Morgunblaðið - 29.04.1994, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 29.04.1994, Blaðsíða 52
Jtewá£d -setur hrag á sérhvern dag! MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1 103 REYKJAVÍK StMI 691100, SlMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKVREYRI: HAFNARSTRÆTI 8S FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK. Morgunblaðið/Júlíus V ettvangsrannsókn RANNSÓKNARLÖGREGLUMAÐUR tekur Ijósmyndír í kofanum við Elliðavatn þar sem Frakkinn Bernard Granotier fannst í gær. Bernard Granotier fannst í hrörlegum kofa við Elliðavatn í gær Tvídæmdur fyrir íkveikjur og sætti efliiliti í Frakklandi KANNSÓKNARLÖGREGLA ríkisins handtók um miðjan dag í gær Bernard Granotier, Frakkann, sem lýst hafði verið eftir í tengslum við ikveikju í húsi Bahá’í-trúfélagsins. Maðurinn fannst i hrörlegum kofa við EUiðavatn og veitti hann enga mótspyrnu við handtöku. Gerð verður krafa um gæsluvarðhald yfir manninum í Héraðsdómi Reykja- víkur i dag. Rannsóknarlögregla ríkisins hefur fengið staðfest erlend- is frá að maðurinn hefur tvívegis verið dæmdur fyrir íkveikjur í heima- landi sínu, þar sem hann var undir sérstöku eftirliti. Nokkur fjöldi lögreglumanna frá RLR, lögreglunni í Reykjavik og Kópavogi gerðu skipulagða leit að manninum í sumarhúsahverfmu í grennd við Elliðavatn og þar fannst maðurinn um miðjan dag. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins voru það m.a. gögn sem fundust á heimili mannsins sem beindu sjónum lögregl- unnar að þessu svæði. Talið er að Bemard Granotier hafi hafst við að mestu frá því um helgina í hrörlegum þaklausum kofa. Sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðsins sat maðurinn í stól og bærði ekki á sér meðan lögreglumenn íjarlægðu rusl og bönd sem hann hafði bundið kofadymar aftur með. í kofanum var m.a. lesefni og taska með föggum mannsins. Hann var færður í húsa- kynni RLR þar sem hann var yfir- heyrður í gær og samkvæmt upplýs- ingum RLR verður óskað eftir gæslu- varðhaldi yfir honum í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ekki fengust upp- lýsingar hjá RLR í gær um hvort maðurinn hefði játað að hafa kveikt í húsi Bahá’í-trúfélagsins. Dæmdur fyrir íkveikjur RLR staðfesti við Morgunblaðið í gær að Bemard Granotier hefði tví- vegis verið dæmdur fyrir íkveikjur í París, fyrst í lok 7. áratugarins og aftur í lok 8. áratugarins. Ekki er ljóst hve þunga refsingu hann hlaut, en að henni lokinni sætti hann ein- hvers konar öryggisgæslu eða eftir- liti, sem hann slapp undan árið 1987, þegar hann fór úr landi og til Nor- egs. Þar dvaldi hann til ársins 1992, þegar hann hlaut dóm í Noregi fyrir ónæði og ógnanir gagnvart konu og fyrir að hafa í hótunum við opinberan starfsmann. Hann afplánaði ekki fangelsisrefsingu í Noregi en var vís- að úr landi og færður til Frakklands, þar sem hann mun enn hafa verið settur undir einhvers konar eftirlit. Sama ár fór hann aftur úr landi og til íslands og hefur dvalist hér síðan. Kveikt var í húsi Bahá’í-trúfélags- ins í Breiðholti aðfaranótt laugardags og strax á laugardag hófst, að sögn RLR, leit að manninum í tengslum við rannsóknina og gefin út handtöku- skipun á hendur honum. í því skyni var leitað upplýsinga erlendis, fyrir milligöngu Interpol, um hvort maður- inn væri á skrá lögreglu í heimalandi sínu eða annars staðar og þær fyrir- spumir leiddu til þess að framan- greindar upplýsingar komu fram. Hagnaður SIF tæpar 54 millj. Stjórnin leggur til ad 7% arður verði greiddur til hluthafa fyrirtækisins HAGNAÐUR Sölusambands íslenskra fískframleiðenda, SÍF hf. eftir skatta á liðnu ári, varð tæpar 54 milljónir króna. samkvæmt upplýsing- um Sighvatar Bjarnasonar, stjórnarformanns SÍF. Uppgjör liðins árs nær aðeins til 10 mánaða, eða frá 1. mars 1993 til ársloka, þar sem það var ekki fyrr en 1. mars i fyrra, sem SÍF byrjaði rekstur sinn i hlutafélagsformi. Sighvatur segist telja þessa rekstrarniðurstöðu viðun- andi, einkum með hliðsjón af 118 milljóna króna taprekstri SÍF árið 1992, sem var fyrsta tapárið í sögu sölusambandsins. Útflutningsverðmæti SÍF þessa 10 mánuði sem ársreikningurinn tekur til var 5,3 milljarðar króna. Eiginfjár- hlutfall félagsins er 30%, og án af- Æðareikninga sagði Sighvatur það vera yfir 50%. „Fyrirtækið er því mjög sterkt, með veltufjárhlutfall 1,24 og arðsemi eiginfjár á þessum 10 mánuðum 10,28%. Og okkur sýn- ist innra virði hlutabréfanna vera 1,14, en þau eru að seljast á mark- aði á 0,70 nú,“ sagði Sighvatur. „Við teljum þessa niðurstöðu vera ásættanlega, enda er það í sjálfu sér ekkert markmið hjá okkur að græða einhver ósköp af. peningum, heldur að skila sem mestum verðmætum til framleiðenda," sagði Sighvatur. Hann sagði að stjóm SÍF hefði á fundi sínum í gær ákveðið að leggja til við hluthafa á aðalfundi, þann 11. maí nk., að greiddur verði 7% arður. Arðgreiðslurnar verða liðlega 32 milljónir króna. Aðhaldssemi gætt Aðspurður hveiju hann þakkaði það að taprekstri hefði á ný verið snúið í hagnað, sagði Sighvatur: „Ég tel fyrst og fremst að þar sé betri rekstri um að þakka. Magnús Gunn- arsson hélt mjög vei utan um þetta í fyrra. Auk þess var árið í fyrra betra ár, en árið þar á undan, minni áföll og aðhaldssemi var gætt með niðurskurði og menn gerðu ekki sömu mistök og árið á undan.“ Sighvatur sagði að þetta ár hefði byrjað mjög vel hjá SÍF, en vænta mætti magurra mánaða yfir sumar- tímann, vegna þess að framleiðsla yrði í lágmarki, þar sem þorskkvótinn væri ýmist búinn eða langt kominn. Heimsmeistara- mót í einmennmgi Jóner efstur JÓN Baldursson er í efsta sæti í óopinberu heimsmeist- aramóti í einmenningi í brids í París, þegar mótið er hálfn- að. 52 spilarar taka þátt í karlaflokki og 18 í kvenna- flokki. Jón hefiir 749,9 stig en næstur er Frakkinn Mari með 749,6 stig og þriðji Frakkinn Roudinesco með 730,7 stig. Bridssam- band Evrópu heldur mótið og bauð kepp- endum en skil- yrði var að þeir hefðu unnið heimsmeist- aratitil, Evr- ópu-, Ameríku- eða Asíutitil. Jón var eini Islendingurinn sem fékk boð á mótið að þessu sinni en flestir þekktustu bridsspilarar heims eru meðal þátttakenda. Jón Baldursson Islandsbanki Hlutabréf í uppsveiflu HLUTABRÉF í íslandsbanka hækkuðu um 21,5% í gær. Gengi bréfanna fór úr 0,79 við lokun á miðvikudag upp í 0,96 við lokun í gær. Þetta samsvarar því að eign hluthafa sem á miðvikudagskvöld átti 100.000 krónur að nafnvirði hafi hækkað úr 79.000 krónum í 96.000 eða um 17.000 krónur. Heildarmarkaðsvirði hlutabréfa í Islandsbanka hækkaði því í 3.724 milljónir úr 3.064 milljónum eða um 660 milljónir króna. Talsmenn verðbréfafyrirtækja segja ljóst að hækkun íslandsbanka- bréfanna megi rekja til umræðunnar á aðalfundi bankans síðastliðinn mánudag þar sem menn hafi verið sammála um að gengi þeirra væri of lágt. Samtals námu viðskipti með hluta- bréf í íslandsbanka í gær 11,4 millj- ónum króna á markaðsvirði og geng- ið hækkaði jafnt og þétt yfir daginn. Pálmi Kristinsson hjá Kaupþingi sagði ljóst að ekki væri um handaflshækkun að ræða heldur spákaupmennsku. Hann sagði einnig að vaxandi þrýst- ingur væri á hækkun kauptilboða í öðrum stærri hlutafélögum og sér kæmi ekki á óvart þó sjá mætti 10-20% hækkun þar á næstunni. Gengi hlutabréfa í íslandsbanka í gær Kl. 9:00 10 11 12 13 14 15 16 17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.