Morgunblaðið - 12.01.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.01.1994, Blaðsíða 1
64 SIÐURB/C STOFNAÐ 1913 8. tbl. 82. árg. MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 1994 Prentsmiðja Morgunblaðsins Skipvetjinn sem fórst við strand björgunarskipsins Goðans Missti takið á stýrinu er seinna brotið reið yfir Endurfundir SKIPBROTSMENNIRNIR sex af björgunarskipinu Goðanum komu til Reykjavíkur í gær- kvöldi. Ingileif Arngrímsdóttir kona Sigmars Ægis Björgvins- sonar og dætur þeirra fögnuðu Sigmari innilega. Engar líkur eru taldar á því að unnt verði að bjarga Goðanum af strand- stað í Vöðlavík, en áfram verð- ur reynt að ná Bergvíkinni á flot. KRISTBJÖRN Guðlaugsson háseti á björgunarskipinu Goð- anum segir í samtali við Morgunblaðið að við fyrsta brotið sem reið yfir hafi skipið lagst á bakborða og gríðarlegur halli komið á það. Þá hafi ljósavélin, öll sljórntæki og fjar- skiptabúnaður skipsins dottið út. Rúðurnar í brúnni og hurð bakborðsmegin í henni ásamt karmi og öðru hafi mölbrotnað. „Stuttu síðar skall annað brotið á skipinu. Ég komst ekki fram í stýrishúsið en gægðist inn og sá að stýri- maðurinn hélt sér í stýrið og reyndi að stýra uppí. Síðan kom fylla og þá missti hann takið og féll niður í átt að tómri dyragættinni. Matsveinninn og hinn hásetinn reyndu að teygja sig eftir honum. Hann sagði „ég er fastur“ og síðan ekki meir,“ segir Kristbjörn. Hann kveðst aldrei hafa fyllst ótta þá rúmu níu klukkutíma sem áhöfnin beið björgunar upp á von og óvon, en það hafi samt sem áður verið ólýsanlegur léttir að sjá þyrlurnar birtast fyrir víkurmynn- ið. „Þeir unnu hratt og af stórkost- legu öryggi, slökuðu sínum mönn- um niður með hraði og ákváðu í hvaða röð við værum hífðir um borð. Þeir unnu frábært verk sem maður fær aldrei fullþakkað með öflugum verkfærum sem við verð- um að eignast,“ segir Kristbjörn. Hann segir þessa reynslu hafa breytt lífsmati sínu. „Eg lít lífið allt öðrum augum í dag en fyrir tveimur dögum,“ segir Kristbjörn. Móttökuathöfn í flugstöðinni Mennirnir sex sem björguðust af Goðanum komu til Reykjavíkur í gærkvöldi með kistu hins látna félaga síns. Eftir að vinir og ætt- ingjar höfðu tekið á móti mönnun- um var stutt athöfn í flugstöð- inni. Viðstaddir voru vinir og vandamenn skipveijanna sjö auk fulltrúa útgerðarfélagsins. Var lesin bæn og flutt ritningarorð við kistu hins látna, en að ósk ætt- ingja er að svo stöddu ekki unnt að birta nafn hans. Björgunarmönnunum tíu var vel fagnað er þeir lentu á Keflavíkur- flugvelli. Fjölskyldur og sam- starfsmenn, auk yfirmanns varn- arliðsins og sendiherra Bandaríkj- anna, tóku á móti mönnunum og var m.a. lesið úr þakkarbréfi frá dómsmálaráðherra. I dag mun for- stjóri Landhelgisgæslunnar af- henda áhöfnum þyrlnanna heið- ursskjal. Sjá forystugrein blaðsins í dag, fréttir og frásagnir á bls. 18-21 og baksíðu. Forseti Póllands hefur efasemdir um „Samstarf í þágu friðar“ Leiðtogar NATO hóta sprengjuárásum á Serba Brussel. Reuter, The Daily Telegraph. EMBÆTTISMENN hjá Atlantshafsbandalaginu (NATO) sögðu í gær að til greina kæmi að hefja loftárásir innan nokkurra daga á sveitir Serba, sun sitja um borgina Srebrenica í Bosn- íu og flugvöllinn í Tuzla. Á leiðtogafundi ríkja Atlantshafs- bandalagsins, sem lauk í Brussel í gær, var samþykkt að ítreka hótun um loftárásir ef Serbar leyfðu ekki kanadískum friðar- gæsluliðum, sem hafa hafst við í Srebrenica í sjö mánuði, að yfirgefa borgina. Serbar hafa hindrað hollenskar sveitir, sem áttu að leysa Kanadamennina af fyrir jól, í að komast til Srebrenica. Reuter Róstursöm þingsetning FYRSTI fundur nýkjörins þings Rússlands var haldinn í gær. Strax kom til harðra deilna milli stuðningsmanna Borís Jeltsíns forseta og þjóðemissinnans Vladímírs Zhírínovskíj og á köfl- um munaði litlu að þingið leyst- ist upp. Á myndinni má sjá einn stuðningsmanna Zhírinovskíjs reyna að koma í veg fyrir að Vasílíj Seljúnín, þingmaður fyrir Valkost Rússlands, geti tekið til máls. Sjá nánar bls. 24. Var hótunin um sprengjuárásir samþykkt eftir mikinn þrýsting frá Bill Clinton Bandaríkjaforseta og Francois Mitterrand Frakklands- forseta, sem sögðu að NATO ætti að hætta að hafa uppi marklausar hótanir. „Hvort að gripið verður tii loftárása eða ekki fer eftir því hvernig Bosníu-Serbar haga sér,“ sagði Clinton eftir fundinn. For- seti Kanada sagðist telja að sprengjuárásir væru neyðarúrræði og hefði hann tekið það skýrt fram á fundinum. Nokkrir leiðtoganna sögðu fundinn hafa verið sögulegan og Manfred Wörner, framkvæmda- stjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði að hann markaði söguleg tímamót þar sem bandalagið hefði tekið stórt skref inn í tuttugustu og fyrstu öldina. Á fundinum var ákveðið að bjóða ríkjum Austur- Evrópu til friðarsamvinnu undir yfirskriftinni „Samstarf í þágu friðar“. „Dyrnar hafa verið opnað- ar. Eg hvet samstarfsaðila okkar til að grípa þetta tækifæri,“ sagði Wörner. Að loknum fundinum flaug Clinton til Tékklands en það er fyrsti áfangi hans í ferð um aust- urhluta Evrópu til að kynna hina nýju friðarsamvinnu. í dag mun hann eiga fund með leiðtogum Tékklands, Póllands, Ungveija- lands og Slóvakíu. Lech Walesa, forseti Póllands, sagði í viðtali við pólska sjónvarp- ið í gær að hann myndi leggja mikla áhersla á framtíðaraðild Pólveija að NATO er hann hittir Clinton. Hann sagðist búast við erfiðum fundi þar sem hann ætti von á að Bandaríkjamenn myndu verja þá afstöðu að bjóða þessum þjóðum friðarsamvinnu í stað að- ildar. Walesa sagðist vera þeirrar skoðunar að þetta hefðu verið mistök og að ganga hefði þurft lengra. I kvöld heldur Clinton áleiðis til Moskvu með viðkomu í Kiev, höf- uðborg Úkraínu. í Moskvu mun hann eiga tveggja daga fund með Borís Jeltsín Rússlandsforeta. Sjá viðtal við Davíð Oddsson forsætisráðherra á bls. 24.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.