Morgunblaðið - 29.04.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.04.1994, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1994 VIÐSKIPn AIVINNULÍF Hlutabréf Um 22% hækkun á hluta■ bréfum í Islandsbanka Teikn á lofti um verulega hækkun hjá öðrum stærri hlutafélögum HLUTABRÉF í íslandsbanka hf. hækkuðu jafnt og þétt í viðskiptum á hlutabréfamarkaði í gær. Við lokun Verðbréfaþings var gengi hlutabréfanna 0,96 eða 22% hærra en við iokun daginn áður og miðað við 4% arðgreiðslu sem samþykkt var á nýliðnum aðalfundi seljast bréfin nú á nafnvirði. Á kortinu hér til hliðar sést hvernig gengið hækkaði yfir daginn, en alls áttu sér stað 20 viðskipti með hlutabréf í Islandsbanka í gær, samtals að fjárhæð 11,4 milljónir króna að markaðsvirði. Að sögn talsmanna þeirra verð- bréfafyrirtækja sem Morgunblaðið ræddi við þykir ljóst að umræðan á aðalfundi íslandsbanka síðastlið- inn mánudag hafi skilað sér þannig út á markaðinn að miklar vænting- ar séu bundnar við umtalsverða hækkun á gengi hlutabréfa í bank- anum. „Við fundum það strax dag- inn eftir aðalfundinn að hljóðið í mönnum er allt annað en fyrir fund- inn. Það var bara tímaspursmál hvenær boltinn rúllaði af stað,“ sagði Pálmi Kristinsson hjá Kaup- þingi. „Hér er ekki um handafls- hækkun að ræða heldur áhrif spá- kaupmennsku.“ Ásgeir Þórðarson hjá VÍB sagði ómögulegt að segja fyrir um þróun mála næstu daga. „Hingað til hefur verið offramboð á bréfum í íslands- banka. Annað hvort kallar þessi hækkun á enn fleiri kaupendur og verð hækkar áfram vegna aukinnar eftirspumar eða þá að framboðið eykst. Þar væri þá um að ræða aðila sem hafa viljað selja en ekki getað losað sig við bréfin. Þessir aðilar gætu farið að demba bréfum inn á markaðinn og komið í veg fyrir frekari hækkun. Eg treysti mér ekki til að sjá fyrir hvort verð- ur, en út frá langtímasjónarmiði er verðið enn lágt.“ 7 stór félög í uppnámi Talsmenn verðbréfafyrirtækj- anna sögðu að um nokkurt skeið hefði að allar forsendur verið fyrir hendi fyrir hækkun hjá mörgum hlutafélaga og með vorinu hefði verið vaxandi þrýstingur á hækkun kauptilboða. Pálmi sagði að strax í gærmorgun hefði orðið ljóst að hækkun íslandsbankabréfanna myndi hafa áhrif á bréf annarra félaga. Segja mætti að sjö félög væru nú í verulegu uppnámi, olíufé- lögin þijú, Eimskip, Flugleiðir og Grandi auk íslandsbanka. Þó ekki hefðu átt sér stað viðskipti hjá öllum þessum félögum í dag hefðu fyrir- spurnir manna bent til þess að eitt- hvað væri í aðsigi. „Það kæmi mér ekki á óvart þó við myndum sjá 10-20% hækkun í þessum félögum á næstunni," sagði Pálmi og enn- fremur að í einhveijum félaganna væri hluti hækkunarinnar þegar kominn fram. Gengi bréfa í Flugleiðum hefur hækkað um 9% frá því á föstudag fyrir viku þegar gengið var 1,03 samanborið 1,12 í gær. Á sama tíma nemur hækkun hlutabréfa í Granda 6% sem og í Olíufélaginu og í Eimskip hafa bréfin hækkað um 3%. Nánari upplýsingar um gengi hlutabréfa er að fínna á pen- ingasíðu. Vextir Tímabært að innláns- og útlánsvextír banka lækki Sighvatur Björgvinsson viðskiptaráðherra segir að vaxtamunur þeirra innlánsstofnana sem ekki eigi við útlánatöp að stríða geti verið tveimur prósentustigum lægri en annarra SIGHVATUR Björgvinsson, viðskiptaráðherra, segir að tímabært sé fyrir viðskiptabanka og sparisjóði að endurskoða vaxtakjör sín til lækkunar, bæði á innláns- og útlánshlið. Vaxtamunur eigi að geta lækkað og sparisjóðirnir eigi í ljósi góðrar afkomu sinnar að ganga á undan í vaxtalækkun. Að hans mati geti vaxtamunur þeirra innláns- stofnana sem ekki eigi við útlánatöp að stríða verið tveimur prósentu- stigum lægri en annarra. Sighvatur sagði að miðað við mjög litla verðbólgu væru vextir á sumum innlánsreikningum bank- anna óþarflega háir, auk þess sem hann grunaði, þó hann vissi það ekki fyrir víst, að bankamir hefðu samið við ýmsa stóra fjármagnseig- endur um sérkjör á innlánum þeirra, Fasteignir Branson hreiðrar um sig í hjarta Lundúna London. Reuter. VIRGIN-fyrirtæki brezka framkvæmdamannsins Richards Bran- sons hefur komið til liðs við japanska fasteignafyrirtækið Shiray- ama Shokusan Co. Ltd. í því verkefni þess að breyta frægri byggingu í London, County Hall, í hótel og tómstundamiðstöð. Byggingin var áður aðsetur yfírstjórnar Stór-Lundúna, sem var lögð niður 1986. Hún er sunn- anmegin við Westminsterbrú og gnæfír yfir Thames andspænis þinghúsinu. „Okkur er það mikill heiður að Shirayama hefur valið okkur samstarfsaðila í virtasta þróunarverkefni á þessum áratug að mínum dómi og koma þjónustu við ferðamenn, tómstundaiðju og verzlunaraðstöðu undir eitt þak í hjarta hinna sögufrægu Lund- úna,“ sagði Branson í yfirlýsingu. Félags- og skemmtanamiðstöð mun taka til starfa 1995 og 570 herbergja hótel 1996. Þótt samn- ingur um samvinnuna væri ekki undirritaður fyrr en á föstudaginn hefur Virgin verið Shirayama til ráðuneytis við verkefnið í sjö mánuði. Þegar starfi Shirayama lýkur mun fyrirtæki, sem Virgin Hotels Group Ltd. hefur komið á fót og á helming í, taka við stjóm og rekstri byggingarinnar. Stofn- fjármagn nýja fyrirtækisins verð- ur 10 milljónir punda og bygging- in verður tekin á leigu hjá Shiray- ama. í hótelinu verður aðstaða fyrir flugfélag Bransons, Virgin Atl- antic Airways, sem í síðustu viku gekk í markaðsbandalag með bandaríska flugfélaginu Delta Air Lines. Félagið getur hagnýtt sér að hóteiið er rétt hjá Waterloo Intemational, endastöð járnbraut- arinnar um Ermarsundsgöngin. Shirayama leggur áherzlu á að að tekið verði tillit til sögu byggingarinnar, sem var reist á árunum eftir 1920. sem væru hærri en byðust á al- mennum markaði. Þar væri ef til vill komin skýringin á góðri lausa- fjárstöðu þeirra um þessar mundir. „Ég held það hljóti að reka að því núna að það sé komin full ástæða fyrir bankana að skoða innláns- vaxtakjör sín og þá ekki síst í þeim tilvikum sem þeir eru að bjóða hag- stæðari ávöxtunarkjör en opinber- lega. Það er auðvitað ekkert vit í því að bankarnir séu að taka við fé á háum innlánskjörum sem þeir geta síðan ekki ávaxtað öðru vísi en með kaupum á ríkisskuldabréf- um eða ríkisvíxlum sem eru kannski með lægri vexti heldur en þeir vext- ir sem þeir borga fyrir innlánsféð," sagði Sighvatur. Bankamir væru í of mikilli samkeppni um innlánsfé og byðu alltof góð kjör miðað við þá þróun sem orðið hefði á mark- aðnum. „Það er orðið tímabært að bank- amir lækki sína vexti og ég held að sparisjóðirnir ættu vel að geta riðið á vaðið miðað við þeirra stöðu og að viðskiptabankarnir, að minnsta kosti flestir hveijir, ættu að geta gert það líka,“ sagði Sig- hvatur. „Ég tel að vaxtamunurinn sé óþarflega mikill. Ef engin útlána- töp væru í bankakerfinu, þ.e.a.s. ef bankarnir væru reknir með eðli- Iegum hætti, þá er það mitt álit að vaxtamunurinn gæti verið allt að tveimur prósentustigum minni en hann er og að þær lánastofnanir sem ekki eru í vanda vegna mikilla útlánatapa ættu að geta dregið verulega úr vaxtamun hjá sér,“ sagði Sighvatur ennfremur. Hann sagði að vextir á skamm- tímaverðbréfum ríkisins væm orðn- ir svo lágir að vel gæti verið að þeir ættu eftir að hækka lítillega í einstaka útboði. Menn mættu ekki láta sér bregða við það því það væri eðli markaða að vextir gætu sveiflast eitthvað til og frá. Þá sagð- ist hann eiga von á því að vextir á húsbréfum og spariskírteinum ættu eftir að lækka enn frekar. 5% ávöxt- un á verðtryggðum skuldabréfum væri há ávöxtun og væri ekki í samræmi við vexti á skuldbinding- um til skemmri tíma. Aðspurður sagðist Sighvatur vera þeirra skoðunar að það bæri að afnema heimild til að hafa breyti- lega vexti á verðtryggðum lánum og einnig þyrfti að endurskoða dráttarvaxtareikninginn. í stað þess að dráttarvextir væru ákveðnir sem ein tiltekin tala, ættu þeir að vera álag á þá vexti sem væru á viðkom- andi skuldbindingum. Ef til dæmis um mikla áhættu væri að ræða ættu vextirnir að vera hærri en annars. Sjávarútvegur Hagnaður SH var 595milljónir króna AFKOMA Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna (SH) og dótturfyrir- tækja hennar, Coldwater Seafood Corp. og Icelandic Freezing Plants var afar góð á liðnu ári, því rekstrarhagnaður eftir skatta og fjármagnsgjöld reyndist vera 595 milljónir króna, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Rekstrarhagnaður SH fyrir árið 1992 var 276 milljónir króna, þannig að hagnaðurinn jókst sam- tals um 319 milljónir króna á milli ára. Rekstrartekjur samstæðunnar hjá SH, Coldwater og Iceland Fre- ezing Plant voru samtals 21,5 milljarðar króna, en árið 1992 voru þær 18,1 milljarður króna og höfðu því aukist um tæp 19% á milli ára. Á liðnu ári voru rekstrartekjur Coldwater mestar, rúmlega 187 milljónir bandaríkjadala, sem sam- svarar rúmum 13 milljörðum króna, hjá Iceland Freezing Plant voru þær yfir 50 milljónir sterlings- punda, eða um 5,5 milljarðar króna. Rekstrarhagnaður SH í Reykja- vík reyndist á liðnu ári vera 227 milljónir króna, hjá Coldwater í bandaríkjunum 249 milljónir króna og hjá Iceland Freezing Plant í Bretlandi 105 milljónir króna. Út- flutningsverðmæti hjá SH í fyrra voru 17,8 milljarðar króna, saman- borið við 17,5 milljarða árið 1992. Jón Ingvarsson, stjórnarformað- ur SH vildi í gær ekkert segja um niðurstöðu liðsins árs hjá fyrirtæk- inu, þegar Morgunblaðið sneri sér til hans, og spurði hvetju hann þakkaði þennan góða árangur í rekstri. Hann sagði að reikningar fyrirtækisins og dótturfyrirtækja yrðu lagðir fram og kynntir á aðal- fundi SH 5. og 6. maí næstkom- andi, og fyrir þann tíma vildi hann ekki tjá sig efnislega um afkomu félagsins. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins hefur orðið töluverð aukning á framleiðslu fyrir SH það sem af er þessu ári, eða um 8% á fyrsta ársfjórðungi. Forsvarsmenn SH munu því gera sér vonir um að afkoman get ieinnig orðið góð á þessu árir-----------------------1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.