Morgunblaðið - 11.11.1994, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.11.1994, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Þjóðmenning — fram- Lýst er lag til heimsmenningar eftirkonum í MORGUNBLAÐINU 28. októ- ber er grein undir fyrirsögninni „Trúfrelsi er Qöregg“ eftir Einar Sigurbjömsson prófessor í guð- fræði. Tilefni skrifanna eru þær deilur sem upp hafa komið vegna hofbyggingar í Grindavík. Þar sem mér er málið skylt sé ég mig til- neyddan að leiðrétta nokkrar rang- færslur og misskilning sem fram kemur í grein prófessorsins og í umræðunni allri. Undariegt verður raunar að teljast að prófessor við Háskóla Islands skuli ekki afla sér betri upplýsinga áður en hann tjáir sig opinberlega um málið. Enn og aftur verð ég að taka fram að Ásatrúarfélagið stend- ur ekki að byggingu hofsins. Á þjóðveldis- öld voru engin ásatrú- arfélög. íslenskir bændur byggðu sín blóthús sjálfir. Eftir kristnitöku byggðu sjálfstæðir bændur einnig kirkjur á eigin kostnað. Þessi siður hefur haldist alveg fram á tuttugustu öld, þótt oftast séu kirkjur byggðar fyrir almannafé nú á seinni tímum. Það skal einnig leiðrétt hér að umhverfíslistaverkið Sólarvé í Grindavík var ekki byggt á vegum Vors siðar og þaðan af síður Ása- trúarmanna. Var það unnið sem átaksverkefni í atvinnumálum að tilstuðlan Grindavíkurbæjar. Ég hannaði verkið og vann það með hjálp vaskra Grindvíkinga. Það er þing til samveru og var helgað sól- inni á sumarsólstöðum 21. júní, en Sólarvé er ekki trúarlegt mannvirki í sjálfu sér. Þjóðmenning og Vor siður Hofið í Grindavík er byggt í nafni félags sem nefnist Vor siður og tveggja einstaklinga. Annar þeirra er höfundur hofsins og heiðinn maður, sá sem þetta ritar, hinn er kristinn. Innan vébanda Vors siðar eru fleiri Ásatrúarmenn en ég, en þeir eru þó ekki í meirihluta í félag- inu. Vor siður er þjóðmenningarfé- lag, ekki trúfélag. Ásatrúarmenn styðja hins vegar byggingu hofs í Grindavík heils hugar. Ég held að flestir Ásatrúarmenn telji það af hinu góða að veita íslenskri menn- ingu lið. Ég byggi heiðið hof. Það hús er listaverk, sem hefur nálgun við foman skála, gert af stafverki eða rekaviðarsúlum. Fjórir 6 metra langir stórviðir bera þakið uppi en tólf stafir eru meðfram veggjum. Reft og tyrft yfir þakið með torfi. Þetta er einskonar jarðhýsi, svolítið aflangt, skipslaga, með eldi í miðju gólfi og brann undir hamri. Moldar- gólf. Stórt op er fyrir miðju gólfi yfir eldinum. Bekkir meðfram veggjum og þiljað að hluta við vegg- ina Húsið er byggt til samveru, til þinghalds og dansa. Ég byggi yfir frjálsa afstöðu nútímamannsins, þar sem hver hefur sína persónu- legu mynd af heiminum og ætlar engum að sjá sömu sýnir af þess- ari annars óskiljanlegu tilvist. Ég vil efla dansa og leika af ýmsu tagi, kveðskap og sönglistir, það helst sem eflir samkennd með fólki. Skoðanafrelsi og trúfrelsi Ólafur helgi lét drepa alla þá, sem ekki vora honum sammála og vildu ekki við kristni taka. í dag höfum við ekki þörf fyrir að drepa þá sem ekki hafa sömu skoðanir og við. Við viljum rúma ólík við- horf í þessu samfélagi. Lög og venjur er það sem tengir okkur sam- an og ást og virðing í stöku tilfelli, vonandi. En við þurfum ekki að hafa sömu skoðanir, viðhorf eða trú. Vera má að hugmyndir Þor- geirs ljósvetningagoða um ein lög og einn sið séu úreltar á öld upplýs- ingar og skynsemi. Venja eða átrúnaður? Prófessorinn leggur út af orðinu siður og kemst að þeirri niðurstöðu að það merki átrúnaður. En fyrsta og augljósasta merking orðsins sið- ur er þó venja. Venjur eru hluti af Það er meginatriði, seg- ir Tryggvi Gunnar Hansen, að upplifa það sem er sérstakt við menningu þeirrar þjóð- ar, sem heimsótt er. daglegu lífi fólks. Þannig getur Vor siður allt eins þýtt „það sem við eram vön að gera sarnan". Önnur merking orðsins siður er tengd sið- ferði. Mitt siðferði byggist meðal annars á því að ég tel að eina leið- in til þess að ná sambandi við fólk sé að virða það sem einstaklinga og þeirra trú og fæ ég yfirleitt ærlegheit á móti, þ.e. þeir sem virða mig ná sambandi við mig. Reyndar má spyija hvers vegna kristnir menn beijast ekki frekar gegn sýn- ingum glæpamynda í sjónvarpi, þar sem ýmiss konar viðbjóði og rugli er hellt inn í vitund viðkvæmra bama, en fólki sem vill endurvekja foma siði og samkomuhald þar sem samkennd, samvera og gleði era í fyrirrúmi. Siður getur vissulega þýtt átrún- aður í fomri merkingu orðsins og er það vel, flestir meðlimir Vors siðar bera að vonum sína persónu- legu trú í hjarta sínu. Fjöregg eða fíflalæti? Prófessorinn talar um trúfrelsið sem fjöregg en ekki get ég þó kall- að það trúfrelsi fjöregg sem felur í sér að ata trú annarra auri og kalla „fíflalæti". Svo virðist sem Einar haldi að ég ætli að neyða ferðafólk til að láta vígjast til heiðni í hofinu, ferðafólkinu alsendis að óvörum. Ég held að það sé ljóst að svona málflutningur er út í hött og ætti að vera fyrir neðan virðingu hins siðavanda guðfræðiprófessors. En heimsóknir ferðafólks í trúarleg samkomuhús eru vel þekkt fyrir- bæri. Eflaust rekast ferðamenn inn í Hallgrímskirkju við og við, hver veit hvers siðar það fólk er. Fiestir ferðamenn reyna að heimsækja hin frægu Shinto-hof og Zen-garða er þeir heimsækja Japan og ekki nema gott eitt um það að segja að fólk fái að kynnast mismunandi siðum og viðhorfum. Trúarlegar stofnanir draga að sér forvitið ferðafólk eins og hvaðeina sem sker sig úr. Samskipti við ferðafólk Hvernig tengist hofbygging ferðamenningu? Ferðamenning er í raun samskipti. Hugsjón ferða- mennskunnar er að auka samskipti og skilning milli þjóða og menning- arsvæða. Vera má að ferðamenning geti „læknað" jarðarbúa af því hatri og ótta sem hvílir eins og mara á samskiptum manna eins og er. Það er meginatriði að ferðamenn fái að upplifa það sem er sérstakt við menningu þeirrar þjóðar sem þeir heimsækja. Þannig er þjóðmenning- in framlag til heimsmenningarinn- ar. Okkar er því að leggja rækt við þekkingu og ærlegan skilning á arfleifðinni og veita öðrum aðgang að henni bæði í orði og á borði. Ekki er nóg að segjá sögur og leika leikrit heldur ættum við að kynnast því fólki sem sækir okkur heim. Ferðalög með tilgangi heitir þessi áætlun. Samskiptamunstur eins og söngvar, matarveislur við elda og dansar í gömlum stíl era í fullu gildi. Allt sem eflir bein samskipti fólks er af hinu góða. Ferðamaður- inn er ekkert öðravísi en við sjálf — eram við ekki öll fólk á ferð? Nýsköpun í ferðaþjónustu Þess má að iokum geta að jafn- vel þótt teikningar af hofinu hafi verið samþykktar, hafa bygginga- nefnd og bæjarstjórn í Grindavík ekki enn gefið leyfi fyrir því að hofið rísi á þeim stað þar sem byij- að er á því, hvort sem það er stífni af trúarlegum rótum eða af öðrum „persónulegum“ ástæðum. Vil ég því velta boltanum áfram og spyija þá sveitarstjómar- og bæjarstjóm- armenn, sem þessi orð lesa, að hug- leiða hvort þeir hafi hug á nýskap- andi aðgerðum í ferðaþjónustu í sínu sveitarfélagi. Vera má að ég gæti orðið að liði. Höfundur er listamaður og hofbyggjandi í Grindavík. LÝST ER eftir: Ragnheiði Jóns- dóttur, Þórunni Elfu Magnúsdótt- ur, Eljnborgu Lárasdóttur, Guð- rúnu Árnadóttur frá Lundi, Drífu Viðar, Unni Eiríksdóttur og Oddnýju Guðmundsdóttur - til að byija með. Bókmenntir lýðveldisins? Á sunnudagskvöldið þann 6.11. var sýndur fyrsti sjónvarpsþáttur- inn af sex, um sögu lista og menn- ingar lýðveldisins 1944-1994. Fyrsti þátturinn fjallaði um bók- menntir tímabilsins og átti greini- lega að sýna einhvers konar bók- menntasögu. í þættinum var talað við tíu rit- höfunda og karlmenn sem nefndu aragrúa annarra karlmanna sem höfðu haft djúpstæð áhrif á ís- lenskar bókmenntir. Þegar þáttur- inn var meira en hálfnaður hafði ekki ein einasta kona verið nefnd til þessarar samkynjuðu sögu. Þá var Ásta Sigurðardóttir skyndi- lega nefnd í einni upptalningunni. Þar með voru fyrstu tuttugu ár lýðveldisins liðin og komið að módernisma í bókmenntum. Allt í einu birtist kona á skermimim, segja greinarhöfundar, áhorf- endum til undrunar, hvílíkt stflbrot! Allt í einu birtist kona á skerminum og lá við að áhorfend- ur æptu upp yfir sig af undrun. Þvflíkt stílbrot! Og ekki nóg með það. Fljótlega kom önnur kona og talaði um að kvennasamhengið í íslenskum bókmenntum hefði skipt sig verulegu máli. Hvaða kvennasamhengi? Skrifuðu ein- hveijar konur fyrir 1965? Ekki hafði þess verið getið áður. Eftir að komið var fram til 1965 fjölgaði konum nokkuð því kon- urnar tvær sem teknar höfðu ver- ið inn í þáttinn, nefndu báðar nokkrar skáldkonur sem þær hefðu orðið fyrir áhrifum af. Einn af yngri körlunum nefndi líka Vig- dísi Grímsdóttur meðal annarra orða. Hafi einhver minnst á Jakob- ínu Sigurðardóttur eða bók- menntaverðlaunahafana Fríðu Á. Sigurðardóttur og Álfrúnu Gunn- laugsdóttur fór það alveg fram hjá okkur. Þetta var bókmenntasaga lýð- veldisins. Talnaleikir Það hefur verið gerð rannsókn sem sýnir að ef konur fái 6% af rými uppsláttarverka og bók- menntasagna, þyki það „eðlilegt" hlutfall. Fái konur 15% af rými texta og mynda, virðist mönnum það jöfn hlutföll kynja. Ef konur fái 30-50% af rýminu þyki mönn- um það ægileg, feminísk slagsíða. Við ætlum ekki að fara í neina talnaleiki hér eða prósentuútreikn- ing, þó að það gæti svosem orðið nógu fróðlegt. Við viljum aðeins lýsa þeirri skoðun okkar að skiln- ingur stjómenda þáttarins á bók- menntasögu síðari hluta tuttug- ustu aldarinnar er fáránleg tíma- skekkja. Bókmenntasaga íslenskra karl- manna hefur verið sögð alloft og víða, við vitum það. En þó að ævintýri séu sögð aftur og aftur verða þau ekki að sögulegum stað- reyndum. Síðustu tuttugu og fimm árin hafa farið fram miklar rann- sóknir og hin hefðbundna bók- menntasaga hefur verið endur- skoðuð og endurmetin. Það má kannski afsaka þá eldri kynslóð karla og kvenna sem ólst upp við að konur ættu ekki að skrifa, enda gætu þær það ekki, og bamabækur væru óæðri bók- menntagrein og fleira í þeim dúr. Það er okkur hins vegar óskiljan- legt að ungir karlmenn og bók- menntafræðingar skuli endur- framleiða allar gömlu lummumar eins og þeir hafi ekkert heyrt og ekkert lesið síðustu tuttugu árin. Því miður... Að lokum viljum gjarna spyija um eftirfarandi: 1. Þórann Elfa Magnúsdóttir og Ragnheiður Jónsdóttir höfðu báðar skrifað Reykjavíkursögur á undan Elíasi Mar. Þórunn var jafn- framt fyrst íslenskra höfunda til þess að láta sögupersónur sínar tala slangur eða „Reykjavíkurmál“ í skáldsögunni Vorið hlær, 1933. Af hveiju kom þetta ekki fram? 2. Sú kenning var lögð fram í fyrsta sinn í þættinum að konur gætu ekki verið fyndnar í textum sínum af því að þeim lægi svo mikið á hjarta. Átti þetta að vera fyndið? 3. Sú kenning var einnig lögð fram að á níunda áratugnum hefðu verið skrifaðar fyrstu skáldsög- urnar um uppvöxt ungra drengja í Reykjavík. Við héldum að barnabækur hefðu verið skrifaðar alla öldina og þar ættum við af- bragðs höfunda. Er það rangt? 4. Við lýsum eftir Kristínu Ómarsdóttur, Þóranni Valdimars- dóttur, Rögnu Sigurðardóttur, El- ísabetu Jökulsdóttur - og að lok- um spyijum: Varþað samræmisins vegna sem öllum elstu og yngstu kvenrithöfundunum var sleppt? Hér að framan hefur aðeins verið talað út frá prósabókmennt- um. Ef farið væri út í þátt kvenna í ljóðlist lýðveldisins væri ástæða til að verða veralega harðorður um þá bókmenntasögu sem okkur var sögð á sunnudagskvöldið. Vonandi í síðasta sinn. í þættinum töluðu tíu karlar og tvær konur. Það er við hæfi að snúa þeim hlutföllum við í ofan- skráðri gagnrýni. / Asdís Egilsdóttir, lektor. Ástráður Eysteinsson, prófessor. Dagný KristjAnsdóttir, dósent. Helga Kress, prófessor. Hrefna Haraldsdóttir, islenskukennari MH. Ólina Þorvarðardóttir, gagnrýnandi Mbl. Pétur M&r Ólafsson, ritstjóri. Ragnhildur Richter, sérfræðingur viðHÍ. Ragnhildur Vigfúsdóttir, ritstjóri. Sigríður Albertsdóttir, gagnrýnandi DV. Soffía Auður Birgisdóttir, ritsljóri. Þuríður Jóhannsdóttir, íslenskukennari MH. eykur orku og úthald Sala á þessu vinsæla fæðubótarefni hefur nú verið leyfð á íslandi Fæst í apótekum KEMIKALtA Eitt blab fyrír alla! rgtmHiri) - kjarni málsins! Tryggvi Gunnar Hansen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.