Morgunblaðið - 23.11.1993, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.11.1993, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1993 15 Vandi að velja eftirÞórarin V. Þórarinsson Undanfarið hefur einstaka starfsmönnum verkalýðshreyfing- arinnar orðið það á, að ásaka at- vinnurekendur um að standa að baki „ómaklegri og lúalegri gagn- rýni“ á forystu verkalýðshreyfingar vegna ákvarðana í launanefnd. Endurteknar tilhæfulausar ásakan- ir um fláttskap og svik í trúnaðar- samskiptum fulltrúa atvinnurek- enda og launþega eru svo alvarleg- ar að ekki verður lengur setið und- ir þeim þegjandi. Tilefni þessara er umræða um það, hvort ná hefði mátt svipuðum áhrifum á kjör með öðrum hætti en þeirri lækkun VSK á matvæli, sem samningar miðuðu við. Mark- miðið var að bæta hag lágtekjufólks með breytingum á skattkerfinu. Eftir því sem tekjur eru lægri fer hærra hlutfall til kaupa á matvæl- um og því var lækkun VSK á mat- væli talin vænlegur kostur til tekju- jöfnunar. í kaupbæti kæmi lægri verðbólga og lægri nafnvextir. Formbreyting skattheimtu Launanefnd ASÍ og VSÍ, skipuð 3 fulltrúum frá hvorum skyldi end- urmeta samningsforsendur og til- efni til uppsagnar. Fyrir lá að ríkis- stjórnin hugðist lækka VSK á mat- væli og mæta tekjutapinu með ann- arri skattlagningu. Þetta skyldi annars vegar gert með almennum 0,5% launaskatti á launþega, 400 milljón króna tekjuöflun með sölu „heilsukorta" og 0,35% viðbótar- launaskatti á atvinnufyrirtækin. Fulltrúar ASÍ í launanefnd mót- mæltu þessu formi skattahækkun- ar, en enginn ágreiningur var um það, að mæta yrði tekjutapinu. Rík- isstjórnin breytti þá áformum um tekjuöflun, þannig að almennt tekjuskattshlutfall hækki um 0,35%, bifreiðaskattur hækki um 35%, launaskattur fyrirtækja um 0,35% eða sem svarar 560 milljón- um og loks skyldi fallið frá sölu heilsukorta en annað form á sparn- aði fyrir rikissjóð (þ.m.t. möguleg gjaldtaka) kæmi þar á móti. Eins og kunnugt er hafa ýmsir gagnrýnt hugmyndina um að taka upp tvö þrep á VSK. Bent er á hættu á auknum vanhöldum við innheimtu skattsins, mikinn kostn- að skattkerfisins og raunar einnig þúsunda fyrirtækja, sem aðgreina þurfa í bókhaldi vöruveltu eftir því hvort vara telst t.d. sælgæti eða sætmeti. Þessar aðstæður ásamt því, að atvinnurekstrinum var ætlað að bera verulegan hluta kostnaðar- ins olli því, að okkur fulltrúum vinnuveitenda í launanefndinni þótti skylt, að kanna hvort aðrar aðgerð- ir gætu skilað jafngildum árangri. Tilefni til endurmats Fjármögnun VSK lækkunarinnar fól í sér nýjar aðstæður, sem ekki voru þekktar við samningsgerðina og kallaði á endurmát á því, hvort markmiðum samningsaðila og væntingum þeirra sem samningana samþykktu væri best náð með þess- um tiltekna hætti. Við okkur blasti, að lækkun VSK á matvæli eykur halla ríkissjóðs um u.þ.b. 2.650 milljónir m.v. heilt ár og óbreyttar niðurgreiðslur á inn- lendum matvælum. Þennan halla á að fjármagna þannig: Hækkun tekjuskatts 700 milljónir Hækkun bílaskatta 450 milljónir „Sparnaðuríheilbrigðiskerfi" 400 milljónir Hærri launaskattur 560 milljónir Samtals nýir skattar 2.110 milljónir Tvær leiðir Mismunur skattalækkunar og skattahækkunar er þannig tæpar 600 milljónir. Allt hitt er formbreyt- ing skattheimtunnar, sem þó gagn- ast þeim tekjulægri. Hér er að sönnu horfl framhjá kostnaði við áframhaldandi niðurgreiðslum á kjöti og mjólk, sem teknar voru upp í tengslum við samningsgerðina á síðasta vori. Með þeim hætti var verðlag þessara matvæla í raun fært til þess sem vera myndi við 14% VSK. Sá kostnaður er áætlað- ur um 540 milljónir á ári, eða minni en reiknað er með að boðaður skatt- ur á fjármagnstekjur skili miðað við heilt ár. Því er áhrifum hvoru tveggja sleppt í þessum saman- burði. Samningsaðilar höfðu verið sam- mála um þá grundvallarstefnu- mörkun, að ekki skyldi hækka launakostnað almennt. Hækkun launaskattsins um 560 milljónir er því þvert á þessi markmið. VSÍ ákvað þó að una þessu, en taldi að þessa fjárhæð mætti eins setja beint í launaumslögin með hækkun des- emberuppbótar og lágtekjuuppbót- ar. Þannig næðust tekjujöfnunar- áhrif með sama tilkostnaði fyrir atvinnulífið. Þá reyndi á, hvort rík- isstjórnin væri reiðubúin til að falla frá öllu „skatta- og sparnaðarbix- inu“ og jafnframt láta mismuninn koma fram í t.d. hækkun skattleys- ismarka. Hann hefði dugað til að hækka árlegan persónufrádrátt um kr. 4.200. Svo reyndist vera eins og staðfest var í yfirlýsingu ríkis- stjórnar, þar sem hún gaf kost á báðum leiðunum. Hliðstæð áhrif Það er tilgangslítið að reikna nú fram og aftur, hver hefði grætt og hver tapað á þessum mismunandi leiðum. Munurinn hlýtur í öllu falli að vera afar lítill, því sömu upphæð- ir eru í báðum spilunum og báðar leiðirnar miðuðu ótvírætt að sama kjarajöfnunar markinu. Ef útreikn- ingar sýna einhvern verulegan mun á leiðunum þá eru skattarnir annað hvort vantaldir eða eitthvað það talið til tekna, sem komið hefði hvort sem er. Heimildir Iaunanefndar Því hefur verið haldið fram, að launanefndin og fulltrúar ASÍ þar hafi ekki getað tekið ákvörðun um breytta leið. Til þess hefðu þurft að koma nýir- samningar. Þetta er bæði rétt og rangt. Rangt að því leyti, að ríkisstjórn er ekki aðili að kjarasamningum og VSK lækkunin var ekki beinn liður í þeim, þótt hún hafi verið ein af samningsforsend- um. Endurskoðun á þessum áform- um var þvi aldrei efni í nýja kjara- samninga milli launþega og vinnu- veitenda. Forystusveit verkalýðsfé- laganna hefðu orðið að axla ábyrgð á þeim samskiptum við stjórnvöld. Hugsanleg hækkun á desember- og launauppbót hefði heldur ekki gefið tilefni til að leysa upp samninga, því viðbætur má alltaf gera við gild- andi samninga. Það eru skýr fordæmi fyrir því, að launanefnd hafi vikið út frá bók- staf samnings við endurmat á for- sendum. Þannig var full samstaða um það 1991 að taka tillit til greiðslna í verðjöfnunarsjóð sjávar- afurða við mat á viðskiptakjara- áhrifum, þótt ekkert væri beint um það skrifað. Það þótti best falla að markmiðum samningsins og á þeim var byggt, hvað sem bókstafnum leið. Launanefndin gat því nú með hliðstæðum hætti metið eitthvað annað sem ígildi VSK lækkunar og ákveðið að segja ekki upp samning- um, þótt samningsforsendur væru Þórarinn V. Þórarinsson „Ennþá fráleitara er þó að ásaka vinnuveitend- ur um óheiíindi í málinu því engir eiga meira undir góðu samstarfi við verkalýðshreyfing- una en einmitt við.“ uppfylltar með öðru jafngildu efni. Hitt er rétt og augljóst, að þeir þrír forystumenn vekalýðshreyfing- arinnar, sem í nefndinni sátu hefðu aldrei getað tekið slíka ákvörðun um að bregða út af bókstafnum í skiptum fyrir eitthvað, sem metin kynni betri kostur, nema við það væri mjög víðtækur stuðningur. Þessi nauðsynlegi stuðningur hefur augljóslega ekki verið fyrir hendi á þeim fundi forystusveitar ASÍ sem fjallaði um málið síðdegis 6. nóvem- ber sl. Þar fór valið fram en ekki á vettvangi launanefndarinnar. Vel má vera að lengri tími, meiri um- ræða og minni ásakanir hefðu leitt til annarrar niðurstöðu, en valið var skýrt og leikreglurnar állar virtar. Ótvíræður hagur Við þessu vali er ekkert að segja og köpur- og brigslyrði eiga hér engin við. Forystusveit verkalýðs- hreyfingarinnar ákvað það eitt að standa á því sem samkomulag varð um í vor. Ennþá fráleitara er þó að ásaka vinnuveitendur um óheil- indi í málinu því engir eiga meira undir góðu samstarfi við verkalýðs- hreyfinguna en einmitt við. Því hljóta að vakna upp spurningar, hvað vakir fyrir þeim mönnum sem sakað hafa vinnuveitendur um óheilindi. Það er tæpast áhugi á velferð og hagur umbjóðendanna sem rekur menn til slíkra verka. Báðir aðilar hefðu illilega brugð- ist skyldum sínum, ef ekki hefði á ný verið þrautkannað, hvort aðrar leiðir skiluðu betri árangri en sú sem valin var í vor. Þótt valið hljóti að hafa verið erfitt og umdeilanlegt þá átti verkalýðshreyfingin ótvírætt þetta val skv^ þeim samningi sem tókst milli ASÍ og VSÍ á liðnu vori. Sá samningur miðar að þvi að styrkja samkeppnishæfni atvinnu- veganna, festa stöðugleikann í sessi, ryðja vaxtalækkunum braut og tryggja a.m.k. 14 mánaða frjð á vinnumarkaði. Allt eru þetta gríð- arlega mikilvægar forsendur sem vinna gegn vaxandi atvinnuleysi og kjararýrnun. Allir aðilar hafa ótví- ræðan hag af þessari mikilvægu sáttargjörð og þótt lækkun VSK á matvæli muni ugglaust leiða af sér framkvæmdaleg vandamál, sem ekki hefðu fylgt annarri leið að sama marki, þá er heildarávinning- urinn ótvíræður. Það er kjarni máls- ins. Höfundur er framkvæmdasljórí Vinnuveitendasambands Islands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.