að þau fluttu í Voga á Vatnsleysuströnd. Litla systir Péturs, Ástríður, seg- ir að hann hafi alltaf verið góður drengur, hress og duglegur. Hún segir að þau systkinin hafi átt góða æsku og notið þess að föðurafi og amma voru í heimilinu. „Pétur heit- ir í höfuðið á afa og ég held að hann hafi verið í sérstöku uppá- haldi hjá gamla manninum, enda alnafni og þeir ekki ólíkír, “ segir Ástríður. „Pétur svaf inni hjá afa og ömmu og var ákaflega kvöld- svæfur. Hann átti það til að ganga í svefni. Einu sinni vaknaði amma við það að Pétur var búinn að klæða sig í fötin af afa og var að reyna að troða sér út um gluggann. Hann hætti ekki svefngöngunni fyrr en hann fór á sjóinn, enda eins gott að ganga ekki mikið í svefni þar!“ Ásta segir að Pétur hafi alltaf haft nóg fyrir stafni og byijað ungur að vinna. „Auðvitað kom fyrir að við rifumst og slógumst eins og algengt er með systkini, en yfirleitt var hann ósköp góður við litlu syst- ur!“ í Hvallátrum var tvíbýli og í hin- um bænum átti heima Valdimar 'Jónsson, nú yfirlögregluþjónn í Kópavogi. „Það er rétt að ég muni eftir Pétri, hann var svo ungur þeg- ar hann flutti. Við lékum okkur eins og krakkar gerðu á þessum árum. Á vetuma var farið á sleðum og skautum og við vorum ekki háir í loftinu þegar farið var út á báti að dorga þyrskling. Við enduðum báðir í lögreglunni og höfum alltaf haldið sambandi. Nú förum við á hverju sumri og háfum lunda í Breiðafjarðareyjum, það er toppur- inn á tilverunni." Björk Sigdórsdóttir kynntist Pétri þegar þau voru börn í Hval- látrum. „Foreldrar okkar voru vina- fólk og við fórum í Hvallátur á sumrin. Við lékum okkur mikið saman krakkarnir, settum upp bú og bökuðum heilhveitikökur yfir kertaljósi. Þetta voru skemmtilegir Pétur Sveinsson á stuttbuxum með afa sínum og alnafna. Pétur þótti snemma duglegur til vinnu og árangur hans í baráttunni við bruggara bendir til þess að ekki hafi dregið úr dugnaðinum. dagar. Fjölskyldumar héldu áfram sambandi eftir að fólkið úr Hvallátr- um flutti í Vogana. Þá fórum við í helgarferðir suðureftir og fengum að gista. Frá þeim tíma man ég helst hvað Pétur var ákaflega stríð- inn, maður fékk aldrei frið fyrir prakkaraskapnum í honum.“ Besti vinur Péturs í Vogunum var Sæmundur Klemensson hlað- maður. „Við vorum bara tveir ferm- ingarbræðurnir og fimm stelpur á sama ári,“ segir Sæmundur. „Pétur var fínn félagi, við lékum okkur mikið saman öll æskuárin, en það var lítið verið í íþróttum. Við fómm báðir snemma að vinna fyrir okkur, Pétur á sjónum og ég í fiski.“ ÚR MYNDASAFNINU ÓLAFUR K. MAGNÚSSON Hðföi Risnuhús Reykjavíkurborgar, Höfði, hlaut alþjóðlega frægð þegar leiðtogar stórveldanna sett- ust þar á rökstóla haustið 1986. Þetta stílfagra hús við sjóinn á orðið langa sögu. Franska spítalafélag- ið í Dunkerque keypti lóðina undir Höfða 1908 og lét fulltrúi félagsins, J. Brillouin konsúll, flytja húsið tilhöggið frá Noregi. Spítalafélagið starfaði ekki lengi hér, eignaðist Landsbankinn húsið og seldi það Einari Bene- diktssyni sýslumanni og skáldi árið 1916. Einar gaf húsinu nafnið Héðinshöfði, sem síðar breyttist í Höfði. Einar bjó ekki lengi í Höfða og gekk húsið kaupum og sölum í nokkur ár. Breska ríkið keypti húsið 1941 fyrir ræðis- mann og síðar sendi- herra sinn. Sagt er að sendiherrann hafa skrif- að út tíu árum síðar og beðið um leyfi til að selja húsið sökum reimleika. Var honum veitt leyfið. Ingólfur Espólín keypti húsið og seldi það Reykjavíkurborgtil niðurrifs 1958. Gústaf E. Pálsson borgarverkfræð- ingur fór fljótlega að gera húsinu til góða og kom með þá hugmynd að breyta Höfða í móttökuhús borgarinnar. Morgunblaðið/Ól. K. M. Höfði er byggður í svonefndum jugendstíl, en hann stóð frá 1900 - 1920. Aðal einkennin eru lárétt vatnsklæðning, mansard þak eða brotið þak yfir langhliðum og þaksneiðing á göflum. Þakið er lágt helluskífum og efri hluti glugga með smárúðum. MEISTARAKOKKAR ERU ÓSKAR OGINGVAR Þjóölegt og fmmamli ÞAÐ eru þjóðlegir réttir á matseðlinum í dag, þótt fiski- súpan sé með suðrænu ívafi. Spænsk fiskisúpa fyrir fjóra 800 gr fiskor, t.d. ýsa _______1 stk. loukor____ 1 stk. hvítlauksgeiri 1 msk. söxuð steinselja 2 stk. gulraetur 1 dósniðursoðnirtómatar 0,5 I vatn kjötkraftur Laukur, hvítlaukur og gulræt- ur eru skomar niður og kraumað í potti í smá olíu. Tómötunum og vatninu bætt í og soðið upp. Fiskurinn skorinn í bita og soð- inn varlega í súpunni í u.þ.b. 5 mínútur, bragðbætt með kjöt- krafti. Að lokum er steinseljunni bætt í súpuna. Lifur raeð lauk og eplum fyrir fjóra 1 kg. lifur 4 stk. græn epli 2 stk. laukur 2 msk. tómatkraftur 2 tsk. karrý 4 dl vatn klípa af smjöriíki Lifrin er skorin 1 gúllasbita. Epli og laukur skorið gróft nið- ur. Smjörlíkið brætt á pönnu. Allt nema vatnið er sett á pönn- una og snöggsteikt í 2-3 mínút- ur, hrært í með sleif á meðan. Vatninu bætt í og soðið í 2-3 mínútur. Bragðbætt með kryddi eða salti og pipar ef þurfa þykir. Meðlæti: Ferskt salat. ÞANNIG... ERNAFNIÐ GLYMUR TILKOMIÐÁHÆSTAFOSSLANDSINS Glumdi í landi en ekki vatni MÖRG staðarnöfn á íslandi teljast til örnefna og hefur mikið starf verið unnið tíl að varðveita gömul örnefni. Mörg örnefni tengjast þjóðsögum og þjóðtrú og að öðrum ólöstuðum eru slík nöfn e.t.v. þau dýrmætustu. Mörg slík nöfn kunna að hljóma undarlega og í mörgum tilvikum verða menn að þekkja sögu þeirra til þess að skilja nafngiftina. Eitt slíkt nafn er Glymur, ensvo heitir hæsti foss iandsins, tallnn um 200 metra hár, í Botnsá í Hvalfirði. Menn gætu haldið í fljótu bragði að nafnið væri sprottíð af því að vatnið glymji i gljúfrinu. Það er ekki rétt, tiiurð nafns- ins er til mikilla muna dramatískari. annig var, að einhverju sinni í árdaga fór fram guðsþjónusta í kirkju á Suðurnesjum. Einn í söfn- uðinum hafðí árið áður átt vingott við huldustúlku og er guðsþjónustu var lokið og fólk gekk úr kirkju brá því í brún. Úti stóð ókunnug stúlka með hvítvoðung í fanginu. Beindi hún tali sínu til umrædds manns og sagði hann föður bams- ins, en hann færðist undan og taldi sig aldrei hafa umrædda stúlku hitt, hvað þá að hann ætti með henni bam. Við svo búið harðnaði svo svipur stúlkunnar að fólki stóð stuggur af. Hélt hún nú magnaðan reiðilestur yfir manninum og klykkti út með því að hneppa hann í álög. Hann skyldi breytast í ill- hveli mikið og vera öllum til ama. Orð stúlkunnar höfðu þau áhrif á manninn, að hann sturlaðist og hljóp sem fætur toguðu og stefndi til sjávar. Hafiji enginn roð við honum og lauk kapphlaupinu með því að hann steypti sér fram af sjávarhömrum. Er menn sem veittu honum eftirför komu að brúninni sáu þeir engan mann, heldur risa- hveli mikið betjast um í sjónum. Það þótti þeim undarlegt, að höfuð hvalsins var rautt. Maðurinn hafði einmitt borið rauða húfu á höfði. Þótti nú deginum ljósara að álögin væru gengin eftir og gekk hveli þetta undir nafninu „Rauðhöfði". Næstu mánuði og ár var Rauð- höfði öllum til ama. Hann renndi sér undir báta og skip og hvolfdi þeim. Drekkti manni og öðrum. Dag einn réðist hann á lítinn fiski- bát með tveimur mönnum, braut hann í spón og drekkti báðum. Hann hefði betur sleppt því. Þetta voru synir rammgöldrótts prests úr Hvalfirði og þótti þeim gamla missirinn óbærilegur. Skyldi son- anna hefnt. Nokkru síðar hélt prestur inn í fjarðarbotn og upphóf þar mikinn og magnaðan seið. Ekki leið á löngu þar til menn sáu gríðarlegt og illvígt stórhveli með rauðan haus koma stímandi inn fjörðinn. Seiðn- um linnti ekki í fjarðarbotninum, heldur barðist hvalurinn upp eftir ánni, náttúrulega meira og minna á þurru. Og ekki lét prestur gljúfr- in með háa fossinum aftra för sinni, heldur seiddi hvelið upp fossinn og ofan í stórt stöðuvatn rétt ofar. Þar fyrirkom hann ófreskjunni. Sagt er að mjög hafi glumið í gljúfrinu er hvalurinn barðist upp úr því. Síðan heiti fossinn Glymur. Ofar eru Skjálfandahæðir. Og vatn- ið heitir síðan Hvalvatn. Lýkur þar með sögu Rauðhöfða. 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.