Morgunblaðið - 29.04.1994, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.04.1994, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1994 5 Vinna við byggingu nýrrar brúar yfir Jökulsá á Brá hafin Egfilsstöðum. UNDIRBÚNINGSVINNA við brúarstæði vegna byggingu nýrrar brúar yfir Jökulsá á Brú er hafin. Snjór er ennþá allnokkur og frost í jörðu, og tefur það vinnuna. Morgunblaðið/Benedikt Sigurðsson Erfiðar aðstæður BRÚARSTÆÐIÐ á Jökulsá á Brú. Eins og sjá má eru aðstæður hin- ar erfiðustu, en brúargólfið er i 40 metra hæð yfir gljúfurbotninum. Á næstu dögum er von á miklu af tækjum og tólum úr Reykjavík sem notast við brúarsmíðina. Þar á meðal er einn stærsti byggingarkr- ani landsins sem staðsettur verður á gljúfurbarminum. Unnið er við mjög varhugaverðar aðstæður. Hættulegar aðstæður Um verkið sér hið gamalgróna verktakafyrirtæki ístak en margir heimamenn munu verða ráðnir í vinnu við brúarsmíðina. Gljúfrið er um 60 metra breitt þar sem brúin liggur, en hún sjálf er um 120 metr- ar á lengd. Brúargólfið er 40 metrum fyrir ofan gljúfurbotninn og má því gera sér í hugarlund við hvaða að- stæður er að etja, þar sem undir er beljandi stórfljótið. Þijár brúarteg- undir komu til skoðunar á þessum stað, en fyrir valinu varð sk. staf- bogabrú. Henni svipar mjög til gömlu brúarinnar og segir í frétta- blaði Vegagerðar ríkisins, að þar sé um að ræða vissa söguiega skírskot- un. — Ben.S Landkynning í Japan 1,5 milljóna króna auka- fjárveiting BORGARRÁÐ hefur sam- þykkt 1,5 millj. króna aukafj- árveitingu vegna landkynn- ingarskrifstofu í Japan, gegn 3 miHj. króna framlagi Ferða- málaráðs íslands. í erindi til borgarráðs kemur fram að það sé samkvæmt ósk borgarstjóra að teknar hafi verið upp viðræður um áframhaldandi aðild að rekstri upplýsinga- og landkynningarskrifstofu í Tókýó. Fulltrúar ferðamála- nefndar hafi síðan fundað með formanni Ferðamálaráðs og ferðamálastjóra. Þá segir að í fjárhagsáætlun Ferðamálanefndar Reykjavíkur sé gert ráð fyrir kostnaði vegna skrifstofunnar fyrstu þijá mán- uði ársins. Ennfremur að ferða- málanefnd hafi samþykkt að óska eftir því við borgarráð að veitt yrði aukafjárveiting að upphæð 1,5 millj. til rekstrar skrifstofunnar á þessu ári gegn 3 millj. framlagi frá Ferðamála- ráði Islands. Höfnin á Arnarstapa Morgunblaðið/Alfons Höfnin á Arnarstapa er minnsta höfnin af þeiiri þremum sem eru í Snæfellsbæ, en að flestra mati sú fegursta. Snæfellsbær er nafn nýja sveitarfélagsins Ólafsvík. SNÆFELLSBÆR verður nafnið á hinu nýja sameinaða sveitarfélagi á utanverðu Snæfellsnesi. Nafnið var ákveðið á fundi sveitar- stjórna sveitarfélaganna fjögurra sem standa að sameiningunni. Sveit- Sundlaug byggð á lóð Hrafnistu Borgin leggur til 85 milljónir til verksins BORGARRÁÐ hefur samþykkt að styrkja framkvæmdir Sjómanna- dagsráðs við byggingu sundlaug- ar á lóð Hrafnistu í Laugarási. Framlag borgarinnar verður sam- tals 85 millj. sem greiðist á árun- Hnýsa finnst rekin í Gils- fjarðarbotni Miöhúsum. HALLDÓR Gunnarsson, bóndi og póstur í Múla, fann sl. þriðjudag nýrekna hnýsu innst í Gilsfirði en mun það vera sjaldgæft að þær fari svona langt. Þessi hnýsa var um 1,6 m að lengd og samkvæmt upplýsingum Berg- sveins Reynissonar, Gróstöðum í Gilsfirði, var hnýsan nýdauð og var blóð í kringum hana. Sagt er að hnýsa sæki mjög að synda inn í firði og sennilega hefur hún fjarað en stórstreymt er um þessar mundir. - Sveinn. um 1994 til 1996. Á fjárhagsáætl- un þessa árs eru áætlaðar 15 millj. til framkvæmdanna. í samkomulagi borgaryfirvalda og Sjómannadagsráðs er gert ráð fyrir að sundlaugin rísi á lóð milli G-álmu Hrafnistu og Norðurbrúnar 1, þar sem eru íbúðir aldraðra á vegum Reykjavíkurborgar. Sundlaugar- byggingin verður samtals 900 fer- metrar að stærð, á tveimur hæðum. Gert er ráð fyrir búningsaðstöðu og hreyfisal sem verður í sérstakri tengibyggingu. Aðalinngangur verð- ur á 1. hæð og i tengslum við hann tenging við Norðurbrún 1. í kjallara verður tengigangur við G-álmu Hrafnistu. Heildarkostnaður 141,8 millj. Heildarkostnaður er áætlaður 141,8 millj. og greiðir Reykjavikur- borg um 60% eða 85 millj., sem telst fullnaðarframlag borgarsjóðs. Sjó- mannadagsráð skal annast bygging- arframkvæmdir og verður laugin í eigu ráðsins en sérstakur samningur verður gerður um rekstur laugarinn- arstjórnirnar kusu milli níu nafna og þurfti þijár umferðir til að velja hið nýja nafn. Áður hafði farið fram skoðanakönnun meðal íbúa sveitarfé- laganna en þátttaka var mjög dræm, eða rétt um 18 prósent, og því var ekki talið unnt að taka mið af niður- stöðum úr könnuninni. í síðustu umferð var kosið milli Snæfellsbæjar og Nesbyggðar og féllu atkvæði þannig að Snæfellsbær fékk tólf atkvæði en Nesbyggð níu. Þess má geta að gárungarnir eru þegar farnir að kalla Hellissand vest- urbæ og Ólafsvík austurbæ. Rif hlýt- ur þá að kallast miðbær. Alfons --------♦------------ Ársfundur Landsvirkj- unar í dag ÁRSFUNDUR Landsvirkjunar verður haldinn í dag í stjórnstöð Landsvirkjunar, Bústaðavegi 7, og hefst hann kl. 13.30. Á fundinum flytur Davíð Oddsson forsætisráð- herra ávarp. Að loknu ávarpi forsætisráðherra flytur Jóhannes Nordal stjórnarfor- maður Landsvirkjunar ræðu. Því næst flytur Halldór Jónatansson for- stjóri fyrirtækisins skýrslu sína, og að afloknu kaffihléi flytur Jóhann Már Maríusson aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar erindi. Þá flytur Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur erindi og einnig þeir Helgi Þór Ingason vélaverkfræðingur og Þorsteinn I. Sigfússon prófessor. Að því loknu verður fjallað um önnur mál og um- ræður fara fram. Pr.kg. NOATUN Góða helgi! Lambahrv99,r Svín*hrymur 499." Jfö r? . * Kindafille 998: - Kindalundir 998«prkg Kinda innralæri 998rg Nautafille 1.098."’ Túnftskur, OKÁ i vatni og oha hj ^ pr.dós Kalkúna Ieggir 429, Pr%- læri 729.prkg vængir 299#Ug 1/2 Lambaskrokkar Bestu kaupin! 399r grillsagað Kindahakk 349rs úambalifur 198rs Svið, óhreinsuð 198rg Videóspólvu' Maruud snakk 3xi - i®o m*n‘ 20% AFSLÁTTUR 899.- 119 r lcebergkál Aspas ^ frá Kína 119 r 1/2 dós Tómatar frá Kína 1/2 dós 29.- 79.- Opnunartími: Opið á morgun laugardag Lokað á sunnudag 1. mai. Klar gólfbón 500ml. 299.- NOATUN Nóatún 17 - S. 617000, Rofabæ 39 - S. 671200. Laugavegi 116 - S. 23456. Hamraborg 14. Kóp. - 43888, Furugrund 3, Kóp. • S.42062. Þverholti 6. Mos. ■ S 666656, JL-húsinu vestur í bæ - S. 28511, Kleifarseli 18 - S. 670900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.