Morgunblaðið - 07.04.1994, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.04.1994, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1994 í Tyrklandi SOPHIA hefur ekki séð dætur sínar Dagbjörtu og Rúnu í tvö ár. Hún segir að tyrkneskur lögfræðingur hennar hafi hitt lög- fræðinga sem starfað hafi fyrir fyrrverandi eiginmann hennar. Þeir síðarnefndu hafi sagt honum að þeir væru hættir að starfa fyrir Halim enda hafi hann ekki farið að ráðum þeirra. Myndin að ofan er tekin í Istanbúl árið 1992. Dæmt í máli Sophiu eftir íslenskum lögum „Held að málinu ljúki á þessu ári „VIÐ vitum ekki enn hvenær undirréttur tekur málið fyrir, en ég held að þessu hljóti að ljúka á árinu. Þær verði ekki látnar ganga í gegnum meira en þær hafa þurft að gera hingað til,“ segir Sophia Hansen. Hæstiréttur í Istanbúl í Tyrklandi hefur ógilt dóm undirréttar frá því í desember um forræði Halims Als, fyrrum eiginmanns hennar, yfir tveimur dætrum þeirra.-Undir- rétti er fyrirskipað að taka á málinu samkvæmt íslenskum lögum og staðfesta forræði Sophiu yfir stúlkunum. Hún hefur ekki feng- ið að sjá þær í tvö ár. Sophia sagði að hæstiréttur hefði tekið málið fyrir um hátíðam- ar. Afstaða hans væri skýr og byggðist á því að ekki væri hægt að rifta hjónabandi þeirra Halims að tyrkneskum lögum þar sem ekki væri stofnað til þess sam- kvæmt þeim. Skipað væri svo fyrir að taka ætti á málinu samkvæmt íslenskum lögum og staðfesta ís- lenskan úrskurð um forræði Sop- hiu yfir stúlkunum. Þær skuli tekn- ar af föður sínum og færðar til vandalausra þar til úrskurður fáist. Beðið eftir greinargerð Sophia kvaðst halda að látið yrði til skara skríða og stúlkurnar teknar frá föður sínum þegar ítar- leg greinargerð hæstaréttar hefði borist eftir 10 til 15 daga. Hún sagðist ekki vita hvetjir yrðu þar á ferðinni eða hvert yrði farið með systumar því eftir því sem hún best vissi væru ekki til bamaheim- ili i Tyrklandi til að koma bömum fyrir undir kringumstæðum sem þessum. Ekki vissi hún hvort kveð- ið væri á um umgengnisrétt for- eldra meðan málið stæði yfír í greinargerð hæstaréttar. Ef svo væri ekki væri þó ljóst að farið yrði fram á umgengnisrétt af henn- ar hálfu. Hún sagðist vona að ekki liði á löngu þar til hún sæi dætur sínar á ný. „Annars sagði Hasíp lögmað- ur minn að Halim færi örugglega með þær til Pakistan. Við því má alveg eins búast. Hann er þá að fara nákvæmlega eins að og hann sakaði mig um að ætla að gera. En ég hef alltaf farið að lögum og trúi ekki öðru en þeir handsami hann reyni hann að flýja með böm- in,“ sagði Sophia og hafði eftir Hasíp að dómarar í hæstarétti hefðu fullvissað hann um að harð- iega yrði tekið á Halim bryti hann af sér. Styrkur frá borginni Sophia sagðist hafa skilið Hasíp á þann veg að ekki þyrfti að taka máiið aftur fyrir í hæstarétti yrði farið að vilja réttarins í undirrétti. Ef undirréttur hins vegar hafnaði því að staðfesta forræði Sophiu yrði málið útkljáð í hæstarétti. Sophia lét þess getið að málinu væri nú vísað til sama dómara og áður. Hæstiréttur hefði í tvígang ógilt dóma hans í málinu með þeim afleiðingum að orðspor hans hefði spillst. Hæstiréttur væri greinilega að neyða hann til að fara að lögum. Reykjavíkurborg hefur ákveðið að styrkja Sophiu um 500.000 kr. Hún lýsti yfir ánægju sinni með það, en sagði að yfir öllum gleði- fréttunum hvíldi áfram sá skuggi að átakið skuldaði 14 milljónir. Breytingar á brunatryggingum vegna EES-samningsins Einkaréttur á bruna- tryggingum afnuminn Sveitarstjórnir geta ekki samið um tryggingar fyrir íbúana EINKARETTUR Húsatrygginga Reykjavíkur á brunatryggingum fasteigna í borginni fellur niður um næstu áramót samkvæmt frum- varpi sem tryggingaráðherra hefur lagt fram á Alþingi. Ráða þá eigendur fasteigna hjá hvaða tryggingafélagi þeir brunatryggja eign- irnar. Þá verða húseigendur utan höfuðborgarsvæðisins einungis bundnir til næstu áramóta af samningum sem gerðir hafa verið milli sveitarfélaga og vátryggingafélaga um brunatryggingar allra húseigna í viðkomandi sveitarfélagi. Þetta er gert vegna samningsins um Evrópskt efnahagssvæði, en samkvæmt samkeppnisreglum þess samnings þarf að fella niður heim- ild bæjar- og sveitarstjórna utan Reykjavíkur til að semja við eitt eða fleiri vátryggingafélög um bruna- tryggingar á öllum húsum í viðkom- andi umdæmi. Samkvæmt laga- frumvarpinu skulu húseigendur á þessum svæðum þó tilkynna trygg- ingafélagi sínu, í síðasta lagi fyrir 30. nóvember næstkomandi, ef þeir hyggjast flytja þessar tryggingar til annars félags. Annars framleng- ist tryggingin í eitt ár. í Reykjavík hafa Húsatryggingar Reykjavíkur haft einkarétt á að brunatryggja fasteignir og fékk Reykjavíkurborg undanþágu frá ákvæðum EES-samningsins til að geta haldið áfram því fyrirkomu- lagi. Nýjar tilskipanir Evrópusam- bandsins gera það nú að verkum að afnema verður einkarétt Húsa- trygginga á brunatryggingum en undanþágan gildir að öðru leyti áfram gagnvart Húsatryggingum enda breyti þær í engu fyrirkomu- lagi eða umfangi starfsemi sinnar. Húseigendur í Reykjavík þurfa, samkvæmt frumvarpinu, að til- kynna Húsatryggingum Reykjavík- ur skriflega, fyrir 30. nóvember, hyggist þeir flytja brunatryggingu sína til annars félags en að öðrum kosti framlengist tryggingin í eitt ár. Skylduvátrygging Frumvarpið kveður á um skyldu- vátryggingu húseigna gegn elds- voða. Því mega vátryggingafélög ekki taka gilda uppsögn skyldu- tryggingar nema jafnframt sé full- víst að vátrygging hafi verið tekin hjá öðru tryggingafélagi. Sama regla gildir við eigendaskipti. Milliganga til að koma á viðskiptasamböndum nauðsyn í Kína Svíar bjóða aðstöðu fyrir sendiráð í Kína SÆNSK stjórnvöld hafa boðist til að láta íslendingum í té aðstöðu í sendiráði sínu í Peking fyrir íslenskt sendiráð í Austurlöndum fjær, að sögn Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráðherraj sem er á ferðalagi um Austurlönd og er nú staddur í S-Kóreu. I starfsliði íslenska sendiráðsins verður fyrst um sinn diplómat með sendiherra- nafnbót, lægra settur stjórnarerindreki og kínverskur ritari. Jón Baldvin segir að áform um stofnun sendiráðs hafi þegar verið kynnt ríkissljórn og utanríkismálanefnd Alþingis og í drögum að fjárhagsá- ætlun utanríkisráðuneytisins fyrir næsta ár sé gert ráð fyrir fram- lagi til að koma sendiráðinu á fót. Forsætisráðherra, Davíð Odds- son, sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær að ekki hefði verið tekin endanleg ákvörðun í ríkisstjórn um opnun sendiráðsins. Páll Pétursson þingmaður Fram- sóknarflokks spurði Davíð Oddsson á Alþingi í gær hvenær ríkisstjórn- in hefði tekið ákvörðun um opnun sendiráðsins og hvernig hún hugs- aði sér að fjármagna starfsemi þess. Davíð Oddsson sagðist ekki hafa fengið nákvæma texta frá fundum utanríkisráðherra í Kína en sagði að málið hefði verið rætt í ríkis- stjórn og innan hennar stæði vilji til þess að opna skrifstofu sendiráðs íslands, þó með þeim hætti að slík aðstaða yrði í tengslum við annað norrænt sendiráð. Annar fulltrúa íslendinga yrði með sendiherra- nafnbót en það væri talið þýðingar- mikið ef þjóð vildi koma sínum málum fram. Ef fulltrúi þjóðarinnar á vettvangi bæri slíka nafnbót ætti hann auðveldara um vik í stjórn- kerfi viðkomandi lands. Davíð sagði að ákvörðun hefði ekki verið tekin í ríkisstjórn enda væri ekki komin endanleg niður- staða í samtölum við norræna frændur okkar um skipan mála hvað þetta varðaði. „Það hafa verið nokkrar efasemdir uppi um að hægt væri að hafa tvo sendiherra starf- andi í sömu sendinefndarbyggingu og undir sendinefndarvæng annarr- ar norrænar þjóðar. Ég hygg þó að það muni leysast, vilji hefur stað- ið til þess og ég tel það vera skyn- samlegt. Kínveijar hafa hér lengi haft sendiráð og íslendingar höfðu á þeim tíma, þegar það sendiráð var opnað, góð orð um að slíkt sendiráð yrði opnað á móti,“ sagði Davíð. Ýmsar ástæður að baki „Það hefur lengi verið í undirbún- ingi að utanríkisþjónustan íslenska kæmi upp aðstöðu fyrir sendiráð í Austurlöndum fjær, Alþingi hefur áíyktað um það og utanríkisráðu- neytið hefur unnið að undirbúningi málsins,“ sagði Jón Baldvin. Hann sagði að sóst hefði verið eftir sam- vinnu við önnur Norðurlönd um málið og Svíar reynst tilbúnir að láta aðstöðu í té. Jón Baldvin sagði að nokkrar ástæður lægju að baki því að rétt hefði verið talið að staðsetja sendi- ráð í Austurlöndum fjær í Kína. Auk þess sem Kínveijar hefðu sendiráð á íslandi væru aðstæður í landinu frábrugðnar t.d. Japan og Kóreu að því leyti að í þeim löndum væri í stórum dráttum markaðsum- hverfi, þar hafi útflutningssamtök starfandi fulltrúa og þar sé ekki þörf á milligöngu stjórnvalda til að koma á viðskiptasamböndum. Slík milliganga sé hins vegar óhjákvæmi- leg og nauðsynleg i Kína. Akvörðun um staðsetningu sendiráðs í Kína hafí verið tekin í samræmi við óskir samtaka útflytjenda og að höfðu samráði við þau samtök. Kveðja að kvöldi 10 mínútna símtal frá Stykkishólmi til Hafnar á kvöldin kostar aðeins PÓSTUR OG SÍMI Sjá nánar í símaskránni bls, 9. Unglingar brutu rúður í 100 bílum Keflavík. „ÆTLI þeir hafi ekki brotið rúður í um 100 bílum og það er ýóst að tjónið nemur hundruðum þúsunda króna,“ sagði Guðjón Þórarinsson sem rekur bílapartasölu BG við Flugvallarveg í Keflavík. Um páskana fékk Guðjón heimsókn unglinga sem brutu nánast hverja einustu rúðu í þeim 100 bílum sem voru á athafnasvæði bílapartasölunnar. Guðjón sagði að skemmdar- vargarnir hefðu verið tvisvar á ferð og hefði hann komið að þrem piltum sem hefðu gengið skipu- lega til verks við rúðubrotin. Hon- um hefði tekist að ná einum þeirra og vitað væri hveijir liinir tveir væru. Þarna væri um að ræða pilta á aldrinum 11-13 ára og litlar líkur væru á að þeir væru borgunarmenn fyrir tjóninu. Guð- jón sagði að hann og lögregla stæði ráðþrota vegna sífelldra heimsókna unglinga sem hefðu það eitt að markmiði að skemma og lítið virtist vera hægt að gera í þessum málum. -BB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.