Morgunblaðið - 24.06.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.06.1994, Blaðsíða 4
4 C FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ _____________________DAGLEGT LIF Hvað þarf til svo fatlaðir geti stundað nám í heimaskóla? Á hveiju ári óska foreldrar eftir skólavist í almennum bekkjardeildum fyrir fötluð börn sín. Lög um grunnskóla og reglugerð um sérkennslu má túlka á þann veg að forráðamenn hafi rétt til að fara fram á að fötluðu barni séu búnar námsaðstæður í heimaskóla. Fram til þessa hefur verið mjög óljóst hvernig standa skuli að útfærslu þessarar stefnu og með hvaða hætti hún skuli íjármögnuð. Styrkur úr minningarsjóði Heiðar Baldursdóttur var nýlega veittur í fyrsta sinn. Hér eru það dætur Heiðar, þær Brynhildur og Þórey Mjallhvít sem eru að veita samstarfshópnum styrk og það er Eyrún Gísladóttir sem tekur við honum fyrir hönd hópsins. Styrkur úr minningarsjóði Heiðar Baldursdóttur H,eiður Baldursdóttir var virtur barnabókahöfundur og sérkennari í Safamýrar- skóla sem lést í maí 1993, 34 ára gömul. Heiður hafði löngun til að rannsaka blöndun fatlaðra og óíatl- aðra og miðla síðan til yfir- valda skóla og kennara. Aðstandendur hennar tóku frumkvæði að því að stofna minningarsjóð sem hefði að markmiði að styðja rannsóknir á sviði sér- kennslu, blöndunar fatl- aðra og ófatlaðra og boð- skipta. Að sögn Þóru Krist- insdóttur, formanns stjóm- ar sjóðsins, hefur nú í fyrsta skipti verið veittur styrkur úr sjóðnum, 150.000 krónur. Styrkinn hlaut sam- starfshópur sem ætlar með eins árs þróunarverkefni að leita svara við því hvað þurfí til að fatlað- ir nemendur geti stundað nám í al- mennum bekk í heimaskóla. „Heiði fannst að almenna kerfið þyrfti að aðlaga sig að einstaklingum með sérkennsluþarfir," segir Þóra. Þekking og reynsla flytjist á milli skólastiga Tekið verður mið af sex ára pilti sem er þroskaheftur (með downs syndrome) og hefur nám í almennum grunnskóla í haust. Hann hefur ver- ið í leikskóla fram til þessa en þar hefur allt sérdeildarfyrirkomulag verið lagt niður. Verkefnið er þegar hafið. Eyrún Gísladóttir sérkennslufulltrúi á Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur segir að samstarfshópurinn hafi í samráði við foreldra undirbúið skólagöngu drengsins og lögð hefur verið áhersla á markvisst samstarf leikskóla og grunnskóla við upphaf skólagöng- unnar. Samstarfið felst m.a. í miðlun upplýsinga, ráðgjöf og eftirfylgd þannig að þekking og reynsla flytjist á milli skólastiga og unnt verði að miða námsmarkm- ið og aðstæður við getu og þarfir barnsins. Eyrún segir að í verkefn- inu leitist samstarfshópur- inn við að finna út hvernig sérfræðingar sérskóla geti stutt við starfsmenn al- menna grunnskólans sem kenna fötluðum nemendum og hvaða viðmiðanir þurfi að setja varðandi kennslu- magn, stuðning og aðstæð- ur ef nám í heimaskóla á að vera raunhæfur kostur. Hvernig á að standa að blöndun? Ráðgert er að starfs- menn grunnskólans og bekkjarfélagar fái tilsögn í að nota tákn með tali en drengurinn nýtir sér þá leið til boðskipta. Þá verða kennarar aðstoðaðir við að beita kennsluaðferðum sem gera fötluðum nemendum kleift að taka virkari þátt í skóla- starfinu en ella. Með þessu er stefnt að námslegri og félagslegri hlutdeild í bekkjar-, og skólasamfélagi. Eyrún bendir á að mikið hafi verið talað um blöndun fatlaðra og ófatlaðra í bekkjum en það þurfi í ríkara mæli að prófa sig áfram með vinnubrögð og athuga skipulega og meta á gagnrýninn hátt hvemig til tekst. ■ Pessi blævængur var meðal þeirra sem seldir voru á uppboðinu í Hong Kong nýlega og var sleginn á tvær milljónir króna. Hann er ríkulega skreyttur beggja vegna. Kínverski málarinn Chang Ta-chien málaði myndina á hann með bleki árið 1967, en tveimur árum síðar.bætti þekktur skrifari, að nafni Chang Chun, textanum við á hina hliðina. Blævængir þykja bera vott um fjölþætta menningu BLÆVÆNGIR hafa verið notaðir í þúsundir ára og alla tíð hefur fólk notað þá til að kæla sig þegar heitt er í veðri. Til eru asísk- ar heimildir sem segja frá notkun blævængja á 4. öld fyrir Krist, en síðustu 2.000 ár hefur notkun þeirra verið nokkuð almenn í heit- um löndum. Blævæng- ir þykja bera vott um fjölþætta menningu, enda koma margar listgreinar við sögu. Gerð blævængja í Kína sameinar virtustu listgreinar Kínverja, segir í blaðagrein The Free China Journal. Er þar einkum átt við málun, útskurð og skrift, sem löngum hafa þótt göfugar list- greinar þarlendis. Blaðið ræðir við Ma Yu-chi, áhugamann um blæ- vængi, sem hefur safnað þeim frá Kínverskir blævængir voru upphaflega kringlóttir, en fyrir um 1.000 árum fóru Kínverjar að gera blævængi sem hægt er að leggja saman, samkvæmt japanskri hefð. 14 ára aldri. Hann á meðal annars yfir 100 blævængi frá valda- tímum Ching-keisara- ættarinnar, sem ríkti frá 17. öld fram á þá tuttugustu. Allir eru þeir ríkulega skreyttir og á suma þeirra hafa verið skrifaðir heilu ljóðabálkamir með ör- smáu letri. Fyrir rúmum 1.000 árum ættleiddu Kín- veijar japanska hefð í blævængjagerð. Fram að þeim tíma voru kín- verskir blævængir langoftast heilir og hringlaga. Japanska blævængi var aftur á móti hægt að Ieggja saman og gera fyrirferðarlitla þegar ekki var verið að nota þá. Haft er eftir blævængja- safnaranum Ma að námsmenn frá Japan hafi upphaflega kynnt jap- anska blævængjagerð fyrir Kínveij- um. Útdregnir blævængir hafi ekki náð almennri útbreiðslu fyrr en á miðöldum, en þá hafi jafn'framt verið lögð rík áhersla á fagurlega skreytt hulstur utan um þá. Til eru heimildir sem staðfesta að blævængir hafi oft verið gefnir sem táknræn gjöf um hollustu og virðingu. Hafi keisarar oft gefið erlendum þjóðhöfðingjum blævæng og einnig starfsfólki hirðarinnar, sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf. Hann segir að bambus hafi löngum verið algengur efniviður í blævængi, en í fínni blævængi hafi frekar verið notaður rósaviður, íbeinholt, skjaldbökuskel eða fíla- bein, sem oftar en ekki var útskor- ið. Nýlega hélt Sotheby’s uppboð á blævængjum í Hong Kong og var meðal annars til sölu blævængur sem virtur kínverskur málari hafði myndskreytt árið 1947. Var sá seld- ur á rösklega þrjár milljónir ís- lenskra króna, helmingi hærra verði en sett var upp í upphafi. _ BTU án eggja, mjólkur ( ÞEIR sem búa við fæðuóþol af einhveiju tagi geta ekki umhugsunarlaust feng- ið sér að borða það sem þá langar í hverju sinni, eins og við hin. Fæðuóþol er oft og tíðum mun erfiðara að skilgreina en fæðuofnæmi. Þegar um ofnæmi er að ræða er ónæmiskerfið í ólagi og kemur ofnæmið þá ýmist fram á húð, í meltingarvegi eða lungum. Einkenni fæðuóþols geta verið mjög svipuð eða sams konar, en það getur verið vandasamt að finna hvort orsaka er að leita í umhverfinu eða ekki. Algengara er að fæðuóþol eldist af börnum en fullorðnum. Svokallað „Iaktósa“-óþol, öðru nafni mjólkursykur-óþol, er hinsvegar nókkuð vel skilgreint vandamál, en þá vantar ensím í meltingarveginn sem meltir mjólkursykurinn. Mjólkursykur-óþol er frekar óalgengt hjá fólki, sem býr á norðlæg- um slóðum, ef Finnar eru frátaldir, en algengara meðal íbúa Asíu- og Afríkulanda, enda erfðabundið vandamál. Mjólkursykur-óþol brýst þannig út að mjólkursykurinn fer ómeltur út í ristilinn og veldur yfirleitt magaverk og niðurgangi. Að sögn Einars Matthíassonar, framkvæmdastjóra hjá Mjólkursamsölunni, geta sýrðar mjólkurafurðir hentað þeim, sem hafa aðeins aðkenningu af mjólkursykur- óþoli, þar sem að laktósinn hefur verið brotinn niður í þeim. Þeir sem á hinn bóg- inn þola mjólkursykur mjög illa, geta oft neytt osta, en í þeim er mjög lítið af laktósa. Óþol fyrir glúteni, sem er að finna í hveiti, hefur einnig áhrif á meltinguna. Glút- enið ertir meltingarveginn og garnatoturnar, sem eru í heilbrigðum meltingarvegi, sléttast út og hverfa svo að minna svæði verður til að frásoga matinn. Glúton-óþol er mjög sjaldgæft hér á landi miðað við önnur lönd. Lyíjaverslun ríkisins hefur að undanförnu verið að smáauka það vöruúrval sem býðst hér vegna fæðuóþols og fást vörur þessar í apótekum. Byijað var á næringar- drykkjum fyrir fólk, sem þurfti að vera á fljótandi fæði. Síðan hefur bæst við glúten- snautt hveiti, sojamjólk fyrir þá sem hafa óþol fyrir kúamjólk, töflur fyrir þá sem þola ekki mjólkursykur og duft til að auka prótein- og orkuinnihald í mat. Þá hef- ur verið hægt að fá slíkar vörur í heilsubúðum. Eins og gefur að skilja getur verið erfitt fyrir suma að neita sér um fínt „bakk- elsi“, sé það á annað borð á borðum, en þegar fólk hefur óþol fyrir einhvers konar fæðu á það ekki kosta völ; það verður einfaldlega að horfa í hina áttina eða mæta í veisluna með eigin kökur sem lausar eru við viðkomandi fæðutegundir. Til þess að auðvelda mönnum baksturinn leituðum við á náðir Kolbrúnar Einarsdóttur, nær- ingarráðgjafa á Landspítalanum, sem lét Daglegu lífi í té uppskriftirnar sem hér fylgja, en þess má geta að dæmi eru um að fólk hafi óþol fyrir öllu þrennu í senn; eggjum, hveiti og mjólk. Eplabaka (glútensnaud) 5-6 stk. epli 1 msk. kanill 2 msk. sykur 75-100 g smjör 2 dl maíssterkja eða kartöflumjöl 2-3 msk. sykur möndluspænir Skerið eplin og leggið þau í form. Stráið kanil og sykri yfir. Hnoðið saman smjöri, maíssterkju eða kartöflumjöli og sykri. Hyljið eplin með deiginu og stráið möndluspæni yfír. Bakið við 200 0 C í 30 mínútur. Kanelsnúðar ún eggja ____________3 dl mjólk_________ 50 g pressuger eða 4 tsk. þurrger 8'/2 dl hveiti (500 g) __________100 g smjörlíki______ V2 dl sykur ________1 tsk. kardemommur_____ 20 g smjörlíki eða 1 msk. matarolía 4 msk. kanelsykur Myljið pressugerið (ef það er notað) út í mjólkina, látið bíða. Skerið kalt smjörlíki niður og myljið saman við 6 dl af hveiti. Blandið síðan þurrgerinu (ef það er notað) saman við. Setjið sykur, kardemommur og hveitið með smjöriík- inu út í mjólkina og sláið deigið vel. Stráið 1 dl af hveiti yfir og leggið stykki eða lok yfir. Látið deigið lyfta sér við stofuhita. Hnoðið upp í það 1-2 dl af hveiti þegar rúmmál þess hefur aukist um helming. Það á að vera mjúkt, forðist að gera það hart eða þétt, notið heldur svolítið hveiti við að breiða það út. Breið- ið deigið út í stóra köku, 65x30 cm. Penslið með bræddu smjörlíki eða mata- rolíu. Stráið kanelsykri yfir. Vefjið kök- una upp frá hlið. Skerið 2 cm þykkar sneiðar og setjið á plötu. Látið lyfta sér við stofuhita í 20-30 mín. Bakið við 2000 C í 25-30 mín. Brauð með hör- og sólblómafræum (glútensnauó) 4 dl volgt vatn 25 g pressuger eða 2Vi tsk. perluger eða 'Apoki þurrger 2 msk. matarolía eða 2 msk. brætt smjörlíki 1 'h dl hörfræ ‘/2 dl sólblómafræ 500 g glútensnautt hveiti Látið pressuger eða perluger í hræri- vélarskálina og hellið vatninu yfir. Látið standa þar til gerið er uppleyst. Ef notað er þurrger, blandið þá þurrgerinu saman við glútensnauða hveitið. Setjið glúten- snautt hveiti, matarolíu, hörfræ og sól- blómafræ saman við gerblönduna (eða vatnið). Hrærið á mesta hraða í 4-6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.