Morgunblaðið - 29.04.1994, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 29.04.1994, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1994 39 Jón V. Hjaltalín bóndi íBrokey - Minning Fæddur 8. júlí 1895 Dáinn 17. apríl 1994 Laugardaginn 23. mars sl. var gerð frá Stykkishólmskirkju útfór Jóns Bergs Vigfússonar Hjaltalín, bónda í Brokey, og var hann lagður til hinstu hvílu meðal ættingja sinna í Narfeyrarkirkjugarði. Jón fæddist í Brokey 8. júlí 1895 og var hann því tæplega 99 ára þeg- ar hann lést. Foreldrar hans vora óðalshjónin í Brokey Kristjana G. Kristjánsdóttir og Vigfús Jónsson Hjaltalín. Jón var elstur átta systkina og eru nú aðeins á lífi Vilhjálmur, Lilja og Eygló. Látin eru Laufey, Lára, Hildur og Kristín. Jón lifði mestu byltingartíma í sögu þjóðarinnar, sem taldi 74.508 íbúa við fæðingu hans en 264.922 við lát hans. Fyrstu barnsárin ólst Jón upp í torfbæ eins og þjóðin hafði gert um aldir. Árið 1902 reisti faðir hans stórt tvílyft timburhús og þar var heimili Jóns næstu 50 árin. Jón byijaði snemma að vinna við bústörfin, sem voru mjög _marg- breytileg við eyjabúskapinn. Á þess- um tíma voru vélar ekki komnar til að létta störfin. Eyjarnar sem til- heyra Brokey skipta mörgum tugum og milli þeirra var farið á árabátum, sem Jón stjórnaði vel og öragglega, þótt straumar væru varasamir og mikið um boða og sker. Það var því miki! bylting þegar vélbátur var smíðaður árið 1927, enda var hann nefndur „Léttir“. í Brokey var stundaður sauðfjár- búskapur, nautgripir voru aðeins til að fullnægja heimilisþörfum, 15-20 manns vora í heimili. Selveiðar og hrognkelsaveiðar voru stundaðar og önnur hlunnindi nýtt, svo sem æðar- dúnn, egg, fugl, mótekja og fleira. Heyskapur fór fram í mörgum eyjum, þar var slegið með orfi og ljá, heyið þurrkað, bundið í bagga, borið á bakinu niður í bát, síðan var tekið til áranna og róið heim í vör. Þar var heyið tekið upp úr bátnum, híft með spili upp kletta og dregið með hestum heim að hlöðum. Erfíðið var mikið enda urðu viðbrigðin mikil þegar vélar komu til að létta störfin. Bátar voru smíðaðir og gert við eldri báta. Brú var byggð yfir á næstu eyju, Norðurey. Þar sem flæðihætta var fyrir kindur, voru hlaðin upp sker. Víða voru hlaðnar vörður á hólum og hæðum og eru þær góð leiðamerki. Margt var starfað og reynt að nýta allt sem til var. Sam- vinna og samhjálp var aðalsmerki þessa fólks sem í eyjunum bjó og þannig var sigrast á öllum vandamál- um sem að steðjuðu. Stundum voru ísalög svo mikil á vetrum að ekki varð komist í kaupstað í tvo til þijá mánuði á ári. Jón var smiður góður, söngmaður og spilaði á orgel. Hann tók mikinn þátt í félagsstörfum, var stjórnar- maður í Kaupfélagi Stykkishólms um árabil, sýslunefndarmaður fyrir Skógarstandarhrepp mjög lengi og lagði ævinlega gott til mála. Enn- fremur var hann í hreppsnefnd, skólanefnd og sóknamefnd og var þannig virkur félagsmálamaður, þótt hann nyti ekki nema þriggja mánaða farkennslu í æsku. Liðtækur ljós- myndari var hann og er myndasafn hans geymt á Þjóðminjasafninu. Þjóðin var á hraðri leið til frelsis og háleitar hugsjónir fylltu hugi fólksins ekki síst í ungmennafélagshreyfíng- unni, en þar tók Jón fullan þátt í störfum Ungmennafélagsins Trausta. Árið 1941 þegar Jón var orðinn hálffimmtugur fékk hann stærsta happdrættisvinning lífsins þegar hann giftist eftirlifandi eiginkonu, Ingibjörgu Pálsdóttur. Þeirra börn eru: Vigfús, maki Margrét Ásgeirs- dóttir, Páll, maki Ásta Jónsdóttir, og Bergur, marki Ásdís Herrý Ás- mundsdóttir. Barnabörnin era níu og barnabarnabörnin fimm. Árið 1941 hættu foreldrar Jóns, Kristjana og Vigfús, búskap í Brokey og við tóku Jón og Ingibjörg og bróð- ir hans Vilhjálmur og eiginkona hans Jóhanna Guðjónsdóttir, sem er frænka Ingibjargar konu Jóns. Krist- jana og Vigfús vora í Brokey til dauðadags og nutu frábærrar umönnunar tengdadætra sinna. Vig- fús andaðist 90 ára árið 1952 og Axel Þórður Guð- mundsson - Minning Fæddur 26. september 1929 Dáinn 23. apríl 1994 í dag, föstudaginn 29. apríl, verð- ur gerð útför Axels Þ. Guðmunds- sonar frá Árbæjarkirkju. Hann lést 23. apríl á Borgarspítalanum eftir stutta legu þar. Axel eða Alli, eins og hann var alltaf kallaður, fæddist 29. septem- ber 1929 í Reykjavík og var þriðji elstur af tíu systkinum og eru átta þeirra á lífi, en einn bróðir hans lést fyrir nokkrum árum. Foreldrar hans voru Hólmfríður Magnúsdóttir og Guðmundur Gísla- son sem búsett vora í Reykjavík en þau eru bæði látin. Mestan hluta starfsævi sinnar vann Alli hjá Eimskipafélagi ís- lands, bæði í millilandasiglingum og hin síðari ár vann hann á lyftara í Sundahöfn. Alli giftist árið 1970 Ólöfu Ósk Sigurðardóttur og eignuðust þau tvö börn, Sigurð og Jóhönnu Elsu. Ólöf, eða Lilla eins og hún er kölluð, átti tvö börn frá fyrra hjónabandi, þau Sigrúnu Björgu Bragadóttur og Garðar Bragason, en þeim reyndist Alli mjög vel. Garðar ólst upp á heimili þeirra hjóna og var mikil vin- átta með þeim Garðari og Alla. Honum var mjög annt um börnin sín og fylgdist vel með þeim bæði í leik og starfí. Ófáum stundum eyddi hann með Sigga og Garðari í bílavið- gerðum. Hann fylgdist úr fjarlægð með áhugamáli þeirra, sem er torfæ- rubílar og torfærukeppnir, og alltaf var hann svolítið kvíðinn þegar þeir fóru í keppni. Og þegar vel gekk þá var hann ánægður og stoltur af strákunum. Kynni okkar af Alla hafa ætíð verið góð. Hann var hæglátur mað- ur, dagfarsprúður, tryggur og ávallt hægt að treysta á hann. Hann reynd- ist Jóhönnu tengdamóður sinni afar vel og var henni ávallt „innan hand- ar“ eins og hún orðaði það og kann hún honum bestu þakkir fyrir allt það sem hann gerði fyrir hana. Að- eins eru rúmar tvær vikur síðan Alli samfagnaði með fjölskyldu okk- ar við fermingu Sigurðar sonar okk- ar og því erfitt að trúa því að hann væri svo skyndilega burtkallaður. Að leiðarlokum þökkum við Bryn- dís, Lára og Sigurður fyrir vináttu og hlýhug á liðnum árum. Við vottum Lillu, börnum, tengda- syni og öðrum aðstandendum dýpstu samúð og biðjum Guð að styrkja þau á þessari erfiðu stund. Blessuð sé minning hans. Bryndís og Björn. Hinn 23. apríl sl. lést á Borgar- spítalanum ástkær faðir og fóstur- faðir, Axel Þórður Guðmundsson, sem yfirgaf okkur á besta aldri lífs- ins. Við systkinin munum sakna hans sárt og viljum þakka honum þær samverustundir sem við áttum með honum og það sem hann kenndi okkur var eins og stendur í hinni helgu bók: „Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður skuluð þér og þeim gjöra". Þessi orð lýsa best hans innri manni. Hann var einn af tíu systkinum sem eru Magnús, Gísli, Ingibjörg, Ástþór, Fjóla, Þóra, Skúli, Jens og Guðmundur sem er látinn. Foreldrar þeirra voru Hólmfríður Magnúsdóttir og Guðmundur Gísla- son. Þau systkinin voru öll uppalin í Efstasundi 16. Axel hóf ungur störf á Eyrinni eða um 14 ára aldur, en síðan lá Kristjana andaðist 94 ára 1968. Bræðurnir í Brokey og konur þeirra bjuggu þar myndarbúum um þijátíu og sex ára skeið. Byggt var nýtt íbúðarhús, keyptar dráttarvélar og 'fleiri tæki, skurðir grafnir með skurðgröfu og tún ræktuð, því nú átti að hætta að flytja hey milli eyja. Rafmagnið hélt innreið sína og sím- inn kom. Allt varð bjartara og létt- ara. Gestagangur var mikill, höfðing- legar veitingar fram bornar, ferða- mönnum liðsinnt og upplýsingar veittar- um eyjalíf og sögu kynslóð- anna. Ingibjörg og Jón fluttu til Stykk- ishólms 1977 og keyptu sér lítið hús á Bókhlöðustíg 10, til vetrarsetu. Húsið stendur hátt og úr gluggum þess gat Jón fylgst með mannlífínu í Stykkishólmi og bátsferðum milli eyja. Á sumrin dvöldu þau hjón í Brokey I nánd við fjölbreytt dýralíf og gróskumikinn eyjagróður. í .Stykkishólmi nutu þau hjón návistar barna sinna, barnabarna og fjöl- breyttrar starfsemi eldri borgara. Jón var hress og kátur til síðustu stundar. Að kvöldi 17. þ.m. bauð hann góða nótt og lagði síðan upp í hinstu för. Ég votta Ingibjörgu, börn- um og öðrum aðstandendum innilega samúð. Með Jóni frænda er genginn góður og réttsýnn maður, mikill sam- vinnumaður. Blessuð sé minning hans. Vigfús Gunnarsson. leið hans á sjóinn, nánar tiltekið á MS Selfoss þar sem hann vann næstu árin. Að loknu sjómannsstarfi fór hann að vinna á lyftara í Sundap- orti hjá Eimskipafélaginu. Þar vann hann til síðasta dags. Áhugamál hafði pabbi líka. Utan vinnu stund- aði hann sund flest alla daga, einnig þótti honum gaman að ferðast um landið, en hann og sonur hans gerðu upp ferðabíl svo við gætum öll ferð- ast um landið og eigum við saman margar góðar minningar úr þessum ferðum, sem aldrei gleymast. Blessuð sé minning hans. Eitt sinn verða allir menn að deyja, eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það, en samt ég verð að segja að sumarið líður allt of fljótt. (Vilhj. Vilhj.) Sigurður Axelsson, Jóhanna Elsa Axelsdóttir, Garðar Bragason og Sigrún B. Bragadóttir. Sigurborg Kolbeins dóttir - Minning Það er að koma sumar og vor í lofti, sagði okkar kæra vinkona Sigurborg Kolbeinsdóttir, þegar fundum okkar hjónanna bar sam- an í síðustu heimsókn á heimili hennar. Hún sagði að hún ætti sér heita ósk, að komast í sumarbú- stað þeirra hjóna í Borgarfirðinum til að njóta sumarsins í ró, næði frá skarkala borgarinnar. Hún unni náttúrunni í allri sinni dýrð, með blóm í haga og fuglasöng. Foreldrar hennar, Þórhildur Árna- dóttir og Kolbeinn Steingrímsson, voru mikil heiðurshjón og góð- kunningjar okkar, en Kolbeinn lést fyrir nokkrum árum. Hann var félagslyndur maður, og varð ég þess heiðurs aðnjótandi að eiga hann að góðum vini. Við stofn- uðum, ásamt fleiru góðu fólki, Framfarafélag Seláss- og Ár- bæjarbletta, nú Árbæjarhverfis, árið 1954, í húsi Kolbeins, Selási. Við störfuðum saman í karlakór og kirkjukórum um áraraðir, einn- ig að mörgum framfaramálum hverfanna. Blessuð sé minning góðs vinar. Allt frá barnæsku barna þeirra Huldu, Steingríms og Sigurborgar er vissulega margs að minnast, sem við geymum með okkur. Hulda og Steingrímur eiga heima í Neskaupstað og una vel sínum hag þar. Sigurborg hefir alið alla sína ævi í Selásnum. Það er öllum mönnum dýrmætt að eiga góða vini, það átti Sigurborg, sem var hvers manns ljúflingur og heillaði mann með lífsorku sinni og hrein- skilni. Hún átti við skæðan sjúk- dóm að stríða í langan tíma en hugurinn og bjartsýnin báru hana alla leið, til heimanna nýju, en hún dó fyrir aldur fram. Með því síð- asta sem okkur fór á milli var að taka loforð af okkur hjónunum að heimsækja þau hjónin í sumarbú- stað þeirra í Borgarfirðinum, en margt fer öðruvísi en ætlað er. Hennar tími var kominn að losna við þjáningu lífsins. Ég trúi því að andi hennar muni svífa yfir Borgarfirðinum. Hennar verður sárlega saknað af öllum sem til hennar þekktu, því hún var hlý og opinská í orði, sem verki og bar veikindi sín af miklum hetju- skap til síðustu stundar. Hún lifði í traustu og góðu hjónabandi með Svavari Á. Sigurðssyni, sem best sást í umhyggju hans fyrir konu sinni, enda maðurinn traustur í hvívetna. Og börn þeirra voru mikil hjálparhella móður sinni í erfiðum veikindum hennar. Við hjónin og fjölskylda okkar kveðj- um þig með kærri þökk fyrir sam- veruna. Við biðjum Guð að blessa þig og þína. Guð gefi móður henn- ar og ástvinum öllum huggun og styrk. Inga og Guðmundur Sigurjónsson. Minning Baldur Jónsson Fæddur 8. júní 1923 Dáinn 18. apríl 1994 Baldur barnalæknir er dáinn. Ég er í þeim hópi sem á honum mikið að þakka. Alltaf var hann boðinn og búinn þegar börnin voru veik. Hann var framúrskarandi umhyggjusamur og næmur og átti auðvelt með að ná góðu sambandi við börnin sjálf. I þeirra röðum veit ég að hans er nú líka sárt saknað. Með eftirfarandi orðum vil ég þakka honum fyrir allt og allt. Ég og fjölskylda mín vottum Ólöfu og Arngrími okkar dýpstu samúð og öllum öðrum ástvinum Baldurs og bið Guð að gefa þeim styrk í þeirra miklu sorg. Guð blessi minningu góðs manns. Hver minning er dýrmæt perla að liðnum lífsins degi. Hin Ijúfu og góðu kynni af alhug þökkum vér. Þinn kærleikur í verki var gjðf sem gleymist eigi. Og gæfa var það öllum sem fengu að kynnast þér. (L.S.) Ragnheiður Sigurgeirsdóttir. Birting afmælis og minningar- greina MORGUNBLAÐIÐ tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. + Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andiát og útför eiginmanns mins, föður, stjúpföður, tengdaföður, afa og langafa, ÖGMUNDAR SIGURÐSSONAR, Álfheimum 72, Reykjavik. Sigurfljóð Jónsdóttir, Sigrún Ögmundsdóttir, Þórarinn Böðvarsson, Halldóra Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Alúðarþakkir fyrir hlýhug og hluttekningu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, SIGRÍÐAR DÝRLEIFAR JÓNSDÓTTUR, er lést 13. apríl. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunardeildar Vífilsstaða- spítala fyrir elskulega umhyggju sem það sýndi henni. Ellen Þóra Snæbjörnsdóttir, Björn H. Blöndal, Búi Snæbjörnsson, Áslaug Jónsdóttir, Edith Nicolaidóttir og ömmubörnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.