Morgunblaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 1
72 SIÐURB/C 16. tbl. 82. árg. FOSTUDAGUR 21. JANUAR1994 Prentsmiðja Morgunblaðsins Bandaríkin 93 látnir af völdum kuldanna AÐ MINNSTA kosti 93 hafa lát- ist af völdum fimbulkulda í Bandaríkjunum undanfarna daga og neyðarástandi var lýst yfir í New Jersey, Pennsylvaníu og höfuðborginni, Washington, í gær. Um tíma var lokað fyrir rafmagn og gas hjá hundruðum þúsunda manna í Pennsylvaníu, Maryland og New Jersey þar sem orkunotk- unin varð of mikil vegna kuldanna. í Washington voru skrifstofur hins opinbera lokaðar og 360.000 ríkis- starfsmenn mættu ekki til vinnu að beiðni yfirvalda til að spara raf- magnið. Hörður Þórðarson, veðurfræð- ingur á Veðurstofu Islands, sagði stöðu veðurkerfa yfir Norður- Ameríku .valda kuldunum miklu. „Mikil hæð hefur haldið sig yfir vestanverðu Kanada og teygst suð- ur á vestanverð Bandaríkin. Síðan hafa lægðir við austurströnd Bandaríkjanna færst í norðaustur í átt að Grænlandi. í sameiningu hafa þessi tvö kerfi og þó aðallega þessi stóra hæð valdið því að loft hefur streymt i marga daga frá Norðurpólnum og jafnvel alla leið frá Síberíu inn yfir austurhluta Bandaríkjanna," sagði Hörður. „Þessi staða getur alltaf komið upp en það hefur verið óvenjulega Reuter Ferðamenn bjóða kuldanum birginn LOKA varð opinberum skrifstofum í Washington í gær til að spara rafmagn vegna mikillar orkunotkunar í fimbulkuldanum þar undan- farna daga. Á myndinni eru ferðamenn sem létu ekki veðrið letja sig frá því að fara í skoðunarferð um bandarísku höfuðborgina. kalt núna og mér skilst að kulda- met hafi verið slegin. Það er útlit fyrir að breytingar verði um helg- ina því þessi mikla hæð er komin á hreyfmgu og um leið og hún kemst austur fyrir Bandaríkin verður loft miklu hlýrra þar sem fímbulkuldar hafa herjað síðustu daga,“ sagði Hörður Þórðarson. Sjá „Mestu frosthörkur í rúm- lega öld ...“ á bls. 18. Evrópuþingið ályktar um Bosníu Vill að Owen lávarður víki Strassborg, París. Reuter. EVRÓPUÞINGIÐ hvatti Evrópu- bandalagið (EB) í gær til að skipa nýjan samningamann í Bosníu- deilunni í stað Davids Owens lá- varðar og að reyna nýjar leiðir til að koma á friði í landinu. Ályktun þessa efnis var sam- þykkt eftir að enn einni lotunni í friðarviðræðunum í Genf lauk án árangurs. I ályktuninni segir að tímabært sé að „skipa nýjan samn- ingamann með nægilegt umboð og svigrúm til að fylgja því eftir“. Þingið krefst þess að hersveitum á vegum Sameinuðu þjóðanna í Bosn- íu verði falið að koma á friði, í stað þess að annast aðeins „friðargæslu“ eins og nú er. Fulltrúar evrópskra íhaldsflokka beittu sér einkum fyrir ályktuninni en sósíalistar greiddu atkvæði gegn henni. Margir þingmenn vörðu Owen lávarð og Derek Prag, full- trúi breskra íhaldsmanna, sagði að honum hefði „næstum tekist það ómögulega". Ályktanir þingsins eru ekki bindandi fyrir EB. Alain Juppe, utanríkisráðherra Frakklands, hvatti stjórnvöld í EB- ríkjunum, Bandaríkjunum og Rúss- landi til að hefja sem allra fyrst viðræður um hvað gera beri í • / Bosníumálinu. Hann gaf ekki til kynna að Frakkar myndu leggja fram tillögu um aðgerðir, en sagði síðar að til greina kæmi að kalla alla friðargæsluliðana í Bosníu heim. Ahrif miðjumanna aukast verulega í nýrri ríkisstjórn Rússlands Fjodorov segir af sér sem fjármálaráðherra Moskvu. Reuter. BORÍS Fjodorov fjármálaráðherra, helsti róttæki markaðs- hyggjumaðurinn í stjórn Rússlands, sagðist í gær ætla að segja af sér og kvað breytta og mildari efnahagsstefnu leiða til óðaverðbólgu í landinu. ir æ líklegri til að verða forseta- efni miðjumanna í forsetakosning- unum sem verða ekki síðar en árið 1996. Danska stjórrim Ný stefna í þróun- araðstoð Bombay. Reutor. MIMI Jakobsen, aðstoðarforsæt- isráðherra Danmerkur, sagði í gær, að danska stjórnin hygðist breyta verulega framkvæmd þróunaraðstoðarinnar við Ind- land. Hingað til hefur hún farið til svokallaðra þróunarverkefna en hér eftir verður hún að mestu leyti í formi hagstæðra lána til einkafyrirtækja í landinu. „Í stað venjulegrar þróunarað- stoðar viljum við styrkja einkageir- ann, fyrirtækin," sagði Jakobsen á fundi í Bombay á Indlandi með ind- verskum og dönskum kaupsýslu- mönnum. „Með því móti kemur aðstoðin að mestu gagni.“ Jakobsen sagði, að aukin áhersla á aðstoð við indversk einkafyrirtæki væri til marks um þá trú Dana og vissu, að Indveijum tækist að koma í framkvæmd þeim róttæku umbót- um í efnahagslífinu, sem byijað var á fyrir tveimur árum. Hún lagði hins vegar áherslu á, að Indveijar þyrftu að lækka tolla á ýmsum svið- um, einkanlega á matvælum. Þró- unaraðstoð Dana við Indverja verð- ur um tveir milljarðar ísl. kr. á þessu ári. Borís Jeltsín, forseti Rússlands, tilkynnti í gær myndun nýrrar rík- isstjórnar eftir fjögurra daga samningaviðræður við Viktor Tsjernomyrdín forsætisráðherra, sem telst til miðjumanna í rúss- neskum stjórnmálum. Þeir sömdu um að bjóða Fjodorov embætti fjármálaráðherra en höfnuðu kröfu hans um embætti aðstoðar- forsætisráðherra. Hann hafði einnig krafist þess að Viktor Ge- rastsjenko seðlabankastjóri og Alexander Zaveijúkha, sem fer með landbúnaðarmál í stjórninni, yrði vikið frá en þeir héldu báðir embættum sínum. „Hér er engin stjórnarkreppá,“ sagði Tsjernomyrdín forsætisráð- herra og vísaði á bug fréttum um að hann hefði átt í deilum við Jelt- sín um myndun stjórnarinnar. „Stjórnin hvikar hvergi af umbóta- brautinni. Sú stefna sem stjórnin markaði í fyrra verður óbreytt,“ sagði Tsjernomyrdín en bætti við, að tímabili „markaðsrómantíkur“ væri nú Iokið. Róttækir markaðshyggjumenn hafa misst fjögur mikilvæg ráð- herraembætti frá því Jegor Gajd- ar, helsti höfundur efnahagsstefnu stjómarinnar, sagði af sér sem ráðherra efnahagsmála. Aðeins einn róttækur umbótasinni er eftir í stjórninni, Anatolíj Tsjúbajs, sem fer með einkavæðingarmál. Alex- ander Shokhín, sem hefur annast samningaviðræður við erlenda lán- ardrottna Rússa, missti embætti aðstoðarforsætisráðherra en var skipaður efnahagsmálaráðherra í stað Gajdars. Stjórnarmyndunin er talin sigur fyrir Tjernomyrdín, sem treystir sig í sessi sem annar valdamesti stjórnmálamaður Rússlands. Áhrif hans hafa stóraukist frá þingkosn- ingunum í desember og hann þyk- Bítlum boðnir 1,8 millj- arðar fyrir hljómleika Ncw York. Daily Tclcgrapli. BITLUNUM þremur hafa verið boðnar 25 milljónir dollara, jafn- virði 1,8 milljarða króna, fyrir að leika á minningartónleikum um Woodstock-hátíðina, sem haldin var fyrir aldarfjórðungi. Það er tónleikafrömuðurinn Sid hald til að minnast Woodstock-tón- Bernstein í New York sem boðið hefur Paul McCartney, George Harrison og Ringo Starr þessa fjárhæð fyrir að leika á tónleikum sem hann hyggst halda í ágúst næstkomandi skammt frá borginni Woodstock. Bernstein hyggst eiga fund með þremenningunum í næstu viku þar sem hann hyggst reyna að fá þá til að taka boði sínu. Hann stóð fyrir frægum tónleikum Bítlanna á Shea-leikvanginum í New York á framanverðum sjöunda áratugn- um. Deilur hafa risið um tónleika- leikanna í ágúst 1969. Leysist þær ekki stefnir í þrenna tónleika á tveimur stöðum. Skipuleggjendur tónleikanna árið 1969 undirbúa af kappi tónleika á stað sern nefn- ist Sauagerties og er 30 km norð- ur af bænum Woodstock. Bern- stein freistar þess að halda sína tónleika á Max Yasgur-landar- eigninni í Bethel þar sem tónleik- arnir voru haldnir á sínum tíma. Annar aðili keppir um afnot af þessu akurlendi sem er 30 km suður af Woodstock og verður rim- man til lykta leidd á borgarafundi í Bethel í næstu viku. Heiðraður PAUL McCartney var í fyrra- kvöld tekinn inn í heiðurssamtök rokktónlistarnianna við athöfn í New York. Ekkja Bítilsins Johns Lennons, Yoko Ono, afhenti McCartney viðurkeniiiiiguna og þakkaði hann fyrir sig með kossi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.