Morgunblaðið - 07.04.1994, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 07.04.1994, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1994 61 B JOAO Havelange, forseti al- þjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, hefur fengið stuðningsyfir- lýsingu frá forráðamönnum knatt- spyrnusambanda heimsálfanna fimm — í sambandi við endurkjör á ársþingi sambandsins, sem fer fram í Chicago 16. júní. Have- lange, sem er 78 ára, hefur verið forseti FIFA í 20 ára. Hann verður því forseti næstu fjögur árin. B ÍTALINN Antonio Matarrese, varaformaður Knattspyrnusam- bands Evrópu, UEFA, varð ekki við áskorun að fara í framboð gegn Havelange, þar sem ljóst var að Brasilíumaðurinn hafi tryggt sér stuðning frá fjórum heimsálfum, en Evrópa er með aðeins 25% at- kvæðamagn hjá FIFA. B CLAUDIO Caniggia, lands- liðsmaður frá Argentínu, sem féll á lyfjaprófi á Ítalíu fyrir þrettán mánuðum, mun leika með Argent- ínu í HM í Bandaríkjunum. ■ CANIGGIA, sem er 27 ára, befur verið í banni frá því í mars 1993. Hann mun leiks sinn fyrsta leik með Róma 8. maí, er félagið leikur vináttuleik við hans fyrrum félagslið í Argentínu, River Plate. B FRANZ Beckenbauer, fyrrum landsliðsþj álfari Þýskalands og Arrigo Sacchi, þjálfari Ítalíu, hafa sagt að landslið Argentínu sé eitt af sigurstranglegustu liðinum í HM. B ANDY Goram, landsliðmark- vörður Skotlands, meiddist í leik gegn Dundee Utd. á þriðjudaginn — varð að fara af leikvelli eftir 23. nún. Hann mun missa af undanúr- slitaleik Glasgow Rangers gegn Kilmamock á sunnudaginn. ■ PARÍSARFÉLAGIÐ St. Germain, sem hafði leikið 27 leiki í röð án þess að tapa, mátti þola tap, 0:3, gegn Nantes á þriðjudag- inn. Félagið tapaði síðast leik gegn Marseille í ágúst 1993. ® JORGE Valdano, fyrrum landsliðsmaður frá Argentínu, sem hefur verið þjálfari Tenerife, verð- ur þjálfari Real Madrid næsta keppnistímabil. B VALDANO gerðist leikmaður hjá Real Madrid 1984 og varð heimsmeistari með Argentínu í Mexíkó 1986. Hann varð að hætta að leika knattspyrnu 1988 vegna meiðsla og gerðist 1992 þjálfari á Tenerife, þar sem Real Madrid hefur misst tvö síðustu ár af meist- aratitlinum til Barcelona með tapi í síðustu umferð. ■ EINDHOVEN er tilbúið að borga Juventus 430 millj. ísl. kr. fynr Andy Möller, en Bayern Miinchen hefur einnig áhuga að fá kappann til sín. ■ KOLN gerir sér vonir um að Thomas Hassler komi aftur til liðs við félagið, en hann leikur með Róma á Ítalíu. KORFUKNATTLEIKUR / NBA-DEILDIN Sigurganga IMewYork stöðvuð Félagið tapaði sínum fyrsta leik frá 27. febrúar í Miami MIAMI Heat náði að stöðvafimmtán leikja sigurgöngu New York, þegar félagið vann 100:86 í Miami. Þaðmeð máttu leikmenn New York sætta sig við fyrsta ósigurinn frá 27. febrúar. Þetta var næst lengsta sigurganga í sögu félagsins og jafn löng sigurganga og Houston náði fyrr á keppnistímabilinu. New York hefur náð best- um árangri í Austurdeildinni — unnið 51 leik, en tapað 20. Harold Miner skoraði 22 stig fyrir heimamenn, en Steve Smith skoraði 20 stig. Miami lék án miðherjans Rony Seikaly, sem hefur verið meiddur. Félagið, sem er að beijast um sæti í úrslitakeppn- inni, vann aðeins sinn annan leik af níu síðustu. Patrick Ewing skor- aði 19 stig fyrir New York og tók ellefu fráköst. Jayson Williams skoraði 13 af 19 stigum sínum fyrir New Jersey Nets í seinni hálfleik, þegar félagið lagði Boston Celtic að velli 120:94. Williams, sem lék aðeins í 22 mín., tók einnig sjö fráköst. Benoit Benj- amin og Kevin Edwards skoruðu sín hvor 18 stigin fyrir heimamenn Kenny Anderson skoraði 12 stig og átti 17 stoðsendingar. Hann lék frábærlega sem leikstjórnandi. John Williams skoraði 23 stig og Rod Higgins 20 þegar Cleveland Cavaliers lagði Charlotte Hornets að velli 105:99. Cavaliers, sem vann sinn fimmta sigur í sex leikjum, hafur ekki tapað á heimavelli fyrir Hornets í þau þrettán skipti sem liðin hafa leikið á Richfíeld Colise- um. Shaquille O’Neal gat ekki leikið með Orlando, þar sem hann var slæmur í maga. Jeff Turner skoraði 22 stig fyrir heimamenn og tók 10 fráköst þegar Orlando vann Milw- aukee Bucks, 104:97. Anfernee Hardaway skoraði 21 stig og átti níu stoðsendingar. Scottie Pippen stjórnaði Chicago til sigurs gegn Washington, 114:88. Hann skoraði 22 stig, B.J. Arm- strong 17 og Horace Grant 16 stig fyrir heimamenn, en Calbert Chean- ey 19 og Rex Chapman 18 stig fyrir gestina, sem síðast lögðu leik- menn Chicago að velli í desember 1992. Síðan þá hefur Chicago fagn- að sigri í fimmtán viðureignum fé- laganna. Latrell Sprewell skoraði sex af sínum 26 stigum á síðustu tveimur Morgunblaðið/Einar Falur Tvær af stjörnum NBA-deildarinnar. John Willians (fyrír ofan) skorar og Kenny Anderson (til hliðar), New Jersey, nýjasta stjarnan í stöðu leikstjómanda, skoraði 12 stig og átti 17 stoðsendingar þegar New Jersey lagði Boston. mín. til að hjálpa Golden State Warriors að leggja San Antonio, 106:101, óvænt á útivelli. David Robinson skoraði 29 stig fyrir heimamenn. Elmore Spencer skoraði þriggja stiga körfu þegar 42 sek. voru til leiksloka til að færa Los Angeles Clippers sigur, 92:91, á Denver á útivelli. Dikembe Motumbo náði þrennu fyrir heimamenn — skoraði 11 stig, tók sextán fráköst og varði ellefu skot. Detlef Schrempf skoraði 17 stig og Sam Perkins og Kemp sín hvor 15 þegar Seattle vann sinn fjór- tánda sigur í fimmtán leikjum — Utha 86:79. Clifford Robinson skoraði 23 stig og Rod Strickland 18 stig, en hann setti þar að auki met fyrir Portland i stoðsendingum — átti tuttugu, þegar Portland lagði Phoenix, 135:113. Charles Barkley skoraði NBA-deildin Leikir í fyrrinótt: Miami-New York..............100: 86 Cleveland - Charlotte.......105: 99 NewJersey-Boston............120: 94 Orlando - Milwaukee........104: 97 Chicago - Washington.......114: 88 Indiana - Detroit.........105: 89 San Antonio - Golden State.101:105 Denver - L.A. Clippers..... 91: 92 Seattle-Utah............... 86: 79 Sacramenton - Dallas....... 80: 88 Portland - Phoenix.........135:113 27 stig fyrir gestina. Dallas, sem hafði tapað sautján leikjum í röð, vann í Sacramento, 88:80. Fyrsti sigur félagsins frá 24. febrúar. Dallas þarf aðeins einn sig- ur í tíu síðustu leikjum sínum til að komast yfir lélegasta árangurinn í NBA-deildinni. Philadelphia 76ers vann aðeins níu leiki, en tapaði 73 keppnistímabilið 1972-1973. KNATTSPYRNA Englendingar hætta við að mæta Þjóðverjum í Berlín Englendingar flautuðu fyrir- hugaðan vináttuleik af gegn heimsmeisturum Þjóðveija í gær af öryggisástæðum. Leikurinn átti að fara fram í Berlín 20. apríl — á 105 ára afmælisdegi nasistafor- ingjans Adolfs Hitlers. Talsmaður enska knattspyrnu- sambandsins sagðist ekki vilja tefla á tvær hættur og því hafi verið ákveðið að hætta við leik- inn. Þýska sambandið hefur beðið Englendinga um að endurskoða afstöðu sína og láta leikinn standa þrátt fyrir hræðsu við óeirðir ný- nasista. Leikurinn átti upphaflega að fara fram í Hamborg en var flutt- ur til Berlína vegna hættu á óeirð- um í Hamborg milli öfgasinnaðra hægri- og vinstrimanna. Ekki var talið að hægt yrði að tryggja ör- yggi leikmanna og annarra. Áður höfðu Munchen og Nurnberg af- þakkað leikinn þennan dag vegna hræðslu við uppþot. Leikurinn var því settur á í Berlín — á Ólympíu- leikvanginum sem Hitler lét byggja fyrir Ólympíuleikana 1936. „Við óttumst um öryggi leik- manna við þessar kringumstæð- ur,“ sagði talsmaður enska sam- bandsins. „Við teljum að hægt sé að finna betri leikdag. Þessi dagur er til að bjóða hættunni heim.“ Sepp Maier, fyrrum landsliðs- markvörður Þjóðveija, sagði að þessi ákvörðun Englendinga, að neita að mæta, setti ákveðinn þrýsting á aðra leiki gegn Þjóð- veijum í framtíðinni. „Það má ekki láta einhveija óeirðaseggi taka við stjórninni. Það er hættu- leg stefna,“ sagði hann. Gordon Banks, fyrrum lands- liðsmarkvörður Englendinga, gagnrýnir enska sambandið fyrir þessa ákvörðun. Hann segist treysta þýsku lögreglunni full- komlega til að halda uppi öflugri öryggisgæslu. „Ég er vonsvikinn því þessi leikur hefði gefíð Terry Venables kjörið tækifæri á að sanna sig í nýju starfi,“ sagði Banks. BLAK Landslið til Luxemborgar Islenska karlalandsliði í blaki held- ur til Luxemborgar í dag þar sem liðið tekur þátt í fjögurra liða móti ásamt heimamönnum, skoska landsliðinu og úrvalsliði ýska hers- ins. Leikið verður á morgun, laugar- dag og sunnudag. 1 íslenska liðinu eru eftirtaldir leikmenn: Leifur Harðarson og Ólafur H. Guð- mundsson úr Þrótti, Einar Þ. Ás- geirsson, HK, Einar Sigurðsson, Gottskálk Gizurarson og Emil Gunn- arsson úr Stjörnunni, Magnús Aðal- steinsson, Áki Thoroddsen og Pétur Ólafsson úr KA og Stúdentarnir Kári Kárason og Ólafur Viggósson. Þjálfari liðsins er Stefán Jóhann- esson. Nokkuð margir sem upphaf- lega voru Valdir til fararinnar gáfu ekki kost á sér af ýmsum ástæðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.