Morgunblaðið - 11.11.1994, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.11.1994, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1994 21 Þingleikar í ljóðum ÞINGLEIKAR í ljóðum í tengslum við sýningu Bjarna H. Þórarinssonar í Nýlistasafninu verða haldnir á morgun, laugardag, kl. 16. Flytjendur eru eftirfarandi; Didda, Friðrik H. Ólafsson, Halldór Ásgeirsson, Hallgrímur Helgason, Haraldur Jónsson, Jóhann Hjálm- arsson, Kokkur Kvæsir, Kristleifur Bjömsson, Mörður Ámason, Rík- harður Þórhallsson, Sjón, Tryggvi Hansen, Þorri Jóhannsson og Þor- valdur Þorsteinsson. Bjami H. Þórarinsson sýnir í aðal- sölum safnsins og Erling Kling- enberg er gestur Nýlistasafnsins í setustofu. Sýningamar em opnar daglega frá kl. 14-18 og þeim lýkur sunnu- daginn 20. nóvember. ---------------- Allra síðasta sýning á Kara- mellukvörninni NÚ FER hver að verða síðastur að sjá sýningu Leikfélags Akureyrar á fjölskylduleikritinu Karamellu- kvömin. Allra síðasta sýning verður á laugardaginn kl. 14. Karamellukvörnin er framlag LA á ári fjölskyldunnar og af því tilefni erii allir aðgöngumiðar seldir á bamaverði. Þannig vilja leikfélags- menn koma til móts við fjölskyldur og auðvelda þeim að fara saman í leikhúsið. Karamellukvörnin er gamanleikur með söngvum fyrir alla fjölskylduna. BarPar, hin sívinsæla sýning LA, verður sýnd á föstudags- og laugar- dagskvöld og vegna mikillar aðsókn- ar verður eftirmiðdagssýning á laugardag kl. 16.30. Uppselt er þeg- ar orðið á föstudagskvöld og fáir miðar eftir á eftirmiðdagssýninguna á laugardag. Sýningum á BarPari lýkur nú í nóvember. Ríkey sýnir í íspan RÍKEY Ingimundardóttir opnar myndlistarsýningu í sýningarsal íspan hf. Smiðjuvegi 7, Kópavogi á morgun, sunnudag, frá kl. 15-18. Þetta er 33. einkasýning listakon- unnar. Á sýningunni verða olíumál- verk og fantasíur bæði í skúlptúr og myndum. Við opnunina mun einn besti harmonikkuleikari landsins. Reynir Jónasson spilar fyrir gesti. Sýningin verður opin daglega frá kl. 14-18 og henni lýkur sunnudag- inn 20. nóvember. Aðgangur er ókeypis og em allir velkomnir. ------» ♦ »------- Birgir í Gallerí II LAUGARDAGINN 12. nóvember opnar Birgir Andrésson sýningu í Gallerí II, Skólavörðustíg 4a. Þessi sýning sténdur aðeins yfir í tvo daga þ.e. þann 12. og 13. nóvember. Þetta er jafnt um leið síðasta sýning í þessum sýningarsal, og lýk- ur þá fimm ára starfsemi gallerísins. Birgir Andrésson hefur haldið þó nokkrar einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga þér heima og erlendis. Sýningin í Gallerí II verður opnuð kl. 16.00 á laugardaginn 12. nóv- ember, eins og áður sagði og er opin á sunnudaginn frá kl. 14.00 Kristni og samsöngrur- um hans hrósað í Genf KRISTINN Sigmundsson hlýt- ur afbragðs dóma í Sviss fyr- ir túlkun sína á stóru hlutverki í óperunni Seldu brúðinni eftir Smetana. Óperan, sem frumsýnd var í Genf á mánudaginn, er að sögn eins gagnrýnanda forskot á sælu jólanna og uppbót fyrir þunglamalegt verkefnaval Genfr aróperunnar í vetrarbyrjun. Stfll Kristins er lofaður í víðlesn- asta blaði borgarinnar, Journal de Geneve. Einkum er þar tekið til þess hve áreynslulaust hann valdi raddsviði sínu, sem sé stórt eins og hann sjálfur. Samleikur allur í sýningunni er sagður snjall og greindarlegur. Kristinn hefur áður sungið í fimm óperum í borginni og Tri- bune de Geneve segir Genfarbúa farna að kannast við hann. Röddin hafi þó þroskast til muna og dýpk- að, náð blóma sem setji sérstakan svip á túlkunina. Tribune lýkur einnig lofsorði á listræna samsvör- un í þessari þjóðaróperu Tékka og frægasta verki Smetana. Sýningar á Seldu brúðinni verða fimm í þessum mánuði, en í lok hans gefst þess kostur í Genf að heyra í Kristni á öðrum vettvangi. Það verður á tónleikum ásamt Jónasi Ingimundarsyni píanóleik- ara í „Grande salle de Conservato- ire“. Fastanefnd íslands hjá EFTA mun undir forystu Gunnars Snorra Gunnarssonar sendiherra gangast fyrir tónleikunum mánudaginn 28. nóvember í tilefni af 40 ára af- mæli lýðveldisins. Efnisskráin verður fjöibreytt og búast má við fjölmörgum íslendingum búsettum í borginni auk fulltrúum úr sendi- nefndum annarra ríkja. Átakið „tryggjum atvinnu - verslum heima" tryggjum ( atvinnu heima í Morgunbiaðinu næstu föstudaga FST HBILSU«iC#77 Gerðu kröfur... veldu íslenskt! Danskii aföBum af Champion bómutlarfatnað í mörgum litum • •• itUtcU VDUHlilMÍÍ Doro ÍOOO er nýjasta útfærslan af þráðlausum síma með stórum skji, 10 númcra minni, stíllanlegri tónhæð og tóntegundum, fríutn samtölum innanhúss, læsingu á samtölum og margt, margt fleira. I garðinn — bílskúrinn eða til nigrannans. Doro 1000 simtólið er cinstaklcga litið og handhægt og því auðvelt að setja það í vasann L eða smella á beltið. Einmg Doro faxtæki aðeins kr.27.400,- staðer. 29.900\ ~ staðpr. TÍHíoSsiHf-f ír-. 26.900, "" staSpr. I nóvember Sjón er sögu ríkari V Úrval af klukkum, \ pennastatífum, \ reiknivélum \ „Backgammon“ \ spiliö og einnig S \ gjafir fyrir / \ golfar- / \ ann' / Fnsport Opið Simahær - GJAFABÆR frá kl. 10-14 ARMULA 32 - SIMI 88 38 40 Fjölbreytt úrval fyrir sérverslanir 09 almennar verslanir Sérsmíðum úr stáii 09 járni Þú pantar - við smlðum HF.OFNASMIBJAN Háteigsvegi 7, simi 21220, fax 623120 okkur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.