Morgunblaðið - 22.01.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.01.1994, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/LESBOK STOFNAÐ 1913 17. tbl. 82. árg. LAUGARDAGUR 22. JANÚAR1994 Prentsmiðja Morgunblaðsins Siðbótarfrumvarp Hosokawa fellt Ovissa um fram- tíð stjórnarinnar Tókýó. Reuter. MORIHIRO Hosokawa, forsætisráðherra Japans, beið alvarlegan ósigur í efri deild þingsins í gær þegar frumvarp hans um umbæt- ur í japönsku stjórnmálalífi var fellt. 17 þingmenn Sósíalistaflokks- ins, stærsta stjórnarflokksins, snerust gegn því og ríkir nú mikil óvissa um framtíð ríkisstjórnarinnar, sem setið hefur í fimm mán- uði. Ilosokawa kvaðst þó hvorki nýrra kosninga að sinni. Hosokawa vonast til að geta náð samkomulagi við stjórnarandstöð- una, Fijálslynda lýðræðisflokkinn, um framgang frumvarpsins fyrir þinglausnir, sem verða 29. janúar eða eftir viku, en það þýddi, að ríkis- stjórnin yrði að gefa verulega eftir gagnvart honum í ýmsum málum. Til að hnekkja niðurstöðunni í efri deild þarf annaðhvort tvo þriðju atkvæða í sérstakri nefnd samein- aðs þings, sem hefur það hlutverk að skera á hnútinn í svona málum, eða tvo þriðju af 511 atkvæðum í neðri deild. I efri deildinni eru þing- menn 252. Útþynntar umbætur? Frumvarp Hosokawa felur í sér, ætla að segja af sér né boða til að tekin verði upp einmenningskjör- dæmi en talið er, að það kerfi hafi minni spillingu í för með sér en hlutfallskosningakerfið. Auk þess verða viðurlög við pólitískri spill- ingu stóraukin. Frumvarp Fijálslynda lýðræðis- fiokksins, sem neðri deildin felldi í síðustu viku, þótti sniðið fyrir stóru flokkana og auk þess voru í því ákvæði, sem heimiluðu stjórnmála- mönnum að taka við framlögum frá stórfyrirtækjum. Ef Hosokawa nær að semja við Fijálslynda lýðræðis- flokkinn hlýtur að koma fram nýtt frumvarp, einhvers konar samsuða beggja, en að öðrum kosti eru dag- ar stjórnarinnar taldir. Reuter Kátir stjórnarandstæðing-ar ÞINGMENN stjórnarandstöðunnar á japanska þinginu, Fijálslynda lýðræðisflokksins, kættust mjög þegar siðbótarfrumvarp Hosokawa forsætisráðherra var fellt í efri deildinni og klöppuðu fyrir niður- stöðunni. Nú verður Hosokawa að gera annað tveggja, að semja við stjórnaraudstöðuna eða fara frá. Lorena Bobbitt Lorena Bobbitt sýknuð Manassass, Virginíu. Rcuter. LORENA Bobbitt var sýknuð af ákæru um að hafa skorið getnaðarlim undan manni sínum af ráðnum hug og ill- girni. Komst kviðdómur að þeirri niðurstöðu að hún hefði ekki ráðið gjörðum síri- um vegna stundarbijálæðis er hún framkvæmdi afskurð- inn. Verjendur Lorenu Bobbitt héldu því fram að áralangar misþyrmingar hefðu valdið sál- arflækjum sem leitt hefðu til bijálæðiskasta. Bar hún því við að maður hennar, John Wayne Bobbitt, hefði nauðgað sér 23. júní sl. en í framhaldi af því skar hún liminn af honum. Tók það lækna um 10 stundir að sauma hann aftur á. Var John Bobbitt sýknaður af nauðgun- arákæru í nóvember sl. Stefnuyfirlýsing Viktors Tsjernomýrdíns, forsætisráðherra Rússlands Boðar ankiim stuðning við gjaldþrota ríkisfyrirtæki Moskvu, Washington, London. Reuter. VIKTOR Tsjernomýrdín, forsætisráðherra Rússlands, hyggst ein- beita sér að því að koma í veg fyrir hrun ríkisrekinna stórfyrirtækja í iðnaði sem mörg eiga í gríðarlegum fjárhagserfiðleikum. Þetta kom fram á fyrsta fundi nýrrar ríkisstjórnar hans í gær en allir róttæk- ir umbótasinnar í fyrri sljórn hafa yfirgefið hana að einum undan- skildum. Bandarísk stjórnvöld segjast ætla að reyna að hafa gott samstarf við nýju sljórnina og ráðgjafar Borís Jeltsíns forseta segja hann vera staðráðinn í að standa við umbótaáætlanir sínar. Reuter Aftur bestá ísnum ENSKA skautaparið Jayne Torvill og Christopher Dean urðu Evr- ópumeistarar í listdansi á skaut- um í Kaup- mannahöfn í gærkvöldi. Mörgum rennur seint úr minni ísdans þeirra við lagið Bolero sem færði þeim gull- verðlaun á Ólympíuleikun- um í Sarajevo árið 1984. Sjá „Spenn- andi keppni" á bls. 47. /íar-Tass-fréttastofan rússneska hafði eftir Tsjernomýrdín að fjöldi stórfyrirtækja væri nú lamaður. „Við verðum að finna leiðir til að aðstóða þessi fyrirtæki, það_ verður að koma þeim í gang og láta þau afla tekna fyrir ríkissjóð“, sagði ráðherrann. Hann sagði að verð- bólga í Rússlandi yrði mun meiri á árinu en gert hefði verið ráð fyrir og umbótasinnar fullyrða að hann hyggist leysa vanda gömlu stórfyr- irtækjanna með aukinni seðlaprent- un og tilheyrandi óðaverðbólgu. Tugmilljónir manna vinna hjá stórfyrirtækjunum, sem mörg hafa í reynd verið gjaldþrota lengi og óttast þeir atvinnuleysi ef markaðs- öflin fái að ráða framtíð þeirra. Bandaríski hagfræðingurinn Jeff- rey Saehs og sænskur starfsbróðir hans, Anders Aslund, hafa verið ráðgjafar Rússlandsstjórnar í þrjú ár. Þeir sendu Jeltsín bréf í gær og sögðust ekki geta veitt frekari ráð þar sem þeir væru algerlega andvígir stefnu Tsjernomýrdíns. „Það getur verið að Jeltsín hafi leyst upp gamla þingið en' hann hefur tekið upp stefnu þess“, sagði breska blaðið Financial Times í gær. Blaðið spáði því að stefna nýju stjórnarinnar, sem væri ekki .umbætur heldur „miðjuleið til öng- þveitis“, myndi valda óðaverðbólgu og gera eftirleikinn auðveldan fyrir hinn öfgafulla þjóðernissinnaflokk Vladímírs Zhírínovskíjs. Fjölmiðlar og stjórnmálaskýrendur á Vestur- löndum telja flegtir að umbóta- stefna Jeltsíns sé nú í mikilli hættu og benda einnig á vaxandi áhrif þjóðernissinna á utanríkistefnuna. Sjá „Tsjeriiómýrdín óttast hrun risafyrirtækjanna gömlu“ á bls. 22. ♦ ♦ ♦ Fúkyrðin verri en barsmíðar Edinborg. Reuter. SKOSK kona fékk skilnað frá manni sínum í gær á þeirri for- sendu að hann hefði blótað henni, börnum þeirra og jafnvel barna- börnum þrotlaust í 46 ár. Nigel Thomson dómari sagði, er hann veitti Isabellu Harrower skiln- að, að nú væri svo komið að 21 mánaðar gamall ömmudrengur liefði numið hinn óguðlega fúkyrða- forða af afa sínum, Peter, og væri farinn að feta í fótspor hans. Brygði sá stutti fyrir sig svívirðingum í tíma og ótíma. „Látláus fúkyrðaflaumur var henni óbærilegri en barsmíðar öðru hverju," sagði Thomson. Isabella og Peter Harrower gengu í hjóna- band árið 1947.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.