Morgunblaðið - 11.11.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.11.1994, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 258. TBL. 82. ARG. FÖSTUDAGUR 11. NOVEMBER 1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS írakar viður- kenna Kúveit Eykur líkur á að refsiaðgerðum Sam- einuðu þjóðanna verði aflétt Bagdad. Reuter. ÍRASKA þingið samþykkti í gær að viðurkenna Kúveit innan landa- mæra þess eins og þau eru skilgreind af Sameinuðu þjóðunum. Var búist við, að byltingarráð Saddams Husseins forseta legði bless- un sína yfir samþykktina samdægurs. Vonast er til, að með samþykkt- inni verði krafa íraksstjórnar til Kúveits sem 19. héraðsins í írak úr sögunni og um leið hefur hún uppfyllt eitt meginákvæði vopna- hléssamningsins frá því í febrúar 1991. Er um að ræða mikilvægt skref í þá átt, að öryggisráð SÞ leyfi írökum olíuútflutning að nýju. Milliganga Kozyrevs Andrej Kozyrev, utanríkisráð- herra Rússlands, sem lagði sitt af mörkum í þessu máli, átti fund með Hussein í gærmorgun og flutti síðan ræðu á íraska þinginu þar sem hann hvatti til, að viður- kenning Kúveits yrði samþykkt. Moskvustjórnin hafði lofað að vinna að því innan SÞ, að dregið yrði úr refsiaðgerðum gegn írak ef stjórnvöld féllust á viðurkenn- inguna. Ýmis skilyrði óuppfyllt Næsti reglulegi fundur í örygg- isráðinu verður á mánudag en búist er við, að Bandaríkjamenn og Bretar muni flýta sér hægt í því að aflétta refsiaðgerðunum þrátt fyrir samþykkt íraska þings- ins. Dee Dee Myers, talsmaður Hvíta hússins, sagði, að Iraks- stjórn ætti enn eftir að uppfylla ýmis skilyrði Sameinuðu þjóðanna og forseti kúveiska þingsins vildi ekkert um samþykktina segja fyrr en hann hefði séð hana alla. Óttast um GATT eftir sigur repúblikana Clinton skorar á þingmenn að sýna samstarfsvilja Genf, Washington. Reuter. PETER Sutherland, framkvæmda- stjóri GATT, sagði í gær, að sam- þykkti Bandaríkjaþing ekki GATT- samningana fyrir áramót gæti það orðið til að veita þeim „náðarhögg- ið“. Verða þeir lagðir fram á þinginu síðar í mánuðinum og Bill Cíinton, forseti Bandaríkjanna, hefur skorað á repúblikana, sem nú hafa meiri- hluta í báðum deildum, að sýna sam- starfsvilja sinn í verki með því að samþykkja þá. Sigur repúblikana í kosningunum á þriðjudag hefur vakið upp ótta við, að GATT-samningar Urúgvæ- lotunnar verði ekki samþykktir fyrir áramót en þá á Heimsviðskiptastöfn- unin, WTO, að taka við af GATT. Sutherland kvaðst þó vera viss um, að samningamir, sem fulltrúar rúm- lega 100 ríkja undirrituðu í apríl sl., yrðu samþykktir. Engin ákvæði eru um hve mörg ríki þurfi að samþykkja GATT-samn- ingana til að þeir taki gildi en mikil- vægt þykir, að helstu viðskiptaheild- imar, Bandaríkin, Evrópusambandið, Japan og Kanada, verði til þess. Engin þeirra hefur þó lokið því enn. I ræðu sem Bill Clinton hélt við Georgetown-háskóla í gær sagðist hann vera viss um að GATT-samn- ingurinn yrði samþykktur á Banda- ríkjaþingi. Málið væri að hans mati prófsteinn á það hvort að repúblikan- ar og demókratar gætu átt samstarf á þingi. í ræðunni fjallaði forsetinn einnig um sigur repúblikana í þingkosning- unum og sagðist ætla að leggja meiri áherslu á miðjustefnu á næstu tveimur árum. 510 milljarða dollara aukning heimsviðskipta í skýrslu, sem GATT birti í gær, kemur fram, að samningarnir muni hafa aukið heimsviðskiptin um 510 milljarða dollara árlega þegar kemur fram á árið 2005 og tekjur Banda- ríkjamanna einna gætu aukist um 122,4 milljarða dollara á næstu tíu árum. Er áætluð tekjuaukning Evr- ópusambandsríkjanna 163,5 millj- arðar dollara árið 2005. Hagur þró- unarríkjanna er talinn vænkast um 116,1 milljarð á þessum tíma. Skýrsluhöfundar áætla, að árleg tekjuaukning EFTA-ríkjanna, Aust- urríkis, Finnlands, íslands, Liechtensteins, Noregs, Sviss og Svíþjóðar, fram til 2005 verði 33,5 milljarðar dollara. Reuter. Varðstaða við Kibumba MENN úr her Zaíre hafa und- anfarið staðið vörð um Kib- umba-flóttamannabúðirnar þar sem um 200 þúsund flótta- menn frá Rúanda hafast við. Starfsmenn hjálparstofnana og Sameinuðu þjóðanna hafa kvartað yfir því að vopnaðir ræningjahópar ráði lögum og lofum í búðunum og stjórni til að mynda dreifingu matvæla. Hafa starfsmenn hjálparstofn- ana ítrekað orðið fyrir aðkasti og á undanförnum tveimur vik- um hafa á þriðja tug flótta- manna verið felldir. Er það nú til umræðu innan SÞ hvort sendir verða friðargæsluliðar til flóttamannabúða í Zaíre. Hurd braut lög Lundúnum. The Daily Telegraph. HÆSTIRÉTTUR Bretlands komst í gær að þeirri niðurstöðu að Douglas Hurd utanríkisráðherra hefði gerst brotlegur við lög er hann heimilaði 235 milljarða punda styrk vegna byggingar Per- gau-stíflunnar í Malaysíu. Dómararnir sögðu styrkinn ekki samrýmast lögum um þróunarað- stoð. Hurd sagði í gær að ríkis- stjórnin tæki dóminn mjög alvar- lega en lagði áherslu á að hann hefði talið sig vera að þjóna hags- munum breskra fyrirtækja og að lögfræðingar ráðuneytisins hefðu engar athugasemdir gert þegar ákvörðunin var tekin árið 1991. Margaret Thatcher þáverandi forsætisráðherra lofaði stuðningi við verkið í tengslum við vopna- sölusamning árið 1989. Stjórnarandstaðan sagði í gær að Hurd yrði að íhuga afsögn. Lyfgegn kaupæði Lundúnum. The Daily Telegraph. KOMA má í veg fyrir inn- kaupaæði með hjálp lyfja, að sögn bandarískra vísinda- manna. Þeir segja að fólk, sem er með kaupæði, versli sjaldnar og skemur eftir að hafa tekið inn fluvoxamín, lyf sem notað er við þunglyndi. Dr. Donald Black, geð- læknir við Iowa-háskóla, rannsakaði þetta á sex konum og einum karli sem hafa verið haldin kaupæði í a.m.k. 15 ár og fengu lyfið í átta vikur. Hvötin til að versla og eyða peningum minnkaði verulega en jókst aftur smám saman eftir að lyfjagjöfinni var hætt. „Árangurinn var óvenjuleg- ur,“ sagði Black. „Ég tel að lyfið lofi mjög góðu.“ Morð á Norður-Irlandi Gruna aðild IRA Reuter UMFANGSMIKIL leit var gerð að ódæðismönnunum. VOPNAÐIR menn, sem talið er að hafi verið liðsmenn í Irska lýðveldis- hernum (IRA), urðu starfsmanni á pósthúsi í bænum Newry að bana í gær í misheppnaðri ránstilraun. Lýsti írska ríkisstjórnin því yfir í kjölfarið að hún hefði hætt við að sleppa níu liðsmönnum IRA úr fangelsi. Átti að sleppa þeim úr haldi í dag. Þetta var fyrsta ofbeld- isverkið frá því að IRA lýsti yfir vopnahléi í byijun september. I yfirlýsingu frá IRA í gær sagði að vopnahléið væri enn í fullu gildi. Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fein, hins pólitíska vængs IRA, harmaði atburðinn en gagnrýndi lögregluyf- irvöld fyrir að reyna að kenna kaþólikkum um morðið. Breska stjórnin sagði morðið sýna fram á hversu brothættur friðurinn á Norð- ur-írlandi væri, ekki síst í ljósi þess hve mikið af vopnum væru enn í umferð. Tveir menn voru í gær handteknir grunaðir um morðið og þess þriðja er enn leitað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.