Morgunblaðið - 29.04.1994, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.04.1994, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1994 Nýtt leikrit eft- ir Arthur Miller SÝNINGAR á „Broken Glass“, nýjasta leikriti Arthurs Miller, hófust á Broadway í New York um síðustu helgi. Áður hafði leikritið verið sýnt í fimm vikur í Long Wharf Theatre í New Haven í Connecticut-ríki. Arthur Miller, höfundur. „Broken Glass“. Leikritið „Broken Glass“ gerist árið 1938 og er baksvið þess „Kristal- snóttin“ svo- nefnda er of- sóknir hófust í Þýskalandi á hendur gyð- ingum sem reyndust und- anfari helfar- arinnar. Leikritið segir frá hjónunum Sylvia og Phillip Gellburg (Amy Irving og Ron Rifkin) sem eru gyðingar og búa í New York. Miller flallar um það hvemig þau bregðast á ólíkan hátt við þeim skelfilegu fréttum sem berast frá Þýskalandi. Viðbrögð þeirra ein- kennast annars vegar af afneitun og hins vegar af undrun og skap- ar þetta mikla spennu í sambandi þeirra. Læknir, vinur þeirra hjóna, reynir að aðstoða eigin- konuna, sem á við líkamlega kvilla að stríða og mann hennar sem þjáist á andlega sviðinu. Arthur Miller hefur á undan- förnum árum frekar látið setja upp leikrit sín í Lundúnum heldur en í New York en þar í borg þykja alvarlegri leikrit hafa vikið fyrir söngleikjum og léttari verk- um sem líkleg þykja til vinsælda. Miller sem er 78 ára og býr í Connecticut ásamt þriðju eigin- konu sinni, Inge Morath, telur að Broadway sé nú einungis veik- ur skuggi af því sem áður var. Heimild: Welt am Sonntag. Reuter Vatnslaust í Gorazde KONUR þvo þvott í Drínu-fljóti í múslimaborginni Gorazde í austur- hluta Bosníu. Vatnslaust er í borginni vegna árása Serba, sem sátu um borgina vikum saman. Serbar sakna ekki Tgúrkíns Sar^jevo, Pale. Reuter. LEIÐTOGAR Bosníu-Serba hafa fagnað því, að Vítalý' Tsjúrkín, sérlegur sendimaður rússnesku stjórnarinnar í Bosníu, skuli hafa látið af því starfi en hann hefur oft farið mjög hörðum orðum um þá. Yfirmaður SÞ-sveitanna múslima og frammistöðu þeirra Tsjúrkín tilkynnti í fyrradag, að starfi hans í Bosníu væri lokið og yrði eftirmaður hans háttsettur starfsmaður rússnesku utanríkis- þjónustunnar, Alexej Níkíforov. Tsjúrkín átti mikinn þátt í að fá Serba að samningaborðinu og sagt er, að það hafi ekki síst verið hori- um að þakka, að þeir féllust á að flytja þungavopn sín frá Sarajevo. Síðustu vikur hefur hann hins veg- ar ekki farið dult með óánægju sína og sagði oftar en einu sinni, að leiðtogum Serba væri ekki treystandi, þeir væru „alteknir stríðsbijálæði". Það kom því ekki á óvart þegar Nikola Koljevic, varaforseti Bosníu-Serba, sagði í gær, að Serbar söknuðu ekki Tsjúrkíns. Andrej Kozyrev, utanríkisráð- herra Rússlands, sagði í gær nauð- synlegt að gera stjórnvöldum í Serbíu grein fyrir því að refsiað- i Bosníu neitar að hafa gagnrýnt við vörn Gorazde. gerðum Sameinuðu þjóðanna yrði aflétt ef þau stuðluðu að lausn deilumálanna í fyrrverandi lýð- veldum Júgóslavíu. Annað yrði vatn á myllu öfgamanna í Serbíu. Sir Michael Rose, yfírmaður SÞ-sveitanna í Bosníu, sagði í gær, að fréttamenn hefðu afbakað ummæli sín um múslima og varnir þeirra við Gorazde. Á myndbandi, sem fréttamenn fengu í hendur í fyrradag, segir Rose, að mú- slimsku hermennirnir í borginni hafi ekki varist Serbum, heldur flúið af hólmi og ætlast til að her- menn SÞ sæju þeim borgið. í gær sagði Rose, að á myndbandinu hefði hann verið að ræða herfræði- legar kenningar við breskan her- menn en ekki verið að tjá sig um varnir borgarinnar. Þá hefði verið um einkamyndband að ræða, sem ekki hefði átt að kömast í hendur fréttamanna. Ottast þjóðarmorð á Tutsi-ættbálknum Ekkert vitað um afdrif hálfrar milliónar manna í Rúanda Nairobi. Reuter. TALSMAÐUR breskrar hjálparstofnunar sagði í gær, að hugsan- lega ætti sér stað skipuleg útrýming, þjóðarmorð, á Tutsi-ættbálkn- um í Rúanda og væri óttast um afdrif hálfrar milljónar manna. Rotnandi lík hafa mengað allt vatn í höfuðborginni, Kigali, og er búist við, að alls kyns farsóttir muni koma upp fljótlega. Hermenn úr sveitum Sameinuðu þjóðanna gæta nú hótels í Kigali en sljórnar- hermenn hafa hótað að myrða 300 rúandíska borgara, sem þar hafast við. hitt en Kigali er nú að hálfu í höndum uppreisnarmanna af Tutsi-ættbálknum og að hálfu á valdi Hutu-manna. Auk þess fara Talsmaður bresku hjálparstofn- unarinnar Oxfam sagði í gær, að líklega væri mannfallið í Rúanda miklu meira en talið hefði verið en talan 100.000 hefur oft verið nefnd. Sagði hann, að ekkert væri vitað um afdrif hálfrar milljónar Tutsi-manna og kvað undarlegt, að aðeins 30.000 Tutsi-menn hefðu flúið yfír til nágrannaríkisins Búr- undí. Þeir, sem þangað hefðu kom- ist, hefðu margir verið nær dauða en lífí vegna sára og hroðalegra misþyrminga stjórnarhermanna af Hutu-ættbálknum, sem að sögn flóttamannanna gengju skipulega að því útrýma Tutsi-fólki. Rotnandi lík hafa spillt svo drykkjarvatni í Kigali, að óttast er, að farsóttir eins og kólera og blóðkreppusótt gjósi upp og auki enn á hörmungarnar. Talsmenn Sameinuðu þjóðanna segja, að morðæðið hafi aukist fremur en um borgina morðingjahópar, sem draga jafnvel lítil börn út úr hús- um til að geta limlest þau og deytt. Um 300 Kigalibúar, aðallega Tutsi-menn en einnig Hutu-menn, sem fylgdu stjórnarandstöðu- flokkum, hafa leitað hælis í hóteli í borginni en stjórnarhermenn hafa hótað að drepa þá alla. Standa SÞ-hermenn vörð um hótelið og hafa verið að efla gæsl- una. Mælingar á færeyska landgrunninu Rannsókn til að undirbúa olíuleit FÆREYSKA landsstjórnin hefur samið við bandariska fyrirtækið Western Geophysical Corpor- ation um jarðskjálftamælingar á færeyska landgrunninu vegna fyrirhugaðrar olíuleitar þar. Með samningnum hafa Færey- ingar stigið fyrsta skrefíð í rann- sóknum á landgrunninu en British Petroleum, BP, hefur fundið tölu- verða olíu suðaustur af Færeyjum og rétt við miðlínuna milli land- anna. Um hana er þó deilt en Bret- ar halda því fram, að óeðlilegt sé, að miðlína sé dregin milli Bretlands og jafn lítils lands og Færeyja. Mikil viðhöfn við útför Richards Nixons í fyrradag Lokaáfanginn á leið til UDnreisnar æru Yorba Linda. Reuter. RICHARD Nixon, eini forseti Bandaríkjanna, sem neyddist til að segja sér embætti, var lagður til hinstu hvíldar í fyrradag við athöfn, sem var um leið lokaá- fanginn á leið hans til fullrar uppreisnar æru. „Þjóðin öll stendur í þakkarskuld við hann. Vonandi er sá tími liðinn, að hann verði dæmdur af öðru en öllu lífi sínu og öllum verkum sínum,“ sagði Bill Clinton Banda- ríkjaforseti þegar hann minntist Nixons en sjónvarpað var beint frá útförinni víða um heim. Reuter Nixons minnst BILL Clinton Bandaríkjaforseti minntist Nixons sem breyskrar hetju og sagðist vona, að hann yrði nú dæmdur eftir afrekum sínum ekki síður en mistökum. Auk Clintons voru fjórir fyrrver- andi forsetar Bandaríkjanna við- staddir útförina, frægir Hollywood- leikarar, erlendir sendimenn og ýms- ir þeirra, sem komu við sögu í Water- gate-málinu. „Síðari helmingur þess- arar aldar mun seinna verða kenndur við Nixon,“ sagði Bob Dole, Ieiðtogi repúblikana á þingi, meðal annars í ræðu sinni. Dole, sem er kunnur fyr- ir allt annað en tilfínningasemi, brast í grát áður en hann lauk máli sínu. Watergate ekki nefnt á nafn í minningarræðunum um Nixon var farið mjög óljósum orðum um Watergate-málið, talað um „deilu- efni", „gagnrýni" og „ósigur" en sjálft Watergate aldrei nefnt á nafn, hneykslið, sem varð til þess að hann sagði af sér og var um skeið í eins konar útlegð í landi sínu. Ferill Nix- ons einkenndist raunar allur af af- drifaríkum mistökum og óvæntri endurkomu en hans eigin útför var lokasigurinn, þá naut hann opinberr- ar viðurkenningar og aðdáunar. Clinton, sem á sínum tók þátt í mótmælum gegn stefnu Nixons í Víetnam, leitaði hins vegar ráða hans og naut þekkingar hans í alþjóðamál- um eftir að hann varð forseti og þessir tveir menn, svo ólíkir sem þeir voru, tengdust nánum böndum að þessu leyti. Sumum demókrötum þótti jafnvel nóg um lofgjörðina, sem Clinton flutti eftir að skýrt var frá andláti Nixons. Rcutcr Ný stjórn í Japan TSUTOMU Hata, forsætisráðherra Japans, myndaði fyrstu minnihluta- stjórn landsins í fjóra áratugi í gær. Fréttaskýrendur segja að stjórnin verði skammlíf, lifi aðeins í nokkra mánuði eða þar til ný fjár- lög hafa verið afgreidd. „Núna er ekki rétti tíminn til að rjúfa þing,“ sagði Hata í gær og bætti við að erfið úrlausnarefni biðu stjórnarinn- ar. Ráðherrar nýju stjórnarinnar eru fyrir aftan Hata á myndinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.