Morgunblaðið - 11.11.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.11.1994, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Reykjavíkurhöfn bætir hafnaraðstöðu olíufélaga BÆTT hafnaraðstaða fyrir olíufélögin í Örfírisey og í Laugamesi er næsta verkefni Reykjavíkur- hafnar. Verið er að vinna að fjárhagsáætlun næstu ára og er lausleg kostnaðaráætlun vegna endurbóta í Örfírisey um 400 milljónir króna, að sögn Hannesar J. Valdimarssonar hafnar- stjóra. Þá er verið að meta hvaða áhrif kana- díska olíufyrirtækið Irving Oil gæti haft á fyrir- hugaðar framkvæmdir ef svo færi að fyrirtækið hæfí starfsemi hér á landi. Beiðni hefur legið fyrir Birgðastöðvar olíufélaganna eru í Örfírisey og í Laugamesi og á hvomgum staðnum er bryggjuaðstaða fyrir millilandaskip í olíuflutn- ingum. Skipin leggjast við baujur og fer af- greiðsla olíunnar um neðansjávarleiðslur í land. Hannes sagði að aðstaðan væri að sumu leyti ófullkomin þegar skip þyrftu að leggjast að bauju auk þess sem leki gæti komist að neðansjávar- leiðslu eins og gerst hefur bæði við Örfírisey og í Laugamesi. í vondu veðri gæti þó reynst erf- itt að leggjast að bryggju en það væri þó að öllu jöfnu betra. „Þessi beiðni olíufélaganna hefur legið fyrir hjá okkur og höfum við verið að vinna að undir- búningi, það er fjármögnun og hvenær hægt yrði að ráðast í verkefnið," sagði hann. „For- gangsverkefnin hafa verið uppbygging vöm- hafnar í Sundahöfn og endurbætur í gömlu höfn- mni." Millilandaskip Sagði hann að hugmyndin væri að lengja vamargarðinn sem þegar er fyrir hendi í Örfíris- ey og gera þar nýja bryggju fyrir millilandaskip en aðstaða fyrir skip í strandflutningum er við vamargarðinn. í Laugamesi við Klettasvæðið í Sundahöfn er verið að undirbúa nýtt hafnar- svæði og er verið að kanna hvort þar mætti nýta hafnarbakkann fyrir olíuflutninga og al- menna vömflutninga. „Ég hef litið svo á að þetta sé næsta stóra verkefnið sem Reykjavíkurhöfn ræðst í,“ sagði Hannes. „Ég þori ekki að segja hvenær en við erum að vinna að fjárhagsáætlun næstu ára, þar sem þetta er framkvæmd sem tekur nokkur ár og við þurfum að skoða fjármögnunina. Laus- legar áætlanir eru til og við reiknum með að bryggja með vömum og öðm í Örfírisey geti kostað minnst 400 milljónir króna. í Sundahöfn yrðu olíuflutningarnir hluti af öðrum flutningum og erfiðara er að segja til um kostnaðinn.“ Morgunblaðið/Kristinn HUGMYNDIR eru uppi um að lengja vamargarðinn við Örfirisey og gera þar bryggju fyrir millilandaskip í olíuflutningum en eins og sjá má er þar einungis aðstaða fyrir minni olíuflutningaskip í strandferðum. Kosnaður Rafmagnsveitu Reykjavíkur vegna vanskíla 50 milljónir á ári Orkukostnaður 6-800 heimila tapast vegna vanskilanna KOSTNAÐUR Rafmagnsveitu Reykjavíkur vegna vanskilaskulda, sem ekki tekst að innheimta, er um 50 milljónir króna á ári og samsvar- ar raforkunotkun 6-800 heimila í eitt ár, að sögn Þórsteins Ragnars- sonar, deildarstjóra viðskiptadeildar RR. Siðustu misseri hafa vanskil raforkunotenda, einkum heimila, aukist að nýju eftir að innheimtu- hlutfallið hafði batnað ár frá ári allt frá 1985. Þórsteinn segir að RR sé að jafnaði með innheimtu- og lokunaraðgerðir í gangi gegn 3% notenda en um 15% notenda draga í þijá mánuði eða iengur að greiða útsenda reikninga. Að sögn Þórsteins Ragnarssonar má áætla að um það bil 0,5% af um 4 milljarða króna ársveltu Raf- magnsveitu Reykjavíkur sé afskrif- að vegna vanskila. Þar sé um að ræða um 20 milljónir króna og ætla megi að um 30 milljónir af þeim 100 milljónum sem öll inn- heimta stofnunarinnar kosti, að meðtalinni útsendingu greiðsluseðla til allra notenda, fari í að innheimtu- tilraunir hjá þeim 5% notenda sem aldrei komist í skil. í þessum hópi séu ríflega tvö þúsund notendur, sem fái sendar ítrekanir, viðvaranir og heimsóknir frá innheimtumönnum áður en til lokunar komi. Þetta sé sá hópur sem eftir sitji af þeim u.þ.b. 15% sem láti útsenda reikninga bíða lengur en 3 mánuði framyfír gjalddaga áður en greitt er. Þórsteinn sagði að þeim sem lentu í miklum vanskilum við Raf- magnsveitu Reykjavíkur færi nú fjölgandi á. ný en skíl hefðu batnað ár frá ári 1985-1993. „Það eru sérstaklega heimilin sem eru með verri skuldastöðu en áður. Fyrirtækin standa í stað. Kaupmáttur hefur rýrnað og það er verra hljóð í fólki nú en áður í þau 10 ár sem ég hef verið hér. Áður gátu menn aukið við sig vinnu eða fundið aðrar smugur en nú reynist erfíðara að útvega þá pen- inga sem vantar," sagði Þorsteinn. Hann sagði að í vanskilahópnum lenti annars vegar fólk sem yrði fyrir tímabundnu tekjutapi vegna samdráttar og erfiðs atvinnu- ástands og hins vegar láglaunafólk með þunga framfærslu, einstæðar mæður og óreglufólk. Forsvarsmenn RR hafa nú til athugunar hugmyndir um upptöku tryggingagjalds, sem nemi áætlaðri 2-3 mánaða orkunotkun og verði krafíst af þeim sem lenda í vanskil- um. Einnig eru uppi áform um að koma upp fyrirframgreiðslumælum þar sem notendur kaupi raforku af segulspjöldum sem veiti aðgang að ákveðnum fjölda kílóvattstunda. Spjöldin vari notendur við þegar um 90% orkunnar hafí verið notuð. „Hvorttveggja úrræðið yrði fyrst og fremst notað í viðskiptum við fyrirtæki, sem hætta rekstri verði þau gjaldþrota. Áhættan er þvi meiri þar en hjá einstaklingum,“ sagði Þórsteinn og sagði gjöld af þessu tagi tíðkast í flestum öðrum löndum. Þá sagði hann að í bígerð væri að hvetja notendur til að greiða reikninga sína með beingreiðslum í gegnum debetkort, sem væri ódýr- asta innheimtuaðferðin, með því að veita afslátt sem numið gæti 7-800 krónum á ári hjá meðalheimili. Mál dætra Sophiu Hansen Urskurður 29. des. MÁL Sophiu Hansen var tekið aftur upp í undirrétti í Istanbúl í Tyrklandi í gær. Hæstiréttur hafði ógilt dóm undirréttar vegna málsmeðferðar og krafíst þess að dómarinn kynnti sér gögn málsins betur. Urskurður um forræði dætra Sophiu Hansen og Halims A1 verður kveðinn upp 29. desem- ber. Sophia sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hún hefði notið verndar lögreglu inni í dómhúsinu og að henni hefði fylgt fjöldi óeinkennis- og einkennisklæddra lögreglu- manna. Halim A1 kom vopnaður í dómhúsið og var hann að sögn Sophiu færður inn í herbergi á 1. hæð svo hægt væri að af- vopna hann. Segir Sophia að Halim hafí brugðið við að sjá hana og að lögfræðingur hans hafí brugðist reiður við þeirri „móðgun við skjólstæðing sinn“ að láta lög- reglu fylgja Sophiu. Segir hún Halim hafa sagt að lögreglu- fylgdin væri hlægileg því ekki væri hægt að gæta hennar allan sólarhringinn. Sjö bjóða sig fram SJÖ sjálfstæðismenn höfðu boðið sig fram í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í Norðurlands- kjördæmi vestra í gærkvöldþ en framboðsfrestur rann út á miðnætti. Tveir bjóða sig fram í 1. sætið, Vilhjálmur Egilsson þingmaður og séra Hjálmar Jónsson, varaþingmaður á Sauðárkróki. Auk þingmannsins og vara- þingmannsins bjóða eftirtaldir sig fram: Ágúst Sigurðsson, bóndi á Geitaskarði í Langad- al, sækist eftir einu af efstu sætunum. Friðrik Hansen Guð- mundsson, verkfræðingur i Reykjavík, stefnir á 2.-3. sæti. Runólfur Birgisson, forstjóri á Siglufírði, sækist eftir 2. sæt- inu. Sigfús Jónsson frá Söndum í Miðfírði, framkvæmdastjóri Ferskra afurða á Hvamms- tanga, stefnir á 2.-4. sæti. Þóra Sverrisdóttir, húsmóðir á Stóru-Giljá, stefnir að kjöri í 4. sætið. Prófkjör sjálfstæðis- manna er opið og það verður haldið 26. nóvember. Boeing 757 lendir á Egilsstöðum BOEING 757-þota Flugleiða lenti á Egilsstaðaflugvelli í gær á leið til Glasgow í Skotlandi. Þetta mun vera stærsta flug- vél, sem lent hefur á Egilsstaða- flugvelli. Þotan var í leiguflugfi til Glasgow og kom með á fjórða tug farþega frá Keflavík, en á Egilsstöðum slógust 155 Aust- fírðingar í förina. Að sögn lögreglu á Egilsstöð- um þurfti að sópa flugbrautina mjög vandlega áður en þotan lenti, til þess að smásteinar soguðust ekki í hreyfla hennar. Athygli heimamanna vakti að þotan þurfti álíka langa flug- braut til að hefja sig á loft og Fokker-vélarnar, sem notaðar eru í innanlandsflugi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.