Morgunblaðið - 04.01.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.01.1994, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 1994 Morgunblaðið/Árni Sæberg UNNIÐ er af krafti þessa dagana við ýmsan frágang innanhúss í Þjóðarbókhlöðunni, en stefnt er að því að Landsbókasafn og Háskólabókasafn flylji þangað síðar á árinu. Stefnt að vígslu Þjóðar- bókhlöðu 1. desember EFNT hefur verið til forvals meðal verktaka og vörusala vegna húsbúnaðar í Þjóðarbókhlöðuna. Á þessu ári verður varið um 415 milljónum króna til framkvæmda og er stefnt að því að Þjóðarbók- hlaðan taki formlega til starfa hinn 1. desember næstkomandi. Útboðið nú nær til mjög veru- legs hluta lausra innréttinga, að sögn Egils Skúla Ingibergssonar framkvæmdastjóra og fulltrúa í byggingarnefnd Þjóðarbókhlöð- unnar. „Við byijum á að kanna undirtektir innanlands til að kanna að hve miklu leyti íslensk fyrir- tæki ráða við þennan verkþátt,“ sagði Egill Skúli. Á þessu ári verða innheimtar 340 milljónir með sérstökum eign- arskatti til Þjóðarbókhlöðunnar, auk þess sem 75 milljónir færast frá fyrra ári, að hluta til vegna ólokinna verkþátta. Framkvæmdir við Þjóðarbókhlöðuna hafa staðið með mismiklum krafti í um 20 ár, undanfarin þijú ár hefur þó verið unnið af fullum krafti við bygging- una. „Núverandi menntamálaráð- herra hefur beitt sér fyrir því að það fé sem bókhiaðan á af inn- heimtum gjöldum komi í hennar hlut. Þetta.er þriðja árið sem við þetta er staðið og hefur það hleypt ferskum vindum í vinnuna," sagði Egill Skúli. Nú er unnið að frágangi og prófunum á loftræstingu hússins, frágangi rafmagnstaflna, milli- veggja, hússtjórnarkerfis og gólfa. V erkfallsheimild samþykkt hjá SVR HEIMILD til verkfallsboðunar hjá SVR hf. var samþykkt með um 90% atkvæða þeirra sem þátt tóku. Á kjörskrá voru 128, atkvæði greiddu 93 eða 73% og já sögðu 83 eða 90%. 6 greiddu atkvæði gegn verkfallsheimild og auðir seðlar voru fjórir. Sjöfn Ingólfsdóttir, formaður Starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar, segir að þetta sé afgerandi niðurstaða, nú sé vitað hver vilji starfsmanna sé. Fundað verði í dag og á morgun um framhaldið en það sé ljóst að eitthvað verði að gerast tiltölulega fljótt. Hún sagði að ef til verkfalls kæmi yrði það boðað með viku fyrirvara samkvæmt ákvæðum laga um stéttarfélög og vinnudeilur. Sverrir Arngrímsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri SVR hf., sagði að Starfsmannafélag Reykjavíkur- borgar hefði ekki umboð til að semja fyrir starfsmenn. Því hefði lokið 1. desember þegar fyrirtækið SVR hf. hefði tekið til starfa. Við- semjendur þeirra síðan væru félög innan ASÍ. Þá dró hann í efa tölur um fjölda þeirra sem hefðu verið á kjörskrá í kosningu um verkfalls- heimildina þar sem að ráðningar- samningar hefðu verið gerðir við 86 af um 190-200 starfsmönnuin SVR hf. Skattur breytir ekki eldsneytisverði Bensín stendur í stað og gasolía lækkkar OLÍUFÉLÖGIN lækkuðu gasolíuverð um 60 aura á gamlársdag í samræmi við verðlækkun á heimsmarkaði og ákváðu að bensínverð héldist óbreytt þrátt fyrir að um áramót lagðist 1,40 kr. skattur á bensínlítrann. Skatturinn miðast við 5% hækk- un á bensíngjaldi og að vörugjald á bensíni hækkar úr 90% í 97%. Gasolíuverð í Rotterdam á gamlárs- dag var 140 dollarar tonnið, verð á 98 okt. bensíni var 140,5 dollarar tonnið og verð á 92 okt. bensíni var 129,5 dollarar tonnið. „Lækkun verðs á heimsmarkaði vegur upp hækkunina vegna skattlagningar- innar, þó að undir eðlilegum kring- umstæðum hefðu 1,40 kr. lagst á verðið,“ sagði Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs, í samtali við Morgunblaðið. 150 milljónir kr. sparast í útgerð Sveinn Hjörtur Hjartarson, hag- fræðingur LÍÚ, segir að lækkun gasolíuverðs muni leiða til 125-150 milljóna króna sparnaðar fyrir út- gerðina, miðað við um 210 milljóna , ~ ~ , * ’ti* lítra ársnotkun og segir þessa lækk- Viðskiptaraðherra um mun a voxtum verðtryggðra og overðtryggðra lana un vera fagnaðarefni Vaxtastefnan ekki náð fram að ganga fyrr en nafnvextir lækka SIGHVATUR Björgvinsson, viðskiptaráðherra, segir að engin efnisleg rök séu lengur fyrir þeim mismun sem sé á verðtryggðum og óverð- tryggðum útlánsvöxtum bankanna, en vextir óverðtryggðra lána eru um fjórum prósentustigum hærri en vextir verðtryggðra lána. Skýring- arnar geti ekki verið nema tvær, annað hvort sé tap bankanna svo mikið að þeir verði að hafa vextina svona háa eða þeir hafi gert samn- inga við fjármagnseigendur, til dæmis líleyrissjóðina, um svo háa innl- ánsvexti að þeir þurfi þessa háu útlánsvexti. Vaxtastefna ríkisstjórnar- innar hafi ekki náð fram að ganga fyrr en vextir á óverðtryggðum lánum hafi lækkað til samræmis við vexti á verðtryggðum lánum. „Ef bankarnir geta ekki framkvæmt það sjálfir, þá þarf kannski hand- leiðslu ríkisstjórnarinnar í því kerfi eins og í verðtryggða kerfinu," sagði Sighvatur. Meðalvextir vísitölubundinna lána banka og sparisjóða eru 7,5% en meðalvextir óverðtryggðra skuldabréfalána eru 11,7%. Meðal- vextir afurðalána í íslenskum krón- um eru 11,4% og forvextir víxla eru að meðaltali 11,8%. Meðalvextir á yfirdráttarlánum eru að meðaltali 14,2% og fastir vextir á visa-skipti- greiðslum eru á bilinu 15,95- 16,75%. Dráttarvextir í janúarmán- uði samkvæmt ákvörðun Seðla- bankans eru 16%. Seðlabanki ís- lands spáir engri verðbólgu næstu Þrotabú Hótels Norðurlands 100 millj. kröfum lýst í búið 34 Aldamótabílinn Aldamótabíllinn verður háþróaðri, flóknari og líklega dýrari en nú- 'tímabílar 37 Nýársúvarp forseta íslands Kjölfesta samfélagsins-heimilið og fjölskyldan 38-39 Leióari Heimilið, fjölskyldan og samfélagið 38 IHF segir HlW-nefndinni aöx semja uerði fyrir mánaðarmóf íþróttamaður árskift útn«(ixlur Pricefrá Skaganum Iþróttir ► IHF setur HM-nefndinni tímamörk - Skagamenn skipta um erlendan leikmann í körfu- boltanum - Aldrei fleiri þátt- takendur í Gamlárshlaupi ÍR. fjóra mánuði. Lánskjaravísitala lækkaði milli desember og janúar og spáð er frekari lækkun vísi- tölunnar milli janúar og febrúar vegna lækkunar virðisaukaskatts á matvælum úr 24,5% í 14% um ára- mót. Sighvatur sagði að það væri allt- of mikill munur á verðtryggðum og óverðtryggðum vöxtum, þó búast mætti við að það yrði alltaf einhver munur þarna á einkum hvað varð- aði neysiulán til skamms tíma. „Það eru ekki nema tvær skýringar á þessu. Annað hvort er það slæm afkoma bankanna sem þeir taka þá útr á sínum viðskiptamönnum og láta þá borga hærri vexti en ella væri, eða þá hitt að þeir séu með í ávöxtun í nafnvaxtakerfinu mjög mikla peninga á mjög háum samn- ingsvöxtum. Það eru ýmsar vísbend- ingar um það svo sem eins og mjög rúm lausafjárstaða bankanna. Bankarnir eru með mjög mikið af peningum sem þeir geta ekki afsett sem þýðir einfaldlega að það eru einhveijir innlánseigendur sem eru með mikið innistæðufé í bönkun- um, “ sagði Sighvatur. Hann sagði að það væri eðlilegt að menn spyrðu sig hvort eitthvert samband væri á milli þessa og tregðu lífeyrissjóðanna til þess að kaupa húsnæðisbréf með 5% ávöxt- un. „Þetta er hlutur sem maður veit ekkert um, þar sem það hvílir bankaleynd yfír þessum viðskiptum en mér er sagt að það sé ekki óal- gengt að lífeyrissjóðunum sé boðið 7,5% vextir á innistæðufé í bönkun- um sem ekki sé bundið til langs tíma,“ sagði hann. Ef þetta væri rétt væri auðvitað komin skýring á því af hveiju lífeyrissjóðirnir vildu ekki kaupa húsnæðisbréf með 5% ávöxtun. Sighvatur benti á að það væru engin efnisleg rök fyrir því að nafn- vextir banka væru svo háit'. Verð- bólga væri lág og vextir á skamm- tímabréfum ríkissjóðs lágir. Ávöxt- unarkrafa á óverðtryggðum ríkis- bréfum til tveggja ára væru 6,4%, sem þýddi að verðbólga mætti ekki vera yfir 1,4% hvort árið um sig ef menn ætluðu sér að ná fimm pró- sent raunvöxtum. „Það eru engin rök sem standa lengur til þess að nafnvextirnir lækki ekki,“ sagði Sighvatur. Efni á disklingum Allmikið hefur færst í vöxt, að efni, sem birtast á í Morgun- blaðinu, sé tölvusett og berist á disklingum. Til þess að tryggja að yfirfærsla efnisins gangi án vandkvæða, eru höfundar beðnir að athuga eftirfarandi atriði: 1. Skrifið ávallt nöfn greina á merkimiðann sem límdur er á disklinginn. 2. Skrifið á sama miða nafn forritsins sem notast er við. 3. Látið fylgja útprentun af greininni. AðstoðarvarnarmálaráðheiTa Bandaríkjanna Sérfræðingur í vopnakerfum WILLIAM J. Perry, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkj- anna sem kom til Islands í gær til viðræðna við stjórnvöld, er á 67. aldursári, fæddur 11. október 1927. Hann sór embætti- seið sem aðstoðarvarnarmálaráðherra 5. mars sl. Perry var aðstoðarmaður varnarmálaráðherra á árunum 1976-81 og hafði þá yfirumsjón með rannsóknar- og þróunar- verkefnum á vegum ráðuneytis- ins og lagði mat á hvaða vopna- kerfi heraflinn þyrfti á að halda. Var hann nánasti ráðgjafi varn- armálaráðherrans á sviði hvers kyns tækni, fjarskiptatækni, njósnamála og kjarnorkumála. William J. Perry tók háskóla- próf í stærðfræði við Stanford- háskólann í Paalo Alto í Kalifor- níu og doktorsgráðu í sömu grein við Penn State-háskólann. Hann var um tíma prófessor við verk- fræðideild Stanford-háskólans og er félagi í bandarísku vísinda- akademíunni. Hann hefur verið heiðraður af opinberri hálfu bæði í Þýskalandi og Frakklandi. William J. Perry og kona hans Lee eiga fimm uppkomin börn, þijá syni og tvær dætur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.