Morgunblaðið - 01.12.1993, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.12.1993, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1993 k Nýjar aðferðir slá í gegn Abending til athafnamanna eftír Sigurð R. Þórðarson Rúmlega tuttugu ára gamall samningur varnarmálaskrifstofu ut- anríkisráðuneytisins og varnarliðsins um viðskilnað þeirra síðarnefndu við radarstöðina á Heiðarfjalli er talinn geta valdið byltingu í íslensku við- skiptalífi. Fyrir hreina tilviljun hafa nýlega fundist innan vébanda hinnar íslensku stjómsýslu alveg nýjar og áður óþekktar viðskiptaaðferðir. Samkvæmt þeim geta fyrirtæki og einstaklingar sem hug hafa á þátt- töku í áhættusömum viðskiptum, væntanlega á sama hátt með notkun hinnar svokölluðu „varnar-liðs-mála- skrifstofuaðferðar", auðveldlega skotið sér undan leiðinlegri og kostn- aðarsamri ábyrgð, með gerð einfalds samnings. Það vir^ist með öðrum orðum vera hægt að komast „lög- lega“ yfir fasteignir, fyrirtæki eða önnur verðmæti eða valda ómældum spjöllum á eignum annarra án þess að hafa nokkrar áhyggjur af afborg- unum eða skaðabótum. Flest snjallræði eru svo einföld að menn verða steinhissa á að ekki skuli allir hafa kunnað þau fyrir löngu. Svo er um þetta. Nýja aðferðin bygg- ist á eftirfarandi: Athafnamaðurinn festir til dæmis kaup á fasteign og gerir við seljanda þá samninga sem því fylgja. Samtímis gerir kaupand- inn leynilegt samkomulag við ein- hvem þriðja aðila, eignalítinn eða gjaldþrota vanskilamann, um að hann taki á sig ábyrgð á viðskiptun- um við seljandann. Þriðji maðurinn verður þar með ábyrgur fyrir afborg- unum og öðrum skyldum, þó aug- ljóst sé að hann hvorki getur né ætlar sér að standa við þær. Marga af fremstu fjármálamönn- um þjóðarinnar hefur rekið í roga- stans, þegar þeim hafa verið kynntir þessir nýju viðskiptamöguleikar. Ýmsir þeirra hafa kveðið uppúr með það, að hér sé verið að opna algjör- lega nýjar víddir í viðskiptalífinu. Sumir hafa jafnvel gert því skóna, að íslenska ríkið geti beitt aðferðinni til að semja þjóðina út úr erlendum skuldum, með því til dæmis að semja við Færeyinga um yfirtöku erlendra skulda þjóðarbúsins. Hafí menn látið í ljósi efasemdir um lögmæti þessarar tegundar við- skiptahátta hafa þeir verið fljótir að skipta um skoðun þegar þeim hefur verið sýnt fram á að varnarmála- skrifstófa utanríkisráðuneytisins og vamarliðið hafa um árabil beitt hlið- stæðum samningum í viðskiptum sín- um gagnvart þriðja aðila. Dæmi um samning af þessari gerð er svokallað „Memorandum of Und- erstanding" sem fyrrgreindir aðilar hafa beitt gegn kröfum landeigenda á Heiðarfjalli um hreinsun á og bæt- ur fyrir geymslu á þúsundum tonna af herstöðvarúrgangi á fjallinu í meira en tvo áratugi. Með þessum óvenjulega samningi fría þeir sig allri ábyrgð eða eins og segir í 1. grein samningsins: „Varnarliðið afhendir hér með rík- isstjórn íslands svæði H-2 SITE Langenes og ríkisstjórn Islands af- salar sér hér með fyrir sína hönd og allra íslenskra ríkisborgara öllum kröfum gegn Bandaríkjum Norður- Ameríku eða embættismönnum þeirra eða fulltrúum, öllum kröfum sem kunna að stafa af komu þeirra til eða notum þeirra af þessu land- svæði osf.“ (sjá meðf. ljósrit). Ef sömu aðferðum væri beitt í viðskiptum einstaklinga og fyrir- tækja, eins og varnarmálaskrifstofa utanríkisráðuneytisins og varnarliðið beita gegn fyrrgreindum landeigend- um, gæti eftirfarandi söguþráður orðið til í raunveruleikanum. Sigurður R. Þórðarson Þátttakendur: Sérajón: Kaup- sýslumaður. Jón: Seljandi fasteignar. Guðjón: Eignalaus einstaklingur, helst gjaldþrota. Sérajón og Jón gera samning um kaup/sölu tiltekinnar fasteignar og um greiðslufyrirkomulag. Þegar samningurinn hefur verið undirrit- aður og Sérajón hefur tekið við hús- eigninni gera þeir Sérajón og Guðjón leynilegt samkomulag um það, að Guðjón yfirtaki allar skuldbindingar Sérajóns gagnvart Jóni. Auðvitað veit Jón ekkert um þessa tilhögun, enda er ljóst að hann hefði aldrei samþykkt hana. Jón vaknar svo upp við þann vonda draum, að hann hef- ur afhent eign sína Sérajóni, sem vísar á Guðjón sem hafi nú ábyrgst á greiðslur til Jóns, en Guðjón er eins og áður sagði eigna- og peningalaus. Jón verður að bíta í það súra epli, j að hann hefur lævíslega verið blekkt- * ur og bótalaust tapað aleigunni. Einstaka íhaldssamir lögfræðing- ar hafa efast um lagalegt gildi sam- inga af þessu tagi. Virtur lagapró- fessor efaðist til dæmis um það, í viðtali sem birtist í Þjóðviljanum 8. mái 1990, að þetta væri iöglegur gjörningur. Reyndar eru miklu fleiri sem efast um að Þjóðviljinn hafi haft þetta rétt eftir prófessornum. Jón Oddsson hæstaréttarlögmaður hefur einnig lýst þeirri skoðun sinni opinberlega, að þessi samingur falli undir skilgreiningu svokallaðrar „skuldbreytingar", sem sé ólögleg samkvæmt íslenskum lögum. Landeigendur Heiðarfjalls, sem | telja sig hafa orðið illilega fyrir barð- inu á téðu samkomulagi milli varnar- málaskrifstofu og varnarliðs, leituðú álits umboðsmanns Alþingis á lög- mæti samningsins. Umboðsmaðurinn fann það út eftir þrjá mánuði að a hann gæti ekki svarað spumingunni, " vegna þess að stjómsýslugjömingur- inn væri eldri en eins árs. Landeig- Ert þú að byggja, laga eða breyta? SPARAÐUÍ Einelti o g atvinnurógur 1614141 ^LINAN Með einu símtali fazrðu hlutlausar ókeypis upplýsingar um BYCGJNÚAVÖRU5ALA OCVIMCTAKA. eftír Friðjón Guðmundsson „Sú kemur tíð að sárin foldar gróa, sveitimar fyllast akrar hylja móa. Brauð veitir sonum móðurmoldin fijóa, menningin vex í lundum nýrra skóga.“ Skyldi ekki þessi framtíðarhug- sýn stórskáldsins og stjórnmála- leiðtogans Hannesar Hafstein seint rætast í öllum greinum — ef svo heldur fram sem horfír með einelti og atvinnuróg gegn ís- lenskri bændastétt og stjórnvalds- aðgerðum sem kratar og ýmsir hagfræðingar standa sameigin- lega að? í þeim tilgangi að ófrægja bændur og bijóta stéttina niður. Og þar með landsbyggðina og at- vinnulíf til sjávar og sveita. Óheillaöflin Þessi óheillaöfl með Jón Baldvin og hans trúarflokk í broddi fylk- ingar eru síður en svo af baki dottin, enda njóta þessu óbrigðuls stuðnings mikils hluta fjölmiðla- fólks, neytendasamtaka og ýmissa sölumanna að ógleymdri Hag- fræðistofnun Háskóla íslands. Aðeins eitt lítið dæmi — af ótal mörgum — um bullandi hlut- drægni í fjölmiðlum: Mér ofbauð meira en nokkru sinni fyrr mál- flutningur Bjarna nokkurs Sig- tryggssonar í svokölluðum „heims- byggðarpistli“ að morgni 17. sept- ember sl. Þar hélt hann því blá- kalt fram að leiðtogar bænda væru að fremja atvinnuróg gegn dönskum bændum með því að „Kratar vilja afnema allan opinberan stuðn- ing við landbúnaðinn, gefa innflutning á bú- vörum frjálsan og fækka bændum stór- lega, jafnvel um 1.700.“ koma í veg fyrir innflutning á margumræddri búvörutegund frá Danmörku, sem nóg var til af hérlendis. Og að þeir ættu yfir höfði sér málsókn og sektir upp á tugi milljóna króna af hálfu EB vegna brota á umsömdu „við- skiptafrelsi“. Auk þess fullyrti iar Komdu eða hringdu og kynntu þér jóladagskrána! Friðjón Guðmundsson. maðurinn að þarna væru litlir hagsmunir í húfi fyrir íslenskan landbúnað, en miklir fyrir danskan landbúnað. Þvílík lögmenning, þvílíkt skiln- ingsleysi á gildi íslensks land- búnaðar. Það er hörmulegt til þess að vita að menn með svona hugs- unarhátt og framkomu skuli vera látnir leika lausum hala í Ríkisút- varpinu, sem að þessu hefur þó kennt sig við óhlutdrægni. Opinber stuðningur við landbúnað Kratar vilja afnema allan opin- ( beran stuðning við landbúnaðinn, gefa innflutning á búvörum fijáls- an og fækka bændum stórlega, jafnvel um 1.700. Sú ráðstöfun á að bjarga þjóðríkinu frá hruni. En það rambar nú sem kunnugt er á barmi gjaldþrots. Kratar skírskota til nýlegrar skýrslu Hagfræði- stofnunar Háskóla íslands, sem á að sýna hversu himinháar fjár- hæðir — allt að 16 til 17 milljarð- ar — séu greiddar af ríkinu árlega með landbúnaðinum. Auðvitað fer víðs fj'arri að rök og útreikningar Hagfræðistofnunar standist. Þeim hefur verið hnekkt að fyrirsvars- mönnum bænda. Þau eru að stór- um hluta blekkingar og lýðskrum. 3M Nylon límband
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.