Morgunblaðið - 29.04.1994, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.04.1994, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1994 23 Atvinnumaður og áhugamaður POLARIS-ökumaðurinn Paul Mack keppir fyrir hönd Polaris-sleða- framleiðandans í Hlíðarfjalli í dag, en hann situr hér á keppnissleða ásamt Halldóri Jóhannessyni umboðsmanni Polaris. íslandsmótið í vélsleðaakstrí í Hlíðarfjalli Atvinnuökumaður ekur fyrir Polaris ÖNNUR umferð íslandsmótsins í vélsleðaakstri fer fram í Hlíðar- fjalli í dag og á morgun. Keppnin er haldin af Pizza 67 og Bíla- klúbbi Akureyrar og eru tæplega 100 keppendur skráðir. Keppt verður í fjórum keppnisgreinum, spyrnu, samhliðabraut, snjó- krossi og fjallaralli. Auk bestu íslensku vélsleða- mannanna verða tveir erlendir keppendur, Svíinn Larse Ingvar- son á sérsmíðuðum Lynx og Bandaríkjamaðurinn Paul Mack á Polaris. „Þetta verður fróðleg reynsla, ég keppi á óbreyttum sleða, ekki á sérsmíðuðum sleða, Skoðanakönnun Skáís fyrir Eintak R-listinn 8 fulltrúa og D-listinn 7 SAMKVÆMT niðurstöðum skoðanakönnunar sem Skáís gerði fyrir vikublaðið Eintak um síðustu helgi fengi R-listinn 8 fulltrúa kjörna ef gengið væri til borgarstjórnarkosninga nú en D-listinn fengi 7 fulltrúa kjörna. í könnuninni mældist fylgi R-listans 56,2% en fylgi D-listans mældist 43,8%. í könnun sem Skáís gerði fyrir Eintak í mars mældist fylgi R-list- ans 54,8% og fylgi D-listans mæld- ist þá 45,2%. Þannig hefur fylgi R-listans aukist um 1,4 prósentu- stig, en fylgi D-listans hefur dalað um 1,4 prósentustig. í könnuninni nú sögðust 32,6% aðspurðra vilja Árna Sigfússon sem borgarstjóra, en 41,6% sögðust vilja Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. 5,7% nefndu þriðja aðila til sögunnar, 17% voru óákveðnir og 3,1% vildu ekki svara. í skoðanakönnun Skáís var spurt um afstöðu manna til fram- boðslistanna til borgarstjórnar- kosninganna í Reykjavík, Reykja- víkurlistans og lista Sjálfstæðis- flokksins. 5,3% svarenda kváðust ekki myndu kjósa eða skila auðu, en óákveðnir og þeir sem ekki vildu svara voru 21,3%. sem ég er vanur í mótum heima. Ég veit ekkert um getu íslensku ökumannanna og renni því blint í sjóinn,“ sagði Paul Mack í samtali við Morgunblaðið. Hann er at- vinnuökumaður hjá Polaris-vél- sleðaframleiðandanum og hefur keppt í meistaramóti Bandaríkj- anna, auk þess að keppa í Evrópu. Vinsæl íþrótt vestanhafs „Keppni á vélsleðum er vinsæl íþrótt vestanhafs og hefur vaxið hratt á Norðurlöndum. Árangur í mótum skilar sér í sölu sleða og því leggja framleiðendur háar upp- hæðir í keppnislið sín. Hjá Polaris eru átta atvinnumenn og við kepp- um í margskonar akstursgreinum. Mér fmnst mest spennandi að keppa í 2-3 daga mótum, þar sem eru eknir yfir 300 km á dag. Þá reynir verulega á andlegt úthald, en oftast er ekið á öðru hundrað- inu í skóglendi um þrönga stiga. Það má því lítið útaf bera. Mótið hérna er af öðrum toga og verður gaman að spretta úr spori á ís- lenskri föl,“ sagði Mack. Mót Pizza 67 hefst á föstudag kl. 10 í Hlíðarfjalli á fjallaralli, klukkan 14 er brautarkeppni. Á laugardag er spyrna kl. 10 og kl. 14 snjókross. Verðlaunaafhending verður í Sjallanum á iaugardags- kvöld. SIGILD SÖNGLÖG-1 • 100 alþýðusöngvar og slagarar • textar, hljómar og laglínunótur • grip fyrir gítar píanó og harmoníku • uppruni fjölda texta og laga rakinn •verð kr. 1990,- Nótuútgáfan • Sími 91-620317 Góð staða sveitarsjóðs Fellabæjar Skuldir á hvern íbúa minni en víðast hvar annars staðar Egilsstöðum. í VIKUNNI verður lögð fram fjárhagsáætlun Fellabæjar í Norður- Múlasýslu. Fellabær er lítið þorp sem vaxið hefur upp á nyrðri bakka Lagarfljóts, gegnt Egilsstöðum. Þar búa um tæplega fimm hundruð manns og eru verslun og þjónusta aðal atvinnugreinarnar. Þó svo að Fellabær sé ekki stór miðað við marga aðra bæi, er þar að fínna allt það helsta sem prýð- ir stærri sveitarfélög. Þar má sjá verslanir, bílasölur, trésmíðaverk- stæði, dekkjaverkstæði, tölvu- verslun, útibú tryggingafélaga, skóla, opinberar stofnanir og ráð- hús sem er nýbyggt og allt hið glæsilegasta. Skatttekjur losa rúmar 42 millj- ónir króna og hafa þær dregist lítillega saman miðað við síðasta ár. Af einstökum málaflokkum fer mest í fræðslumál, félagsþjónustu og yfírstjórn sveitarfélagsins, rúmlega 24 milljónir króna. í eign- færðar fjárfestingar fara tæpar níu milljónir króna. Undir þeim lið má meðal annars fínna frágang við nýjan grasvöll sem áætlað er að taka í gagnið í sumar. Ennfrem- ur er á dagskrá að ljúka frágangi við nýtt skólahúsnæði. Að sögn Guðlaugs Sæbjörnssonar sveitar- stjóra er ástandið í peningamálun- um vel viðunandi og til saman- burðar má nefna að skuldir Fella- hrepps eru mun minni er hjá öðr- um sveitarfélögum, sambærileg- um að stærð. Heildarskuldir eru rétt um 18 milljónir sem gerir 40 þúsund á hvern íbúa og fara stöð- ugt lækkandi. -Ben.S MARKVISS ÞJflLFUN - FYRIR SUMABIÐ! Loksins bjóðum við nú upp á námskeið fyrir allar þær sem hafa verið áður á 8-vikna fitubrennslunámskeiði. Fastir tímar og frjálsir Mikið aðhald Allt nýtt fræðsluefni og uppskriftir Persónuleg ráðgjöf fyrir þær sem vilja Fitumælingar & viktun Vinningar í hverri viku fyrir þær sem mæta vel 5 heppnar og samviskusamar fá 3-mán kort í lok námsk. >7tuUo ÁGÚSTU OG HRAFNS SKEIFAN 7 108 REYKJAVlK S. 689868 fitubrennslu- námskeið Hefst 2. maí. Það er ekki að ástæðulausu að námskeiðin okkar hafa verið fullbókuð frá upphafi! Innifaliö í námskeiði: fitumæling og vigtun þjálfun 3-5x í viku uppskriftabæklingur m/léttu fæði mappa með fróðleik og upplýsingum matardagbók fræðsla og aðhald 5 heppnar og samviskusamar frá frítt þriggja mánaða kort Morgunhópur Daghópur Kvöldhópar Barnagæsla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.