Morgunblaðið - 29.04.1994, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 29.04.1994, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1994 9 Brúðarkjólar, samkvœmiskjólar, kjólföt og smókingar og annar fatnaður. Fataviðgerðir og fatabreytingar. Garðatorgi, sími 656680. VILTU GRENNAST? Zero 3 - sá eini sanni Zero 3 - með C vítamíni Zero 3 Taille - árangursríkara Zero með aukajurtakrafti Zero 3 Forte- sterkur, fyrir mikla matmenn Svensson® heilsubúðin í Mjódd, Opið mánud. - föstud. kl. 13-18 Pöntunarsími 667580 Zero 3 kúrinn er árangursríkur og sívinsæll megrunarkúr. Nú einnig í endurbættum útgáfum: Ný sending af buxum frá CttLcAu^Lcs Tískuverslunin Fólk er alltaf að vinna íGullnámunni: Blásumtil sóknar I ritstjórnargrein Is- lenzks iðnaðar (apríl 1994) segir m.a.: „Samtök iðnaðai-ins fagna ákvörðun ríkis- stjórnai'innar um að sinna betur markaðsmál- um gagnvart erlendum fjárfestum og þau styðja breyttar áherzlur i mennta-, rannsókna- og þróunarmálum, þar sem aukið tillit er tekið til þarfa atvinnulífsins. Efnahagslíf íslendinga er nú í slíkri lægð að meira þarf til. Blása þarf til sóknar í nýsköpunar- og þróunarmálum, m.a. með því að gera að veru- leika samkomulag Sam- taka iðnaðarins við rikis- stjóm Islands um samein- ingu fjárfestingarlána- sjóða iðnaðarins. Samtök iðnaðarins beina þeim til- mælum til stjómvalda að þau efni nú þegar sam- komulagið um Islenzka fjárfestingarbankann hf., enda felst í því ein- stakt tækifæri til að veita iðnaðinum nauðsynlega örvun.“ Breytt og betri starfs- skilyrði „Samtök iðnaðarins fagna þeim breytingum sem orðið hafa siðustu misserin á starfsskilyrð- um atvinnulífsins. Raun- gengi er atvinnulífinu hagstætt, auk þess sem skattar og fjármagns- kostnaður hafa minnkað. Þennan meðbyr geta fyr- irtækin hins vegar ekki nýtt sér fyrr en eftir- Þörf er fyrir þúsundir nýrra starfa „Iðnaðurinn þolir ekki að raungengi hækki og samkeppnisstaða hans versni þegar hagvöxtur glæðist á ný. Bæta þarf starfsumhverfi iðnaðarins og gera hon- um kleift að taka þátt í að skapa þær þúsundir starfa sem þörf verður fyrir fram til aldamóta," segir í ályktun iðn- þings. spurn á heimamarkaði glæðist á nýjan leik. Sam- tök iðnaðarins líta svo á að stöðugleiki sé höfuð- markmið í hagstjóm á næstunni. Sveiflur í raun- gengi og samkeppnis- stöðu eiga yfirleitt rætur sinar að rekja til sjávar- útvegs. Slíkar sveiflur em dragbítar á hagvöxt og heilbrigða atvinnu- starfsemi. Ljóst er að fyrr eða síðar mun verð- lag sjávarafnrða fara hækkandi og afli aukast. Tryggja þarf að þau umskipti leiði ekki enn og einu sinni til koll- steypu í íslenzku efna- hagslífi með tilheyrandi erfiðleikum hjá útflutn- ings- og samkeppnis- greinum. Til að draga úr sveiflum á raungengi og samkeppnisstöðu þarf tafarlaust að ákveða þau hagstjórnartæki sem duga. Iðnaðurinn þolir ekki að ramigengi hækki og samkeppnisstaða hans versni þegar hagvöxtur glæðist á ný. Bæta þarf starfsumhverfi iðnaðar- ins og gera honum kleift að taka þátt í að skapa þær þúsundir starfa sem þörf verður fyi-ir fram til aldamóta." Sókn til fram- tíðar Sighvatur Björgvins- son iðnaðarráðherra sagði m.a. á iðnþingi: „En við eigum ekki aðeins að einblína á sam- starf og viðskipti við er- lenda aðila á erlendri gmndu. Fjárfesting er- lendra aðila hér á landi, bæði í fjárhæðum og að tiltölu við landsfram- leiðslu er hvergi lægri í iðnríkjum en hér á landi. Að stóriðju og fiskeldi frátöldu hefur erlend fjárfesting verið ákaf- lega fyrirferðalítil. Sjálf- sagt em ýmsir þættir sem hafa hér áhrif, svo sem ófullnægjandi arð- semi atvinnurekstrar á íslandi, strangar reglur um erlenda fjárfestingu í sjávarútvegi og orku- vinnslu, fjarlægð frá mörkuðum, skortur á upplýsingum og annarri þjónustu við erlenda að- ila sem áhuga fá á Is- landi sem fjárfestingar- kosti. Heildarfjárfesting hér á landi hefur farið lækkandi á undanfömum ámm og er nú komin nokkuð undir meðaltal þess sem gerist í iðnríkj- unum. Þetta er áhyggju- efni og bendir til þess að þjóðin vanræki þann gmnn sem hagvöxtur framtíðarinnar byggist að hluta til á. Ríki eins og Island, sem byggir afkomu sína á utanrikisverzlun, verð- ur að horfa út á við og vera reiðubúið að laga sig að síbreytileika al- þjóðlegra efnahagsmála og alþjóða viðskiptakerf- is í því skyni að tryggja góð lífskjör til frambúð- ar. Fjárfesting erlendra aðila er einn þáttm- í því. Með henni fæst ekki aðeins fjármagn, heldur einnig samvinna á ýms- um sviðum, markaðsað- gangur, markaðsþekk- ing, stjómunarþekking og tækniþekking." 54 milljónir Dagana 20. til 27. apríl voru samtals 54.842.264 kr. greiddar út í happdrættisvélum um allt land. Þetta voru bæöi veglegir Silfurpottar og fjöldinn allur af öðrum vinningum. Silfurpottar í vikunni: Dags. Staður: Upphæð kr.: 22. apríl Mamma Rósa, Kópavogi....... 108.599 26. apríl Háspenna, Hafnarstræti..... 481.961 27. apríl Háspenna, Laugavegi........ 97.455 < co Staða Gullpottsins 28. apríl, kl. 11:45 var 3.104.740 krónur. Silfurpottarnir byrja alltaf í 50.000 kr. og Gullpottarnir í 2.000.000 kr. og hækka síöan jafnt og þétt þar til þeir detta. Metsölnblaó á hverjum degi! Kvóti fáist skráður á vinnslu- stöðvar til að gæta j afnræðis FORSVARSMENN rækjuvinnslunnar vilja fá að skrá kvóta á vinnslu- stöðvar og mótmæla fyrirhuguðum breytingum á frumvarpi um fisk- veiðistjórnun í þá veru að það verði óheimilt. Segir Pétur Bjarnason framkvæmdastjóri Félags rækju- og hörpudiskframleiðenda að 60-80% rækjukvótans séu keypt af aðilum utan greinarinnar sem leiði til óeðlilegrar verðmyndunar. Sé engin rækjuvinnsla rekin með hagnaði og megi greinin síst við auknum kostnaði sem af hljótist. Óttast stjórn félagsins að stærri hluti vinnslunnar flytjist út á sjó að óbreyttu að sögn Péturs. Pétur segir að allt of hátt mark- aðsverð myndist fyrir rækjukvótann á meðan svo stór hluti hans lendi utan rækjugeirans, sem hann nefn- ir svo. „Þeir sem eiga kvótann kaupa hann til þess að selja hann á sem bestu verði og sitja á honum milli mánaða til þess að fá sem mest fyrir hann,“ segir hann. Haml- ar þetta fyrirkomulag veiðum að Péturs sögn sem bætir við að félag- ið hafi sent frá sér ályktun þar sem bent sé á að þau vísindalegu rök sem beitt er til að réttlæta veiðitak- markanir séu ekki eins veigamikil í þessari grein. Séu þau betur til þess fallin að stuðla að of háu kaup- verði fyrir rækjukvótann eins og málum sé háttað nú. Því sé réttast að gefa veiðar frjálsar sem af lifi fiskveiðiársins og stuðla þannig að eðlilegri verðmyndun. Pétur segir ennfremur að til þess að auka jafnræði milli aðila í grein- inni verði rækjuvinnslan að geta eignast kvóta án þess að þurfa að kaupa skip. Hann segir vinnslu- stöðvar og landverkafólk hafa setið á hakanum í þeirri viðleitni að tryggja hag sjómanna og leyfið til að skrá kvóta á vinnsluhúsin sé veik tilraun til að rétta hlut þeirra fyrrnefndu. Loks segir hann að fái rækjuiðnaðurinn ekki stærri hluta af kvótanum muni stærri hluti vinnslunnar flytjast út á sjó. Hljóti þetta að gerast enda sé staða grein- arinnar veik í kjölfar verðfalls und- anfarinna ára. DAGBOK HANA-NÚ, Kópavogi. Vikuleg laugardagsganga verður á morg- un. Lagt af stað frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10. Nýlagað molakaffi. BAHÁ’ÍAR eru með opið hús-é morgun, laugardag, kl. 20.30 í Samtúni 20. Ath. breyttan fund- arstað. Öllum opið. FÉLAGSSTARF aldraðra, Gerðubergi. í dag er hárgreiðsla og fótsnyrting. 25-- ára afmæli félagsstarfsins. Handavinnusýn- ing. Kl. 15 hátíðarkaffi. Kl. 16 syngur kór félagsstarfs aldraðra undir stjóm Sigurbjargar Hólm- grímsdóttur. FÉLAG eldri borgara, Kópa- vogi. í dag kl. 13.15 verður spil- aður tvímenningur í Fannborg 8, Gjábakka. FÉLAG eldri borgara í Rvík og nágrenni. Félagsvist kl. 14 í dag í Risinu. Göngu-Hrólfar fara frá Risinu kl. 10 í fyrramál- ið. FÉLAGSSTARF aldraðra, Hæðargarði 31. Vorsýning á starfi vetrarins hefst í dag kl. 14. Opið á morgun og sunnudag kl. 14-17. KIRKJUSTARF SELJAKIRKJA: Fyrirbæna- stund í kirkjunni í dag kl. 18. Fyrirbænaefnum veitt móttaka á skrifstofu safnaðarins. Öllum opið. SJÖUNDA dags aðventistar á Islandi: Á laugardag: AÐVENTKIRKJAN, Ingólfs- stræti 19: Biblíurannsókn kl. 9.45. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðu- maður Lilja Ármannsdóttir. SAFNAÐARHEIMILI aðvent- ista, Blikabraut 2, Keflavík: Guðsþjónusta kl. 10.15. Biblíu- rannsókn að guðsþjónustu lok- inni. Ræðumaður Þorsteinn Ólafsson. SAFNAÐARHEIMILI aðvent- ista, Gagnheiði 40, Selfossi: Guðsþjónusta kl. 10. Biblíurann- sókn að guðsþjónustu lokinni. Ræðumaður David West. AÐVENTKIRKJAN, Breka- stíg 17, Vestmannaeyjum: Bibl- íurannsókn kl. 10. AÐVENTSÖFNUÐURINN Hafnarfirði, Góðtemplarahús- inu, Suðurgötu 7: Samkoma kl. 10. Ræðumaður Steinþór Þórðar- son.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.